Tíminn - 01.04.1984, Síða 16
SUNNUDAGUR 1. APRÍL 1984
(VEIÐIMAÐURINN)
Fegursta stjörnumerki himins
■ Á myndinni sést Óríon nokkru neðan við miðbaug himins og má því vel
átta sig á, hvar hann er að finna og hvernig afstöðu hans er háttað meðal
annarra stjarna og annarra stjörnumerkja.
Óríon va grísk goösagnahetja. Hann
var sonur sjávarguðsins Póseidons,
mestur allrt. veiðimanna og jötunsterk-
ur. Á gömlum stjörnukortum er hann
oft sýndur með kylíu í hægri hendi en
skjöld í þeirri vinstri, í bardaga við
nautið, Taurus, en það er stjörnumerki
upp af vinstri öxl Óríons.
Veiðimaðurinn myndar ferhyrning
bjartra stjarna og miðbaugur himins
skerst um hann miðjan. Hinarvel þekktu
Fjósakonur eru þrjár stjörnur í röð, með
jöfnu millibili og mynda belti Óríons, en
þaðan liggja stjörnur niður á við sem á
íslensku eru kallaðar Fjósakarlarnir, en
annarsstaðar kallaðar sverð Óríons.
Mun nú leitast við að lýsa nokkuð því
merkverðasta sem þetta fagra stjörnu-
’ merki hefur innan sinna vébanda.
Betelgeuse (Alfa OrionisJ
Er rauður stórrisi í vinstra horni
ferhyrningsins að ofan. Hún cr ein af
stærstu stjörnum himins, um 560 miljón
km. í þvermál, um 400 þvermál okkar
sólar. (Sól okkar er 1.392.000 km til
samanburðar.) Væri sól okkar í henni
miðri mundi umferðarbraut Mars hverfa
langt inn undir yfirborð hennar. Betel-
geuse er svo stór að birta hennar er
dálítið óstöðug og rokkar til á milli 0,1
og 1,3 birtustigs. En reyndarbirta hennar
samsvarar því að vera um það bil 30.000
falt Ijósmagn okkar sólar. Fjarlægð
hennar er talin vera um 700 Ijósár, og
sjáum við hana því eins og hún hefur
litið út kringum árið 13000, svo langan
tíma tekur það Ijósið að berast um
óravíddir geimsins, þrátt fyrir hinn mikla
hraða þess.
Bellatrix (Gamma OrionisJ
Er í hægra horni ferhyrningsins að
ofan. Þetta er blá risastjarna. Litróf 22.
Sýndarbirta hennar er 1,64 stig en reynd-
arbirta -4.2 stig eða um 4000 sinnum
bjartari en okkar sól. Fjarlægðin er um
470 Ijósár.
Rigel, Aurvandilstá
(Beta Orionis)
Er í hægra horni ferhyrningsins að
neðan. Hún er stórrisi, bjartasta stjarna
þessa stjörnumerkis og geislar bláhvítu
Ijósi. Hún er sexstirni. Litróf B 8.
-Sýndarbirta hennar er 0.08 stig en
raunbirta -7,1 stig. Hún er því ein af
allra björtustu stjörnum himins, um það
bil 60.000 sinnum bjartari en Sólin.
Fjarlægð hennar er um 900 ljósár. - í
Snorraeddu segir frá því að Þór bar
Aurvandil jötun í meis á bakinu austan
úr Elivogum. En svo var frostið hart, að
ein tá Aurvandils, sú er stóð út úr
meisnum, fraus, en Þór tók hana og
kastaði upp á himin og varð af stjarna sú
er síðan cr kölluð Aurvandilstá, en það
hyggja menn, að sé sú sama stjarna sem
nú er kölluð RigeL
Saiph (Kí OrionisJ
Myndar vinstra horn ferhyrningsins
að neðan, og er daufust að sjá þessara
fjögurra stjarna, sem mynda ferhyming
Orionsmerkisins. Saiph hefur sýndar-
birtuna 2.06, en raunbirta hennar er -6,9
stig, eða um það bil 50.000 sinnum
M Nú líður á vetur og björt-
ustu sólstjörnur himins taka
brátt að hverfa fyrir vaxandi
birtu vors og lengri sólar-
gangs.
Eitt er þó stjörnumerki,
sem enn er mjög bjart og
áberandi á suðurhimni á
hverri heiðríkri nóttu.
Það er ÓRÍON (Veiðimað-
urinnj, ertthvert fegursta og
glæsilegasta stjörnumerki
himins.
Er vel þess vert, á meðan
enn nýtur stjörnubjartra
nátta þessa vetrar, að gefa
nánar gætur að stjömum
þeim, sem þareru bjartastar.
Langar mig því til að geta
hér í stuttu máli, nokkurra
þeirra stjarna sem áhuga-
verðastar em í þessu stjömu-
merki, ef verða mætti til
nokkurrar leiðbeiningar
þeim, sem vildu kynna sér
fáein atriði þessa fagra geim-
svæðis.
ljóssterkari en okkar sól. Hún geislar
bláu Ijósi, litróf B0. Hún er í 2100 ljósára
fjarlægð, og þess vegna er sýndarbirta
hennar ekki meiri en raun ber vitni.
Fjósakonurnar (Belti ÓríonsJ
Eru í miðju Veiðimannsmerkinu. Eru
þar þrjár stjörnur í röð, og sýnast allar
álíka bjartar, þótt nákvæmar birtumæl-
ingar sýni þar lítilsháttar mismun. Raun-
verulegt geislamagn hverrar þeirra er
einnig nokkuð áþekkt og sama má segja
um fjarlægðina, þótt þar sé einnig nokk-
ur munur.
Alnitak (Zeta OrionisJ
Er tvístirni og sú stjarna Fjósakvenn-
anna, sem liggur lengst til vinstri. Sýnd-
arbirta hennar er 1,79 stig en raunbirta
-6.6 stig og er því geysilega ljóssterk svo
nemur 40.000 fjöldu Ijósafli Sólarinnar.
Þetta er blár risi, litróf 09. Fjarlægð 1700
Ijósár.
Alnilam (Epsilon OrionisJ
Er miðstjarnan í belti Óríons, Fjósa-
kvennanna, og er blár stórrisi. Sýndar-
birta hennar er 1,70 stig, raunbirta -6,8
stig, svo hún hefur um það bil 45.000 falt
Ijósmagn á við okkar sól. Fjarlægð
Alnilam er um 1600 Ijósár.
Mintaki (Delta OrionisJ
Er lengst til hægri af Fjósakonunum
og er biár stórrisi eins og hinar tvær,
Alnitak og Alnilam. Litróf 0,9. Mintaki
hefur sýndarbirtu 2,2 stig og er því
nokkru daufari en hinar tvær. Reyndar-
birtan er -6.1 og er því um það bil 25000
sinnum bjartari en Sólin. Fjarlægð henn-
ar er um 1500 Ijósár.
Af öðrum björtum stjörnum Veiði-
mannsmerkisins mætti nefna: Algjebb-
ak, með sýndarbirtu 3.3, stig, Thabit
með sýndarbirtu 4,64 stig. Heka, með
sýndarbirtu 3,40 stig, Hatysa, með sýnd-
arbirtu 2,76 stig. Þessar fjórar síðast-
töldu stjörnur eru ákaflega Ijóssterkar í
raun, með reyndarbirtu: -3,7, -3,6, -5,1
og -6,1 stig, og fjarlægð þeirra frá 1000
upp í 2000 Ijósár.
Fjósakariarnir (Sverð Orions)
Eru bæði stjörnur og bjartargeimþok-
ur sem ganga beint niður frá Fjósakon-
unum, og eru vel sýniiegir með berum
augum:
Sigma Orionis er efsta stjarnan í
sverði Orions og er á 3,78 birtustigi. Hún
er í rauninni þrístirni og aðgreinast
þessar stjörnur í sterkum sjónauka.
Reyndarbirta þeirra er um -4,6 stig.
Fjarlægðin um 1300 ljósár.
M-42, Orionþokan eða Sverðþokan,
tekur við þar fyrir neðan. Þetta er
Ijómþoka og ein sú fegursta sinnar
tegundar í vetrarbrautinni. Hún er um
26 Ijósár í þvermál og fjarlægðin héðan
er um 1600 Ijósár. Þoku þessa má vel sjá
berum augum í björtu veðri og er hún
eitt af því stórfenglegasta sem gefur að
líta á himni í góðum sjónauka. Talið er,
að í þoku þessari sé að myndast mikill
fjöldi sólstjarna og sé sú myndun á
byrjunarstigi. - Þarna má sjá og vel
greina með litlum sjónauka fjórstirnið
Trapezium.
Hesthausþokan í Óríonmerkinu er
dökkt rykský og ber við hluta af Ijóm-
þokunni, sem fjær liggur og skyggir á
hana. Þessi dökka geimþoka ersérkenni-
leg að því leyti, að hún líkist mjög
hesthaus, eins og vel kemur fram í
Ijósmyndum af henni.
M-43 er smærri geimþoka, björt, rétt
norðan við Sverðþokuna, og í miðju
hennar má sjá stjörnu á 9 birtugráðu.
Talið er að M-43 þokan sé hluti af M-42
þokunni.
Auk þess sem nefnt hefur verið hér að
framan er í Óríonsmerkinu allmikill
fjöldi tvístirna og einnig breytilegra
stjarna, t.d. af Mira-gerð. En allar eru
þær fjær en svo að sjáist með berum
augum.
Um 21. október ár hvert fer Jörðin í
gegnum loftsteinabelti og sýnast þá
stjörnuhröpin koma úr áttinni frá Órí-
oni. Sjást þá stundum allt að 30 stjörnu-
hröp á klukkustund. Eru þau kölluð
Óríonítar, eftir stjörnumerkinu, sem
þau sýnast koma frá.
Ingvar Agnarsson
■ Stjörnuþyrpingar, eins og sú sem hér er
sýnd, eru samsafn hundruð þúsunda sólna.
Fátt er fegurra á að horfa i sjónauka.
■ Hesthausinn í geimþoku Óríonmerkisins, ■ Ljómþokan fagra í Óríonsmerki
er eitt fegursta og sérkennilegast fyrirbæri
þessa stjörnumerkis.
■ Stjörnuhröp virðast stundum koma i þétt-
um skúrum frá einhverju ákveðnu stjörnu-
merki