Tíminn - 17.01.1986, Qupperneq 2

Tíminn - 17.01.1986, Qupperneq 2
2 Tíminn Föstudagur 17. janúar 1986’ Dreifingar- og sölukostnaður hækkað úr 48% í 100%: Ávísanamisferli: Kosningabarátta Sjálfstæðis- flokksins á Reykjanesi hafin: Fjorir i varðhald Sólrún Elísdóttir hefur veríð dæmd í átta mánaða fangelsi vegna skjalafals og fjársvika- brota. Hæstiréttur staðfesti dóm undirréttar, þarsemfangelsisvist- in var ákveðin. Þá hefur henni verið gert að greiða allan sakar- kostnað. Dómurinn var kveðinn upp í Hæstarétti síðastliðinn þriðjudag. Við sama tækifæri var Ólafur Kalmann Hafsteinsson dæmdur í tveggja mánaða fangelsi og Sævar Hreiðarsson í fjögurra mánaða fangelsi, báðir fyrir samskonar brot og Sólrún. Fjórði maðurinn sem hlaut dóm í Hæstarétti, fyrir ávísana- misferli var Viðar Björnsson, en Hæstiréttur staðfesti dóm undir- réttar um sex mánaða fangelsi yfir honum. -ES. Atvinnulausir eru letingjar - segir framkvæmdastjóri Voga í blaðagrein Milliliðirnir einir sem græða á f relsinu „Við vissum strax í haust að þessi hugmynd verðlagsstjóra mundi alls ekki ganga upp- hún væri hvorki til hagsbóta fyrir neytendur né heldur framleiðendur, sem varðar mestu að geta selt vöruna. Á það má benda að á þeim tæpu tveim árum sem verð á kartöflum hefur hækkað um 152% samkvæmt vísitölu höfum við fram- leiðendur fengið 72% hækkun, sem er heldur innanvið meðalhækkun matvælaliðar vísitölunnar á sama tímabili," sagði Sveinberg Laxdal. -HEI skipa stjórnarmennina án nokkurs santráðs við minnihlutann eða hvort borgarstjórn hafi ekki átt lögum samkvæmt að kjósa með lýðræðis- legum hætti áðurnefnda menn í stjórnina. Að sögn Guðrúnar Jóns- dóttur, Kvennaframboðinu, hafi þeir hjá telagsmáhiráðuneytinu talið forntgalla vera á málinu, þar eð á- greiningsmálið sem sé efni óskarinn- ar um umsögn hafi aldrei verið borið upp í borgarkerfinu. Því hafi minnihlutinn brugðið á þetta ráð til að uppfylla þessi formskilyrði en síð- an væri ætlun þeirra að snúa sér aftur til Félagsmálaráðuneytisins með niðurstöður atkvæðagreiðslu í borg- arstjórn um þessa tillögu. Mrún -segir Sveinberg Laxdal kartöflubóndi LEIKIDÁ KJARVALSSTÖDUM Listuhátíö unga fólksins lýkur nú um helgina en í vikunni hafa unglingar troðið upp víðsvegar um borgina með ýmis atriði. Þessi mynd var tekin á Kjarvalsstöðum í gær en þar voru nemendur Æfingadeildar Kennaraháskólans að æfa einþáttung eftir Odd Björnsson og verður hann frumsýndur á Kjarvalsstöðum kl. 20.30 í kvöld. Tímamvnd Róbert Skipun stjórnarmanna í Granda hf(: Borgarstjóri bað um umhugsunarfrest - og sagöist líta á tillögu minnihlutans Kiwanishreylingin á íslandi er nú að hefja landssöfnun undir kjörorð- inu Gleymuin þeim ekki fyrir eld- varnarkerfi á Kópavogshæli, vegna hinna sorglegu atburða sent gerðust þar nýlega. Munu Kiwanisklúbbar um land allt hafa til sölu dagbækur fyrir árið 1986 sérstaklega merktar þessari söfnun og er verð hverrar bókar 350 krónur. Auk þess hefur hreyfingin nú þeg- ar opnað sérstakan tékkareikning í Breiðholtsútibúi Landsbankans, Álfabakka 8 Reykjavík og þangað geturfólk komið framlögum. Númer reikningsins er 979. Framkvæmdanefnd Kiwanishreyfingarinnar: F.v. aftari röð: Þór Ingólfsson, Sigrður Ingibergsson, Matthías Pétursson og Eyjólfur Sigurðsson. Fremri röð f.v.: Bragi Stefánsson, Ævar Breiðfjörð, og Arnór Pálsson. Lengst til hægri er Björn Gestsson forstöðumaður Kópavogshælis og Ragnhildur Ingibcrgsdóttir yfirlæknir Kópavogshælisins. Timamvnd: Árni lljarna. sem vantraust Borgarfulltrúar minnihlutans lögðu fram tillögu á fundi borgarráðs í vikunni þess efnis að borgarráð samþykkti að borgarstjóri hefði ekki hcimild til þess eintt og sér að til- nefna alla stjórnarmenn í hluta- félaginu Granda heldur heyrði það undir borgarstjórn að kjósa þá með lýðræðislegum hætti. Davíð Oddsson brást illur við og sagðist skilja til- löguna seni vantraust á sig og fór fram á frestun á afgreiðslu hennar, svo hann gæti fundið mótlcik við henni. Tillaga þessi kom til vegna þess að Félagsmálaráðuneytið treysti sér ekki til að taka afstöðu til óskar minnihlutans um untsögn á því hvort borgarstjóri hafi haft heimild til að „Þarna er þetta margumtalaða frelsi á ferðinni. Við kartöflufram- leiðendur höfum ekki fengið nema um 14% hækkun á þeim tveim mán- uðum semTíminn segirsmásöluverð hafa hækkað unt 28%. Og athugaðu það, að á meðan fasta verðlagskcrfið var í gildi þá var óniöurgreitt smá- söluverð um 48% hærra cn vcrð til bænda, nú cr smásöluverð um 100% hærra en verð til framleiðenda, sam- kvæmt verðkönnun á kartöflum í einu blaðanna nýlega." sagði Svcinberg Laxdal, l'yrrv. formaður Félags kart- öflubænda á Norðurlandi í samtali við Tímann, vegna fréttar um gífur- legar verðhækkanir á kartöflum. „Aðal sökudólgarnir varðandi þetta háa vcrð til neytenda eru ríkið og verðlagsstjóri. Ríkissjóður hætti niðurgreiðslum í maí 1984. Hlutur verðlagsstjóra er þó enn stærri, en hann ákvað á síöasta hausti að gcfa heildsöluálagninguna frjálsa, þrátt fyrir mótmæli Félags kartöflu- bænda. Afleiðingin er iíka komin í ljós - miklu hærra verð til neytenda, og minna í hlut framleiðenda vegna minni sölu. Eini aðilinn sem hefur ávinning af þessu eru milliliðirnir - vcrslunarþátturinn í málinu sem makar krókinn," sagði Sveinberg. Svcinberg hafði við hendina verð frá 1. mars 1983. Þá var verö til bænda 10,27 kr., niöurgreiðslur 5,98 kr. og smásöluverð í 5 kílóa pakkn- ingum af 1. vcrðflokki 9,20 krónur á kíló. Samkvæmt því var óniðurgreitt smásöluverð 15,18 kr. á kíló, eða 48% hærra en verð til framlciðenda. sem fyrr segir. Frá 1. des. sl. sagði Sveinbergverð til framlciðenda 23,43 kr. á kíló. Miðað við sömu hlutföll væri smá- söluverðið nú um 34,65 kr. að niður- greiðslum slepptum. Smásöluverð í búðum í Reykjavík er nú hins vegar frá 39 kr. upp í 48 kr. kílóið-algengt um 42-44 kr, - eða frá 12% og upp undir 40% hærra en hlutfallslegt verð 1983 sem fyrr segir, og 63-100% hærra en verð til framleiðenda. Umfjöllun fjölmiðla um atvinnu- leysi á Suðurnesjum liefur verið mjög ofarlega á baugi undanfarnar vikur, enda voru 593 á atvinnuleysis- skrá þar um áramótin og hefur ekki fækkað. Rekstrarörðugleikar í sjáv- arútvegi mun vera höfuðástæðan fyr- ir því hvernig komið er. Af þessu leiðir að álag á atvinnuleysistrygg- ingasjóð hefur verið óvenju þungt. ( stuttri grein í Morgunblaðinu í gær skýrir Sigurður T. Garðarsson framkvæmdastjóri ástand mála þánnig að um sé að kenna „leti“ þeirra sem þiggja atvinnulcysisbætur og „lindkind og værukærð“ þeirra sem annast greiðslu bótanna. Grein- arhöfundur er framkvæmdastjóri Voga hf. og segist þekkja málið af eigin raun. „Maðurinn veit ekkert hvað hann er að tala um. Það virðast vera til margir atvinnurekendur sem hafa ekkert kynnt sér íramkvæmdina á greiðslu þessara atvinnuleysisbóta. Sigurður heldur að fólk geti bara gengið hér inn og fengið bætur grciddar yfir borðið. Þetta er nú aldeilis ekki þannig," sagði Guðrún Ólafsdóttir formaður Verkakvenna- félags Keflavíkur og Njarðvíkur. Að sögn Guðrúnar láta atvinnu- lausir skrá sig hjá vinnumiðlun og fá dagpeningavottorð þar sem færðir eru atvinnuleysisdagar. Síðan er far- ið með þau plögg á skrifstofu verka- lýðsfélaganna þar sem nefnd fer yfir þau. Ef ekkert er við gögnin að at- huga þá eru bætur greiddar sam- kvæmt gildandi lögum. Samkvæmt heimildum Tímans ætlar Sigurður T. Garðarsson sér sæti ofarlega á framboðslista í Sjálf- stæðisflokknum í komandi sveitar- stjórnarkosningum. -SS GLEYMUM ÞEIM EKKI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.