Tíminn - 11.03.1984, Síða 5
SUNNUDAGUR 11. MARS 1984
í föðurætt Péturs voru margir söng-
elskir menn og söngmenn góðir á sinnar
tíðar vt'su.
Tannlæknanám í Kaup-
mannahöfn
Ekki rekjum við hér uppvaxtarár
Péturs í Reykjavík, en látum nægja að
minnast á að hann lauk stúdentsprófi frá
Lærða skólanum 1906 og sigldi til Hafnar
um haustið sama ár og innritaðist á
Tannlæknaskólann í Kaupmannahöfn.
Lærði hann fyrst tvo vetur tannsmíði og
tók próf í þeirri grein. Tannlæknanámið
sótti hann svo til 1911, en þá urðu þeir
atburðir sem leiddu til þess að hann
hætti náminu og lagði út á aðrar brautir.
Sönglistarbrautin
Það kom snemma í Ijós að Pétur var
gæddur óvenjulegri sönggáfu, og hafði
það sannast við ýmis tækifæri á skóla-
árunum í Reykjavík. Eftir komuna til
Hafnar leið ekki á löngu þar til hann fór
að dragast að fólki og félögum sem lögðu
stund á músík og var eins og hann bæði
sjálfrátt og ósjálfrátt hyrfi lengra og
lengra inn í það umhverfi eftir því sem
tímar liðu. Vakti hann athygli margra
mætra tónlistarmanna með söng sínum í
kórfélögum stúdenta og loks ákvað hann
1911 að spreyta sig á inntökuprófinu við
Óperuskóla Kgl. leikhússins. Valdi hann
sér að viðfangsefni „Gralsönginn“ úr
óperu Wagners „Lohengrin“ og er ekki
að orðlengja það að hann var valinn einn
karlkyns umsækjendanna, en þeir voru
50 talsins.
Tók hann nú að stunda námið við
óperuskólann af kappi og sóttist honum
það vel. Dreif margt á daga hans um
þetta leyti, til dæmis fór hann með
danska stúdentakórnum í mikla söngför
til Bandaríkjanna, þar sem hann vakti
mikla athygli áheyrenda og enn er hann
hélt sína fyrstu söngskemtun í Reykjavík
sumarið 1911 í stuttri heimsókn hingað.
En Pétur var auðvitað félítill og þegar
honum var boðið starf söngvara við
„Kúrfurstenóperuna" í Berlin sama ár
þá hugsaði hann sig ekki um að þiggja
gott boð. En þar sem hann var óvanur
meðferð á þýskum texta var ákveðið að
fresta samningi hans um eitt ár, meðan
hann lærði rétta meðferð hlutverkanna.
Var Pétur nú við góðan hag Berlín og
hélt áfram söngnámi, þar á meðal hjá
hinum mikla danska söngvara Vilhelm
Herold.
Fjárhagslega varð það honum til
bjargar að vinur hans í Kaupmannahöfn
lánaði honum 2000 krónur danskar með
þeim ummælum að hann skyldi greiða
þær, þegar hann væri orðinn stórtenór
og það gerði Pétur með skilum síðar.
Pétur söng 1912-14 við „Kúrfurstenóper-
una“ ýmis hinna smærri hlutverka, en
lærði jafnframt mörg hinna stærri til þess
að búa sig undir söngferil sinn. Loks árið
1914 bauðst honum starf sem aðalsöng-
vari við óperuna í Kiel.
Glæstur ferill
Pétur taldi söngferil sinn byrja 1914 er
hann réðst að Kielar óperunni, en í
rauninni má líka segja að hann hafi
byrjað með ráðningu hans við „Kurfur-
stendamm“.
Pétur var í þrjú ár við óperuna í Kiel,
en 1917 réðst hann til óperunnar í
Darmstadt og tók þar við af Jósef Mann,
sem var einn vinsælasti söngvari sem
Þjóðverjar hafa átt. Var það ekki heigl-
um hent að fara í fötin hans, en svo
miklar urðu vinsældir Péturs í þessari
stöðu að segja mátti að almenn sorg yrði
í borginni, þegar hann hvarf þaðan árið
1922, til þess að gerast söngvari við hið
mikla söngleikahús „Deutsches Opern-
haus“ í Berlín. Þar var hann uns hann
var ráðinn aðalsöngvari við ríkisóperuna
í Bremen árið 1924. í Bremensöng hann
til ársins 1929.
Gengishrunið mikla varð þess vald-
andi að hann kaus að fara frá Berlín til
Bremen, en þar varfjárhagsgrundvöllur-
inn öllu traustari þá en í Berlín.
Við framangreind óperuhús var Pétur
fastráðinn söngvari, en hann söng þess á
milli sem gestur í ýmsum smærri borgum
Þýskalands og brá sér meira að segja til
nágrannalandanna Póllands, Sviss og
Hollands. Engin leið er að telja upp allar
þær óperur sem hann söng í, en það voru
allar frægustu óperur tónbókmenntanna
og þá auðvitjað einkum Wagner-óper-
urnar. Alls söng hann á þessum árum um
80 hlutverk og mörg þeirra tugum
sinnum. Um 50 hlutverk kunni hann
þannig að hann gat undirbúningslaust
sungið þau hvenær sem skyldi og án
undirbúnings á staðnum.
„Unser Peter“
Á þetta reyndi oft. Mcðan hann var
ráðiim í Darmstadt kom hann t.d. til
Berlínar eitt sinn, til þess að syngja í
ríkisóperunni með Leo Blech. Blech
spurði hann hvort hann hefði sugnið
hlutverkið áður. Jú, svaraði Pétur. Engu
sleppt úr? Nei, sagði Pétur. Þá opnaði
Blech hurðina á herbergi $ínu og sagði:
Þarna er leiksviðið. Við sjáumst í kvöld.
Sælir.
Miklum vinsældum átti Pétur að fagna
í Þýskalandi. Þegar hann fór alfarinn frá
Kiel og hafði sungið í síðasta sinni,
höfðu þúsundir manna safnast saman
fyrir utan húsið til að hylla hinn mikla
söngvara. í Brcmen kölluðu menn hann
„Pétur okkar". („Unser Peter").
Páll ísólfsson sagði eitt sinn um Pétur
Á. Jónsson í afmælishófi að svo mikils
álits hafi hann notið þegar vegur hans
var hvað mestur í Þýskalandi að fræg
tónskáld hafi talið sér sæmd að því ef
Pétur var fenginn til að syngja í óperum
þeirra. Eitt merkari tónskálda Þjóðverja
á síðari tímum, Hans Pfitzner, mun eitt
sinn hafa komið til Darmstadt að hitta
Pétur og fá hann til að leika í nýsamdri
óperu sinni „Palestrina", sem mun fræg-
asta verk hans. Pétur gát þó því miður
ekki orðið við þeim tilmælum, þar sem
hann var þá of önnum kafinn við að æfa
„Ragnarökkur11 Wagners og hafði nóg á
sinni könnu.
Vægðarlaus samkeppni
Af því sem að ofan er sagt hefði mátt
ráða að á þessum glæsta söngferli hefði
allt líf Péturs verið rósum stráð. En það
var aðeins ytra borðið. Að baki sigrun-
um lá þrotlaus vinna og þjálfun, samfara
skapfestu, sem ekki er öllum gefin.
Braut hans sem annarra listamanna var
þyrnum stráð á sína vísu, því samkeppn-
in var hlífðarlaus, afbrýðisamurmetnað-
ur og öfund. Á þessu fékk Pétur að
kenna er verið var að ráða hann að
óperunni í Darmastadt. Keppinautur
hans reyndi að bola honum úr vegi með
því að bendla hann við njósnir. En
honum varð ekki kápan úr því klæðinu
og hann féll á eigin bragði.
Tií íslands
Sem fyrr er um getið fluttist Pétur til
Berltnar árið 1929. Hann ætlaði þá að
hverfa að því ráði að fastráða sig hvergi
við neitt leikhús heldur syngja sem
gestur hér og þar um Þýskaland. Þetta
tókst miður en skyldi. Þá gerði hann sér
Ijóst að hann hafði vanrækt að afla sér
sambanda í Ameríku. Mun það að
nokkru hafa verið vegna þess að þegar
hann hafði tækifæri til fór hann jafnan
heim til íslands og söng hér heima fyrir
landa sína. En þá fóru helstu söngvarar
Þýskalands í veg fyrir umboðsmenn
amerískra söngleikahúsa, er þeir komu
að vestan til þess að hitta, prófa og ráða
nýja menn. Þannig missti hann til dæmis
af umboðsmanni frá Metropolitanóper-
unni, sem beinlínis kom til Þýskalands
til þess að hitta hann. Var það í þeirri
ferð umboðsmanna hinnar miklu óperu
að danski söngvarinn Lauritz Melchior
var ráðinn.
Skömmu eftir að Pétur Á. Jónsson
kom til Berlínar 1929 fór verulega að
syrta í álinn í þjóðlífinu, þar sem
nasistar létu æ meir að sér kvcða og
þrengdu kost listamanna mcð ágengni
sinni og úrslitakostum, sem ekki síst
komu hart við útlenda listamenn. Varð
það til þess að ‘Pétur kvaddi Þýskaland
árið 1932 og hélt heim til íslands með
fjölskyldu sína...
Hann héit hér fjölda konserta og söng
við hin margvíslegustu tækifæri ekki síst
á ýmsum stórhátíðum í þjóðlífinu, þar á
meðal á Þingvöllum árið 1944erlýðveld-
ið var stofnað. Þá var hérlendis enginn
íslenskur söngvari sem var hans maki að
menntun og krafti og um árabil má segja
að allt ísland hafi verið hans einkasöng-
höll.
■ Það er hetjutenórinn frá Metropoiitan, Laurftz Melchior og kona hans
sem Pétur spjallar við á þessari mynd, en hún er tekin á Keflavfkurflugvelli.
Sjá næstu síðu...