Tíminn - 11.03.1984, Side 10
10
Tor Ulset:
Tvær bækur
DAGS
SOLSTTAD
Dag Solstad, einn af umdeildustu og mest
lesnu rithöfundum í Noregi um þessarmundir
er væntanlegur tilíslands i næstu viku ogmun
m.a. lesa upp úr verkum sínum í Norræna
húsinu, í tengslum við kynningarfsem sendi-
kennarar í norrænum málum við Háskóla
íslands gangast fyrir um þessar mundir, á
rithöfundum í heimalöndum þeirra. Norski
sendikennarinn á íslandi, Tor Ulset sendi-
kennari í norsku hefur skrifað þá kynningu á
Dag Solstad sem hér fer á eftir, en þess má
geta að skáldsaga Solstads, „Gymnasilærer
Pedersens beretning om den store politiske
vekkelsen som har hjemsökt várt land,“ var
lögð fram afhálfu Noregs í samkeppninni um
bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir
) tveim árum.
Allir munu geta tekið undir það að
Dag Solstad er sá norskur rithöfundur
sem hvað skýrast hefur haslað sér völl
vinstra megin í norskri bókmennta-
umræðu síðustu 10-15 árin. Eftir að
hann með skáldsögu sinni, Arild Asnes,
1970 stillti sér upp við hlið hins marx-len-
iníska flokks, APK-(ml) hefur allt sem
hann hefur sent frá sér orðið tilefni
umræðna, oft á tíðum bæði ákafra og
ástríðufullra. í þessu sambandi verða
lesendur að hafa í huga að pólitísk staða
APK-(ml) á sér enga hliðstæðu á hinum
Norðurlöndunum. Það er talið að um
10.000 Norðmenn hafi gengið þessari
hreyfingu á hönd. Flestir þeirra voru
menntamenn, sem höfðu tekið mikinn
þátt í baráttunni gegn Viet-Nam stríðinu
og sáu það samfélag sem var að byggjast
upp í Kína Maos, það eina sem hægt
væri að sætta sig við. Takmarkið var -
þótt það væri ekki í sjónmáli - að koma
slíku þjóðfélagskerfi á í Noregi með
vopnaðri byltingu.
Tíu árum eftir að Arild Asnes kom út
gefur Dag Solstad lýsingu á, eða réttara
sagt gerir upp við þann pólitíska grund-
völl sem hann hefur byggt rithöfundar-
feril sinn á. Það gerir hann í bókinni
„Gymnasilærer Pedersens beretning om
den store politiske vekkelsen som har
hjemsökt várt land,“ eða „Frásögn Pe-
dersens menntaskólakennara um þá
miklu pólitísku vakningu sem hefur
heimsótt land okkar.“
Nú er tœkifœrið
Gefið konunni pels.
nýir glœsilegir pelsar á vœgu verði
Upplýsingar í síma 91-78587
Drögum vel úr ferö
við blindhæðir og brýr.
GÓÐAFERÐ!
^111)^110^11
RAÐ
‘ SÚNNÚDAGUR 11. MARS 1984
■ Dag Solstad, t.h. tekur við verðlaunum Samtaka norskra gagnrýnenda árið 1969 fyrir bók sína Irr. Gront.
Pedersen
menntaskólakennari
Við hittum fyrir ungan (þrítugan)
menntaskólakennara, Pedersen að
nafni, sem sest að í Larvik, þarsem hann
gerist menntaskólakennari. Kynni hans
og eftirlætisnemanda hans, Werner
Ludal, verða til þess að Pedersen gengur
til liðs við hinn róttækasta hinna
kommúnistísku flokka, APK-(ml).
Breytingunni á hinum pólitísku högum
hans fylgja breytingar á einkahögum
hans. Hann giftir sig, eignast son, og
skilur síðan við eiginkonu sína. Á bak
við þá ákvörðun stendur ung og fögur
kona, læknir að mennt, Nina Skátöy,
sem kemur til Larvíkur frá Osló. Hún
segir skilið við læknisstarfið og byrjar að
vinna í verksmiðju, gerist verkamaður
af eigin hvötum, sem ekki var óaigengt
meðal norskra menntamanna á 8. ára-
tugnum. Ástarsamband þeirra fær jafn
dramatískan endi sem upphaf. Eftir að
hafa tekið það upp til umræðu á ársþingi
APK-(ml) á Vestfold, sem haldið var á
yfirgefnu tjaldstæði í Svíþjóð af ótta við
norsku leyniþjónustuna, vill hún ekki
lengur hafa neitt með hann að gera. í
staðinn tekur hún upp samband við
raunverulegan verkamann, Jan Klástad,
sem er afar mikilvæg persóna í sögunni.
Þar sem hann hefurekki þjóðfélagslegan
bakgrunn menntaskólakennarans eða
læknisins, verður hann ímynd hins sanna
verkamanns.
En eftir að hinir fyrstu eldar hinnar
miklu vakningar hafa brunnið, virðist
svo sem allt það starf, sem „vöku-
mennirnir" hafa lagt á sig af fúsum og
frjálsum vilja fái engan hljómgrunn
innan þess samfélags sem þeir vilja
bylta. Það eru haldnar ræður, haldnir
fundir, safnað fé til verkfallsmanna, en
árangurinn lætur bíða eftir sér. Sú
staðreynd bitnar á samheldni hópsins og
innviðirnir byrja að bresta.
Sorglegasta fórnarlambið er Nina
Skátöy. Eftir að hún hefur ákveðið að
fórna öllu fyrir áhrif meðal verkamanna
og þá einkum verkakvenna, verður hún
þess vör að vinnufélagar hennar á
vinnustað hafna henni. Henni er sýnd
tortryggni og hún kemur engu til leiðar.
Endirinn verður sá að hún styttir sér
aldur.
Starfið í flokknum breytir hins vegar
engu um samfélagsstöðu Pedersens.
Hann hefur haldið áfram að starfa sem
menntaskólakennari. Hann sækir aðeins
félagsskap til verkamanna með því að
umgangast þá í stað vinnufélaganna á
kennarastofunni. Það verður honum því
áfall þegar Werner Ludall dregur sig út
úr flokknum og gengur til liðs við flokk
jafnaðarmanna. Þótt menntaskólakenn-
arinn sé í öllum meginatriðum sammála
því sem Ludall telur Jafnaðarmanna-
flokknum til gildis vill hann ekki stíga
sama skref sem hann. Hann getur það
einfaldlega ekki.
Þannig er þessi saga uppgjör við
flokk, sem hefur leikið sitt hlutverk til
enda. f umræðum um bókina í Noregi er
gjarna spurt; nær þetta uppgjör til þeirra
beggja, Dags Solstad og Pedersens
kennara. Jafnvel þótt þessar tvær per-
sónur eigi margt sameiginlegt svo sem
auðvelt er að benda á, er „Frásögn
Pedersens..." ekki sjálfsævisaga. Hún
er heldur ekki raunsæisleg saga út í
gegn. Á einum stað segir til dæmis frá
því, þegar meðlimir í APK-(ml) í
Vestfold hjóla yfir sjóinn til sumarbúða
Háöya. Á 20. öldinni geta þeir sem hafa
bjargfasta trú á „hinni miklu pólitísku
vakningu" hjólað á vatninu sem meistar-
inn gekk á, en Dag Solstad, - varla.
Það er mögulegt að halda fram ein-
hverju í þá átt að með þessari bók hafi
Dag Solstad komið fram með drepandi
gagnrýni á byltingarvakninguna í Noregi
í fyllingu tímans, en það væri ekki
sanngjarnt að ætlast til að hann þar með
segði skilið við pólitíska lífsskoðun sína
með því að reka hnífinn í eigið bak, ef
svo má að orði komast.
Bæjarrölt
Síðasta bókin sem komið hefur frá
Dag Solstad nefnist Sleng pá byen, sem
kalla mætti Bæjarrölt á íslensku (Guð-
jóni á Þjóðviljanum þakka ég fyrir lánið
á nafninu, þýð.) og þótt merkilegt megi
virðast er hún eitt af því fyrsta sem hann
skrifaði. Bókin er safn smágreina frá því
er höfundurinn vann sem afleysingamað-
ur við blað í Arendal 1962. Til viðbótar
við sín daglegu störf sem blaðamaður
var hann umsjónarmaður fasts dálks,
þar sem staðarmálefni skyldu tekin fyrir.
Þessar smágreinar, - 103 að tölu,eru
nú allar gefnár út í bók og spyrja má hver
meiningin sé með því að safna þeim
saman í bók nú. Á það er bent að hér
geti að líta fyrstu skref Dags Solstad á
rithöfundarferlinum. Og það fer ekki
hjá því að menn kannist við marga drætti
sem eru einkennandi fyrir seinni verk
hans. Eftirtektarsemina, ríkt auga fyrir
smáatriðum, hárbeytta kaldhæðnina og
síðast en ekki síst fyndnina.
Lesandinn getur gert sér í hugarlund
að höfundurinn kunni stundum að lenda
í vandræðum með að fylla dálkinn, það
er ekki svo margt sem hendir í bæ eins
og Arendal, sem liggur nánast í dvala
yfir vetrarmánuðina og vaknar svo til
iðandi lífs nokkra sumarmánuði með
ferðamannástraumi meðan á sumar-
leyfum stendur. En einmitt þar sem
bæjarmálefnin lýsa með fráveru sinni í
dálkum Solstads, verður líkingin prósa-
safninu Svingstol snúningsstóll frá 1967
augljós. Dæmi:
Við höfðum höfuðverk í gær. Það er
uppörvandi. Það er nefnilega ekki hægt
að hafa verk í tómarúmi.
Veðrið hefur alltaf verið kærkomið
umræðuefni manna. Það er talað um
veðrið, hvernig það er og hvernig það
muni verða. En fólk talar ekki um
hvernig veðrið var, nema það hafi verið
einstaklega gott eða slæmt. Það gerir
Dag Solstad hins vegar og kemur að
efninu úr kaldhæðnislegri fjarlægð:
Við ætluðum að skrifa svolítið um
veðrið í gær. En við vitum bara ekki
hvað við getum sagt um það. Var kalt
eða heitt. Við gengum um bæinn í
sólskininu í gær og fundum að sólin
vermdi og við hugsuðum að nú væri
sumarið að koma og við ætluðum að
flýta okkur upp á ritstjórn til að geta
orðið fyrstir með þessa stórkostlegu
frétt. Jæjá, - hvernig er best að segja
það, allt í einu var ekki lengur hlýtt. Það
var nánast kalt, við skulfum og okkur
var kalt og við fórum að hugsa um
stúlkur, og svo byrjaði að rigna í
ofanálag. Svo að við vitum ekki hvað við
ættum að skrifa um veðrið, en það gerir
ekkert til því að við erum þegar búnir að
skrifa heilmikið um það eins og sjá má.“
(s. 95-96).
Það ber við að það er ekki bara
lesandinn sem fær á tilfinninguna að
höfundinn skortir efni til að skrifa um.
Eftir að hafa fjallað lítillega um hvíta-
sunnuna, símkerfið, nýja skó, barna-
vagna, og fleira segir SoDa, en þannig
merkti Solstad greinar sínar:
„Nú höfum við ekkert til að skrifa um
og það getur oft verið gaman að skrifa
um það. En hvenær sem við höfum
skrifað eða munum skrifa um ekki neitt,
skrifum við ekki um neitt heldur um
eitthvað. Það er rökfræði.“
Það sem gerir „Bæjarrölt” svo mikils
virði fyrir hinn almenna lesanda er að
bókinni fylgir ítarlegur eftirmáli eftir
Jan Erik Wold. Þar er gefið yfirlit yfir
þrjú höfuðtímabil á ferli Solstads, 7.
áratuginn, þegar hann gerði tilraunir og
þreifaði fyrir sér, pólitíska tímabilið á 8.
áratugnum og loks hin nýja afslappaða
hlið á honum sem kemur fyrst fram í
Pedersen menntaskólakennara. Það er
þess vegna engin tilviljun að Bæjarrölt
kemur út árið 1983. Þótt bókin sé skrifuð
1962 bendir hún fram á við til þess sem
einkennir höfundinn nú eftir 1980. En
útkoma hennar er jafnframt til vitnis um
glaðlegra andrúmsloft í verkum Dags
Solstad í næstu framtíð. Viðhlökkum til.
JGK snéri úr norsku.