Tíminn - 23.02.1986, Side 16

Tíminn - 23.02.1986, Side 16
16 Tíminn Sdnnudagur 23'. fébma'r'1986 Þórarinn Þórarinsson skrifar 1 ERLEND MALEFNIL Ronald Reagan Hálf áttræður öldungur nýtur einstæðra vinsælda Viðræöurnar við Gorbachov hafa styrkt Reagan REAGAN forseti varð 75 ára liinn 6. þ.m. Hann fékk það í afmælisgjöf, að skoðanakannanir sýndu, að hann nyti meiri persónulegra vinsælda en nokkur annar forseti Bandaríkjanna síðan slíkar kannanir hófust. Áður hafði Eisenhower átt metið á vissu skeiði á forsetaferli sínum. Samkvæmt skoðanakönnunum hafa vinsældir Reagans farið vaxandi síðan hann ræddi við Gorbachov, leiðtoga Sovétríkjanna í Genf í nóvember síðastliðnum. Þrátt fyrir aldurinn, kom forsetinn vel fyrir í sjónvarpi, og segja sumir frétta- skýrendur, að þar hafi gamli Holly- woodleikarinn leikið stærsta hlut- verk sitt og gert það með miklum ágætum. Meira var þó um vert, að fundurinn glæddi vonir um að risa- veldin gætu náð samkomulagi um verulega áfanga í afvopnunarmál- um. Þótt Reagan sé orðinn hálfáttræð- ur, virðist hann vel heilsuhraustur, a.m.k. miðað við aldur. Samt óttast menn, að ellinnar fari að gæta í vax- andi mæli. Reagan sé því í eins konar kapphlaupi við tímann, og eigi það sinn þátt í því, að hann vilji halda næsta fund þeirra Gorbachovs sem fyrst. Gorbachov óttast ekki aldur- inn og leggur meiri áherslu á, að fundurinn fái þann undirbúning, að verulegur árangur náist. Það er sagt sameiginlegt áhugamál stjórnmálamanna og leikara, að skila vel síðasta hlutverkinu, eða hljóta happy ending, eins og Ameríkumenn orða það. Reagan dreymir vafalaust ekki síst um þetta, þar sem hann er hvort tveggja. Draumur hans er talinn sá, að hann vilji ljúka forsetahlutverkinu sem friðarhetja. Margir fréttaskýrendur telja að hann eigi nú óvenjulegt tæki- færi til að láta þennan draum rætast. Það er líka margra dómur, að það gæti orðið mikið áfall fyrir afvopnun- arviðræðurnar, ef hann félli frá nú, því að enginn bandarískur stjórn- málamaður gæti frekar fengið aftur- haldsöflin til að sætta sig við meiri- háttar afvopnun, ef hann beitti áhrif- um sínum í þá átt. ÞAÐ ER álit fréttaskýrenda, að vinsældir Reagans séu meira tengdar persónu hans en stefnu. Hann kemur vel fyrir í sjónvarpi, virðulegur og sannfærandi. Þótt hann sé afturhaldssamur á mörgum sviðum, hefur hann sýnt sveigju og tilslökun, þegar þess hefur þurft. Hann hefur fullnægt þeirri mynd, sem mörgum Bandaríkjamönnum er hugleikin, af myndugum forseta í öflugu ríki. Það var eitt af vígorðum Reagans í1 forsetakosningunum 1980, að leggja þá spurningu fyrir kjósendur, hvort afkoma þeirra væri betri nú en fyrir fjórum árum. Væru kjósendur spurðir svipaðrar spurningar nú eftir fimm ára stjórn Reagans mun svar verulegs meirihluta kjósenda verða jákvætt. Ríkt fólk hefurþað vafalítið mun betra nú og hin fjölmenna milli- stétt hefur a.m.k. haldið sínu og stór hluti hennar vel það. Þessi meirihluti gleymir því eða lætur sig það litlu varða, þótt sjötti eða sjöundi hluti þjóðarinnar búi við lakari kost en fyrir fimm árum, ef marka má bandarískar hagskýrslur. Margir líta fyrst og fremst á eigin hag, en eru áhugalitlir eða eftirtektarlitlir varð- andi kjör utangarðsfólks. Það dylst líka mörgum, að vel- megunin í stjórnartíð Reagans hcfur byggst á veikum grunni. Hún er orð- in til vegna mikils rekstrarhalla ríkis- ins og óeðlilegs hágengis dollarans, sem hefur dregið erlent sparifé til Bandaríkjanna í ríkum mæli. Hér getur hafa verið reist spilaborg, sem getur skyndilega átt eftir að hrynja. Þess vegna horfa margir fjármála- menn með ugg til áranna þriggja, sem eftir eru af síðara kjörtímabili Reagans. VEGNA ástandsins í efnahags- málum og þó einkum vegna rekstrar- halla ríkisins, glímir Reagan við mikil vandamál í fjármálasviðinu. Athyglin beinist þó mest að honum vegna viðræðna þeirra Gorbachovs, sem eru framundan. Gorbachov hefur óneitanlega leikið ýmsa snjalla leiki á sviði af- vopnunarmála á hinu nýbyrjaða friðarári Sameinuðu þjóðanna. Hann hefur lagt fram athyglisverðar tillögur um útrýmingu kjarnavopna fyrir næstu aldamót. Hann hefur lagt fram tillögu um útrýmingu meðal- drægra eldflauga í Evrópu, en þó undanskilið eldflaugar Breta og Frakka og heldur ekki sett það að skilyrði fyrir þessari útrýmingu, að Bandaríkin hættu við rannsóknir á geimvopnum. Vissulega er það erfitt fyrir Reag- an að svara þessum tillögum öðruvísi en á jákvæðan hátt. Sennilega vill hann það líka, en hann á við ramman reip að draga, þar sem eru öfgafullir afturhaldsmenn í flokki hans. Það er nú von manna um allan heim, að gamli Hollywood-leikarinn skili vel síðasta hlutverkinu, eða hinu mikla alvöruhlutverki, sem hvílir nú á herðum hans sem valda- mesta manns veraldar. Sennilega hafa fáir menn gegnt risavaxnara hlutverki en Reagan, þar sem er fjár- hagsvandinn innanlands annars veg- ar og afvopnunarviðræðurnar hins vegar. Hér reynir ekki minnst á þann höfuðkost hans að hann hefur ber- sýnilega gott skap og lifir samkvæmt reglunni að glaður og reifur skuli gumna hver, uns sinn bíður bana. Stærsta skip heims komið á höggstokkinn - aðeins tíu árum eftir jómfrúrferðina Tvær slíkar risaskrúfur knúðu Batillus. Þær voru knúöar gufutúrbínum sem hvor var 65 þúsund hestöfl. En olíukostnað- urinn var orðinn 1.8 millj- ónir á dag og það gerði gæfumuninn. Nú eru tíu ár liðin frá því að olíuskipið Batillus lagði upp í jóm- frúrferðina frá St. Nasaire í Frakk- landi og sló það þá öll met í skipa- sögunni hvað stærð snerti. „Þetta er stærsta farartæki sem menn' nokkru sinni hafa smíðað, fljótandi Empire State bygging," sagði Georg Sullivan, Bandaríkjamað- ur, sem ritaði bókina „Risa- olíuskipin." Skipið var 414 metrar að lengd og tók þar með fram stærsta flug- móðurskipi Bandaríkjamanna, sem er 342ja metra langt. Það tald- ist geta borið 550 þúsund lestir af olíu, sem er nægilegt magn til þess að sjá öllum Bandaríkjunum fyrir orku í sex stundir. En nú er þetta bákn hafanna á leið til S-Kóreu, -til niðurrifs. Síð- ustu þrjú árin hafði það legið inni á norskum firði við Stafangur. Þann- ig hefur skipið orðið fórnarlamb ol- íukreppunnar á sama hátt og syst- urskip þess sent heitir Bellamya. Á árunum fyrir oh'ukreppuna voru risaolíuskip byggð á færi- bandi. Þar sem bvcgingarkostnað- urinn jókst lítið við nokkra stækk- un og ekki þurfti að fjölga í áhöfn- inni, minnkaði flutningskostnaður- inn gífurlega með þessu móti. Skip- in stækkuðu því og stækkuðu. Risaolíuskip áranna milli 1950-60, Tina Onassis, var nú orðin eins og smákoppur við hlið þeirra. Hafnir og skipasmíðastöðvar voru farnar að búa sig undir við- töku og byggingu skips sem flutt gæti milljón lestir af olíu, þegar ol- íukreppan kom 1973. Slíkt skip hefði orðið 550 metrar að lengd, um hundrað metra breitt og hefði rist 30 metra. Nær engin höfn nú til dags hefði getað rúmað það. Það hefði ekki einu sinni getað siglt um Ermarsund. Það hefði orðið að taka olíuna úr hleðslustöðvum langt frá strönd. Batillus var enn í smíðurn, þegar olíukreppan skall á. Arabalöndin drógu saman framleiðslu sína til þess að beita bandamenn ísraela þrýstingi og olíuverðið þrefaldað- ist. Sums staðar var nú bannað að aka bílum á sunnudögum og bensín og hitunarolía var skömmtuð. Olíunotkun féll um fjögur prósent frá ári til árs um heim allan.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.