Tíminn - 31.01.1984, Síða 14

Tíminn - 31.01.1984, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1984 enska knattspyrnan umsjón: Samúeí Öm Eriingsson BMGHTOM MIIEIIB BANABITI UVERPOOL — Liverpool lá 0-2 í Brighton í bikarkeppninni á sunnudag ■ Eftir aö Brighton sló Liverpool óvíent ót úr bikarkeppninni ensku í fyrra, og komst síðan í úrslit, þar sem liðiö tapaði eftir tvo úrslitaleiki, hefur Brighton verið nefnt lið sem er víst til alls. Liðið féll nefnilega á sama tíma í aðra deild. Og svo sannarlega er Brighton víst til alls, því um helgina sló það stórlið Liverpool öðru sinni út úr bikarkeppninni á tveimur árum, vann öruggan sigur 2-0 á Goldstone Ground. Sigur Brighton á Liverpool nú kom enn meir á óvart cn í fyrra. Nú er Brighton búið að há botnbaráttu í annarri deild í allan vetur, en hefur þó rétt úr kútnum síðastliðnar vikur, og er nú um miðja deild. Liðið hefur misst góða mcnn, Mike Robinson, en liann var einmitt seldur til Liverpool síðast- liðið sumar, og Gary Stevens til Tott- enham. Leiknum á Goldston Ground var sjónvarpað um allt Bretland. Jafnt var í hálfleik, 0-0, en í síðari hálflcik gerði Brighton út um leikinn. Þá skoraði Gerry Ryan, landsliðsmaður íra, á 57. mínútu, og um mínútu síðar skoraði Terry Connor annað mark. 2-0 og þar við sat. Aðalhetja Brighton var Joe Corrigan, gamli enski landsliðsmark- vörðurinn, hann varði allt hvað af tók, frá þeim lan Rush og Mike Robinson, og fleirum. Graeme Souncss fyrirliði Liverpool varð að fara af leikvelli í leiknum. meiddur. Brighton vann Liverpool 2-1 í fyrra, en sá leikur var á sjálfum Anfield Road. Það var í fimmtu umferð. þessi leikur í fjórðu. -SÖE IPSWICH FÓR BEINT ÚT í West Ham náði jöfnu á Selhurst Park - Moran skoradi sigurmarkið á 90. mínútu - Oxford áfram • jafnt hjá Everton og Gillingham Ipstvich, sem hefur átt mjög þokkalegu gengi að fagna í bikarkeppninni ensku undanfarin ár, var eina iiðið sem slegið var út af liði úr neðri deildum á laugardag. Annarrardeildarliöiö Shrewsbury Town sló út Ipswich örugglega, 2-0. En fleiri komust í hann krappan . West Ham gerði jafntefli við Chrystal Palace á hcimavelli þcss síðarnefnda, Evertun gerði jafntefli á heimavelli við þriðjudeildar- liöið Gillingham, Southampton náði sigri á elleftu stundu gegn Portsmouth, annarrar deildarlið Blackburn marði sigur á fjórðudeildarliði Swindon, og Tottenham og Norwich skildu jöfn á White Hart Lane. Fjórum leikjum var frestað vegna veðurs á Englandi. Ipswich var heldur atkvæöameira í byrjun í Shrewsbury. Annarrar deild- arlið lét þó ekki rúllast upp, og veitti fyrstudeildarliðinu harða keppni. Þeg- ar leið á fyrri hálfleik fór Shrewsbury meira að láta að sér kveða, og að sögn fréttamanns BBC fór þá að verða skiljanlegra hvers vegna Ipswich á við erfiðleika að stríða í 1. deildinni um þessar mundir. Mörkin voru þó ósnert í hálfleik. Þegar 20 mínútur voru til íeiksioka, var isinn brotmn mcó frá- bæru marki Shrewsbury, en framundir það hafði Ipswich' haft öllu betur í baráttunni, án þess að skapa færi, Gary Hackett hinn ungi rauk upp vinstri vænginn. og skaut fallegu skoti þaðan yfir Paul Cooper í Ipswichmark- inu, 1-0 fyrir heimamenn. - Ipswich ■ Dave Swindlehurst var hetja West Ham - jafnaði skömmu fyrir leikslok sótti mjög eftir þetta, og virtist allt i einu orðið hættulegt. John Wark lét mikið að sér kveða, en ekki gekk. Tveimur mínútum fyrir leikslok inn- siglaði heimaliðið svo sigurinn, Colin Robertson varamaður skoraði þá gott j mark, og sgur Shrewsbury orðinn staðreynd. Crystal Palace og West Ham Utd verða að mætast að nýju í kvöld, þau skildu jöfn á laugardag á Selhurst Fark. ÐáVé Swinu!é!iiií»í VSr uéijS West Ham, hann jafnaði 7 og hálfri mínútu fyrir leikslok, en heimaliðið hafði haft yfir frá 29. mínútu , þegar liðið skoraði einstætt mark. David Giles skallaði miklum þrumuskalla á þverslána eftir fyrirgjöf Kevin Mabbutt. Giles skallaði aftur er bolt- inn kom af þverslánni, en nú varði Phil Parkes markvörður West Ham. Parkes hélt þó ekki boltanum, og Andy McCulloch var sekúndubroti á undan honum er boltinn snerti jörðina, 1-0 fyrir Palace. Sókn West Ham harðnaði eftir því sem á leið, og síðustu 15 mínúturnar sóttu þeir látlaust. Upp- skeran varð mark Swindlehurst, og jafntefli. Tottenham og Norwich gcrðu jafn- tefli án marka á White Hart Lane, í ekki sérstökum leik. „Veggur gegn vegg", sagði Brian Butler fréttamaður BBC. Leikurinn var á lágsléttunni lengst af, og fyrst þegar fimm mínútur voru eftir uppgötvuðu leikmenn Tott- enham að þeir voru í bráðri hættu, því ’ bikar leikur á Carrow Road er ekkert eftirsóknarverður. Sókn West Ham varð þung, Chris Woods, markvörður Norwich, gerði eitt til tvö kraftaverk, en Archibald og co tókst ekki að setja mark. Watford lagði Charlton á útivelli á sannfærandi hátt. Mauricc Johnston skaut Watford yfir 1-0 með góðu marki á 19. mínútu.ogJohn Barnes var nærri búinn að bæta við öðru örskömmu síðar. Charlton fékk víti í næstu sókn, en sú spyrna lenti öfugu megin við stöngina. Watford innsiglaði svo sigur- inn á 69. mínútu, þegar John Barnes geystist upp kantinn, gaf vel fyrir svo George Reilly gat vart annað en skorað. Everton varð að sætta sig við marka- laust jnfníefli á heimavelli sínum Go- odispn Park gegn þriðju deildar liðinu Gillingham. Everton átti góð færi sem lentu rétt framhjá, eða voru varin. Gillingham, sem lék mjög vel, langt fyrir ofan þriðjudeildarklassa, átti sín færi einnig, og mætti eldi með eldi. Tony Cascarino skoraði meira að segja mark fyrir þá eftir hornspyrnu en dómarinn dæmdi markið af, lét endur- taka hornspyrnuna, og þá bjargaði Everton á línu. Báðir aðilar virðast því hafa orðið að sætta sig við jafntefl- ið. Birmingham lagði Sunderland 2-1 á Roker Park í sumieriand. Þetta ’koni töluvert á óvart, þar eð Birmingham hefur átt erfitt í vetur í 1. deild, en Sunderland siglt heldur lygnan sjó. En lykillinn að þessum sigri var leikmaður scm Mick Harford. Árið 1977 prófaði Sunderland þennan pilt, og var hann í viku við æfingar hjá félaginu. En hann var ckki nógu góður að því er talið var, og látinn fara. Pað var Mick Harford sem söng útfararsöng Sunderland í bikarnum þetta árið á laugardag, sjö árum síðar. Colin West kom Sunder- land yfir í leiknum, eftir 44 mínútur, og lengst af virtist sem þetta mark mundi ráða úrslitum. En í lokin rétti Birmingham úr kútnum, og skoraði tvö mörk. Á 84. mínútu varði Shaun Elliott varnarmaður Sunderland á línu skalla Mick Harford, en það var ekki nóg, Martin Cool náði frákastinu og skoraði, framhjá Chris Turner mark- verði. Harford var svo aftur á ferðinni skömmu síðar, og skoraði sigurmarkið eftir góðan samleik Birmingham upp völlinn. - Þetta var fimmti leikur þess- ara liða í ensku bikarkeppninni, og Birmingham hefur unnið þá alla. Swindon náði forystunni heima gegn Blackburn Rovers, þrátt fyrir að liðið væri aldrei líklegt til að vinna leikinn. Jimmy Quinn skoraði með fallegum skalla eftir fyrirgjöf í fyrri hálfleik. En Blackburn var fram að þessu bitlaust lið, en tók við sér þegar á leið. Simon Garner jafnaði í síðari hálfleik, og það kom ekki á óvart. Glenn Keeley skor- ■ Þessir tveir komu við sögu um helgina, og töpuðu báðir. Til vinstri er Shaun Elliott, varnarmaður Sunderland sem tapaði fyrir Birmingham. Shaun varði meðal annars á línu í leiknum, en það dugði skammt. Mike Robinson sóknarmaður Liverpool til hægri féll með sjálfum meisturum deildabikarsins og dcildarinnar út úr bikarkeppninni, svo ekki verður allt unnið í vetur. Mike og félagar hans í Liverpool töpuðu fyrir Brighton, og er það annað árið í röð sem Brighton slær út lið Liverpool. Robinson tapaði þó ekki í fyrra, þá lék hann í bláum búningi Brighton. aði svo sigurmarkið, mark sem hefði ekki þurft að verða tjl. Keeley skoraði með skalla. meðan tveir varnarmenn stóðu bara og hort’ðu á. Oxford komst áfram í bikarnum, þó mjólkurbikarsdraumurinn sé búinn. Bobby McDonald skoraði fyrsta mark- ið fyrir Oxford úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. en Keith Murther jafnaði fyrir Blackpool í síðari hálfleik. Bobby McDonald skoraði svo sigurmark Oxford, aftur úr vítaspyrnu. Plymouth Argyle komst áfram með tveimur síðbúnum mörkum, eftir að hafa verið undir 0-1. John Uzzell og Gordon Stavenport skoruðu eftir að Kevin Dodds hafði skorað fyrir Dar- lington. Southampton var nærri búið að gera jafntefli við Portsmouth, enda hafði Portsmouth átt meira í leiknum ef eitthvað var. Færi voru nóg, en ekki kom mark fyrr en markamaskínan Steve ivioran setii inn eiií á síousiu mínútu leiksins. 1. deild: Einn leikur var í 1. deild á laugar- dag. Stoke sigraði Arsenal 1-0, og náði í dýrmæt stig í botnbaráttunni. Arsen- al, undir stjórn Don Howe, fær þó varla blóm í hattinn fyrir. Mark Stoke skoraði Paul McGuire úr vítaspyrnu. - SÖE Samkvæmt bókinni - í Skotlandi um helgina ■ Úrslit urðu samkvæmt bókinni að mestu leyti í þeim fáu leikjum sern leiknir voru í skosku bikarkeppninni í knattspyrnu um helgina. Celtic vann stóran sigur á Berwick Rángers, en Glasgow Rangers átti fullt í fangi með Dunfermline, þó sigur ynnist. Meadowbank hélt jöfnu heima gegn St. Mirren. en sá róður verður að líkind- um þyngri þegar á heimavöll St. Mirr- en kemur. Brian McClare og Frank McGarvey skoruðu fyrir Celtic gegn Berwick. Dunfermline tók forystuna gegn Ran- gers með marki Gordon Stewart. en á síðustu mínútunum náðu Rangers yfir-, höndinni með mörkunt Colin Mc- Adams og Ally McCoist. -SÖE ’ Enska bikarkeppnin: Charlton-Watford 0-2 Chrystal Pal-West Ham .... 1-1 Everton-Gillingham 0-0 Oxford-Blackpool 2-1 Plymouth-Darlington 2-1 Portsmouth-Southampton . . . 0-1 Shrewsbury-Ipswich 2-0 Sunderland-Birmingham .... 1-2 Swindon-Blackburn 1-2 Tottenham-Norwich 0-0 1. deild Stoke-.Arsenal 1-0 3. deild: Bristol Rovers-Port Vale .... 0-0 Millwail-Hull 1-0 Walsall-Bolton 1-0 Wimbledon-Southend 3-2 4. deild: Colchester Utd-Stockport . . . 1-1 Qrew Alexandra-Chester . .. 1-1 Hartlcpool-Briston City .... 2-2 Hereford-Doncaster 0-3 Reading-Rochdale 0-0 Torquaey Utd-Peterborough . 1-0 Skoska bikarkeppnin: Berwick Rangers-Celtic .... 0-4 Hibernian-East Fife 0-0 Meadowbank-St. Mirren .... 0-0 Rangers-Dunfermline 2-1 2. deild: Qucens Park-East Sterling . . 1-1 STAÐAN í dcildunum á Englandi er nú þannig, að Liverpool er efst í 1. deild með 48 stig, Manchester . United hefur 46, Nottingham Forcst 45, West Ham 43, Queens .Park Rangers og Southampton hafa 39, Luton og Coventry 38, Aston Villa 36, Norwich 35, Arsenal 34, Totten- ham 33, Watford og Everton 31, Sunderland og West Bromwich Albi- on 30, Ipswich 29, Leicester 29, Brimingham 25, Notts County og Stoke með 20 og Wolves hafa 17 stig. Staðan í 2. deild cr óbreytt frá síðustu helgi, en í þriðju deild er Wálsull efst með 51 stig. í fjórðu deild er York efst meö 52 stig. -SÖE

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.