Tíminn - 16.03.1986, Page 4

Tíminn - 16.03.1986, Page 4
4 Tíminn Sunnudagur 16. mars 1986 Hrafn Gunnlaugsson: „Ætlum aö forðast þvottahúsa-realismann.“ Tfmamynd Sverrir Tristan og r Isold Hrafn Gunnlaugsson þegar farinn að undirbúa gerð nýrrar kvikmyndar. Karl Júlíusson hannar sviðsmynd og búninga Hrafn Gunnlaugsson og samstarfsmenn hans eru nú að hefja undirbúning að nýrri kvikmynd sem meðal ann- ars byggir á sögunni um Tristan og ísold. Nú þegar hafa sex erlend fyrirtæki lýst yfir áhugasínum að taka þátt í gerð myndarinnar og fjármögnun hennar þar á meðal EMI, sænska kvikmyndastofnunin, Viking film og Ab Film Teknik. Forvinna „Það er enn engan veginn búið að ganga frá hvaða fyrirtæki koma til með að vinna með okkur og í raun- inni hcfur endanleg ákvörðun um gerð myndarinnar ekki enn verið tekin. Það sem við erum að gera er að forvinna verkið, setja fram hug- myndir sem síðan cr liægt að nota sem grundvöll að sjálfri kvikmynda- gerðinni," sagði Hrafn Gunnlaugs- son þegar Tíminn innti hann eftir þessu vcrkefni. Nýjasta kvikmynd Hrafns, „Skækjan og böðullinn" er smám saman að sjá dagsins ljós og eru klippingar vel á veg komnar. „Eftir að hafa rætt.við Karl Júl- íusson scm unnið hefur með mér síð- ustu tvær myndirnar ákváðum við að hrinda undirbúningsvinnunni af stað en hún lendir rcyndar mikið á honum. Ég legg fram grunnhug- myndina og síðan hefur hann sínar frjálsu listamannshendur til að hanna búninga og alla umgjörð verksins. Hann sýndi það í þessari sænsku mynd sem nú er að verða til að hann er vandanum vaxinn en þar hannaði hann og saumaði alla þá búninga sem notaðir voru." Enn aðeins hugmynd Hrafn segir það óskadrauminn að geta fengið íslenska aðila til að fjár- magna myndina að hálfu á móti ein- hverjum hinna erlendu aðila sem til- búnir eru í slaginn. Við bíðum einnig eftir því hvernig Kvikmyndasjóður tekur í málið. Þessi kvikmynd er því enn aðeins hugmynd." Við spurðum Hrafn hvort hér væri um að ræða einhvers konar framhald af kvikmyndinni Hrafninn flýgur. „Það má segja að hún tengist henni. Frásagnartæknin er ekki ólík eins og ég sé hana fyrir mér á þessu stigi. Miglangar til aðstílfæraákveð- inn tíma sögu okkar í lit og formi og gefa honum þann styrk sem hug- myndaflugið hefur. Það cr líka nauö- synlegt að komast út úr þvottahúsa- realismanum sem einkennt hcfur ís- lenskar niyndir frá þessu timabili og færa sig yfir í póesíuna." Hvað áttu við með þvottahúsarealisma? „Jú það er einskonar hefðbundið íslenskt göngulag t' vaðmáli. Ég vildi gjarnan brjóta þetta upp og fá menn til að rétta úr bakinu þegar það á við. Var það ekki Steinn Steinarr sem sagði citthvað á þá leið aö álútir skulu menn ganga, Itoknir í hnjánum og horfa með festu á íslenska jörð. Ef af þessari þvikmynd verður þá ætlum við að reyna að forðast þetta göngulag. í alvöru talað þá væri gaman að reyna að ná þessum hráa. skemmti- lega raunveruleika sem einkennir miðaldir í sögu okkar. Að búa til ntynd sem endurspeglar hann en um leið að færa hann ofurlítið í stílinn." Heillandi verkefni Eins og fyrr segir hefur Karl Júl- íusson þegar hafið vinnu við að móta búninga og umgjörð myndarinnar. Að vísu er flest af því enn á teikni- borðinu. Það er greinilcgt að Kalli Júl, eins og hann er kallaður, er í ess- inu sínu þegar við förum að ræða um búninga og forna lifnaðarhætti. Karl er búinn að hafa Ieðursmíði og saum að atvinnu sinni síðastliðin 17 árogeröllum hnútum kunnugurí þessu ævaforna handbragði. „Það má segja að það sé umgjörð verksins sem ég er að fást við að skapa og það er heillandi verkefni. Ég er búinn að skoða á undanförn- um árum það helsta sem vitað er um búninga til forna og það er Ijóst að hvað þá snertir hafa mennirnir ekki breyst svo mikið. Við höfum alla tíð vcynt að leggja okkur fram við að ganga eins vel til fara og við höfum getad og haft efni á. Mikið var lagt upp úr því til dæmis að búningar hermanna mögnuðu upp styrk þeirra og kraft. Og svo hefur reyndar vcrið til skamms tíma. Föt manna hafa líka alltaf endur- speglað fjárhag þeirra og þannig mætti lengi telja. Það liggur beinast við að nota mik- ið leður enda öruggt að það hefur í gegnum tíðina verið eitt sterkasta efnið sem menn höfðu tiltækt bæði í skó og fatnað. Fornleifafundur í Norður-Evrópu og á Norðurlöndun- um benda til þess að fatnaður hafi verið vandaður ekki síður en annað sem forfeður okkar fengust við að búa til. Það er þó ekki ætlunin að fylgja eftir í smæstu atriðum því sem var heldur verður myndin fantasía innan ákveðins ramma. Ég hef líka verið að skoða vopn og verjur og leggja fram hugmyndir að smíði þeirra auk skartgripa og alls þess sem við þarf að hafa," sagði Karl að lokum. Ef ákveðið verður að ráðast í þetta verkefni munu tökur ekki hefjast fyrr cn á seinni hluta næsta árs og að öllum líkindum mun Toný Fossberg sjá um kvikmyndun en Hrafn leik- stýra verkinu. Kostnaðarhliðin er að sjálfsögðu óþekkt stærð enn sem komið er en ætla má að myndin kosti ekki undir 40 milljónum króna. 1 ll MLX» v :3 101 K' % i f*r Wm nkivi |;4 Karl Júlíusson á vinnustofu sinni þar sem fyrstu búningarnir eru að líta dagsins IjÓS. Tímamynd Árni Bjarna

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.