Tíminn - 23.02.1986, Síða 10

Tíminn - 23.02.1986, Síða 10
10 Tíminn Sunnudagur 23. februar 1986 Sölurhannamálið: Jóhann Ósland Jósepsson var ekki dæmdur í sölu- mannamálinu en hann kem- ur þó mikið við sögu þess og átti meðal annars að stinga af til Brasilíu með hluta ágóðans. Sigurður Örn Ingólfsson annar „sölumannanna“ hlaut eins árs fangelsisdóm vegna fjársvika. Hann býr nú í Kanada og rekur þar fast- eignaviðskipti og verður að öllum líkindum ekki framseldur til ís- lenskra yfirvalda. Ganga lausir þrátt fyrir þunga fangelsisdóma Viðskiptin halda áfram og víxlarnir falla Hæstiréttur hefur nú dæmt tvo menn, þá Edvard LövdaI og Sigurð Örn ingóifsson í tólf og fimmtán mán- aða fangelsi fyrir ýmiss konar svindl og víxlabrask á árunum 1979 og 1980. Mál þetta hefur gengið undir nafninu „sölumannamalið" en þeir Edvard og Sigurður Örn unnu meðal ann- ars við að kaupa og selja bíla auk þess sem þeir stunduðu ýmis önnur viðskipti af vafasömu tagi. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að sumir viðskiptasamningar þeirra tvímenninganna hafi verið svo augljósar fjarstæður að ekki verði annað séð en tilgangur þeirra hafi eingöngu verið sá að útbúa víxla sem síðan væru notaðir sem gjaldmiðill til að fjármagna önnur viðskipti. Þeir Edvard og Sigurður Örn voru auk þessa dæmdir fyrir skjalafals og að Ijúga til um verðmæti vara sem þeir seldu auk fjölda annarra vafasamra viðskiptahátta. Síldarverksmiðjan á Djúpuvík bíður þess eins að verða veðri og vindum að bráð. Minnstu munaði að sölu- mönnunum tækist að gera hana að gjaldmiðli í viðskipt- um sínum með notaðar bifreiðar. vík í verð en hún hafði ekki verið Víxlarsemgjaldmiðill Þeir cru orðnir æði margir sem hafa farið flatt á viðskiptum sérstak- lega þegar víxlar eru annars vegar. Fólk hefur miskunnarlaust verið platað upp úr skónum, selt stórar eignir sínar og staðið eftir með verð- lausa pappíra í höndunum. Einkum hcfur þetta tengst kaupuni og sölu á notuðum bílum en þar hafa víxlar verið algengur gjaldmiðill. Þcir sent sviknir hafa verið standa oftast ráðþrota því lítið virðist vcra hægt að gera þar sem útgefendur og þeir sem samþykkja vtxlana eru eignalausir menn. Málaferli hafa því lítið upp á sig nema kostnaðarauka fyrir þann scnt þegar hefur tapað bíl sínum eða íbúð. Þeir sem verða fyrir þessu eru yfir- leitt fólk sem treystir um of á heiðar- leika annarra, treystir. á menn sem ekki eru traustsins verðir. Hinir sem eitthvað þekkja til í frumskógum íslensks viðskiptalífs vara sig á þessum mönnum og kaupa því ekki víxla sem þeir hafa ritað nöfn sfn á. Einn viðmælandi Helgar-Tímans sem gjörþckkir bílasölumál hér á landi segir að ýmis konar gjaldmiðlar þekkist í bílabraskinu og þeir hafi misjafnt verðgildi allt eftir eðli þeirra og útliti. Það viðgangist til dæmis að gefa út víxla sem seldir eru með 90 til 95% afföllum vegna þess að vitað er fyrir- fram að þeir eru verðlausir. Þeir sem ritað hafa nöfn sín á þessa pappíra hafa ekki í hyggju að greiða þá hvorki fyrr né síðar. Spurningin er þá hver situr að lok- um uppi með verðlaust plaggið ekki ósvipað og þegar Svarti-Pétur er spil- aður. Þeir Edvard Lövdal og Sigurður Örn hafa á undanförnum árum stundað viðskipti af þessu tagi að áliti Hæstaréttar. Þeir eru þó því miður ekkert eins- dæmi. Fjöldi annarra virðist hafa at- vinnu af því að féfletta fólk í við- skiptum og brasksögur eins og þær sem lesa má í hæstaréttardóminum yfir þeim Edvard og Sigurði Erni gerast enn. Dómsskjölin í sölumannamálinu eru reyndar um 1500 síður og eru í einum sjö bindum. Málið virðist ótrú lega viðamikið enda liðu 5 ár frá því að ákæruskjalið var birt og þar til dómur féll í málinu. Þrátt fyrir blómleg viðskipti af ýmsum gerðum og stærðum mun eitt mesta afrek þeirra tvímcnninganna á viðskiptasviðinu hafa verið það að koma síldarverksmiðjunni á Djúpu- starfrækt síðan á fyrri hluta aldarinn- ar. Reyndar munu þeir sem keyptu verksmiðjuna af Edvard og Sigurði Erni hafa verið í samkrulli með þeim en ætlunin var eins og oft áður að út- búa víxla sem síðan yrðu notaðir til áframhaldandi viðskipta. Kaupendurnir voru tveir algjör- lega eignalausir menn þeir Jóhann Ósland Jósepsson og Guðmundur Ársælsson en kaupverðið var 130 milljónir króna. Víxlarnir sem Jó- hann og Guðmundur skrifuðu upp á komu í hlut þeirra Edvards og Sig- uröar Arnar og ætluðu þeir að selja þá vitandi vits að þeir yrðu aldrei greiddir. Þeir Jóhann og Guðmundur áttu hins vegar að selja verksmiðjuna þriðja aðilanum og þá sölu var þegar. búið að undirbúa en kaupandinn átti að vera Jón Ingileifsson bóndi að Svínavatni í Grímsnesi. Þegar sú sala væri gengin um garð áttu Jóhann og Guðmundur að stinga af til Suður-Ameríku og lifa þar í vellystingum þar til málið væri fyrnt. „Það var einhver forvitni sem rak mig áfram og kom í veg fyrir að ég hætti við allt saman þegar ég hefði átt að gera það“ er haft eftir Jóhanni Ós- land í viðtali við tímaritið Samúel árið 1981. Hann kom því þó þannig fyrir að félagi hans Guðmundur yrði greið- andinn að víxlunum á þeirri for- sendu að hann hefði fallegri rithönd. Víxlarnir voru í seríum. Tuttugu þeirra voru að andvirði ein milljón hver. Fimmtán þeirra voru síðan upp á hálfa milljón hver óg afgangurinn upp á fimm hundruð þúsund. Alls voru þetta 130 milljónir króna en Edvard og Sigurður Örn höfðu á sínum tíma fengið verksmiðjuna fyr- ir tæpar tvær milljónir. Það ska! þó tekið fram að hér er átt við gamlar krónur þannig að upphaflega kaup- verðið var ekki nema um það bil 18 þúsund nýkrónur. Það var svo út af öðru svindlmáli sem Edvard Lövdal var handtekinn 12. júní 1980en þá flúðu þeir Jóhann og Guðmundur til Kaupmannahafn- ar þar sem danska lögreglan handtók þá nokkrum dögum seinna að beiðni íslenskra yfirvalda. í dag ganga þeir allir lausir. Eins og áður segir býr Sigurður Örn í Kanada þar sem hann vinnur sem fasteignasali. Edvard Lövdal á yfir höfði sér eins og hálfs árs fangelsi en óvíst er hve- nær pláss losnar og yfirvöld fara að huga að því hvort hann er viðlátinn eðaekki. ,íh Að áliti hæstaréttar voru viðskiptin með vélar verksmiðjunnar á Djúpuvík þess eðlis að tvímenningunum hafi verið Ijóst að enginn víxilskuldaranna mundi geta greitt. Hér væri fyrst og fremst um málamyndaviðskipti að ræða til að hægt væri að útbúa víxla til að selja.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.