Tíminn - 07.02.1986, Page 14

Tíminn - 07.02.1986, Page 14
14 Tíminn Föstudagur 7. febrúar 1986 NEYTENDASIÐAN eftir Svanfríði Hagvaag Mini - kjöthleifar 750 gr. hakkað nautakjöt 1 lítil dós tómatar V* bolli saxaöur laukur 1 msk. Worcestershire sósa Vi tsk. basilikum 1 tsk. salt Vz tsk. pipar grillsósa Látið renna af tómötunum og geymið safann af þeim fyrir grillsósuna. Blandið saman hakki, tómötum, lauk og kryddi, mótið í sex litla kjöthleifa. Látið þá á rist yfir ofnskúffu og bakið í 210°C ofni í 20 mín. Berið fram með grillsósu. Hið einfaldaSta getur veríð t)est Grillsósa Safinn af tómötunum 2 msk. edik 1 msk. saxaöur laukur 1 tsk. Worcestershirc sósa 1 msk. púöursykur nokkrir dropar af Tabasco sósu Blandið öllu saman í lítinn pott. Látið suðuna koma upp, minnkið hitann og látið malla í 15 mínútur. Furstakaka 250 gr. hveiti 50 gr. kartöflumjöl 125 gr. smjörlíki 125 gr. sykur Vi dl vatn 2 tsk. lyftiduft Fyllingin 120 gr. ósaltaðar kartöflur 100 gr. sykur 5-6 möndludropar sulta Smjörlíkið og sykurinn er hrært hvítt, hveiti og lyftidufti og vatni blandað út í. Hnoðað. Deigiðer breitt út ogu.þ.b. Sóhlutarþesserusettir í smurt hringform. Fyllingin er hrærð saman og breidd yfir, síðan eru skornir strimlar úr deiginu sem eftir er og þeir lagðir ofan á fyllinguna. Bakað í u.þ.b. 45 mínútur við 180°C. Húsráð Svanfríðar Ert þú með hreinar tennur? SÍFELLT NART SKEMMIR TENNUR Slæmar matarvenjur stuðla að tannskemmdum. Sérstaklega á það við ef sykurríkrar fæðu er neytt milli mála. Bakteríur í munninum breyta sykrinum í sýrur, sem leysa upp glerunginn, svo að holur myndast. Tennurnar liggja í sýrubaði í u. þ. b. hálftíma í hvert sinn sem sykurs er neytt. Hér fyrir neðan eru tvær klukkuskífur. Rauðu reitirnir sýna hættutímann hjá einstaklingum með ólíkar matarvenjur. hAoeqismatur Sósuráð Ef sósan verður of þykk, þynnið hana þá út með meiri vökva. Ef sósan er of þunn þá eru til nokkrar aðferðir til að bjarga því. Besta aðferðin er að sjóða vökvann upp þangað til sósan er orðin mátulega þykk. Ef ekki er tími til þess blandið þá 1 msk. af maizenamjöli út í 'A bolla af köldu vatni og hrærið út í sósuna (mátulegt fyrir 1 'A-2 bolla af þunnri sósu). Sjóðið þangað til sósan þykknar. Einnig er hægt að hræra saman smjörbollu úr 1 msk. af smjöri og 1 msk. af hveiti og blanda út í l‘A-2 bolla af þunnri sósu. Sjóðiðþangað til sósan þykknar. Ef sósan verður kekkjótt er hægt að nudda hana gegnum sigti eða merja í blandara. Ef sósan verður of fcit má fleyta ofan af henni með fiskispaða eða sigta hana. í Neytendablaðinu sem kom út í desember sl. birtist listi yfir fyrir- tæki sem Neytendasamtökin telja sig ekki geta mælt með viðskiptum við. Eins og fram kemur í blaðinu er ástæðan m.a. sú, að sum þeirra svöruðu ekki bréfum Neytenda- samtakanna þar sem þau eru beðin um að skýra sjónarmið sitt í tiltekn- um kvörtunarmálum. Birting þessa lista í Neytenda- blaðinu og öðrum fjölmiðlum hef- ur haft þau áhrif að flest fyrirtækj- anna hafa haft samband við Neyt- Vansteikt steik Efsteikin eroflítið steikt skerðu hana þá í sneiðar og grillaðu þær í nokkrar mínútur. Bjargið kartöflunum Til er ágætt ráð til að bjarga við- brenndum kartöflum ef tími vinnst ekki til að sjóða nýjar. Takið pottinn með viðbrenndu kartöflunum og hellið þeim sem lausar eru yfir í hreinan pott með köldu vatni og dálitlum sítrónu- safa. Látið suðuna koma upp og látið sjóða í nokkrar mínútur. Bjargið pottinum Ef brunnið hefur illilega við í pottinum og ekki er hægt að ná því sem brunnið er fast úr botninum má reyna eftirfarandi: Látið u.þ.b. 'A bolla af uppþvottadufti í pottinn og fyllið síðan upp með vatni. Sjóðið í 15 mín. Kælið. Þá ætti allt sem við- brunnið er í botninum að losna auðveldlega. endasamtökin og fulltrúar fyrir- tækjanna komið á skrifstofu sam- takanna til viðræðna, gert grein fyrir sínum málum og gefið yfirlýs- ingar um að framvegis myndu þau virða milligöngu Neytendasamtak- anna í kvörtunarmálum. Af listanum falla því öll fyrirtæki nema þessi þrjú: Guðmundur Andrésson gull- smiður Laugavegi 50, R.vík. Quadro Laugavegi 54, R.vík. Verslunin First Reykjavíkurvegi 64, Hafnarf. Hér á neytendasíðunni hefur áður verið talað um tannskemmdir sem orsakast að miklu leyti af slæmum fæðuvenjum og röngu fæðuvali, t.d. miklu sælgætisáti á milli mála. Tannlæknar og aðrir þeir sem bera tannheilsu fólks fyrir brjósti gengust fyrir tannverndardegi sl. þriðjudag. Tilgangur hans var að vekja at- hygli á því hversu tennur eru mikil- vægar og hvað má gera til að forðast miklar tannskemmdir. Flestum finnst heilar og fallegar tennur mikil prýði, en skemmdar og illa hirtar tennur mikið lýti þeim sem þær bera, auk þess geta skemmdar tennur valdið öðrum sjúkdómum t.d. í tannhoidi sem oft eru mjög sársauka fullir. Þar að auki eru tannviðgerðir yfir- leitt mjög dýrar og koma við pyngju fólks ef það þarf mikið á þeirri þjón- ustu að halda. Það er því talsverður sparnaður í því að skipta um fæðu- tegundir og borða t.d. meira af fersk- um ávöxtum, harðfiski, mjólk, skyri og osti og svo alls kyns grænmeti s.s. gulrófum, tómötum, káli, agúrku og fleiru. Margir halda því fram að slík- ar fæðutegundir séu svo dýrar að ekki sé hægt að auka þær, og því freistist fólk til þess að kaupa aðrar vörur t.d. sælgæti, en þetta er mikill misskilningur. Fyrir utan að áður- nefndar fæðutegundir eru hollari fyr- ir tennurnar, eru þær einnig mun hita- einingasnauðari og því verður minni hætta á offitu, eða nokkrum aukakílóum sem alltaf er svo erfitt að ná af sér, og hver vill ekki vera grannur og spengilegur? Tannstönglar -tannþráður Tannlæknar segja það mjög hollt að fara með tannstöngla inn á milli tannanna þar sem tannburstinn nær ckki með hárum sínum. Einnig er gott ráð að fá sér tannþráð í næsta apóteki og fara með hann þar sem þrengst er á milli tannanna, og er sér- staklega mælt með honum fyrir börn þar sem tannholdið fyllir yfirleitt ekki alveg upp bilið milli tanna þeirra. Hvemíg á tannburstinn aðvera? Tannburstinn á að vera mjúkur með mörgum þéttum hárum. Of harður tannbursti veldur sliti á tönn- um og sárum á tannholdinu. Tann- bursti með slitnum og skældum hár- um hreinsar ekki tennurnar. Nauð- synlegt er að skipta um tannbursta a.m.k. á tveggja mánaða fresti. Hve oft á að bursta tennumar? Tvisvar á dag, að loknum morgun- verði og að lokinni síðustu máltíð að kvöldi. Hversu lengi á að bursta? Bursta á þar til búið er að hreinsa tannsýkluna af tönnunum að utan og innan. Hægt er að kanna árangurinn með því að tyggja litartöflur sem fást í flestum apótekum. Litarefnið sest þá á fannsýkluna sem sest helst á milli tanna og við tannholdið og sést þá greinilega. Ef svo er þarf að bursta lengur og betur. Töflur þessar eru ekki dýrar, fjórar í pakka kosta á bil- inu 15-20 krónur. Hvaða tannkrem skal nota? Margar tannkremstegundir eru á markaðinum en tannlæknar mæla helst með flúortannkremi því það styrkir glerunginn og dregur úr tann- skemmdum. Einnig gefur það frískt bragð og gerir munnhirðuna ánægju- legri. Hversu oft á að fara til tannlæknis? Almennt er talið að gott sé að fara tvisvar á ári til tannlæknis til skoðun- ar og viðhalds og tannfræðingar telja að gott sé að fara með börn fyrst um þriggja ára aldur til tannlæknis og síðan reglulega upp frá því. Með því ætti að vera hægt að koma í veg fyrir miklar tannskemmdir og þar með að auka tannheilbrigði hér á landi. Mikilvægt er að hafa reglu á þess- um hlutum, hvort sem það er tann- hirða, tannburstun, notkun tann- þráðs eða tannstöngla. Gerum þetta að sjálfsögðum hlutum sem okkur finnst erfitt að vera án. Með því get- um við sparað fé og sársauka og bætt útlit okkar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.