Tíminn - 01.04.1984, Síða 8
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason.
Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiöslustjóri: Siguröur Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulitrúi: Oddur V.
Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson.
Umsjónarmaöur Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir,
Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Fríðrik tndriöason, Guömundur Sv .
Hermannsson, Heiöur Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson,
Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skaftl Jónsson.
Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson.
Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guöjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir.
Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Fiosi Kristjánsson, Guöný Jónsdóttir
Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síöumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími
18300. Kvöldsimar: 86387 og 86306.
Verð i lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuöi kr. 250.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent hf.
Skattsvik
■ Ljótt er ef satt er að margflóknar skattaálögur ríkisins séu
notaðar sem féþúfa fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Löngum hefur
það orð leikið á, að þjófar fari ránshendi um til dæmis
söluskattinn, innheimti hann af viðskiptavinum sínum en stingi
hluta af honum í eigin vasa og hafi afganginn af ríkissjóði. Þetta
skeður á sama tíma og landssjóðurinn hangir á horriminni og
hugmyndabankar eru settir á stofn til að ráða fram úr þeim
greiðsluvandræðum sem öll þjóðin stendur frammi fyrir.
Hugmyndir eru uppi um að skera niður félagslega þjónustu,
fresta þjóðhagslega hagkvæmum framkvæmdum og jafnvel að
hækka skatta á þeim aðilum, sem aldrei geta skotist undan að
greiða keisaranum það sem keisarans er, og einnig að taka upp
enn nýja skatta til að stoppa upp í þau göt sem skattsvikararnir
láta eftir sig.
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra skýrði á hreinskil-
inn hátt í viðtali í Tímanum frá því að hann teldi hundruð milljóna
sviknar undan söluskatti og sagði, að þegar veltan í þjóðfélaginu
og söluskattsinnheimtan væru bornar saman sé ljóst að þarna séu
maðkar í mysunni. Tölulegar uppiýsingar um hve háar upphæðir
er hér um að ræða liggja ekki fyrir en unnið sé að úttekt á því máli.
Ef unnt reynist að ná aftur ránsfengnum gæti það haft veruleg
áhrif í þá átt að minnka fjárlagagatið margfræga.
Til að renna stoðum undir grunsemdir forsætisráðherra bárust
þær fréttir um svipað leyti að Rannsóknarlögreglu ríkisins hafi
borist ákæra um stórfellt söluskattssvindl, þar sem grunur leikur
á að íyrirtæki hafi svikið háar upphæðir af ríkissjóði, og varð
enginn hissa. Hins vegar kom upp í máli þessu nýmæli.
Tölvuforriti í bókhaldsdeild fyrirtækisins hafði verið hagrætt á
þann veg að mcint svik hafi verið skipulögð og framkvæmd með
sjáltvirkum hætti.Enn vekur það nokkra athygli að bókhaldsfróður
maóur með þekkingu á tölvukúnstum var búraður inni og
yfirheyrður og síðan sleppt, en sá hafði ekki annarra hagsmuna
að gæta en að vera vitorðsmaður þeirra sem sagt er að stungið hafi
hluta skattsins í eigin vasa. Það gæti verið athugandi fyrir yfirvöld,
hvort menn með sérþekkingu á bókhaldi og völundarhúsi
skattalaga og framkvæmd þeirra, skuli ekki gerðir ábyrgir að hluta
fyrir misferli skjólstæðinga sinna.
Varla dettur nokkrum manni í hug að það mál sem hér er minnst
á sé eitthvert einsdæmi. Söluskatturinn er einn stærsti tekjuliður
ríkissjóðs og innheimta hans er í höndum fleiri þúsund fyritækja
smárra sem stórra, og freistingarnar eru margar og mennirnir
misjafnir. Ekki bætir úr skák að söluskattsbáknið verður sífellt
erfiðara viðureignar með reglugerðarbreytingum og undanþágum,
og eftirlit með ráðvendni innheimtuaðila er illmögulegt eins og í
pottinn er búið.
Það er vafasamur sparnaður að skera framlög við nögl til
skattaeftirlits því virkt eftirlit á þessu sviði margborgar sig fyrir
rfkissjóð. Söluskattsgreiðendum er ekki treystandi og verður að
meðhöndla þá samkvæmt því. Hér ber víst að taka fram að mörg
fyrirtæki skila sínum söluskatti samviskusamlega, en það er
einfaldlega ekki nóg. Þau eiga að gera það öll með tölu.
Auðvitað viðgangast skattsvik annars staðar en varðandi
söluskatt og eru ýmis brögð höfð í frammi til að losna við að greiða
lögbundin gjöld. En það er eins og fyrri daginn að það er hinn
almenni launamaður sem auðveldast er að ná fjármunum frá, og
er hann ekki látinn njóta þess í neinu nema því að ganga ótæpt í
launaumslögin og jafnvel passað upp á að hluti af kaupi hans gangi
beint til ríkis og sveitarfélaga. Honum er ekki einu sinni treyst til
þess að handfjatla launin sín áður en báknið gleypir sitt.
En fyrirtæki valsa eftirlitslítið með skattpeninga og komast
jafnvel upp með að hirða af sköttum sem þeim er gert að
innheimta. Það er ekki nema von að fjárlagagötin gerist stór.
Líklega er það ekki í mannlegu valdi að einfalda skattalög, en
hins vegar eru stjórnmálamenn og embættismenn flínkir við að
þvæla þau enn betur, enda er og hefur lengi verið eitt uppáhalds-
verkefni Alþingis að fjalla um breytingar á skattalögum. En það
er líklega í lagi svo lengi sem ríkisskattstjóri skilur þau.
En væri það ekki þess virði að einfalda skattalög og gera þau
virkari, eða að minnsta kosti að sýna viðleitni í þá átt?
-O.Ó.
■ Kristinn Hallsson i hlutverki sinu í „Rakaranum í Sevilla,,
Þrjár sýningar hjá Operunni um helgina
■ Um helgina verða þrjár sýningar hja
íslensku óperunni. Rakarinn í Sevilla
cftir Rossini verður sýndur í kvöld kl.
20.00 og á laugardagskvöld á sama tíma.
Á sunnudag kl. 15.00 verður svo sýning
á barna- og fjölskylduóperunni Orkin
hans Nóa eftir Benjamin Britten.
Rakarinn í Sevilla er gamanópera í
tveim þáttum og gerist á Spáni snemma
á síðustu öld. Segir frá ungum greifa sem
reynir að ná ástum yngismeyjarinnar
Róst'nu en á við vonbiðil að etja og beitir
því ýmsum brögðum í mörgum gervum.
Örkin hans Nóa er svokallaður
„undraleikur", en þeim var ætlað að
veita ólæsum almúga nokkra Biblíu- og
trúaruppfræðslu. Efnið er flestum kunn-
ugt en annars er það að finna á Biblíunni.
I. Mósebók, 6.-9. kapítula.
Gallerí Langbrók
■ Á laugardaginn kl. 14.00 verður
opnuð í Gallerí Langbrók kynning á
nýjum skinnfatnaði eftir Evu Vilhelms-
dóttur, skartgripir úr leir og postulíni
eftir Kolbrúnu Björgólfsdóttur og kera-
mik eftir Borghildi Óskarsdóttur. Kynn-
ingin er opin um helgina frá kl. 14.00-
18.00 og á virkum dögum frá kl. 12.00-
18.00.
50. og allra síðasta
sýning á Skvaldri
■ Á sunnudagskvöld, 1. apríl, verður
50. og allra síðasta sýning á breska
gamanleiknum Skvaldri, eftir Michael
Frayn, í Þjóðleikhúsinu. Sýning þessi
fékk í haust afar lofsamlega dóma allra
gagnrýnenda og aðsóknin hefur verið
mjög góð, en nú hafa 20.000 áhorfendur
séð verkið.
Leikstjóri er Jill Brooke Árnason,
leikmynd og búningar eftir Jón Þórisson,
lýsing eftir Kristinn Daníelsson, en Árni
Ibsen hefur þýtt leikritið. Níu lcikarar á
fullri ferð allan tímann.
Tómasarkvöld á
Litla sviði Þjóð’
leikhússins
■ Sunnudaginn 1. apríl frurnsýnir
Þjóðleikhúsið dagskrá sem heitir ein-
faldlega Tómasarkvöld. Dagskrá þessi
er byggð á Ijóðum og æviatriðum Tómas-
ar Guðmundssonar og er þar bæði
upplestur og söngur, en lög eftir Sigfús
Halldórsson og Gylfa Þ. Gíslason verða
flutt. Herdís Þorvaldsdóttir hefur um-
sjón með dagskránni, en auk hennar
koma fram þau Anna Kristín Arngríms-
dóttir, Arnar Jónsson, Edda Þórarins-
dóttir, Guðrún Þ. Stephensen, Helgi
Skúlason og Róbert Arnfinnsson; undir-
leikari á píanó er Bjarni Jónatansson.
Þetta er Ijúf skemmtun, eins og menn
geta ímyndað sér þegar Ijóð Tómasar
eru annars vegar.
Gestir geta fengið létta máltíð á
undan dagskránni og veitingar verða á
borð bornar meðan skemmtunin
stendur. Aðgöngumiðaverð er kr. 325,-
með máltíð, en kr. 150,- án máltíðarinn-
ar. Dagskráin hefst stundvíslega kl.
20.30.
■ Myndlistarmennirnir að undirbúa opnun sýningarinnar á Kjarvals-
stöðum, en þetta er síðasta syningarheigin
Sýning fjögurra myndlist-
armanna að kjarvalsstöðum
— síðasta sýningarhelgi
■ Myndlistarmennirnir ívar Valgarðs-
son, Rúna Þorkelsdóttir, Þór Vigfússon
og Rúri hafa sl. tvær vikur verið með
sýningu í báðum sýningarsölunum á
Kjarvalsstöðum, bæði vestursalnum og
Kjarvalssal.
Á sýningunni eru skúlptúrar úr mis-
munandi efni, umhverfisverk, teikning-
ar, málverk, þrykk og collage-verk.
Þetta eru allt ný verk, sem sum hver hafa
aldrei verið sýnd áður. Öll verkin eru nú
sýnd í fyrsta sinn á íslandi.
Listamennirnir hafa allir stundað nám
við Myndlista- og handíðaskóla íslands
og akademíum erlendis.
Þetta er síðasta sýningarhelgi. Opið er
frá 14-22.