Tíminn - 11.03.1984, Qupperneq 8

Tíminn - 11.03.1984, Qupperneq 8
SUNNUDAGUR 11. MARS 1984 a Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Slgurðsson. Auglýslngastjóri: Steingrimur Gislason. Skrlfstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson. Umsjónarmaður Helgar-Timans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghiidur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristin Leifsdóttir, Samúet Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson. Útlltsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir Ritstjórn skrifstofur og augiýsingar: Siðumúla 15, Reykjavlk. Sími: 86300. Auglýsingasíml 18300. Kvöldsfmar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. mammmmmmmm^^mmmmmmmm^mm^—m—mmmmmmimmm Albert og fjárlagagatið ■ Blekið á bókun þingflokks sjálfstæðismanna, um vítur á Albert Guðmundsson fyrir Dagsbrúnarsamninginn, var vart þornað þegar fjármálaráðherra tilkynnti að hann hefði fundið ógnarstórt gat á fjárlögum og að honum bæri skylda til að skýra þjóðinni frá því. Um sama leyti tilkynnti heilbrigðisráðherra að hann hefði hætt við allar hugmyndir um sjúklingaskattinn, enda hefði hann vart komið ríkissjóði til góða vegna flókinnar og kostnaðarsamrar innheimtu. Aðrar sparnaðarráðstafanir hafa ekki komið fram í heilbrigð- iskerfinu. Fjármálaráðherra gaf Alþingi skýrslu um ríkisfjármálin og tilkynnti að eitthvað yrði að gera í málinu en engar tillögur komu þó fram, nema að hann minntist lauslega á tímabundna skattheimtu og raunhæfan niðurskurð á ríkisbákninu. Sam- tímis skýrði heilbrigðisráðherra frá frumvörpum um auknar barnabætur og hækkun lífeyris til aldraðra og öryrkja. í umræðunum sagði Albert efnislega, að það hefði verið leikur einn fyrir sig að sópa vandanum undir teppi og láta sem ekkert væri þar til á seinustu mánuðum ársins og þá hefðu hugsanlega auknar tekjur ríkissjóðs verið búnar að leysa hluta vandans. En hann vildi koma til dyranna eins og hann er klæddur. Það er engu líkara en einhverjum öðrum en fjármálaráð- herra sé ætlað að leysa úr öllum þessum vandræðum og stoppa upp í gatið. Auðvitað er hér um að ræða mál ríkisstjórnarinnar allrar en það er fjármálaráðherra sem leggur fjárlög fram og hans hlutverk er að framfylgja þeim. Ef endar nást ekki saman ber honum í samráði við samráðherra sína að leita leiða til að rétta fjárhag ríkisins af. Þrátt fyrir mikið tal um niðurskurð og sparnað hefur lítið verið aðhafst í þeim málum sem raunhæft má telja. Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið hefur stærstu útgjalda- póstana á sinni könnu og hvergi virðist opnast smuga til sparnaðar þrátt fyrir mikla leit. Þá hefur lítið frést af sparnaðaráformum í menntamálaráðuneytinu en fyrirtæki úti í bæ leggur til að starfsmönnum í stofnunum á vegum iðnaðarráðuneytisins sé skákað til og frá í hagræðingarskyni. En nú rekur fjármálaráðherra á eftir að raunhæfur niðurskurður hefjist og segir að hann megi ekki vera aðeins talnaleikur á blöðum. Þingi og þjóð er skýrt frá að fjármálaráðherra ætlist til þess að samráðherrar hans láti nú hendur standa fram úr ermum. Albert hefur margítrekað að ekki komi til mála að leggja á meiri skatta og hefur hann í ráðherratíð sinni aflétt nokkrum tekjustofnum ríkisins af þegnunum. En nú talar hann um tímabundna skattheimtu án þess að skilgreina nánar í hverju hún á að felast. En væntanlega stendur ekki upp á fjármálaráðuneytið að koma með sínar tillögur til lausnar vandanum, því þar er vandamálunum ekki sópað undir teppi. Stjórnarandstæðingar hæla fjármálaráðherra á hvert reipi fyrir heiðarleik hans og skyldurækni. En þeim fer eins og fleirum, að sakna tillagna frá honum um hvernig bregðast eigi við. En það er einmitt það sem Albert ætlar öðrum og fyrst og fremst þeim ráðherrum sem stýra fjárfrekustu ráðuneytun- um. Það eru einmitt þeir sem stóðu að vítunum í þingflokki hans. Gatið í fjárlögunum er ekkert nýtt fyrirbæri. Til að mynda var fyrirsjáanlegur 1300 milljón króna halli á fjárlögum síðasta árs þegar í maímánuði þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum og þáverandi fjármálaráðherra var ekkert að rjúka upp til handa og fóta til að básúna það út. Ug þanmg hala máhn gengið iengi. En Albert er ekkert að bíða eftir því að hugsanlega auknar tekjur ríkissjóðs leysi hluta fjárskortsins. Það passar honum einmitt núna að krefjast tilþrifa af samráðherrum sínum og að þeir fari að skera niður báknin sín. En það er vert að hyggja að varnaðarorðum Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra um þensluna í peningamál- um, sem hann telur stærsta vandann sem nú er við að glíma. Útlánaaukning bankanna það sem af er þessu ári nemur mun hærra hlutfalli en verðbólgan er. Miðað við hina miklu lækkun verðbólgunnar bendir þetta til meiri þenslu en eðlilegt er og þensluáhrifunum verður að halda niðri ef tryggja á þann góða árangur sem náðst hefur. Því þarf að huga að fleiri atriðum í efnahags- og peningamálum en ríkissjóðsgatinu einu, sem Albert hefur nú beint sjónum þjóðar’ mar að. OÓ horft í strauminn „raunhæfustu" og bestu fjárlög sem nokkur íslensk ríkisstjórn hafði sett saman, og Alþingi hrópaði húrra fyrir afrekinu - munur að hafa röggsaman og raunhæfan fjármálaráðherra, sem öll ríkisstjórnin studdi dyggilega. Nú færi betri tíð með blóm í haga í hönd. Tveir mánuðir hins nýja árs liðu. Hóflegar launahækkanir áttu sér stað - eiginlega alveg innan ramma hinna „raunhæfu" fjárlaga að dómi ráðherranna. Þetta var allt svo skothellt, að ekki var talið saka, þótt fjármálaráðherrann skryppi til Lundúna að líta á drottningarhöllina. Og enn líður svo sem vika í friðsæld innan fjárlagarammans. Þá skellur óveður á eins og hendi sé veifað. Má ég biðja um tvo milljarða Allt í einu rís fjármálaráðherrann upp í fullri hæð og segir sem svo: Ég uppgötvaði allt í einu í gærkveldi, að það er komið ginnungakap á „raunhæfu“ fjárlögin, og mig vantar svo sem tvo milljarða, vinir mínir. Þetta er að vísu ekki launahækkunum að kenna nema að litlu leyti. Satt að segja vissum við um ýmislegt af þessu íhaust. Það er komið í ljós, að það er ekki nokkur lifandi leið að spara þessi milljónahundruð, sem fyrirskipað var þá. Ríkisstjórnin hefur af örlæti sínu gert ýmsar smáráðstafanir - auðvitað allar til hagsbóta fyrir landsfólkiið - sem setja fjárlögin ofurlítið úr skorðum. Nú skulum við bara jafna þessu bróðurlega niður - margar hendur vinna létt verk - einkum þeirra manna, sem ekki þurfa um of að tefja sig við veislur eða talningu hálauna og gróða af ábatasömum rekstri. Fjör í hugmyndabankanum Fyrir nokkrum vikum flæddi Markarfljót yfir bakka sína og braut stór og mikil skörð í gamla og gróna varnargarða, sem fylla verður á komandi vori og sumri með ærnum kostnaði til Hveijir eiga að bjnja að fylla I Alberts- skarð fjárlaganna? n í þessum pistlum hefur nokkrum sinnum verið á það minnt, að ríkisstjórnin okkar stofnaði hinni góðu baráttu sinni við verðbólguna í hættu með því að gæta ekki nægilega réttlætis í viðskiptum við fólkið í landinu og með sérhlífni við sjálfa sig og hlöðukálfa sína, og þetta gæti komið illa í bakseglin áður en varði. Því miður virðist atburðarás síðustu vikna og daga gera þessa hættu enn augljósari. Það er engu öðru líkara, en ríkisstjórnin - að minnsta kosti sumir ráðherrar hennar - hafi talið sér óhætt að nota verðbólgu- baráttuna sem skálkaskjól til þess að þjóna ónáttúru, sem stjórnendur þurfa öðrum fremur að vera lausir við. Verðbólgubarátta réttlætir ekki hvaða ranglæti sem er. Neyðarstjórn í veislu Ríkisstjórnin lýsti sjálfri sér sem neyðarstjórn við valda- tökuna, björgunarsveit sem ætlaði að forða þjóðinni frá 130% verðbólgu. Það var góð stefnuyfirlýsing. Baráttan var hafin með stórskerðingu launa, afnámi dýrtíðarbóta að hluta, en jafnframt séð um að hygla hálaunamönnum með því að borga þeim tvisvar eða þrisvar sinnum fleiri krónur en ýmsum öðrum til þess að mæta verðhækkunum lífsnauðsynja. Sparnaður var heimtaður af almenningi og ýmsum stofnunum í ríkiskerfi og utan, en jafnframt efnt til veislu í stjórnarráðinu og fátt til sparað. Bíladýrð og bílstjóraþjónusta var efld til muna. Aðstoðarráðherrar ráðnir úr flokksfjósum með hraði og örlæti. Utanferðum ráðherra og embættismanna ríkisins fremur fjölgað en hitt. Yfirvinna og sporslur blómstruðu sem sjaldan fyrr. Neyðarstjórnin sem innheimti finnskattinn í verðbólgustríðið með oddi og eggju af almenningi, settist sjálft að dýrlegri veislu og bauð meira að segja ýmsum hlöðukálfum sínum til borðs með sér. Frægt var þegar byrjað var á því að gefa útlendum sirkusi eftir lögboðna skatta og síðan haldið áfram í þeim dúr. Verslunarpranginu í landinu voru gefnir allir skankar frjálsir, og verðlagi hreint og beint sleppt lausu. Helstu opinber þjónustufyrirtæki fengu lausan taum til þess að láta greipar sópa um heimili almennings. Þetta voru verðbólguráðstafanir neyðarstjórnarinnar í heimahúsum, þar sem hið lýsandi fordæmi skyldi sýnt. Þetta er satt að segja ófögur stjórnmálasaga - á neyðartímum. Almenningur í landinu bar sinn kross með þolinmæði og þjónustu við hinn góða málstað, meðan dansinn dunaði í stjórnarráðinu og hlöðum þess, þar sem kálfarnir voru aldir. þess að forða byggð og grónum löndum frá eyðingu. Það er nú komið í ljós að svipað foraðsflóð hefur orðið í fjárlögunum og brotið enn meiri og dýrari skörð í varnargarða ríkisstjórn- arinnar. Og nú er heldur en ekki fjör í hugmyndabanka stjórnarráðsins og Alþingis um það, hvernig fylla skuli Albertsskarðið. Margar snjallar hugmyndir eru þegar komnar fram, ef marka má frásagnir blaða, og von á fleiri. Matthías hefur að vísu lýst yfir, að horfið verði frá sjúklingaskattinum, auðvitað ekki vegna skeleggrar and- spymu almenningsálitsins gegn þessari forsmán, heldur af því aðhannvar svo örðugur viðfangs í framkvæmd og innheimtu!. En þá er ekki annar vandi en skella á almennum sjúkraskatti, auðvitað nefskatti, svo að hann skerði ekki hálaun um ofl. Þá er auðvitað leikur einn að hækka skattstiga tekjuskatts ofurlítið. Hver var að tala um að fólk ætti að vita um gjaldastigann áður en talið væri fram, og hvers vegna var Albert að lengja framtalsfrest um daginn meðan stiginn væri smíðaður? Nú svo má drýgja söluskattinn, eða einhverja skatta aðra ofurlítið. En við skulum um fram allt ekki minnast á hálaunaskatta, gróðaskatta af verslun og viðskiptum, eða tolla á vörum sem hálaunamenn kaupa og alls ekki draga neitt úr stjórnarráðsveislunni, enda hefur ekki heyrst minnst á það í nýja hugmyndabankanum. Nú er ekkert undanfæri En að slepptu öllu gaspri verður að segja það í blákaldri alvöru, að nú verður veislu neyðarstjórnarinnar að linna. Þegar búið er að blekkja þjóðina með „raunhæfum" fjár- lögum, sem milljarðaskörð brotna í eftir tvo mánuði, og lagt er til að fylla þau með bakreikningum á allan almenning- og auðvitað þarf einhvern veginn að fylla - þá verður að segja það í blákaldri alvöru, að fyrstu reikningana á að senda til ráðherranna sjálfra og hlöðukálfa þeirra í stjórnarráði og utan. Veislunni þar verður að linna. Það er ósvífni og ekkert annað að ætlast til þess af þjóðinni, jafnt fátækum sem ríkum, að hún greiði þessa bakreikninga fyrr en tekið hefur verið til hendi í veislusal stjórnarráðsins, og ráðherrar hafa sýnt viðunandi fordæmi um aðhald hjá sjálfum sér. Þeir gætu byrjað á því að segja upp einkaþjónum sínum og draga úr bifreiðafríðindum, svo að eitthvað sé nefnt, áður en almenn- ingi eru sendir bakreikningar fjárlaganna. -A.K. Fjárlögin gatslitin á tveimur mánuðum Á haustdögum settist fjármálaráðherrann niður til þess að semja sparnaðar- og neyðarfjárlög næsta árs. Þar var ekki kastað til höndum. Tilkynnihgar voru gefnar út um að spara skyldi 100 milljónir í þessari stofnun, 200 eða 300 í þeirri næstu, og mest í greiðslum til gamalla, fatlaðra og snauðra - og með sérstökum skatti á sjúklinga. Hins vegar var fátt sparað til veislunnar í stjórnarráðinu. Árangurinn varð Andrés Kristjánsson skrifar

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.