Tíminn - 01.04.1984, Blaðsíða 14

Tíminn - 01.04.1984, Blaðsíða 14
FOSTUDAGUR 30. MARS 1984 ■ íranir brenna fána Bandaríkj anna og Sovétríkjanna i oliubænum Abadan. Bandaríkjamenn álita þeir djöfla, en Rússa telja þeir guðleys ingja. STTRDHÐ SEM EKKIMÁ ENDA Stríð Irana og íraka hefur nú staðið í 42 mánuði. Alþjóðlegi vopnaiðnaðurinn græðir gífurlega og bæði Rússar og Bandaríkjamenn aöstoða stríðsaðila ■ Stríðið kemur inn í stofu til okkar með þungum dyn og bloðfnyk. íranska ríkisútvarpið leikur „Nótt á nöktum fjöllum" eftir rússneska tónskáldið Mussorgsky, en þessi hljómkviða sem samin var á öldinni sem leið er undirleikur við myndir af dauðum íröskum hermönnum. Kór stríðsfanga er leiddur fram fyrir myndavélaraugað og hann for- mælir forseta þeirra eigin lands hátt og snjallt: Niður með Saddam!“ Hvern föstudag flytur sjónvarpið guðsþjónustu, þar sem hinu jarðneska hatri er blandað saman við hina himn- esku blessun. „Berjist til síðasta blóð- dropa!“ er boðskapurinn til hinna trú- uðu. „Aðeins á vígvellinum finnum við Guð.“ Múllarnir leggja hægri hönd á Kóraninn. Vinstri höndin hvílir á þýsk- um „G-3“riffli. Úti á vígstöðvunum eru slagorðin úr sjónvarpinu endurtekin. I landamæra- borginni Abadan eltir múgurinn erlendu blaðamennina og steytir hnefann. „Stríð, stríð, uns sigur rennur upp tíð!“ Hér bjuggu um 300 þúsund manns þegar stríðið braust út árið 1980, en nú eru íbúarnir aðeins um 200 þúsund í þessari stríðshrjáðu borg. íraskir hermenn eru látnir byggja upp trúarbragðaskóla Khomeiny. „Trúið mér,“ segir landstjór- inn í Abadan. „Pótt stríðið standi í 20 ár enn munum við ekki gefast upp.“ Áður en við leitum skjóls fyrir nýrri skothríð íraka, setur fólkið dálitla sýn- ingu á svið fyrir okkur: Fánar eru ■ Eitt fórnarlamba eiturgassárása Iraka. írakar hugsuðu sér að nota gasið gegn andstæðingi sem er miklu f jölmennari en þeir. Aftur á móti virðist þetta enn hafa hert sóknarhug írana, sem lita á píslar- vættisdauðann sem æðstu fullkomnun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.