Tíminn - 16.03.1986, Side 2

Tíminn - 16.03.1986, Side 2
Sunnudagur 16. mars 1986 A&eins ein kona fékk að vera á kútkmagakvöldinu en það var Dorthie Lyberth frá Grænlandi en hún flutti ræðu á þinginu en heiðursgestur kvöldsins var Helgi Seljan. Karlrembu- hátturinn fékk að njóta sín Aldurshópur Ráðlagður dagskammtur af kalki f mg Samsvarandi kalk- skammtur í mjólkur- glösum(2,5dlglös)* Lágmarks- skammtur f mjólkurglösum (2,5dlglös)** Bðrnl-lOóra 800 3 2 UngHngarll-18ára 1200: 4 Ungtfólkogfullorðið Ófrfskar konur og 800"* 3 2 brjóstmœður 1200**" 4 3 * Hór er gert ráð fyrir að allur dagskammturinn af kalki komi úr mjólk. ** Að sjálfsógðu er mögulegt að fá allt kalk sem likaminn þarf úr öðrum matvœlum en mjólkurmat en slíkt krefst nákvœmrar þekkingar á nœringarfrœði. Hór er miðað við neysluvenjur eins og þœr tíðkast í dag hór á landi. **' Margir sórfrœðingar telja nú að kalkþörf kvenna eftir tíðahvörf só mun meiri eða 1200-1500 mg á dag. **** Nýjustu staðlar fyrir RDS í Bandaríkjunum gera ráð fyrir 1200 til 1600 mg á dag fyrir þennan hóp. Mjólk inniheldur meira kalk en nœr allar aðrar fœðutegundir og auk þess B-vItamín, A-vítamín, kallum, magníum, zink og fleiri efni. Um 99% af kalkinu notar Ifkaminn til vaxtar og viðhalds beina og tanna. Tœplega 1 % er uppleyst I líkamsvökvum, holdvefjum og frumuhimnum, og er það nauðsynlegt m.a. týrir blóðstorknun, vöðvasamdrátt, hjartastarfsemi og taugaboð. Auk þess er kalkið hluti af ýmsum efnaskiptahvötum. Til þess að líkaminn geti nýtt kalkið þarf hann D-vítamín, sem hann fœr m.a. með sólböðum og úr ýmsum fœðutegundum, t.d. lýsi. Neysla annarra fœðutegunda en mjólkurmatar gefur sjaldnast meira en 300-400 mg á dag, en það er langt undir ráðlögðum dagskammti. Úr mjólkurmat fœst miklu meira kalk, t.d. 800 mg úr u.þ.b. þremur glösum af mjólk. Helstu heimildir: Bæklingurinn Kalk og beinþynning effr dr. Jón Óttar Ragnarsson og Nutrition and Physical Fitness, 11. útg. eftir Briggs og Calbway, Holt Reinhardt and Winston, 1984 J ji.% /fo DuiaaöU'íjóuc þegar vöxturinn er hraður* Unglingar verða að fá uppbyggilegt fœði vegna þess hve vöxtur þeirra er hraður á tiltölulega fáum árum. Par gegnir mjólkurneysla mikilvœgu hlutverki því án mjólkur, og kalksins sem f henni er, ná unglingamir síður fullri hœð og styrk. Komið hefur í Ijós að neysluvenjur unglinga fullnœgja sjaldnast lágmarks kalkþörf og er þeim því einkar hœtt við hinum alvarlegu afleiðingum kalkskorts síðar á œvinni. Sérstaklega eru stúlkur í hœttu því þeim er hœttara við beinþynningu og Mjólk í hvert mál hörgulsjúkdómum í kjölfar þameigna. Kalksnauðir megrunarkúrar og lélegt matarœði virðist einnig einkenna neysluvenjur stúlkna fremur en drengja. Fjögur mjólkurglös á dag innihalda lágmarkskalk- skammt fyrir unglinga og neysla undir því marki býður hœttunni heim. Pað er staðreynd sem unglingar og foreldrar þeirra œttu að festa f minni því þegar vöxturinn er hraður er hver dagur dýrmœtur. * Mjólk: Nýmjólk, léttmjólk, eða undanrenna. MJÓLKURDAGSNEFND á kútkmagakvöldi Lionsmanna á Akureyri Frá fréttaritara Tímans á Akureyri Haraldi Inga Það var hálfgerður prakkarasvip- ur á þeim norðlensku karlmönnum sem lögðu leið sína á hið árlega kút- magakvöld lionsmanna, sem haldið var í Sjallanum s.l. föstudagskvöld. Framundan voru fáeinir klukkutím- ar þar sem: „hinn forni íslenski karl- rembutaktur fengi virkilega að njóta sín“, eins og einn gestanna orðaði það. Annar sagði að þetta væri góð tilbreyting, „strákurinn í viðstödd- um fengi útrás á annan hátt en þegar konunar væru með“. „Við erum miklu frjálsari, og látum meira fjúka," sagði sá þriðji glottandi. Hóf þetta, sem eingöngu var ætlað karlmönnum, hófst kl. 19 með „kok- dilli“. Leikur íslendinga og Spán- verja var sýndur á breiðtjaldi í beinni útsendingu og að honum loknum skoraði veislustjórinn, Stefán Þor- láksson, á viðstadda að gera atlögu að langborði einu miklu sem hlaðið var ríflega 50 sjávarréttum. Belgdu menn sig þarna út af hákarli, hrognum, lifur, svartfugli og hinu fjölbreyttasta úrvali fiskmetis. Heiðursgestur kvöldsins var Helgi Seljan alþingismaður. Flutti hann gamanmál bæði í bundnu og óbundnu máli við frábærar undirtekt- ir. Af öðrum uppákomum má nefna uppboð, kveðskap „ýmiss konar" og söng. Athygli vakti að innan um alla karlmennina sat ein kona. Við nán- ari eftirgrennslan kom í ljós að kon- an heitir Dorthie Lyberth og er frá Grænlandi. Dorthie er stödd hér á landi til að kynna land sitt og þjóð, og þótti norðlenskum karlmönnum sök sér þótt hún sæti til borðs með þeim, þar sem vitað var að hún skildi ekki stakt orð í íslensku. Dorthie flutti ræðu á móðurmáli sínu, sem að sjálfsögðu enginn skildi, þótt einn viðstaddra snaraði mjög frjálslega yfir á íslensku. Um miðnætti var svo húsið opnað eiginkonum, og öðrum þeim er höfðu hug á að hreyfa útlimina eftir tónlist Skriðjöklanna fram eftir nóttu. Á kútkmagakvöldinu hjá norð- lensku Ijónunum voru rúmlega 50 tegundir af sjávarréttum allt frá rækjum upp í hval.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.