Tíminn - 31.01.1984, Blaðsíða 10
Gjald-
eyris-
forðinn
jókst
um
■ Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri var
gjaldcyrisforði Seðlabanka Islands um
áramótin 4.321 milljónir króna og hafði
aukist um 230 milljónir reiknað á skráðu
gengi í árslok. Á árinu 1982 rýrnaði
gjaldeyrisforðinn liins vegar um 2.259
milljónir. Netto gjaldeyrisstaða bank-
anna var 2.468milljónir króna í árslok á
móti 2.797 í árslok 1982 og hefur því
rýrnað um 329 milljónir samanborið við
2.866 milljóna rýrnun árið áður reiknað
á gengi í árslok 1983.
JÁRN-
BLENDI-
FRAM-
LEIÐSLA
EYKST
HJÁ
NORÐ-
MÖNN-
UM
—verðhækkun á
mörgum stærstu
mörkuðunum
■ Útflutningur á járnblendi frá Noregi
jókst að magni um 6 af hundraði í fyrra
miðað við árið þar á undan. Einnig hefur
hærra verð á járnblendi á ýmsum mörk-
uðum styrkt stöðu norsks járnblendiiðn-
aðar til muna og er nú talið að útflutn-
ingsverðmætið í fyrra hafi verið rúmum
3 milljörðum norskra króna hærra en
það var 1982. Mun árið 1983 vera það
fyrsta í langan tíma sem bendir til
verulegs bata hjá iðngreininni.
Samtals framleiddu Norðmenn um
770 þúsund tonn af járnblendi í fyrra og
þá var í fyrsta skipti síðan 1979 um að
ræða framleiðsluaukningu milli ára.
Stærstu markaðirnir fyrir járnblendi
voru í fyrra Efnahagsbandalagslöndin,
EFTA-löndin og Japan. Norskur járn-
blendiiðnaður framleiðir næstum 15%
af öllu járnblendi sem framleitt er í
heiminum.
■ Síðastliðið ár var framleiðendum Volvo mjög hagstætt. Nú er verið að kynna nýja tegund af Volvo-bílum, Volvo 740
GLE, sem lítur út alveg eins og 760 bílarnir, en er ekki eins íburðarmikill og þar af leiðandi ódýrari.
UM15% SÖUMUKNMG
HIÁ VOLVOIFVRRA—
fyrirtækið aldrei selt fleiri bíla á einu ári.
■ Um 365 þúsund Volvo-bílar seldust
í fyrra og hafa aldrei í sögu Volvo-fyrir-
tækisins selst fleiri bílar á einu ári. Salan
1983 var 15 af hundraði meiri í fyrra en
1982, sem líka var metsöluár hjá fyrir-
tækinu.
Árið 1983 var bílaiðnaðinum í heimin-
um nokkuð hagstætt. Alls voru fram-
leiddir um 28 milljónir bíla á móti 25
milljónum árið áður. Var aukningin
mest í Bandaríkjunum þar sem fram-
leiðslan fór úr 5,1 milljón bíla í um 5,8
milljónir. Af þessum tölum má sjá, að
Volvo jók markaðshlutdeild sína veru-
lega í fyrra á heimsmarkaðnum.
Mest seldist af „200 línunni", eða um
232 þúsund bílar, sem er um 12.000 bílum
meira en 1982. Af „700 línunni" seldust
um 31 þúsund bílarog um 102 þúsund af
„300 línunni“, sem framleidd er í Holl-
andi.
Methagnaður á
norskri utan-
ríkisverslun
■ Utanríkisverslun Norðmanna skilaði
11,1 milljarði norskra króna í hagnað
fyrstu 10 mánuðina í fyrra. Bendir því
allt til þess að hagnaðurinn á árinu verði
nokkru meiri en hann var mctárið 1981,
þegar utanríkisverslunin skilaði 13,2
milljarða hagnaði.
Nýtölvudisk-
ettustöð
frá Svíþjóð
—aðeins 5 senti-
metrar í þvermál
■ Gísli J. Johnsen Skrifstofubúnaður
s.f. hefur hafið innflutning á lítilli tölvu-
diskettustöð frá FACIT í Sviþjóð, sem
nefnist FACIT Micro Floppi 4811.
Þessi diskettus'öð er tengd við FACIT
8111 ritvélar, sem notaðar hafa verið um
nokkurt skeið hérlendis hjá fjölda fyrir-
tækja.
Disketturnar, sem notaðar eru, eru
aðeins 5 cm í þvermál og stöðin sjálf
vegur ekki nema 1,5 kg. Á þessum
diskettum er hægt að geyma í minni allt
að 16.000 stafi um aldur og ævi. FACIT
rítvélarnar, sem stöðin er tengd við,
hefur einnig 16.000 stafa miiíni, svo ef
eigandinn kýs að geyma textann til
langframa, flytur hann textann yfir á
diskettuna úr minni ritvélarinnar. Þegar
nota þarf textann aftur, er hann fluttur
af diskettunni yfir í minni ritvélarinnar
og þar er hægt að breyta honum að vild,
áður en hann vélritast á blað.
Auk þessara 16.000 stafa er hægt að
geyma í minni ritvélarinnar ýmis ávörp,
sem algeng eru í verslunarbréfum og
einnig uppsetningu verslunarbréfa.
■ Diskettustöðin geymir 16 þúsund
stafi um aldur og ævi.
Flutningar jukust
um 13,8% hjá Ríkisskip
■ Flutningar Skipaútgerðar ríkisins
árið 1983 urðu alis 126.500 tonn í
fyrra og jukust um 13,8 af hundraði
frá árinu aður. Eru þetta mestu
flutningar í sögu fyrirtækisins ef frá
eru taldir olíuflutningar ms. Þyrils á
sjötta áratugnum.
Mcst var aukningin í stórflutning-
um - áburði, sementi og kísilgúr -
eða 32,7% og urðu þeir 50.550 tonn
1983 cn voru 38.087 tonn 1982.
Almennir flutningar jukust úr 73.068
tonnum í 75.950 tonn eða um 3,9%
Á síðasta fjórðungi ársins urðu
flutningar 36.191 tonn á móti 25.680
tonnum 1982, aukningin var 40,9%.
Eru það mestu flutningar á einum
ársfjórðungi í sögu fyrirtækisins.
Skipaútgerðin er nú með þrjú skip
í strandferðum. Esju, Öskju og
Heklu, og eru hin tvö fyrrnefndu í
eigu fyrirtækisins, en Hekla er norskt
leiguskip.
Skuldum um 60% af
þjóðarframleiðslu
Bjarni Þ. Jónsson
ráðinn til F.í.l.
■ Erlendar langtímaskuldir íslendinga
jukust um 2.515 milljónir króna fyrstu
níu mánuði ársins í fyrra. Fyrstu bráða-
birgðatölur benda til þess að á árinu öllu
hafi aukningin numið milli 2.500 og
2.600 milljónum og að skuldastaða er-
lendra lána í árslok hafi verið um 60%
af þjóðarframleiðslu.
Samkvæmt bráðabrigðatölum rýrnaði
gjaldeyrisstaða bankanna um 100 millj-
ónir á árinu reiknað á meðalviðskipta-
gengi. Miðað við.að viðskiptahallinn
verði milli 1300 og 1500 milljónir króna,
eða 2,5 til 3% af þjóðarfrantleiðslu, og
100 milljóna rýrnun á gjaldeyrisstöðu
ætti nettoinnstreymi á fjármagnsjöfnuði
að hafa numið 1200 til 1400 milljónum.
Sé nettóaukning langra lána áætluð
2.500 til 2.600 milljónir, eins og að
framan segir, ætti nettóútstreymi á
öðrum liðum fjármagnsjafnaðarað hafa
numið 1200 til 1300 milljónum króna og
er þar einkum um að ræða skammtíma-
hreyfingar. Fyrstu níu mánuði ársins var
nettóútstreymi á satnsvarandi liðum
1.900 milljónir.
■ Bjarni Þór Jónsson, fyrrum
bæjarstjóri í Kópavogi, hefur
verið ráðinn starfsmaður Félags
íslenskra iðnrekenda. Hann mun
meðal annars sjá um að skipu-
leggja aðstoð FÍI við fyrirtæki
vegna vörusýninga. Má í því
sambandi nefna alþjóðlegu sjáv-
■ Bjarni var nýlega fastráðinn
hjá FÍI en áður hafði hann unnið
ýmis verkefni hjá félaginu,
arútvegssýninguna sem haldin
verður í Laugardalshöll næsta
haust.
Bjarni mun einnig sjá um að
auka tengsl milli félagsmanna og
stjórnar og starfsliðs með skipu-
legri hætti en verið hefur, ekki
síst eftir að félagsmönnum utan
Reykjavíkur hefur fjölgað veru-
lega. Ennfremur mun Bjarni sjá
um ýmsa kynningarstarfsemi á
vegum félagsins.