Tíminn - 23.02.1986, Side 6

Tíminn - 23.02.1986, Side 6
6 Tíminn Sunnudagur 23. febrúar 1986 Stefnan var skemmtistaðurinn Hollywood. Ég og Dóri vinur minn settum á okkur Kouros rak- spírann og lyktin var svo sterk að það lá við að hún yfirgnæfði lagið scm hljómaði í útvarpinu, alla- vega var hörð barátta um yfirráð- in i loftinu. Bindiö var komið á sinn stað, lakkskórnir á fæturnar og menn voru tilbúnir. Það var biðröð eins og venju- lega þegar við komum, cn Dóri þekkti einn dyravörðinn og við sluppum því við hinu hvimleiðu röð. Þaö var ckki laust við að margir * -b f i } 4 Jr- horfðu illu augnarráði á eftirokk- ur og sumir létu jafnvel ýmislegt óprenthæft flakka. Við létum það ekki á okkur fá og brostum okkar blíðasta á móti. Það var létt stemmning inni enda prófunum nýlokið og fram- undan var áhyggjulaust sumarfrí fyrir flesta. Við félagarnir gengum þennan 1 hefðbundna hring í Hollywood, hcilsuðum kunningjum, spaug- uðum við dömurnar o.s.frv. Allt í einu heyri ég að nafn mitt er kallað háum rórni. Að sjálf- sögðu leit ég við og sá að piltur einn situr út í horni með gull- fallega dömu sér við hlið og veifar mér sem óður væri að koma. Ég hnippti í Dóra og við röltum út í horn. Pilturinn stóð upp, faðmaði mig og sagði „Jói helv. er gaman að sjá þig aftur, þú lítur bara Ijómandi vel út. Tyllið ykkur endilega hjá okkur, ég má til mcð að spjalla aðeins við þig." Síðan kynnti. hann okkur fyrir kven- manninum. Ég leit spyrjandi á Dóra, hann kinkaði kolli og fékk sér sæti við hliðina á dömunni að sjálfsögðu, en ég settist hjá drengnum. Hann byrjaði strax að tala um hvað það hefði verið gaman hjá okkur síðast. Ég rétt náði að stöðva hann og spurði kurteislega hvenær við hefðum eiginlega sést síðast. Hann hló vandræðalega og sagði „ertu orðinn svona gleym- inn? Manstu ekki eftir því að við lékum saman í 5. flokki?" Nú kviknaði á týrunni hjá mér, þetta var þá leiðinda viðrinið sem hafði verið í marki hjá okkur í 5. flokki. Hann var hundleiðinlegur þá og ég átti ekki von á því að hann hefði breyst mikið. Nei, ég ætlaði ckki að fara að eyðilcggja kvöldið í samræður við þennan náunga. Ég stóð upp og sagði að við hefðum eiginlega ætlað að hitta kunningja og værum orðnir of seinir, blikkaði síðan Dóra sem virtist vera afskaplega ánægður með vistina hjá dömunni. Þá grcip Hallgrímur (eða svo minnti mig að nafn hans væri) í mig og sagði að hann gæti nú ekki verið þekktur fyrir að láta mig sleppa án þess að bjóða mér up á drykk. Dóri kinkaði ákaft kolli og þar að auki þá slær maður sjaldan hendi á móti fríum drykk, þannig að ég sagði, jæja bara einn. Hann jánkaði því og spurði Dóra hvort hann vildi vera svo vingjarnlegur að sitja hjá stúlk- > unni þangaðtil við kæmum aftur. Dóri var ekkert nema riddara- heilin ogsagði;„Mín er ánægjan." Við stóðum upp og stefndum á barinn. Þar var smá biðröð og töfðumst við af þeim orsökum í þó nokkurn tíma. Loksins þegar við komumst að þá var ég að verða vitlaus og. dauðsá eftir að hafa þegið boðið því að kappinn Iét móðann mása stöðugt um dýrðartímabil hans í íslenskri knattspyrnusögu. Þegar við höfðum fengið af- greiðslu og vorum á leiðinni til baka, þá kom aðsvífandi vægast sagt drukkinn kvenmaður á fert- ugsaldri. Hún þreif um mittið á mér, kyssti mig rembingskossi á munninn ogsagði „loksins finn ég þig átin mín". Ég ýtti henni kurtcislega frá mér og sagði að ég kannaðist bara ekkert við hana. Hún sagöi þá að það skipti ekki máli og hvort að ég tryði á ást við fyrstu sýn. Því neitaði ég. En vildi égekki dansa viö hana. Nei, hafði því miður ckki tíma til þess, en kannski á et'tir. Það lifnaði yfir kerlingunni við þetta loforð og hún kvaddi mig með því að segja að ég yrði að standa við orð mín. Er við sáum á cftir bakhluta hennar þá sagði Hallgrímur, hún var laglega drukkinn þessi og var ég sammála því. Þegar við komum út í hornið þá var þegar enginn. Það setti strax aö mér illur grunur enda þekkti ég Dóra vin minn mjög vcl. Hallgrímur greyið sagði að þau hefðu sennilega bara farið á sal- ernið eða tekið einn léttan snúning. Ég var sammála þessu og varð skyndilega mál og sagðist þurfa að hverfa á salcrnið. Hallgrímur kvaddi mig innilega og bað migað segja dömunni að hann biði eftir hcnni. Það scm eftir lifði af ballinu, sá ég ekki meira af Dóra og var viss um að hann hefði stungið af með dömuna heim að sýna henni frí- merkjasafnið sitt og kom það á daginn að ég hafði rétt fyrir mér. Annað slagiö rakst ég á Hall- grím sem leitaði eins og óður maður að kvenmanni sínum. Einnig átti ég nokkru sinnum í erfiðleikum með að losna við kerlinguna sem sveif nokkrum sinnum á migog heimtaði að fá að taka út dansinn sinn. En alltaf tókst mér að losna við hana, kom með einhverjar fáránlegar afsak- anir. Enda hefði mannorði mínu verið kastað fyrir lítið cf ég hefði sést á dansgólfinu með dauða- drukkna fertuga kerlingu í fang- inu. Það hefði sennilega dugað lítið að segja að þetta væri fjar- „A- skyld frænka utan af landi. * Fyrir utan þctta þá var kvöldið ágætlega vel heppnað og ég skemmti mér mjög vel. Eftir ballið var ég að tala við eina vinkonu mína fyrir utan þeg- ar Hallgrímur „vinur" minn kom og virtist vera allreiður. Hann þreif í hálsmálið á mér og sagði: „Lúmska kvikindið þitt, þú tældir mig á barinn á meðan vinur þinn notaði tækifærið og tældi stúlkuna mína." Ég var næstum orðlaus og eina orðið sem ég átti til var „ha“. En þá kont kerlingin „vinkona” mín að og hafði ekki minna að segja. „Óþokkinn þinn. lofaðir að dansa við mig en sveikst það." Nú var mér nóg boðið og sagði: Af hverju ekki að gera gott úr þessu og þið tvö sláið ykkur bara saman og öllu er bjargað?" Ég sá tvö rauð andlit og heyrði frekar en fann tvo flata lófa smella á kinnum mínum. END 4 I rði- )fa y JD Frakkinn Louis Maile heldur áfram að gera myndir í Bandaríkjunum. Nýjasta mynd hans heitir „Alamo Bay“ og fjallar um víetnamskan flóttamann sem reynir að byggja upp nýtt líf í Texas nokkrum árum eftir lok stríðsins í heima- landinu. Ho Nguygen leikur vfetnamska rækju- veiðarann, en með önnur hlutverk fara Ed Harr- is og Amy Madigan. Þá er loks búið að framleiða „Enemy Mine“. Eins og öllum ætti að vera kunnugt þá var reynt að festa hana á filmu hér uppá Fróni, en leikstjórinn þótti full eyðslusamur og var rekinn. Og með nýjum leikstjóra, Wolf- gang Peterson, var horfið frá því að nota tökurnar héðan. Myndin fjallar um geimfara sem lendir á eyðilegri plánetu einhvern tíma í framtíðinni og hittir þar fyrir annan geimfara frá einhverri allt annarri plánetu. Síðan segir myndin frá átökum á milli þeirra og síðar vináttu. Hlutverkin tvö eru í öruggum höndum þeirra Dennis Quaid og Louis Gossett Jr. ■<-------------------------m. Judge Reinhold sem lék í Beverly Hills Cup ásamt Eddie Murphy leikur nú aðalhlutverkið í nýrri mynd sem hefur fengið nafnið „Off Beat“. Hann leikur þar frjálslyndan mann sem óvart lendir í því að verða lögga í New York. Ung leikkona, Coral Brown, stígur sín fyrstu spor á frama- brautinni í mynd Gavin Millers, „Dream Child". Hún leikur þar Alice Hargreaves, stúlkuna sem var fyrirmynd Lewis Car- rolls og Alísu í Undralandi. í kvikmyndinni fer Alísa til New York þar sem hún kemst í náin kynni við Bandaríkjamanri sem lan Holm leikur.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.