Tíminn - 23.02.1986, Page 21

Tíminn - 23.02.1986, Page 21
Sunnudagur 23. febrúar 1986 nn-lists fyrr en á næsta starfsári og það er ekki enn víst í hverju þær verða fólgnar,“ sagði Gísli Alfreðsson, þjóðleikhússtjóri. Það er allavega víst að stjórh leikhúsins gefast færri tækifæri á því að setja upp veigamiklar sýningar sem ekki er víst að fái mikla aðsókn. Ein slík sýning er til á pappírunum hjá Þjóðleikhúsinu; Ballettverk Atla Heimis: Tíminn og vatnið sem hann vann út frá samnefndum ljóðabálk Steins Steinarr. Leikhúsráð óskaði eftir aukafjárveitingu til þess að geta sett þetta verk upp fyrir listahátíð í sumar en var synjað og er því allt óvíst um hvenær það kemst á fjalirn- ar. Atli vann þetta verk á starfslaun- um hjá Þjóðleikhúsinu en þau laun voru tekin upp til þess að hvetja ís- lensk leik- og tónskáld til þess að vinna fyrir leikhús. Það er sorglegt ef sú hvatning sem þetta átti að verða leikhúsinu verði drepin niður af sama valdinu og kom henni á. Dansbanninu aflétt Verk Atla yrði sjálfsagt með stærstu verkefnum íslenska dans- flokksins frá stofnun hans. Það var árið 1973 sem ákvæðunr húsaga- skipunar var sagt stríð á hendur og komið á fót vísi að íslenskum ballett í formi íslenska dansflokksins. Þá hafði um nokkurra áratuga skeið verið starfræktur ballettskóli Þjóð- leikhússins og úr þeim skóla hafði komið dansarar sem áttu ekki annars kost en að leita sér að atvinnu er- lendis eða hætta að dansa ella. En með stofnun dansflokksins gafst þessu fólki kostur á að vinna að sinni listgrein hérlendis. Skipað var í tíu stöður oe Þióðleikhúsinu gert skylt að hlúa að flokknum. Auk þess var flokkurinn settur á fjárlög og nemur sú upphæð nú 750 þúsundum. „Þetta er meira táknræn yfirlýsing um sjálfstæði flokksins en að hún hafi eitthvað að segja um rekstur flokksins," sagði Gísli Alfreðsson, þjóðleikhússtjóri um framlagið til flokksins á fjárlögum. Flokkurinn hefur tekið virkan þátt í sýningum leikhússins frá stofnun hans auk þess sem hann hefur verið með sjálfstæðar sýningar. Stefnt hef- ur verið á að hafa þær þrjár á ári en það hefur sjaldan tekist. í ár hafa dansarar úr flokknum dansað í Grímudansleik og Upphit- un, það var ballettsýning í haust og stefnt að annarri bráðlega og auk þess fer flokkurinn á listahátíð til Kopio á Finnlandi. Sjálfstæð listgrein eða þjónustulist En þó íslenski dansflokkurinn taki þátt í mörgum sýningum á hverjum vetri þá segir það ekki alla söguna. Eiginlegar ballettsýningar eru ekki nema tvær á ári og þar sem dans er tiltölulega ung listgrein hérlendis þá eru þessar sýningar ekki vel sóttar. Þó áhorfendum hafi fjölgað frá stofnun þá hefur fjölgunin verið hæg og það þykir góður árangur hjá flokknum ef nást áhorfendur á fimm sýningar. Stóri salurinn í Þjóð- leikhúsinu te.kur það marga í sæti að hann er ekki lengi að afgreiða hér- lenda unnendur balletts. Þetta hefur orðið þess valdandi að eiginleg sviðsreynsla dansflokksins hefur frekað komið í gegnum aðrar sýningar en eiginlegar ballettsýning- ar. „Það er öllum dönsurum nauðsyn að fá að vera á sviðinu," sagði Nanna Ólafsdóttir þjálfari dansflokksins þegar Tíminn rabbaði við hana um málefni flokksins. „En það hefur verið þannig að hver sýning flokksins er eiginlega frumsýning. En þetta hef- ur verið með betra móti í sumar svo þetta virðist allt vera í áttina.“ En þar sem dansflokkurinn getur ekki keppt við vinsæl leikrit um áhorfendur óttast félagar í honum að niðurskurður á fjárframlögum til Þjóðleikhússins eigi eftir að koma hart niður á honum. Ef markaðs- hyggjan fengi að ráða ein og grímu- laus þá liði ekki á löngu þar til dans- flokkurinn yrði lagður niður. í þessum galla á menningarpólitík stjórnvalda sem er einhverskonar sambland af markaðshyggju og stuðningi er fólginn vandi dans- flokksins. Áður en hann fær að vaxa og fjölga sýningum verður hann að fá. fleiri áhorfendur inn á sýningar sínar. Það er hins vegar spurning hvort honum takist að fjölga áhorf- endum áður en hann vex og getur boðið uppá fleiri sýningar. Fjölgun um einn á tíu árum í dansflokknum eru núna tólf dansarar á ellefu samningum. Þegar flokkurinn var stofnaður voru í hon- um tíu dansarar á tíu samningum. Þrátt fyrir að flokkurinn hafi fyrir löngu sannað ágæti sitt og sýnt fram á að hann er fær um að setja upp flest- ar tegundir af danssýningum hefur meðlimum hans ekki fjölgað meir en um einn samning á þessum þrettán árum. Þegar flokkurinn var stofnaður hefur sjálfsagt verið litið á þá að- stöðu sem honum var búin sem vísi að einhverju stærra og meira. Þá hef- ur ekki verið til meira af góðum dönsurum en þessir tíu sem fóru á samning og það hefur ekki verið hægt að hafa sýningar fleiri, bæði þar sem áhorfendur voru ekki vanir ballett og dansararnir ekki undir það búnir að standa undir mörgum heils- kvölds sýningum á ári. En þrátt fyrir þróun innan dansflokksins hafa að- stæðurnar einungis að litlu leyti breyst. Því hefur það starf sem hafið var „ Tímamynd-Róbert með stofnun flokksins staðnað þar sem gleymst hefur að fylgja því eftir. Þetta á við um fleiri afskipti ríkisins af menningu og listum, mönnum eru réttir peningar sent koma þeim af stað en nægja ekki til að ná um- talsverðum árangri. Það var samdóma álit þeirra sem Tíminn hafði tal af í sambandi við ís- lenska dansflokkinn að hann hefði fyrir töluverðu síðan náð þeim ár- angri sem réttlætti aukin fjárframlög til hans. En hvernig sjá meðlimir flokksins óskaaðstöðuna fyrir sér? „Ég mundi segja að það þyrfti að fjölga dönsurum uppí tuttugu manns á næstu tíu árum, ef maður á að vera hógvær," sagði Nanna Ólafsdóttir þegar hún var innt eftir þessu. „Og af þeim þyrftu fimm að vera karldans- arar. Ef ekki koma íslenskir strákar Tímamynd-Róbert Tíminn 21 -lista Umsjón: Gunnar Smári Egilsson fram sem vilja dansa þarf að flytja inn útlendinga. Og hingað þarf líka að fá fleiri erlenda kóreógrafíkera til að koma flokknum í góð tengsl við það sem er að gerast erlendis." Meistaraflokkur og yngri flokkarnir Karlmannsleysi hefur altaf háð Is- lenska dansflokknum. Það sögðu ballettfróðir menn blaðinu að væri reyndar ekkert'' einsdæmi því það væri mun meira framboð á góðuni kvendönsurum í heiminun en körlum. Þetta hefur valdið því að ís- lenskum karldönsurum hefur staðið til boða að fara utan þar sem þeim gefast mun fleiri tækifæri á að dansa. Af þessu má sjá að dansflokkurinn og ballettskólinn ala af sér metnað- arfulla listamenn sem sömu aðilar geta ekki séð fyrir nægum verkefn- um. Þarna má enn sjá í gloppur ís- lenskrar menningarstefnu. Ef dansflokkurinn gæti fengið hingaðkarldansarabæði til að æfa og dansa með flokknum má ætla að fleiri strákum þætti það eftirsóknar- vert að leggja fyrir sig dans. Rík- harður Jónsson, knattspyrnumaður- inn leikni af Skaganum, sagði einu sinni að ástæðan fyrir velgengni Skagaliðsins hafi stafað fyrst og fremst af góðum meistaraflokk en miklu síður af starfi í yngri flokkun- um. Eina sem ungum strákum var boðið uppá var fyrirmyndir í meist- araliðinu. Þó ekki sé hægt að bera saman þjálfun knattspyrnumanna og ballettdansara þá geta stjórnvöld, ef þeim er annt um íslenskan ballett, sjálfsagt lært eitthvað af Skaga- mönnum. En sú spurning leitar á hugann þegar málefni dansflokksins eru skoðuð hvort hann hafi verið stofn- aður til að koma hér á fót öflugu danslífi eða til þess að geta sagt að hér sé nú til ballett ofan á allt saman. Þó seinni skoðunin kunni að vera fullgóð fyrir þá sem vilja friða sam- viskuna er hún níðing á þeint sem gera ballett að atvinnu sinni og lelja sig sjálfstæða listamenn. Að vinna áhorfendur En hvað geta í§lenskir dansarar gert til að sanna þörf sína á að fá fleiri tækifæri til að dansa á sviði ef fjölgun áhorfenda er forsendan fyrir því að af því geti orðið? Fyrir nokkru var starfrækt hér nefnd í tilefni af barnaári Sameinuðu þjóðanna sem fjallaði um listir og skóla. Þar kom fram mikill vilji lista- manna fyrir því að efla hlutdeild lista í námsskrá skólanna með ýmsum hætti. Nanna Ólafsdóttir var fulltrúi dansara í þessari nefnd: „Við lögðum til að komið yrði á fót skipulögðum danssýningum í skólum, kennslu og auknum tengsl- um skólanna við leikhúsið og ýmsum fleiri þáttum til að auka listaiðkun og fræðslu í skólunum. Við gengum út frá því í nefndinni að kynni af listum væri hverjum einstaklingi holl og mundi með tímanum skapa hér eftir- sóknarverðara líf. En eftir að við skiluðum skýrslu höfum við ekkert heyrt meira frá ráðuneytinu". Eftir niðurskurð á framlögum til Þjóðleikhúss á fjárlögum þarf ekki að búast við auknum framlögum til Islenska dansflokksins, nema um stefnubreytingu verði að ræða hjá stjórnvöldum. Dansararnir munu eftir sem áður halda áfram að dansa þó svo áhorfendur geti ekki notið þess. Dansinn mun aðallega fara fram í æfingasal flokksins í Þjóð- leikhúsinu., Eitt að lokum: þegar blaðamaður var að viða að sér heimildum í þessa grein spurði hann nokkra menn sem ekki geta talist sérstakir ballett- áhugamenn um álit þeirra á flokknum. Flestir efuðust um færni dansaranna og minntust flestir á hversu mikið heyrðist í gólfinu þegar þeir væru að dansa. Skýringin á þessu ku vera sú að gólfið á sviði Þjóðleikhússins hentar ekki sem best til ballett iðkana og það heyrist ntun meira í því en góðu hófi gegnir. Svo var nú það.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.