Tíminn - 11.03.1984, Síða 14

Tíminn - 11.03.1984, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 11. MARS 1984 „Það ö" alveg sama hvað ég fer fram á - Islendingar vílja allt fyrir mig gera” — segir hollenska stúlkan Anneke Dekker, sem er eins konar móttökustjóri fyrir Norðurlandabúa hjá hollenska fyrirtækinu Sunway, en hún var stödd hér á landi í vikunni til þess að undirhúa heljarmikla Hollandskynningu í næstu viku ■ „Það er bókstaflega alveg sama hvað ég fer fram á, þegar íslendingar eiga í hlut, þeir vilja alit fyrir mig gera,“ segir Anneke Dekker, framkvæmdastjóri þeirrar deildar hollenska fyrirtækisins Scandinavian Arctic Sunway, sem hefur með móttöku Norðurlandabúa í Hollandi að gera, þegar ég hitti hana að máli í vikunni, þar sem hún var að skipuleggja Hollenska daga á Hótel Sögu og í Háskólabíói, sem verða i næstu viku. Anneke er svo brosmild og elskuleg í framkomu allri, að það er erfitt að ímynda sér að það séu eingöngu íslendingar sem veita henni sérstaka þjónustu og fyrirgreiðslu þegar hún þarf á að halda, en Anneke fullyrðir að íslendingar séu alveg sérstakir á þessu sviði. Anncke hefur um margra ára skeið starfað að ferðamálum, og sérhæft sig í móttöku og þjónustu við Norðurlanda- búai Hún var sex ár í slíku starfi í London, og hefur nú síðan 1. september sl. starfað við samskonar ferðamanna- þjónustu í heimaborg sinni Amsterdam. Fyrirtæki Annekc, Sunway, er stærsta ferðaskrifstofan í Hollandi, sem selur ferðir til Norðurlandanna, og Anneke segir mér að Sunway bjóði upp á ferðir til Finnlands, Noregs, Svíþjóðar, og íslands. „ísland er eitthvað sem er að vinna sér sess nú. Við skipuleggjum ferðir til Islands, og tökum á móti íslenskum ferðamönnum í Hollandi. Það er ekki meira en svona ár síðan að íslendingar fóru að flykkjast til Hollands, og í kjölfar þess, hefur áhugi Hollendinga aukist mjög mikið á íslandi. Til dæmis voru 3 kynningarsíður úm ísland í bæklingi okkar sl. ár, en í ár eru þær 8.“ - Nú vannst þú m.a. við það þegar þú starfaðir í London, að taka á móti íslenskum ferðamönnum í London er mikill munur fyrir þig að gfl'a slíkt hið sama í heimaborg þinni Amsterdam, eða er þetta ósköp keimlíkt? „Það er ótrúleg fjölbreytni í þessu starfi, og þar sem ég vann mikið með ■ „Island er eitthvað sem er að vinna sér sess i Hollandi nú.“ ■ „j London gat ég alltaf beitt leynilögreglu hæfileikum mínum og sagt: Þetta er íslending- ur...“ ■ „En í Amsterdam gat ég það ekki lengur. íslendingar og Hollendingar eru svo líkir". ■ „Landsmenn okkar vanmeta eigið land, Holland".

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.