Tíminn - 11.03.1984, Qupperneq 7
SUNNUDAGUR 11. MARS 1984
7
yfir honum. Sjálfur hafði hann líklega
mestar mætur á „Niflungahringnum"
og „Aidu“, sem hann söng mjög oft í.
Voru j>að ekki mikil viðbrigði að
koma til Islands?
„Jú, það voru auðvitað mikil umskipti,
því við komum frá stórborg þar sem allt
sfóð manni til boða, en héma var lítið
um að vera. Ég var dálítið hissa á mörgu
hér fyrst, en það vandist.
Nei, ég held að Pétur hafi ekki kunnað
umskiptunum illa. Það var orðið meira
en mál til komið að við færum frá
Þýskalandi. Ástandið var .orðið þannig
þá, Pétur fór að vinna hjá Rafmagn-
sveitu Reykjavíkur og það voru mjög lág
laun sem hann hafði. En han fór að taka
nemendur og kenna söng og það hjálpaði
mikið.
Pétur lést þann 14. apríl árið 1956 og
margt hefur orðið til þess að mér hefur
gengið vel að spjara mig einni og nú býr
Margrét dóttir mín hérna í grennd við
mig og er mér mikil stoð. Af eldri
börnunum er það að segja að Per er
orðinn doktor í landbúnaðarfræðum,
einkum sögu danskrar svínaræktar og
starfar að líffræðirannsóknum á svínum
en Erika býr í Kanada ásamt manni
sínum Skúla Jóhannssyni. Dóttir þeirra
er listfræðingur að mennt og hefur að
auki eignast veitingastað sem hún sjálf
rekur. Auðvitað höfum við mikið og
gott samband við bæði hana og Per.
Já, það er aldarafmæli Péturs á þessu
ári og ég hef heyrt að Þjóðleikhúsið ætli
að heiðra minningu hans með því að
helga honum einhvem ákveðinn stað í
húsinu og vissulega finnst okkur gott að
vita til þess.”
■ Skyndrteikning frá árinu 1919.
Við hvílum Karen nú á spurningum
okkar um stund og spyrjum Margreti
hvemig það hafi verið að eiga þennan
þekkta mann að föður. Langaði hana
ekki sjálfa til þess að verða söngkona?
„Pabbi reyndi að segja mér dálítið til
í söng, en ég held að mér hafi aidrei
dottið í hug að leggja út á þá braut. Mér
fannst ég aldrei hafa þá rödd sem mér
fannst ég þurfa að hafa sem dóttir Péturs
Á. Jónssonar.
Jú, ég man vel eftir honum er hann
söng opinberlega við ýmis tækifæri og ég
var satt að segja hálf feimin við að vera
með honum, því hann var svo áberandi
sem nærri má geta. Hann var alltaf
ákaflega fjörugur og léttur, lék á als
oddi. Einu sinni þegar hann var að
syngja í Hljómskálagarðinum héldu
menn víst að hann hefði fengið sér
neðan í því, svo kátur var hann.
Hann átti þó til að smakka vín, en
alltaf í mesta hófi. Ég man eftir því að
þegar ég fermdist bauð hann mér bæði
sherry og sígarettu. Hann varð ákaflega
ánægður þegar ég sagði „nei“, en hann
vildi greinilega að ég veldi sjálf hvað ég
vildi.
Ég man auðvitað ekki eftir ópemsöng
hans úti í löndum, en eins og móðir mín
minntist á þá naut ég góðs af vinum þeim
sem hann eignaðist þar ytra, einkum
kaþólska prestinum Georg. Ég hitti
hann í Bandaríkjunum þegar ég fór
þangað árið 1948 og hann tók mér með
kostum og kynjum, sýndi mér söfn og
menningarstofnanir í Washington og í
New York og fór með mig á veitingast-
aði. Þá hafði hann þó alltaf einhverjar
konur með sér auk mín. Hann kom
hingað árið 1959 og aftur síðar. Þá bjó
ég á ísafirði og hann langaði til að
heimsækja mig þangað, en veðrið var þá
þannig að það var ekki hægt. Þá var
Georg um nírætt.
„Ég á sjálf tvær dætur og býr önnur í
Kaupmannahöfn og hin í Gautaborg".
- AM.
itnrnm
ÁBURÐARDREIFARAR
úrvalið er hjá Globus
Áburðardreifarar
Kaup á tilbúnum áburði, er einn stærsti útgjalda-
liður á hverju búi. Það er því ekki úr vegi að
benda á nauðsyn þess að velja vandaðan
VICON áburðardreifara til að dreifa áburðinum í
vor.
VICON dreifararnir eru fáanlegir í þrem stærðum:
300 kg. 600 kg. og 800 kg.
Allir VICON dreifararnir eru búnir sem hér segir:
Stillanleg dreifibreidd, frá 6-12 m. (Dreifir fræi).
Öflugur hrærari í botni.
Hverjum dreifara fylgir reiknistokkurtil nákvæmra
útreikninga á áburðarmagni pr. ha.
Hleðsluhæð er ótrúlega lág, aðeins 90-100 cm.
Allir hlutir dreifarans, sem koma í snertingu við
áburðinn eru úr ryðfríu efni.
Verð: 300 kg. kr. 13.900.-
600 kg. kr. 25.100.-
800 kg. kr. 28.400.-
Berið saman verð og gæði
Rúmtak 4,2 rúmm. - Stór flot-dekk
Stærð: 13,5/75x17
Þessir fjölhæfu mykjudreifarar hafa verið seldir yfir 20 ár á
ísiandi, við sívaxandi vinsældir. Hann dreifir öllum tegundum
búfjáráburðar, jafnt lapþunnri mykju, sem harðri skán.
Og nú eykur þessi nýi stóri enn afkastagetuna.
Verð aðeins kr. 81.000.-
Eigum einnig fyrirliggjandi HOWARD Spr. 105 2,6
rúmm. Verð aðeins kr. 67.000.-
Lásby mykjudreifarinn og haug-
dælan eru ódýrustu tæki sinnar
tegundar á markaðnum!
Við hjá Glóbus völdum mykjudreifara og haugdælur
frá danska fyrirtækinu Lásby eftir að hafa aflað tilboða
og upplýsinga frá yfir fjörutíu framleiðendum slíkra tækja.
Það sem réði úrslitum var þetta:
- Lásby-tækin eru mjög vel smíðuð og einföid að allri gerð.
- Lásby-mykjudreifarinn er á stórum dráttarvéladekkjum.
- Lásby-tækin eru á sérlega hagstæðu verði.
- Lásby-tækin hafa reynst frábærlega vel
í Danmörku, - t.d. notar þriðji
hver danskur bóndi Lásby-mykjudreifara.
4000 lítra Lásby-mykjudreifarar eru fyrirliggjandi, stærri
tanka útvegum við með stuttum fyrirvara.
Verð kr. 84.000.-. Góðir greiðsluskilmálar.
Haugdæla sem afkastar 5-8000 lítrum á mínútu.
Verð kr. 57.000.-. Góðir greiðsluskilmálar.
Nýju tækin eru til sýnis í sýningarsalnum að Lágmúla 5.
VfHOWARD 1550
Stóri
mykjudreifarinn
Hafið samband við sölumenn okkar,
sem veita allar nánari upplýsingar
um verð og greiðslukjör.
Globusn
LÁGMÚLI 5, SlMI 81555