Tíminn - 23.02.1986, Qupperneq 5

Tíminn - 23.02.1986, Qupperneq 5
Sunnudagur 23. febrúar 1986 Tíminn 5 Hefur þú athugað hve margt hefur gerst sem auðveldar fólki að eign- ast góðan sumarbústað við sitt hæfi? Eininga-framleiðslu fylgja þessir kostir: • lægraverð • auðveldara og fljótlegra að reisa húsið • hægt að kaupa hús sem er mislangt komið, allt frá fokheldu til fullbúins • hægt að fá þaulvana menn frá framleiðanda til að vinna verk- ið allt; eða að hluta. Auk þess gefa einingahús kaupandanum kost á stærð og innréttingum að eigin ósk. Allt er þaulhugsað, af reyndum fagmönnum, í sumarbústöðunum frá okkur. Raunar er villandi að tala um sumarbústað - hús sem þessi kalla á f\ö\- skylduna árið um kring. Verðið lækkar auðvitað um helming ef tvær fjölskyldur slá saman. Og við bjóðum góða greiðsluskilmála. Er ekki einmitt kominn tími til að láta drauminn rætast? Hringdu að minnsta kosti strax, biddu um bækling - og frekari upplýsingar sem þú vilt fá. SAMTAK' HUSEININGAR GAGNHEIÐ11 - 800 SELFOSSI SÍMI 99-2333 Það má finna ýmislegt með spákvistum, pendúlum o.s.frv. Krakkar eru uppáfinningasamir. Þessir ætla aft reyna að notast við vír- herðatré sem „spákvisti". Þessi náungi er með eftirlíkingu að rússneskjum „spákvisti“. Allt frá því Móses laust á klettinn með stafnum og fram spratt vatn hefur fólk leitað vatns með hjálp stafs. Síðustu 22 árin hefur slík athöfn farið árlega fram í smábæ í Vermont í Bandaríkjunum þegar slíkir leitarmenn hafa haldið ráðstefnu sína. í ár komu þar saman 800 manns. Allir voru forvitnir, en hvatirnar voru ekki alltaf af sömu rótum, sumum var fúlasta alvara, aðrir voru með tvískinnung. Þjónustu- stúlku á veitingahúsi einu þótti það t.d. frásagnarvert að gesti þótti ástæða til að kanna hvort humarinn hans væri í lagi með spákvisti! Það má líka reyna að notast við töng. Reyndar segja sumir að aðaiatriðið sé að sá sem leitar sé „móttækilegur fyrir orkumerki". Nútímaspákvistur er úr ýmsum efniviði, viði, málmi, eða vír. Hann er eins og Y í lögun og heldur sá sem leitar fast um armana og þrýstir þeim saman. Þegar hann hreyfir sig um leitarsvæðið á leggurinn að rísa eða hníga eftir þvf hvort hann er staddur yfir vatni, dýrum málmum, olíu, glæpamönnum (!), gröfnum pen- ingamyntum eða hverju því sem leit- að er að! Fornar menningarþjóðir höfðu mikla trú á spákvistinum. Marco Polo kynntist honum á ferðum sín- um um Austurlönd seint á 13. öld og snemma á þeirri 14. Snemma þóttust menn komast að því að spákvistir reyndust best ef þeir voru úr réttum efniviði til leitar á hverju efni. Þann- ig hentaði hesliviður best til leitar á, silfri, greinar af aski til koparleitar,1 furugreinar fyrir blý og tin og teinar úr stáli og járni til gullleitar. Það liggur í augum uppi að slík leit nú á dögum er ekki bundin við grein- óttan staf eða sókn eftir vatni. Notast er við trjágreinar, málmstafi og pendúla til að kanna læknisfræðileg vandamál, galla í mannvirkjum og byggingum, ýms fyrirbæri í sálarlíf- inu og dýrmæt efni í jörð! Oklahoma-búi gortar af því við hvern sem heyra vill að hann hafi fundið 450 olíulindir á þennan hátt. Annar leitarmaður, sem að vísu var í vatnsleit, leitaði í leiðinni að pen- ingaveskinu sínu. En sennilega hefur árangur Dennis Fasslers í New York af leit af þessu tagi vakið einna mesta athygli og áhuga til eftirbreytni. „Strákarnir á skrifstofunni þar sem ég vinn héldu að ég væri orðinn vit- laus, þangað til ég sagði þeim að pendúliinn minn sýndi hvort tiltekin stúlka hefði áhuga á mér,“ segir hann. Og strákarnir hafa síðan fylgt í fótspor Dennis, og ganga nú um með pendúla til að kanna kvenhylli sína.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.