Tíminn - 11.03.1984, Page 2

Tíminn - 11.03.1984, Page 2
erlend hringekja SUNNUDAGUR 11. MARS 1984 KONUR MYRTAR AINDLANDI ■ Pað að brenna giftar konur á Indlandi, vegna þess að heimanmundur hefur ekki verið talinn nægur, er enn stundað. Þessi hroðalegi siður virðist furðulega lífseigur þó svo að viðurlög við slíku séu að sjálfsögðu mjög þung, svo sem ævilangt fangelsi eða dauðadómar. Algengt er að fjölskylda eiginmannsins taki sig saman og hlaði bálköst og brenni eiginkonuna ef heimanmundur hefur ekki verið ríkulega greiddur og enn fleirri konur hljóta svo slæma meðferð að þær sjá sjálfsvíg sem ein undankomuleiðina. Tölur í þessu sambandi eru mjög á reiki þar sem afbrot af þessu tagi komast sjaldan upp eða eru kærð en samkvæmt opinberum heimildum frá indlandi, frá árinu 1982, er vitað unt 610 tilfelli þar sem konur voru brenndar lifandi og 220 tilfelli á fyrrahelmingi ársins 1983. Hér er þó eingöngu um að ræða morð af þessu tagi sem framin hafa verið í þéttbýli því að svo virðist sem brennur úti á landsbyggðinni séu yfir höfuð ekki kærðar. Þrátt fyrir þetta er talið að einmitt þar séu flest morðin framin. Það að sanna slíka glæpi virðist oft vera mjög erfitt. Það litla sem eftir er af líkömum fórnarlambanna er auðvelt að fela þar sem oftast er eingöngu aðeins um ösku að ræða. Þeir sem vitni verða að þessum hroðalegu verknuðum vilja ógjarnan blanda sér í máiin þar sem slíkt mundi leiða til átaka og illinda við viðkomandi fjölskyldur. Vegna þess að þessi siður á sér langa sögu og þar sem hann er af mörgum ekki álitinn neitt tiltökumál, virðist sem að mannorð hinna seku sé ekki í veði. Þeir sem brennt hafa eiginkonur sínar geta auðveldlega gifst aftur og þannig orðið sér úti um enn einn heimanmundinn. Það að feður gefi með dætrum sínum er mjög útbreiddur siður á Indlandi. Viðgengst það, þótt ólöglegt sé í öllum stéttum og innan margra trúarbragða þar á meðal hjá kristnum mönnum og meðal múhamedstrúarmanna. Hin nýja millistétt sem býr á þéttbýlissvæðum landsins gerir þó minnst af þessu en eins og áður segir er þetta algengast úti í dreifbýlinu. Sums staðar hafa menn tekið upp á því að fara fram á árlegar greiðslur frá fjölskyldum eiginkvennanna og hefur það enn aukið á vandann. Það þykir og hin mesta hneisa fyrir ungar konur að flýja heim til fjölskyldna sinna eftir að hafa einu sinni verið giftar í burtu. Þannig eru konur undir miklum þrýstingi að láta sér vel I íka þó svo að aðstæður þeirra séu nánast óþolandi. Þetta hefur svo leitt til þess að margar þessara óhamingjusömu kvenna falla fyrir eigin hendi. Þetta hroðalega ástand dregur einnig marga aðra dilka á eftir sér. Þannig eru stúlkubörn miklu óvelkomnari í heiminn en sveinbörn þar sem fjölskyldur þeirra POUCE 0.A ^SOciij, iPT Wh, I r 1 í]'A koma til með að þurfa að gefa með þeim þegar að giftingu þeirra kemur. Drengir eru því látnir ganga fyrir á ýmsan hátt og hefur þetta leitt til þess að dauðsföll meðal telpna eru algengari en meðal drengja, þar sem þeir eru látnir ganga fyrir t.d. hvað læknishjálp snertir. í flestum öðrum löndum eru konur ívið fleiri en karlar, en á Indlandi er þessu öfugt farið og telja menn að vandamálið varðandi heimanmund spili stóra rullu. Nú hafa yfirvöld hafið herferð gegn þessum aldagamla sið og dómstólar eru farnir að taka málin fastari tökum. Viðurlög við glæpum af þessu tagi hafa verið þyngd og lögregluyfirvöldum gefin heimild til að rannsaka slík mál þó svo að kæra liggi ekki fyrir. Þrátt fyrirþetta er það álit manna á Indlandi að mikið vatn eigi eftir að renna til sjávar áður en glæpir tengdir heimanmundi verði upprættir. (The Economist) Lausn á hundahalds málinu? ■ Við rákumst á þessa skemmtilegu mynd í kanadísku blaði og nú er það spurningin hvort hér sé komin einhvers konar lausn á hinu erfiða hundahaldsmáli í höfuðborginni. Chihuahua-hundurinn fer vel í vasa eins og sjá má og ef hundaeigendur kæmu sér upp slíkum hundum mundi vandamálið nánasthverfa. Þannig hundar yrðu til þess að gera þeim gramt í geði sem eiga erfitt með að þola hunda þar sem þeirra yrði sáralítið vart. Að að fara út með hundinn ætti líka að geta orðið mun auðveldara og lögreglan gæti hætt að vasast í hundaeigendum og farið að snúa sér að öðru. Argentmumenn vilja semja um yfirráð yfsr Falklandseyjum ■ Hin nýja borgaraléga ríkis- stjórn sem nýiega tók við völdum í Argentínu hefur lýst því yfir að hún sé reiðubúin til að setjast að samningaborði með Bretum og ræða framtíð Falklandseyja. í yfir- lýsingu stjórnarinnar er þess.getið að hinum 1800 íbúum eyjanna verði tryggður ríkisborgararéttur í Argentínu jafnframt því sem þeir geti haldið hinum breska ríkisborg- ararétti sínum og geti slíkar undan- tekningar gilt í þrjár kynslóðir. Argentínustjórn hefur jafnframt þessu boðið ýmis önnur fríðindi til handa íbúunum. Allt er þetta þó háð því að eyjarnar verði aftur gerðar að argentínsku yfirráða- svæði en hætt er við að bresk yfirvöld komi til með að eiga erfitt með að samþykkja slíkt formála- laust. Sem kunnugt er féllu um eittþús- und manns í stríðinu um eyjarnar þegar Bretar endurheimtu yfirráð sín þar og strangt til tekið eru þessi tvö ríki enn í stríði. Þrátt fyrir að tilboð Argentínumanna sé Bretum óaðgengilegt þá má líta á það sem vott um betra samkomulag milli þjóðanna að Argentínumenn hafi nú gefið út slíka yfirlýsingu. Nú nýlega sendi Thatcher forsætisráð- herra Breta heillaóskaskeyti til Raul Alfonsin þegar hann tók við völdum í Argentínu. Bretar hafa sett þau skilyrði að ekki komi til neinna samninga nema að Argen- tínumenn láti af öllum yfirráða- kröfum varðandi eyjarnar en lýsi sig jafnframt reiðubúna til að semja um ýmis mál varðandi sam- skipti landanna tveggja svo sem viðskipti og um það hvernig skuli farið með ýmis önnur mál milli landanna sem ekki hefur verið hægt að semja um hingað til vegna ófriðarins. (Politiken) ■ Mvndin er tekin af landgöngu Breta sumarið 1982 þegar þeir endurheimtu yfirráðin yfir eyjunum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.