Tíminn - 23.02.1986, Blaðsíða 22

Tíminn - 23.02.1986, Blaðsíða 22
22Tíminn - Sunnudagur 23. febrúar 1986 helgarsp0gi 11 igeqeiBgbH Helgarblaðið bregður upp nýjum fleti á: MJOLKUR- MÁLINU / ,e/diS,ns h ■ ‘7'ore/ , sö drukHð MlJ Jafn > Tilraun gerð til að selja kaupmönnum stolnar mjólkurafurðir Helgarblaö Tímans geröi athugun á því nú í vikunni hvernig gengi aö koma í verð mjólk sem illa væri fengin. Fariö var í fjölda verslana og kaupmönnum boðin mjólk á lágum prís ef borgað væri á staðnum. Hér var ekki verið að gera tilraun til að upplýsa mjólk- urmálið svokallaöa heldur miklu frckar að bregða Ijósi á ákveðna þætti þess í þeirri von að það mætti leiöa til heildarlausnar. í stuttu máli er það að segja að kaupmenn brugðust misjafnlcga við tilboði okkar cn enginn þeirra féll bcinlínis í gildruna. Allt var reynt til að hlutirnir litu sem eðlilcgast út og fékk blaðamaöur Helg- arblaðsins meðal annars lánaðar hvítar einkennisbússur og merkta húfu, en allt kom fyrir ekki. Kaupmenn vildu ekki ódýra mjólk, hverju sem það nú sætir. Manneldismál á íslandi tóku á sig óvænta slaufu þegar uppvíst varð urn stórfelldan nijóíkurþjófnað á Stór- Hafnarfjarðarsvæðinu, nánar tiltekið í Reykjavík. Ekki hefur í allri réttarfarssögu eyjarinnar komist upp um jafn um- fangsmikinn vætuþjófnað hvað þá að talað sé um hnupl á nýmjólkinni hlessaðri. Óprúttnir mjólkurbílstjórar hjá Mjólkursamsölunni tóku upp á því að selja málnytjna upp á eigin spýtur í nafni einkaframtaksins og hinnar frjálsu markaðshyggju sem nú tröll- ríður hugsunarhætti landsmanna. Fjöldi kaupmanna lét og glepjast upp á það að geta stritlað fleiri krón- ur út úr hverjum mjólkurpotti og er nú Rannsóknarlögregla ríkisins komin í málið sem er það umfangs- mikið að grípa hefur þurft til hóp- yfirheyrslna þar sem þjarmað er að mörgum í einu til að spara tíma. Sá hluti Kaupmannasamtakanna sem hefur slæma samvisku í mjólk- urmálinu hefur að sögn Ólafs Ólafs- sonar yfirtrúnaðarmanns Mjólkur- samsölunnar hótað honum öllu illu en starfsmenn Mjólkursamsölunnar komu sér upp lista yfir þá kaupmenn sem keypt höfðu þá undanrennu réttlætisins sem hér um ræðir. Kaup- menn hafa látið ófriðlega og hótað starfsmönnum Mjólkursamsölunnar öllu illu ef þeirbirti listann. Sérstak- lega mun Ólafur yfirtrúnaðarmaður liafa fcngið loforð um útreið. Sagði hann í samtali við eitt Reykjavíkur- blaðanna að verslunareigendur hefðu hótað honum óskaplegri hegn- ingu auk þess sem til stendur að gera Ólaf eignalausan í leiðinni. Það voru árvakrir starfsmenn í Mjólkursamsölunni sem áttuðu sig á því að um „mjólkurleka" var að ræða en í bókhaldi Samsölunnar kom ekkert fram senr benti til mjólk- urstuldar. Það voru bílstjórar á mjólkurbíl- unum sem ráku sig á það trekk í trekk að búið var að keyra út í versl- anir sem þeir áttu að sjá um og fór þá að gruna að maðkur væri í mysunni. Eftir að málið komst í hendur lög- reglunnar hefur ekkert fengist upp- lýst um gang þess. Sumir hafa haldið því fram að ástæðan sé sú að mjólk- urmáliö muni svo yfirgripsmikið að það varðaði beinlínis þjóðarhag. Þeir hinir sömu hafa bent á að ým- iss rök hnigju að því að hvert mannsbarn á samlagssvæðinu hefði einhvern tímann drukkið mjólk sem tekin hefði verið ófrjálsri hendi og væri því samsekt. I afbrotafræðinni er slíkt nefnt umsnúningur en þá er átt við að þeir séu fleiri sem brjóta lögin en fara eft- ir þeim og þá getur verið nauðsynlegt að grípa til lagabreytinga eða þá að þagga málið niður ef kostur er. Þess má líka geta í þessu sambandi að ýmiss samtök dýraverndara hafa um áraraðir bent á að öll mjólk væri tekin með ófrjálsri hendi þegar öllu er á botninn hvolft þar sem nautgrip- ir hefðu aldrei gefið formlegt leyfi til mjalta. Eins og kunnugt er eigum við ís- lendingar við það að stríða að alltof mikið er til af mjólk í landinu. Of- framleiðslunni verður ekki auðveld- lega kyngt og nú eru bæði bændur og búfénaöur beðin að draga úr þeirri flóðöldu mjólkurafurða sem ausið er yfir þéttbýlið. María Hauksdóttir í Geirakoti kom fram með athyglisverða hug- mynd á fundi sem haldinn var í Njálsbúð og mikið hefur verið vitnað í bæði í ræðu og riti. María benti mönnum á að hundsk- ast til að drekka meiri mjólk og leysa á þann hátt vandann scm að okkur steðjar. Hvort hér cr einnig komin lausn á óheiðarlegu mjólkinni er ekki Ijóst. Sú kcnning er nefnilega ósönnuð að aukin mjólkurneysla minnki afbrot. • JÁÞ „Nei, mér líst ekki á þetta,“ sagði Jóna kaupmaður í Versluninni Sundaval í Reykjavík þcgar henni var boðin mjólk á mjög góðu verði. „Ég versla heldur við strákana hjá Mjólkursamsölunni, þeir hafa reynst okkur vel.“ Góðlátlegt yfirbragð „sölumannsins“ virtist ekki hafa nein áhrif. Það gekk með afbrigð- um illa að koma mjólk- inni út. Tímamyndir-Árni Bjarna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.