Tíminn - 11.04.1984, Page 6
ffkGERO/^
Plast
og ál skilti
/ mörgum gerðum og litum, fyrir
heimili og stofnanir.
Plötur á grafreiti
/ mörgum stærðum.
Nafnnælur
/ ýmsum litum, fyrir starfsfólk
sjúkrahúsa og annarra stofnana
Upplýsingatöflur
með lausum stöfum
Sendum í póstkröfu
SKILTAGERÐIN
ÁS
Skólavörðustíg 18
Sími 12779
Orkubú Vestfjarða
Utboð
Orkubú Vestfjarða óskar eftir tilboðum í strengingu
leiðara fyrir 66kv háspennulínu frá Mjólkárvirkjun til
Tálknafjarðar.
Útboðsgögn: strenging.
Orkubúið leggur til efni frá birgðastövum á ísafirði og
Bíldudal. í verkinu felst auk strengingu leiðara uppsetn-
ing einangrara, jarðbindingar o.fl.
Verkið skal hefjast 16. júlí 1984 og Ijúka 8. október 1984,
lengd línunnar er 45 km og fjöldi mastra 503.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Orkubúsins á ísafirði
frá og með fimmtudeginum 12. apríl 1984 og kosta kr.
400.00.
Tilboð verða opnuð fimmtudaginn 3. maí 1984 kl. 11.00
á skrifstofu Orkubúsins á ísafirði að viðstöddum þeim
bjóðendum er þess óska og skulu þau hafa borist
tæknideild Orkubúsins fyrir þann tíma.
Hafnarfjörður
- sumarstörf
Eins og undanfarin sumur mun Hafnarfjarðarbær
ráða fólk til sumarvinnu við garðyrkju og hreinsun
(,,blómaflokkur“),
Lágmarksaldur er 16 ár. Umsóknareyðublöð
liggja frammi á skrifstofu minni Strandgötu 6.
Umsóknarfrestur er til 2. mai n.k.
Bæjarverkfræðingur
BARNALEIKTÆKI
ÍÞRÓTTATÆKI
Vélaverkstæði
BERNHARÐS HANNESSONAR
Suöurlandsbraut 12. Sími 35810
í spegli tímans
KR0PPAR
SEM SEGJA
SEX!
■ Maður yæti haldið að þessar píur
væru vinningshafar í Barbie-dúkkukepp-
ni, en svo er þó ekki þótt þær séu
dúkkulegar. Þarna eru þær Judy Land-
ers (systir Audrey Landers sem leikur
Afton í DALLAS) og leikkonan Lisa
Hartman, sem eru með einhverja
kroppasýningu í sjónvarpsþætti, sem
gerður var til heiðurs liðinu, sem á að
keppa fyrir hönd Bandaríkjanna á Olym-
píuleikunum, sem halda á þar í landi á
þessu ári.
Judy Landers hefur leikið nokkuð í
sjónvarpsþáttum, en aðallega er hún
þekkt fyrir söng þeirra systra, Audrey og
hennar, og hafa komið út plötur með
söng þeirra sem hafa selst mjög vel. Lisa
Hartman leikurí vinsælum bandarískum
sjónvarpsþáttum, sem heita Knots
Landing. Þeir leikarar sem komast að í
vinsælum sjónvarpsþáttum í Bandaríkj-
unum, verða strax þekktar persónur þar
í landi, og það auðveldar þeim framgang
í starfi sínu. Það er því mikið keppikefli
hjá þeim að komast að í slíkum þáttum.
■ Judy Landers og Lisa Hartman, kroppasýning í sjónvarpsþætti.
SKDIHELD1ÍSKUPÖT
■ Jon Jolcin heitir tískuhönnuður í
Kaliforníu, sem er orðinn milljóna-
mæringur á því að framleiða skotheldan
klæðnað fyrir hina ríku og frægu, sem
oft eru hræddir um líf sitt fyrir bófum og
mannræningjum. Skotheldi fatnaðurinn
.er margskonar, svo sem vesti, nærföt,
smókingskyrtur eða minkapelsar! Síðast
liðið ár seldi Jolcin skotheld föt fyrir yfir
30 milljónir króna. Einnig tekur vinnu-
stofa hans að sér að taka að sér að gera
venjulegan fatnað skotheldan. Jolcin
segist svo frá í blaðaviðtali:
„Ég hef sannanir fyrir því að fram-
leiðsla mín hefur orðið til að bjarga fólki
frá bráðum bana. T.d. sendi bandarískur
blaðamaður mér bréf, þar sem hann
sagði að hann hefði verið í Líbanon fyrir
■ Efnið, sem Jolcin-fyrirtækið notar til að gera skotheldar flikur, heitir Kevlar,
en það er gerviefni búið til af DuPont-fyrirtækinu. Það er fimm sinnum sterkara
en stál, en mjúkt og létt. Hægt er að nota þrefalt lag af Kevlar til að fóðra með
flíkur, og þá eiga þær að vera öruggar gegn öllum skammbyssukúlum og jafnvel
standast vélbyssukúlur. Hér sjáum við 38 mm kúlu, sem flattist út á Kevlarefni,
sem aðeins kom far í eftir kúluna.
■ Alls konar föt eru gerð skotheld. Hér sjáum við tvö uppábúin í skotheldum
samkvæmisklæðnaði!
blað sitt. Hann hafði orðið sér úti um
skothelt vesti fyrir ferðina. Hann lenti í
því að sprengja sprakk rétt hjá honum,
þar sem hann hafði komið sér fyrir til að
fylgjast með átökum stríðsaðila. Hann
kastaðist til jarðar, en þegar hann fór að
huga að því hvort hann væri meiddur,
varð hann þess var að stálflís hafði fest
sig í vestinu hans,- og hún hefði áreiðan-
lega rifið hann á hol ef vestið hefði ekki
tekið við henni. Hann sendi stálflísina til
Jolcins og sagði í lok bréfsins: „Ég mun
hugsa til þín með þakklæti á hverjum
degi allt mitt líf!“
Einnig hafa komið bréf frá lögreglu-
mönnum og fleiri aðilum til að þakka
fyrír gagnsemi skotheldu fatanna.
„Ég nefni engin nöfn, en það eru
ófáar stórstjörnurnar hér í Bandaríkjun-
um, sem ganga í fötum frá mér“, sagði
Jolcin. Hann sagði líka í sama viðtali, að
hann hefði stundum fengið mjög sér-
kennilegar pantanir, t.d. hefði einn
rokksöngvari keypt síðan jakka með
austurlandasniði og skotheldu fóðri fyrir
15.000 dollara, og ein af ríkustu konum
heims hefði keypt hjá fyrirtæki sínu
skotheldan pels úr safalaskinnu, sem
kostaði of fjár, - en upphæðina gaf hann
ekki upp.