Tíminn - 31.01.1984, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 31. JANUAR 19M
Zico og
Platini
skoruðu
- Juventus efst á Ítalíu
■ Brasilíski knattspyrnusnill-
ingurinn Zico, var á skotskónum
um helgina, þegar lið hans Udi-
nese mætti Avelllino. Zico
skoraði bæði mörk liðs síns í
2-ln sigri. Það l'yrra úr víta-
spyrnu, en það síöara beint úr
aukaspyrnu. Zico er nú marka-
hæstur á ítaliu með 15 mörk.
Frakkinn Michel Platini, skor-
aði mark Juventus gegn Napolí,
er liðin gerðu jafntefli 1-1. Mark-
ið gerði hann beint úr auka-
spyrnu. Hann hefur nú skorað
13 mörk, og er annar markahæst-
ur.
Eftir 18 umferðir í ítölsku
knattspyrnunni er Juventus efst
með 26 stig, Torino er með 24,
Fiorentina með 23 og Udinese,
Roma og Verona eru með 22
■ Atli Hilmarsson stóð sig vel í
leikjunum gerð Norðmönnum um
helgina. Hér sést hann stökkva him-
inhátt í leiknum á sunnudag og skot
hans hafnaði í marki Norðmanna.
Atli var að mestu tekinn úr umferð í
síðasta leiknum, á sunnudag, en
hann skoraði grimmt í hinum lcikjun-
um tveimur, meðal annarsjöfnunar-
mark íslands á laugardag.
Tímamynd Arni Sæberg
“íisSWÍ?
GÓÐUR SIGUR f SfÐASTA LEIKNUM
■ íslendingar kvöddu Norðmenn með
virktum í síðasta leik þjóðanna í hand-
knattlcik að þessu sinni á sunnudag, og
sigruðu þá 25-20. Þar með er vinnings-
hlutfall Islendinga gegn Norðmönnum í
góðu lagi, landinn hefur unnið 13 sinnum
í 31 viðureign þjóðanna, Norðmenn 11
sinnum, og 7 sinnum hefur orðið jafn-
tefli. Það var fyrst og fremst barátta og
kraftur sem gaf íslendingum þennan
sigur, góð vörn lengst af, fallcgt einstakl-
ingsframtak í sókninni og góð mark-
varsla í fyrri hálfleik.
Leikurinn fór vel af stað. íslendingar
komust i 3-0. Norðmenn hófu þá að
leika vörnina með 2 menn frammi. sem
tóku skyttur úr umferð, og riðlaðist þá
nokkuð sóknarleikur íslendinga. Norð-
menn jöfnuðu 3-3, en þá bætti Bogdan
við skyttum í stað hornamanna, og
íslendingar sigu fram úr í 5-3, og héldu
tveggja marka forskoti fram eftir hálf-
leiknum. Eftir að Norðmenn komust í
7-8, tóku Islendingar góðan sprett í
lokin og staðan í hálfleik 12-8 íslending-
um í hag.
Norðmenn skoruðu tvö fyrstu mörkin
í síðari hálfleik, 10-12, þá varð 13-11,
14-11, og Norðmenn náðu svo að jafna
14-14. íslendingar komu þá góðu skipu-
lagi á sóknina að nýju. skoruðu tvö mörk,
og 'höföu ao jainaöi tvö rnörk í fórskot
uns staðanvar 19-17. Þá skoruðu íslend-
ingar 20-17. Norðmenn minnkuðu mun-
inn í 19-20, en stórgóður lokakafli færði
íslendingum sigur, 25-20.
Kristján Arason var bestur íslcndinga
í þessum leik, skoraði 8 mörk, þar af 5
úr vel útfærðum vítaköstum. Kristján
var aðalmaðurinn í vörninni, varði þá
hvert skotið á fætur öðru, svo lang-
skyttur Norðmanna komust oft lítt áleið-
is. Þá lék Steinar Birgisson besta lands-
leik sem undirritaður hefur séð hann
leika, mjög yfirvegað í vörn og sókn.
Sigurður Gunnarsson og Þorbergur
Aðalsteinsson áttu góða spretti, svo og
Þorbjörn Jcnsson í vörn og á línunni í.
sókn. Jakob Sigurðsson lék nokkuð vel
í horninu, og er framtíðarmaður þar.
Sigurður Sveinsson lék töluvert mikið
með, og virtist nú falla betur í liðsheild-
ina en á föstudag. Hann skoraði fallegt
mark, og leitaði félaga sína uppi með
góðum sendingum. Jens Einarsson lék
lengst af í markinu. varði mjög vel í fyrri
hálfleik, alls 9 skot, en dalaði í síðari
náiiicik. Einar ÞörVárðSÍsOíi iék VCÍ
síðustu mínúturnar. Páll Ólafsson hóf
leikinn, en virtist kraftlítill, sjálfsagt
vegna undafarinna veikinda, og hefði
betur hvílt þennan leik alveg. Hann kom
ekki meira inn á eftir upphafsmínúturn-
ar. Steindór Gunnarsson var í hópnunt.
en kom ekki inn á. Hann kom inn í
hópinn fyrir Þorgils Óttar. og þá kom
Jens að nýju inn fyrir Brynjar Kvaran
frá leiknum á laugardag. Atli Hilmars-
son var tekinn mikið úr umferð, og kom
því fremur lítið við sögu, sjálfsagt hafa
Norðmenn fengið nóg af honum.
Norðmenn léku baráttuglaðir, en eru
ekki af sama getustigi og íslendingar,
það er að segja þegar landinn leikur eins
og hann á að sér. Bestur þeirra var Káre
Ohrvik, sem gerði íslendingum oft erfitt
um vik.
Leikurinn var hroðalega illa dæmdur,
,og virtust dönsku dómararnir oft vera
ansi illa með á nótunum. Norðmenn
högnuðust mjög á dómum þeirra, sér-
staklega framan af. Sjálfur leikurinn var
ágætur á köflum, en mistök inn á milli
VUIU LbbLll
gugnayndi, svo sem
þegar vörn er leikin 4-2.
Mörkin: Island: Kristján Arason 8/5,
Steinar Birgisson 4, Sigurður Gunnars-
son 4, Þorbjörn Jensson 3, Atli Hilmars-
son 2. Jakob Sigurðsson 2, Þorbergur
Aðalsteinsson 1, Sigurður Sveinsson I.
Ohrvik var markahæstur Norðmanna
með 7/4mörk,Jan RundhovdeogGunn-
ar Petterson 4 hvor, aðrir minna.
- SÖE
NORDMENN BITU FRA SER
■ Norðmenn koniu vígreiflr til leiks í
annan landsleik íslands og Noregs í
handbolta á laugardag, cn leikur þcssi
var leikinn i íþróttahúsinu í Hafnarfírði
klukkan 16, eftir að útséð varð um flug
til Akureyrar. íslendingar seni lagt
höfðu Norðmennina með níu niarka
mun komu til leiksins ekki eins ákveðnir
og fyrr, og kom það þeim í opna skjöldu
hve vel Norðmenn léku. Jafntefli varð i
lciknum, 24-24, og máttu íslendingar vel
við una, Atli Hilmarsson jafnaði fyrir
ísland þegar 20 sekúndur voru til lciks-
loka.
Leikurinn fór nokkuð jafnt af stað. þó
höfðu íslendingar heldur frumkvæðið og
komust í 5-3. Norðmenn jöfnuðu 5-5, en
íslendingar höfðu yfir 8-7. Norðmenn
komust í 12-10, og höfðu yfir í hálfleik
13-12.
Góðir sprettir Norðmanna, og mistök
og ráðleysi íslendinga í upphafi síðari
hálfleiks enduðu í fjögurra marka for-
skoti Norðmanna 13-17. Þá tók landinn
á sig rögg og jafnaði 17-17, og síðan var
jafnt á öllum tölum. Norðmenn höfðu
síðan yfir í lokin 24-23, og Atli jafnaði
eins og áður var nefnt-.
íslendingar léku ekki vel í ieiknum,
miðað við það sem liðið getur. Varnar-
leikur liðsins var slakur, og markvarslan
eftir því. Einar Þorvarðarson varði það
sem varið var í fyrri hálfleik, en síðan
heyrði slíkt sögunni til. Atli Hilmarsson
var sprækastur íslendinga, lék vel í
sókninni. og þeir Kristján Arason og
Steinar Birgisson létu einnig vel til sín
taka þar.
Mörk íslands skoruðu: Atli Hilmars-
son 6, Kristján Arason 5, Steinar Birgis-
son 4, Jakob Sigurðsson 3, Þorgils Óttar
Mathiesen 2, Páll Ólafsson 2, Þorbjörn
Jensson 1 og Þorbergur Aðalsteinsson 1.
Markahæstur Norðmannanna var Tore
Johannessen með 6 mörk, Kare Ohrvik
skoraði 5, Vidar Bauer og Gunnar
Petterson 4 hvor. aðrir minna.
Tvær breytingar voru gerðar á íslenska
liðinu eftir fyrsta leikinn. Brynjar Kvar-
an kom inn í þennan leik fyrir Jens
Einarsson, og Þorbergur Aðalsteinsson
leysti Sigurð Gunnarsson af. Það vakti
athygli í þessum leik, að Sigurður Sveins-
son sat á bekknum allan tíma, Bogdan
skipti honum aldrei inn á. Spurningin er,
hve það borgar sig að kalla menn eins og
Sigurð heim frá útlöndum, ef lítið á að
nota þá, en slíkt verður að sjálfsögðu að
vera mat þjálfarans. Sigurður féll ekki
inn í spil íslenska liðsins á föstudag.
-SOE
ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1984
13
umsjón: Samuel Orn Erlingsson
Laugdælir
unnu Grindvíkinga
- í 1. deild í kröfu
■ Laugdælir sigruðu Grindvíkinga í 1. deild karla
í körfuknattleik í leik liðanna um helgina, með 63
stigum gegn 59. Staðan í hálfleik var 38-31 Grindvík-
ingum í vil. Unnar Vilhjálmsson varstigahæsturíliði
Laugdæla með 21 stig en þeir Lárus Þ. Jónsson og
Ellert Magnússon skoruðu 13 stig hvor. Hjá Grind-
víkingum skoraði Hjálmar Hallgrímsson mest með
21 stig, Ólafur Jóhannesson skoraði 15 og Eyjólfur
Guðlaugsson 12.
-BL
Wenzel vann í
risa-stórsvigi
- Podborski vann í bruni
■ Um helgina var keppt í hcimsbikarnum í
alpagreinum skíðaíþrótta, í Garmisch-Partenkirc-
hen f V-Þýskalandi. f risastórsvigi sigraði Andreas
Wcnzél, Lichtenstein, á 1:36,53 mín.,annar varð
Pirmin Zurbriggcn, Sviss á 1:36,62 og þriðji varð
Hans Enn, Austurríki, á 1:37,55 mín.
í bruni sigraði Stcve Podborski, Kanada, á
1:56,95, annar varð Erwin Resch, Austurríki, á
1:57,20 mín. og þriðji varð brunkóngurinn sjáifur.
Franz Klammer, á 1:57,44 mín.
Staðan í stigakeppni heimsbikarsins er nú sú, að
Zurbriggen hefur forystu með 209 stig, annar er,
Wenzel með 168 stig og Ingemar Stenmark cr þriðji
með 156 stig.
-BL
Cram í 8. sæti
HSV á uppleið í V-Þýskalandi:
Skoruðu 7 mörk
gegn Dortmund
— Rummeniggebræður skoruðu öll mörk Bayern
- Bremen komst íhann krappan
Frá Gisla Agúst Gunnlaugssyni - íþrótla-
frcttamanni Tímans í V-Þýskalandi:
■ Kuldi og snjór í vestan-og norðan-
verðu V-Þýskalandi setti talsverðan svip
á 19. umferð Búndeslígunnar, sem leikin
var á laugardag. lnnan við eitt hundrað
þúsund áhorfendur mættu á þá átta leiki
sem voru leiknir. Þrátt fyrir kuldann
voru skoruð 43 mörk, fleiri en nokkru
sinni á einum leikdegi í vetur, og það þó
að leik marksæknasta liðsins, Fortuna
Dusseldorf, gegn Köln hafi verið frestað.
Úrslitin urðu þessi:
Mannheim-Braunschweig ..........2-2
„Gladbach"-Offenbach............3-2
Köln-Dusseldorf.............frestað
Bayern Munchen-Bielefeld .......3-1
Nurnberg-Leverkuscn.............2-3
Frankfurt-Úerdingen ............2-2
Hamburger SV-Dortmund...........7-2
Stuttgart-Kaiserslautern .......5-1
Bochum-Werder Bremen ...........3-3
Greinilegt er að lið HSV er á mikilli
uppleið efti lægð undanfarinna mánaða.
Liðið átti aldrei í vandræðum mcð
Borussia Dortmund sem mjög á óvart
er nú talið í fallhættu eftir afleita frammi-
stöðu í vetur. Hamborg vann stórsigur
7-2. eftir að staðan í hálfleik hafði verið
2-1. Leikmenn HSV tóku frumkvæðið í
leiknum þegar í sínar hendur, og komust
í 2-0 eftir aðeins 10 mínútna leik. Kaltz
skoraði á 8. mínútu úr vítaspyrnu, og
Jakobs bætti öðru við með góðu skoti á
10. mínútu. Eftir þessa góöu byrjun
dapraðist meisturunum nokkuð flugið,
og Rúmeninn Raducanu náði að minnka
muninn í 2-1 á 26. mínútu. Nokkuö
jafnræði var svo með liðunum það sem
eftir var af fyrri hálfleik. í síðari hálflcik
voru leikmenn Hamborgaliðsins hins
vegar mörgum klössum be.tri, og mörkin
létu ekki á sér standa. Wolfgang Wuttke
skoraði 3-0 á 51. mínútu, og var það
hans fyrsta mark í deildinni i vetur.
Mikill styr heíur að undanförnu staðið
um þennan leikna sóknarmann, sem
keyptur var frá Schaike (14 síðastliðið
sumar. en engu líkara var en að töfrarnir
væru horfnir úr skóm hans eftir að hann
gekk til liðs við þýsku meistarana.
Wuttkc bætti við öðru marki sínu í
leiknum rétt fyrir leikslok. en önnur
mörk Hamborgarskoruðu þeir Hartwig,
Grohe og Rolff, en Bittchcr skoraði
annað mark Dortmund á 67. mín., þcgar
staðan var 4-1.
Bayern Munchen lagði Armenia Biel-
efeld 3-1 á heimavelli sínum eítir að
staðan í hálfleik var 2-0, og haði Michael
Rummenigge skorað bæði mörk liðsins.
Finninn Rautianinen lagfærði stöðuna í
2-1 á 61. mínútu, en Karl Heinz Rumm-
enigge gerði út um leikinn með marki úr
vítaspyrnu á 70. mínútu. Udo Lattek
þjálfari Bayern var ekki ánægður með
leik sinna manna, sem hann taldi að
hefðu átt að vinna með talsvert meiri
mun, en marktala Munchen cr nokkru
lakari en sumra keppinautanna, til dæm-
is Stuttgart og Werder Bremen.
Leiknienn Werder Bremen lentu í
kröppuni dansi í Bochum, þar scm
heimaliðið hafði algera yfirburði frani á
75,mínútu. og hafði náð að skora þrisvar
sinnum án þess að leikmenn Bremen
næðu að svara fyrir sig. Á síðasta
korterinu tóku hinir þekktu leikmenn
Bremen loks.við sér, og náðu að jafna
leikinn með mörkum Neuharths og
Völler, og varnarmanns Bochum.
Zugcie, sem varö það á að senda knött-
inn í eigið mark.
Önnur liö í efri hluta deildarinnar
unnu leiki sína, en baráttan á botninum
verður án cfa ærið hörö. Frankfurt náði
aðcins jafntcfli á heimavelli gegn nýlið-
um Baycr Ucrdingen sem jöfnuðu 2-2
fimmtán sekúndum fyrir lcikslok. Nurn-
bcrg nær lítið að rétta úr kútnunr þrátt
fyrir tíð þjálfaraskipti, og skipt hafl
verið um mcnn í æðstu stjórn félagsins.
Nýju mennirnir Búrgsmuller og
Abramczik scm kcyptir voru frá Dortm-
und fyrir þctta kcppnistímahil í því
augnamiði að rcyna að vinna liðinu
þátttökurctt í Evrópukcppni á þcssu
tímabili, hafa ckki náð að drífa liöiö til
afreka, þrátt fyrir að Búrgsmuller sé
jarfnmarkhcppinn og áður, cn hann
hefur gert 10 mörk fyrir liðið í vetur.
-GÁG/SOE
■ Karl Heinz Rummenigge er
markahæstur í V-Þýskalandi og skor-
aði eitt mark fyrir Bayern Munchen
um helgina. Michael bróðir hans
skoraöi hin tvö.
■ Staðan er nú þessi í V-Þýska-
landi:
Bayern 19 12 4 3 38-17 28
Stuttgart 19 11 5 3 41-17 27
Hamburger 19 11 4 4 39-21 26
W. Bremen 19 10 b 4 42-20 25
„Gladbach" 19 10 5 4 40-27 25
Dusseldorf 18 9 5 4 43-23 23
Leverkusen 19 9 4 5 35-29 22
Uerdingen 19 6 6 6 33-34 20
Köln 18 8 3 7 35-26 19
Bielefeld 19 6 5 8 25-21 17
Mannheim 19 5 7 7 24-34 17
Bochum 19 5 6 8 35-43 16
Braunschw. 19 7 2 10 31-42 16
Kaiserslaut 19 6 3 10 35-43 15
Dortmund 19 5 4 10 25-42 14
Offenbach 19 4 3 12 28-58 11
Frankfurt 19 1 8 10 19-39 10
Niirnberg 19 4 1 14 25-46 9
á Nýja-Sjálandi
■ Heimsmeistarinn í 1500m hlaupi, Steve Cram,
keppti í 1500 metrunum á móti á Nýja-Sjálandi ekki
alis fyrir löngu. Steve sem ekki hefur tapað slíku
hlaupi frá 1981, varð að láta sér nægja áttunda sætið,
með tímann 3,42,4 mín.
Cram hefur lítið getað æft að undanförnu vegna
meiðsla, en cr nú orðinn góður af þeim. Kappinn
hefur í hyggju að æfa svolítið betur áður en hann
tekur þátt í næsta móti, til að geta staðið sig betur
en hann gcrði á mótinu í Hamilton, Nýja-Sjálandi.
Markahæstir í
Bundesiigunni:
■ Þessir hafa nú skorað flest mörk í v-þýsku
Búndeslígunni:
K. H. Rummcnigge, Bayern Múnchen............13
Waas, Lcverkusen ........................... 11
Schatzschneide, Hamburger SV ................ 10
Funkel, Uerdingcn ........................... 10
Völler, Bremcn...............................|()
Búrgsmuller, Nurnberg ..................... 10
Corneliusson, Stuttgart ..................... 10
Atli Eðvaldsson hefur nú skorað 5 mörk, og
Ásgeir Sigurvinsson 4.
GÁG/SÖE
Frestað hjá
Dusseldorf og
Fortuna Köln
- Frá Gísla Ágúst Gunnlaugssyni, íþróttafrétta-
manni Tínians í V-Þýskalandi
■ Nokkrum leikjum var frestað hér í V-Þýskalandi
síðastliðinn laugarag, leik FC Köln og Dusseldorf
var frestað til 7. febrúar, þar sem völlurinn í Köln var
glerháll eftir rigningu og þíðu undanfarinna daga. í
annarri deild var einnig nokkrum leikjum frestað,
meðal annars leik Osnabruck og Fortuna Köln, en
hann mun fara fram í kvöld.
-GÁG/SÖE
Segöu EUBOS (Jú-boss)
i staöinn fyrir sápu!
Sennilega er Eubos eitthvað það besta,
sem komið hefur á markaðinn fyrir þá
sem eru með viðkvæma húð.
Eubos kemur nefnilega í stað sápu,
sem oft getur verið ertandi fyrir húðina.
Tilvalið fyrir þá sem vegna vinnu
sinnar, íþróttaiðkana og annarra
aðstæðna þurfa oft á tíðum að nota
mildari sápu en aðrir. Sumir þola jafnvel
ekki að nota sápu. Það eru einmitt þeir,
sem eiga að nota Eubos í stað sápu.
Eubos fæst bæði í hörðu og fljótandi
formi.
EUB0S
Umboð á íslandi:
G. Ólafsson,
Grensásvegi 8, Reykjavík.