Tíminn - 23.02.1986, Page 8

Tíminn - 23.02.1986, Page 8
8Tíminn Sunnudagur 23. febrúar 1986 Hætti í skóla tíu ára Hann hefur dvalið á opinberum stofnunum meira og minna helming af ævi sinni eða tæplega átta ár. Hætti snemma í skóla og hefur síðan gengið ansi grýtta lífsbraut. Misnotað ýmsa vímugjafa í töluverðum mæli, þó aðallega sé um að ræða áfengi og sniffefni. Þetta fjármagnaði hann með innbrotum og ýmsum vægast sagt vafasömum leiðum. Um leið og hann hafði aldur til þá var hann kominn í fangelsi og var þar meira og minna allt 16. árið. Megnið af 17 árinu stundaði hann sjómennsku og hélt sig nokkurn veginn réttum megin við lögin, en nokkrum mánuðum fyrir 18 ára afmælið hrasaði hann illa og fékk sinn fyrsta langa dóm, orðinn nærri því 19 ára slapp hann út. Átímabili þá var heimili hans stigagangar, strætisvagnaskýli, hitakompur og aðrir miður geðslegir évefnstaðir. Margir segja sjálfsagt að saga eins og hans geti ekki skeð í þjóðfélagi eins og okkar, hreinasta fjarstæða. En hún skeði nú samt og er enn þann daginn í dag að koma fyrir. Við ættum því öll að líta í eigin barm og taka hana sem holla áminningu, því að börnin okkar eða einhverjir nánir gætu alveg eins átt eftir að lenda á þessari ógæfubraut. En afhvcrju fór hann þcssa lcið frekar en flestir aðrir? Framan af uppcldisárum sínum, var hann ósköp hress og heilbrigður drengur. Framdi eðlilegt magn at strákapörum og þótti frekar glaðlcg- ur og ágætlega gefinn strákur. Stóra breytingin á högum hans veröur þegar hann varð 10 ára, þá skildu foreldar hans og leið okkar manns lá niður á við eftir það. Faðir hans sem hafði veriðsjómaður • fyrir giftingu, fór aftur á sjóinn. Flann- lét sig litlu varða hvað yrði um börn- ... varð að gera eitt- hvað meira en aðrir til þess að verða tekinn í hópinn... in fimm og móður þeirra sem hafði verið heimavinnandi húsmóðir öll þeirra hjúskaparár. Þau voru ekkert of góð til þess að sjá fyrir sér sjálf. Að ala upp fimm börn á erfiðum aldri er fullt starf og vel það fyrir eina manneskju. En konan góða varð að gera gott betur og demba sér út á vinnumarkaðinn til þess að sjá sér og börnunum farborða. Foreldrar hennar gátu lítið scm ekkert gert til þess að aðstoða hana. Hvað þá ætt- ingjar og því varð hún að treysta á sjálfa sig og engan annan til þess að fæða og klæða börnin. Krakkarnir fimm urðu að mestu leyti að ala sig upp sjálf og mikill los- arabragur komst á uppeldið. Þær fáu stundir sem móðir þeirra átti fríar var hún svo þreytt að hún gat ekki sinnt móðurhlutverkinu almenni- lega. En það merkilega við þessa sögu úr Brciðholtinu er að af systkiriunum fimm var aðeins einn sem fór á ólánsbrautina. Hin héldu öll áfram í skóla og eru í dag nýtir þjóðfélags- þegnar. (Það er að segja, fylgja hinu hefðbundna munstri). Annar bróðir hans er bakari, hinn smiður ogsystur hann báðar eru vel giftar og lifa ágæt- is lífi. Nú hlýtur að hafa mætt þeim öll- um sama andstreymið við skilnað foreldra þeirra, en aðeins einn svart- ur sauður varð til. Ég spyr því; er hægt að skella skuldinni á félags- skapinn, erfðasyndina, uppeldið, skilnað foreldranna eða... Við skul- um láta ólánspiltinn hafa orðið. Sem barn hafði ég alltaf verið mik- ill pabbadrengur og ég skildi ekki eða vildi ekki skilja að hann væri far- inn frá okkur. Kenndi jafnvel móður minni um og gerði uppreisn gagnvart henni. Hætti algjörlega að hlusta á hana, brúkaði kjaft og gerði ekkert sem hún sagði. Oft hef éghugsaðum það hve mikill óþverri maður var gagnvart henni. Hún gerði allt sem hún gat en hún vur í engri aðstöðu til þess að ala okkur upp, það besta sem ... það er engum hollt að fara á upptöku- heimili... hún hcfði sennilega getað gert hefði verið að koma okkur fyrir á einhverj- um góðum hcimilum en sennilega hefur hcnni þótt of vænt um okkur öll til þess. Ég tók upp á því að neita algjör- lega að fara í skólann nema að pabbi færi með mig sem að sjálfsögðu kom uldrei til. í skólann skyldi ég fara með góðu eða illu sagði móðir mín. En litíi pollinn var þrjóskur, ef móður minni tókst að koma mér í skólann þá strauk ég í fyrstu frímín- útunum eins langt og ég komst og fannst eftir mislangan tíma. Það var allt reynt, jafnvel að múta mér og ég var sendur á milli skóla en ekkert af þessu virkaði, ég var hættur í skóla punktur. Svona gekk heill vetur fyrir sig. Um sumarið var égsendur í sveit hjá afdalabónda fyrir vestan og leið það við áhyggjulausan leik. Er vetur- inn bar að garði þá átti nú aldeilis að koma mér í skóla þarna fyrir vestan. En ég var nú aldeilis ekkert á í þeim buxunum að fara að læra. Að vísu lá stundum við að ein kerlingin þarna, hún var vfst formaður fyrir kirkjunefndimt, næði því að koma mér í skóla. Lofaði allskonar verð- launum ef ég færi í skóla og lá stund- um við að ég gleypti við því. En góð- ur kunningi minn þarna á næsta bæ sem var talinn hálfskrýtinn af flest- um hafði lítið álit á menntun og fékk mig í staðinn mér sér á rjúpnaskytt- erí og í allskonar ævintýraferðir. Að lokum þá róuðust allir og ég fékk að vera við það sem ég var að gera þá stundina þennan tólfta vetur minn. Og sumarið líka. Þegar ég kom suður aftur um vorið ... eneftirdvölina varð ég virkilega spilltur... þá byrjaði gamla sagan aftur, í skól- ann með drenginn. Ég fór að vísu í skólann en eftir tvær vikur þá voru þeir farnir að óska þess að þeir hefðu ekki fengið mig scm nemanda. Mín helsta iðja í skólanum var að ræna samnemendur mína, kennara og fremja öll þau pör sem ég gat hugsað upp. Dag einn fór sálfræðingur skól- ans með mig í ökuferð á upptöku- heimili og spurði hvort að ég vildi eiga heima þar næstu árin. Mér leist síður en svo á staðinn og sagði nei og lofaði bótum. Stuttu seinna er ég inni í íbúð og kjallarakompu sama dag, þetta komst strax upp og þá voru flestir búnir að fá nóg af mér. Á ... eftir að ég kom á heimilið fór ég að drekka fyrir alvöru og prófa hina ýmsu vímu- gjafa... upptökuheimilið skyldi ég og þar átti ég eftir að eiga heima næstu fjögur árin. (Unglingaheimili ríkisins og hin svokallaða Nía, bæði í Kópa- vogi). Fyrsta daginn á stofnuninni stal ég vindlapakka frá forstöðumannin- um til þess að sýnast kaldur karl í augunum á hinum krökkunum. Ég var varla farinn að reykja þarna, svo að ég dreifði vindlunum um mig eins og greifi og þóttist reykja sjálfur. A heimilinu voru krakkarnir allt öðruvísi en ég hafði áðu'r kynnst. Strákarnir voru virkilega harðir og töff að því er mér fannst og því varð ég að gera eitthvað meira en aðrir til þess að verða tekinn í hópinn en ekki kúgaður. Ég vil meina að það sé eng- um hollt að fara á svona upptöku- heimili og þá er ég ekkert að setja út á fólkið sem vinnur þar. Það vill krökkunum vel en það hefur hrein- lega ekkert að segja með flesta. Stemmningin og hvað hver æsir ann- an upp er engu líkt. T.d. áður en ég fór þangað þá taldist ég enginn engill en eftir dvölina þarna þá varð ég virkilega spilltur. Unglingaheimili cru ekkert annað en geymslustaður fyrir vandræðabörn en það er skammgóður vermir fyrir þjóðfélag- ið því að flest verða þau virkilegur baggi fyrir þjóðfélagið seinna meir. Og þá vil ég meina að strákarnir spjari sig verr heldur en stelpurnar. ... á daginn var ákveð- inn tími og staður sem yrði rændur það kvöld... Af þeim strákum sem voru þarna þá veit ég ekki um neinn sem eitthvað hefur orðið úr eftir að hann varð 16 ára. Sumar stúlkurnar eru orðnar mæður og gera það ágætt, en hvað um það. Eftir að ég kom á þetta heimili, þá fór ég að drekka fyrir alvöru og prófa hina ýmsu vímugjafa t.d. sniffa (aðallega gas) en oftast bara það sem var við hendina þá stundina. Venjan var einnig sú að á daginn var ákveð- inn tími og staður sem yrði rændur það kvöld, sumt af þessu komst upp en með langflest sluppum við. Þar sem bæði kynin voru á heimilinu þá bauð það eðlilega upp á að við krakkamir kynntumst öllum leyndar- dómum kynlífsins óvenju snemma. Sem sagt þegar ég var 12 ára þá fór ég að detta reglulega í það, brjótast inn og stunda kynlíf. Ég var frekar bráð- þroska en engan veginn andlega tilbú- ■ inn að stunda kynlíf á þessum tíma. Yfirleitt áttum við nóg af pening- um, fengum þá með ýmsu móti. Stál- um og einnig fengum við vasapening frá ríkinu. Á veturna gengum við í skóla þarna, og gef ég honum frekar góða einkunn (þó að ég sé ef til vill ekki dómbær á það) og það má segja að það litla sem ég kann það lærði ég þar og lærði þó ekki mikið. Stundum þegar upp komst um inn- brot okkar eða við gerðum eitthvað slæmt af okkur, þá vorum við settir í útivistarbann á kvöldin eða vasapen- ingarnir teknir af okkur í einhvern tíma. Allar þessar refsiaðgerðir for- stöðumannsins og hans fólks höfðu lítil áhrif á okkur, við urðum bara forhertari. Svo kom að því þegar ég var 13 ára að þeir gáfust upp á mér í Kópavogi og ég var sendur á unglingaheimili sem er staðsett í Fljótshlíð og heitir Smáratún. Þar átti ég eftir að vera í 1 '/2 ár. Ég kunni ljómandi vel við mig þar, við vorum látnir sinna hinum ýmsu sveitastörfum þarna og höfðum mik- ið gott af því. Sennilega vorum við svona stilltir af því að það var hrein- lega ekkert hægt að gera af sér þarna. Þó höfðum við það af að brjótast inn í Hvol, sem er heimavistarskóli á veturna en hótel á sumrin. Við stálum þarna stórupp- hæð, síðan rændum við bíl ogókum í bæinn. En lögreglan var ekki lengi að finna okkur og við vorum sendir beinustu leið aftur austur. Þar beið okkar engin refsing en á heimilinu skyldum við vera áfram. Eftir þennan atburð vorum við komnir aftur á bragðið og okkur fór að leiðast þarna fram úr hófi. Ég og annar strákur spáðum mikið í það hvað við yrðum að gera til þess að vera ekkert með neitt hálfkák og kveiktum í skólastofunni á staðnum. En það fór frekar illa, hún brann öll og ýmislegt annað skemmdist af völdum reyks. Við fengum sannar- lega það sem við vildum. Það varð allt bókstaflega vitlaust, grunur beindist strax að okkur félögunum og játuðum við strax glæpinn á okkur. Um nóttina ákváðum við að flýja, leist ekkert á ástandið. Við náðumst strax og þeir þarna í sveit- inni vildu ekkert með okkur hafa meira og við vorum sendir á bæinn á gamla staðinn eftir l'A árs dvöl. Á upptökuheimilinu var ég aðeins búinn að vera í nokkrar vikur þegar þcir voru líka búnir að fá nóg af mér. Ákveðið var að gefa móður minni smá skammt af mér. f fyrstu var hún ósköp fegin að fá mig en það breytt- ist fljótt. Hún reyndi mikið en ég var erfiður. Ég gerðist útigangshross, hékk niðri á Hlemmi eða slæptist um bæ- inn í slagtogi með eldri strákum. Við stálum, brutumst inn, slógumst og drukkum eins og svín. Heimili mitt þetta tímabil var strætisvagnaskýli, hitakompur, stigagangar eða að kunningjar leyfðu mér að gista eina og eina nótt. En þá gerðist það að ég kynntist ágætri stúlku og róaðist heilmikið við það. Fór að sofa heima hjá mér eða hjá henni, braust sjaldan inn en slóst því meira og reykti mikið af hassi þetta tæpíega ár sem við vorum saman. Meira að segja móðir mín fór að halda að eitthvað ætlaði að rætast úr mér. En þetta varði ekki að eilífu, ég hætti með stelpunni og tók að nýju ... þegar ég var tólf ára fór ég að detta reglu- lega í það, brjótast inn og stunda kynlíf... upp gamla ruglið og það af endur- nýjuðum krafti. Við félagarnir vor- um ekkert annað en aumingjar. Ekkert var of lítið til þess að stela því og enginn of lítill til þess að við lemd- um hann, þannig leið 15. árið mitt. Það hittist svo á að 16 ára afmælið hélt ég upp á í fangelsinu á Hverfis- götu og allt það ár var ég meira og minna í vörslu lögreglunnar fyrir hin ýmsu afbrot. Þegar ég var orðinn 17 ára sá ég, að það þýddi ekkert fyrir mig að vera í bænum. Ef eitthvað skeði þá var náð í mig frá lögreglunni og hún var farin að koma heim upp á hvern ein- asta dag. Svo að ég ákvað að ráða mig á bát úti á landi í smátíma sem reyndar varð að heilu ári. Þarna var ég látinn vinna almennilega í fyrsta ... ekkert var of lítið til þess að stela því og enginn of lítill til þess að berja hann... skipti á ævinni og hafði gott af því, lærði heilmikið af þessum jöxlum sem voru með mér á bátnum. Minnkaði drykkjuna heilmikið og var „næstum" því heiðarlegur í heilt ár. Braust að vísu einu sinni inn í eitt kaupfélag á staðnum en þetta var heilmikil framför. Þetta ástand gat ekki varað að ei- lífu. Rétt fyrir 18 ára afmælið mitt þá hringdi bróðir minn í mig og spurði mig hvort ég hefði áhuga á að koma með sér og unnustunni í Evr- ópureisu, svokallað Inter-rail. Ég hélt það nú og dreif mig út með þeim. Þetta var stórkostleg ferð, í þrjár vikur fórum við um alla Evrópu og skemmtum okkur konunglega. Þegar við komum heim þá var ég búinn að ákveða að fara beina leið á sjóinn, ekkert að lenda í neinu ves- eni meir. En... ég datt í það þegar við komum til Reykjavíkurog ákvað að hitta gömlu kunningjana aðeins, en það varð aðeins meira. f heilan mánuð rann ekki af mér og við gerð- um ýmsa ansi villta hluti af okkur. ... ágætt að vera þar í smátíma, endurnæra sig, læra ný trix og slappa af... Þetta endaði ansi snögglega einn góðan veðurdag og það með ósköp- um. Ég var að ræna peningakassa í vögnum, þegar greyið vagnstjórinn kom að mér. Ég var haugfullur og hót- aði að höggva hausinn af honum ef hann léti sig ekki hverfa hið bráð- asta. Þetta var skynsamur maður og hann var fljótur að koma sér í burtu og tilkynna lögreglunni þetta. Þetta var að sjálfsögðu hótun því ég hefði aldrei farið að höggva í hann. Ég var þá farinn niður á Hlemm og þar náði lögreglan mér. Það var aðeins einn sem kom að mér og ég var fljótur að ráðast á hann og gekk víst heldur ílla í skrokkinn á honum. Liðsauki kom fljótt á vettvang og ég var yfirbugað- ur og dreginn inn í klefa á Hverfis- götu. Þaðan var ég fluttur í Síðu- múlafangelsið, en dvaldi þar sem betur fer aðeins í 3 daga. Þá lá leiðin niður á Skólavörðustíginn og meðan ég gisti þar var tekin ákvörðun um að ég slyppi ekkert út í bili. Tæki dóm- inn strax út fyrir síðustu vitleysuna. Vegna aldurs var ég sendur vestur á Kvíabryggju, dvaldi þar í tæplega 9 mánuði og tel það hafa bjargað mér að fara þangað en ekki á Litla- Hraun. Hefði sennilega komið það- an kolvitlaus. Á Kvíabryggju var ágætt að vera en það vantar tilfinnanlega verkefni

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.