Tíminn - 01.04.1984, Side 26

Tíminn - 01.04.1984, Side 26
26_____________ erlend hringekja HENTUGT FAR- ARTÆKI FYRIR ÍSLENSKA VEGI ■ Það eru margir sem álíta það mikið verk að fara um lielgar og skola rykið af bílnum sínum en hvað mundu hinir sömu segja ef það varri heill skriðdreki scm þyrfti að þvo. Marten Harwood og dóttir hans Michelle láta slíka smámuni ekki fara í pirrurnar á sér en Marten keypti þennan Shermann skriðdreka á rúm fjögur hundruð þúsund en hann var notaður í seinni heimstyrjöldinni til að berja á óvininum. Að vísu er drekinn eyðsluscggur á bensín og olíu en hver pælir í því þegar slíkar skruggukerrur eru annars vegar. Þau feðginin búa ásamt móður Michelle í High Wycombc í Buchkinghamshire á Englandi og bíða spennt alla vikuna eftir því að komast í sunnudagsbíltúrinn eða gandreiðina á drekanum öllu heldur. Það er þó ekki vandalaust að aka tækinu því til þess þarf einn að vera á útkíkki og annar við stýrið. Þegar ekið cr á öllu útopnuöu kemst farartækið eina 40 km. á klukkustund og ekki þarf að vanda til leiðanna því drekinn kemst yfir næstum því hvað sem er. Islenska vegakcrfið væri t.d. alveg kjörið fyrir farartæki af þessu tagi jafnvel troðningarnir í Kópavoginum. ■ Marten og Michelle gera klárt fyrir sunnudagsbiltúrinn. LÖGLEIÐIÐ ETTUR- EFNI OG SKJÓHÐ HRYÐJUVERKAMENN ■ „Ef ég ntætti ráða mundi ég láta lögleiða sölu og dreifingu fíknicfna hvaða nafni scnt þau nefnast og ég kann ágætlcga við rnig undir áhrifum, hátt uppi eða skakkur eða hvað þið viljið kalla það. Ég hef aldrei fari dult með þessar skoðanir mtnar og það má láta þess getið að ég nota slík efni oft í viku og santa er að segja um mjög marga landa ntína. Það cr líka skoðun mín að terrorista cða hryðjuverkamenn ætti að taka og skjóta opinberlega Itvar sem þeir nást." Svo fórust hinurn kunna bandaríska kvikmyndaleikara Jack Nicholson orð á blaðantannafundi sem hann hélt í Lundúnunt í tilefni af nýrri kvikmynd hans. „Tcrms of Endearment" sem nú nýlega var frumsýnd. Vafalaust eru ntargir ósammála Nicholson og finnst nóg um öll þau citurefni senr flætt hafa yfir vesturlönd á undanförnum árum. Ilvað gera eigi við hryðjuverkamcnn skal og látið ósagt. Hvað sem því líður þá er Nicholson ekkert að skafa utan al hlutunum. ■ Jack Nicholson lætur móð- an mása á blaðamannafundi i' Lundunum. ■ „Eg hef alltaf verið dulítið veikur fyrir fötum“, sagði Björn Borg þegar fatalína merkt honum var kynnt í Kaupmannahöfn nú á dögunum. 1KKUKÓNGUR 0« TENNISSTJARNA ■ Björn Borg, sænski tenniskappinn og sjarmörinn, hefur lagt spaðann á hilluna og hyggst nú spila á öðrum vettvangi. Nýlcga varopnuð í Kaupmannahöfn mikil tískufatasýning þar sem öll fötin bera nafn þessa hcimsfræga íþróttamanns og er hér um að ræða eins konar vörumerki sem nú þegar virðist búið að slá í gegn. Fötin sem einkum eru ætluð karlpeningi eru sögð hafa yfir sér frjálslegan blæ í anda útiveru og alrcka og það var Björn sjálíur sem auðvitað opnaði sýninguna í versluninni Magasin þarsem fötin verða á boðstólunum. Carsten Thomsen sem er einn af forsvarsmönnum þessara nýju fatalínu í Danaveldi segir að til að föt seljist verði þau að hafa persónuleika og vera tengd einhverju sem kraftur í er auk þess að bera vott um smekkvísi og allt þetta og meira til telur hann að finna megi í Birni bónda. Áætluð sala næstu mánuði er um tvær milljónir danskra króna og af því renna tvö og hálft prósent sem þóknun til Bjarnar. „Ég hef alltaf verið svolítið veikur fyrir fötum," sagði hann við opnun sýningarinnar, „en ég er hættur að spila tennis." KARNIVAL f KAUPMANNAHÖFN ■ Dagana 9. til 11. júní verður, eins og undanfarin sumur, efnt til mikilla hátíðahalda í Kaupmannahöfn. Er hér um að ræða eins konar kjötkveðjuhátíð eða karnival eins og það heitir á útlenskunni. Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn hafa stefnt að því að gera hátíð þessa sem veglegasta og nú þegar er komin nokkur hefð á þetta fyrirbæri. Auðvitað laða slíkar uppákomur ferðalanga til borgarinnar í þúsundatali og cinkum hafa sænskir verið ginnkeyptir fyrir gleðinni enda stutt á milli landanna. Á hátíðinni s.l. sumar fór samgöngukerfið milli landanna algjörlega úr skorðum þar sem fólksstraumurinn varð svo mikill að Eyrarsundsbátarnir höfðu hvergi undan að ferja fólk yfir til borgarinnar við sundið. Nú hyggjast Svíar taka á vandamálinu með festu og bátunum er ætlað að vera í ferðum bæði dag og nótt á mcðan að menn hlaupa um stekk í Kaupmannahöfn. Hvorki meira né minna en 10 flugbátar verða klárir í slaginn auk ferjanna sem stöðugt halda uppi samgöngum milli landanna tveggja. Eini flöskuhálsinn er sá að sænskir toilverðir ncita að vinna yfir blánóttina eða frá 2 til 6 og gæti það orðið mál vandamálanna sérstaklega ef veðurlag yrði með svipuðu sniði og í fyrra sumar en þá var úrhellis rigning í lok hátíðarinnar og fleiri þúsund Svíar biðu á hafnarbakkanum þar sem bátarnir leggja að, á meðan tollverðir í Málmey tóku á sig náðir. : /..ww, y.o zsæízmw Ungar stúlkur hlaupa um stekk á karnival í borginni við sundið.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.