Tíminn - 16.03.1986, Page 9
varir að einhver þarf á þessu að
halda. Þá er gott að eiga þetta til.
Ég hef oft hugsað um að það sé
skrýtið að svo mikið af silfur og gull-
búnaði skuli hafa verið borið meðal
þjóðar sem öldum saman var svo fá-
tæk eins og fslendingar. Ég held að
þetta hafi verið stöðutákn, eins og nú
er sagt. - að gildustu bændur og emb-
ættismenn hafi látið konur sínar bera
sem mest af silfri til þess að sýna
styrka þjóðfélagsstöðu sína. Silfrið
var oft áður miklu meira en nú
þekkist, svo sem silfurfestaryfiraxlir
og slíkt."
Pú hefur auðheyrilega ekki
áhyggjur af því að búningurinn ís-
lenski falli ígleymskunnar dá?
„Nei, það held ég að sé ástæðu-
laust. Þetta hefur að vísu gengiö í
bylgjum eins og ég sagði, en ég held
að áhuginn sé orðinn það rótfastur
að þetta muni aldrei deyja út.
Það er gaman að sjá þegar ýmsir
skólar halda sína peysufatadaga og
ungu stúlkurnar klæðast búningn-
um. En þó er sá ljóður á að ég held
að það vanti meiri þekkingu á þessu
meðal þeirra. Ég vil að skólarnir bæti
sjálfir úr því og þeir gætu þá leitað til
okkar í Þjóðdansafélaginu um
aðstoð. Við höfum stundum gert
það. Nemendur halda oft að búning-
urinn sé einhvers konar grímubún-
ingur sem helst eigi heirna á uppá-
komurn. Það er langt frá því.
Ungu stúlkurnar þurfa að læra að
nota við hann viðeigandi sokka, skó
og annað og þekkja þennan sígilda
búnað. Ein hafði fengið lánaðan
búning hjá frænku og hafði týnt af
honum helmingi af krókapörum,
þegar hún skilaði honum aftur. Hún
vissi ekkert af því að þetta hafði gerst
og sagði að tvinninn sem festi þcnn-
an helming sem eftir var hefði
„ryðgað" í sundur. Ekki dámaði mér
að heyra slíka þekkingu á búningi
formæðranna. Það er að vísu rétt að
nú eru ömmurnar orðnar svo ungar
að þær þekkja þetta fæstar vel. En úr
því má bæta með viðeigandi fræðslu
og það hcld ég að sé skylda okkar og
sómi að gera.“
Slípibekkurinn sá arna
er meira en hundrað
ára gamall og gegnir
enn sinu hlutverki.
(Tima-mynd Róbert)
Sunnudagur 16. mars 1986
Dóra Jónsdóttir með sveinsstykkið
sitt. Þetta er höfuðspöng á íslenska
skautbúninginn, unnin með
svonefndu loftverki.
(Tíma-mynd Sverrir)
Tíminn 9
sveigð í rétt form. Þessa spöng á að
bera við skautbúning. Nei, ekki á eg
nú skautbúning sjálf, hann er ákaf-
lega dýr og miklar balderingar á
treyju og skatteringar á pilsinu. Loks
fylgir honum stokkabelti, vanalega
með sprota. Ég man að við konungs-
heimsóknina 1921 tóku íslenskar
konur sig til og gáfu Alexandrínu
drottningu skautbúning. Það var
Árni Björnsson sem sá um silfrið og
smíðaði spöngina, meistari pabba,
Jónatan mun hafa aðstoðað hann,
gert stokkabeltið. Þá var pabbi að
læra og mun hafa gert hnappa og
annað. Nú kostar stokkabelti um 70
þúsund og ég gæti trúað að spöng
eins og þessi kostaði annað eins.“
Þetta hlýtur að vera seinleg
vinna ?„
„Já, þetta er mikið nostur. Fyrst er
formið gert úr þessunt breiðari vír
sem kallast höfuðbeygjur og þá tek-
ur næst við að raða mjóu vírbeygjun-
um innan í þær. Mjói vírinn er fyrst
valsaður í sérstakri vél og gerðar í
hann þessar fínu skorur, til þess að ná
réttri áferð. Vegna þess hve þetta
krefst mikillar yfirlegu, þá reyni ég
að safna í nokkuð stóra pöntun áður
en ég hefst handa.“
Áhuginn hefur ekki minnkað við
það að þú ert félagi í Þjóðdansafé-
laginu?
„Já, ég er í Þjóðdansafélaginu og
hef lengi verið í búninganefnd þess.
Við reynum að veita upplýsingar um
búninga og störfum í upplýsingamið-
stöð sem Islenskur heimilisiðnaður á
líka aðild að. Þar hafa verið haldin
námskeið nokkrum sinnum á ári, til
þess að létta þeim róðurinn sem
sjálfir vilja sauma búninga, með
kennslu í balderingum og öðru. Sam-
starfsnefndin okkar hefur nú látið
gera videospólu um þjóðbúninga,
þar sem tekinn er fyrir skautbúning-
ur, peysuföt, kyrtill og upphlutur og
við höfum fengið Námsgagnastofn-
un til þess að dreifa þessu. Við í
Þjóðdansafélaginu höfum líka
stundum verið beðin um að koma út
á land með búningasýningar og þeim
hefur verið ágætlega tekið.“
Er ekki dálftið dýrt að koma sér
þessu upp?
„Já, það er nokkuð dýrt og stund-
um verður maður var við það að fólk
sem hefur áhuga hugsar með sér að
þrátt fyrir allt séu tækifærin svo fá til
að bera búninginn að það taki þessu
ekki. En ég held að oft megi skapa
sér tækifæri, því búningurinn á vel
við í brúðkaupum og afmælum og
ekki síst ef farið er erlendis. Þá er
það einmitt mjög vinsælt að vera í
þjóðbúningnum.
Ef maður ætlar erlendis og veit
ekki með vissu hvaða klæðnaður á
best við, þá er alveg hægt að treysta á
búninginn og hann gengur alltaf.
Stundum er óskað eftir því sérstak-
lega að maður sé í honum. Ég varð
vör við það þegar ég var á lýðháskóla
í Svíþjóð og síðar á skóla í mínu fagi
í Þýskalandi að það mæltist mjög vel
fyrir að klæðast búningnum við há-
tíðleg tækifæri.“
Nú hefur áhuginn aukist á sögu ís-
lenskra búninga síðustu ár?
„Já, ég get nefnt sjálfa mig sem
dæmi. Ég ætlaði að fara að kynna
mér þessa hluti og hélt mig nú vita
ansi margt, en það reyndist takmark-
að þegar til kom. Brunnurinn er
nefnilega ótrúlega djúpur, get ég
sagt þér. Það er Elsa Guðjónsson á
Þjóðminjasafni sem mest hefur
kynnt sér þetta og þangað til hennar
höfum við sótt margan fróðleik.
Eins og flestir munu vita var það
Sigurður Guðmundsson, málari,
sem hannaði íslenska búninginn í nú-
verandi mynd, en það var eftir að
hann kom frá námi upp úr 1860.
Hann kom auga á hve búningurinn
var orðinn ósamstæður og farinn að
týna föstum einkennum. Þetta var á
þeim tíma þegar húsakynnin voru að
breytast í landinu til hins betra og
það kallaði á nýjan klæðaburð og
Sigurður og fleiri vildu ekki að
„danski búningurinn" svonefndi yrði
einráður. Því fékk hann ýmsar konur
til liðs við sig við að gera fallegan há-
tíðabúning. Áður hafði verið upp-
hlutsbolur eða kot undir treyjunni,
sem var styttri. Hann bjó til úr þessu
eina treyju og fyrir vikið varð bún-
ingurinn þægilegri. Hann var
svartur, enda svart tíska þess tíma.
Áður höfðu litirnir verið fleiri, pils
dökkblá eða græn á gamla faldbún-
ingnum. Skautbúningurinn þótti of há-
tíðlegur til þess að nota mætti hann
sem almennan hátíðarklæðnað og
því hannaði Sigurður kyrtilinn, sem
var með sama höfuðbúnaði, og hann
var jafnan einlitur. Bún-
ingur Sigurðar komst í gagnið fyrir
þjóðhátíðina 1874 og það var rnjög
mikilsvert."
En nú hefur áhugi líka aukist á
öðrum búningum?
„Þegar Þjóðdansafélagið fór til út-
landa hér fyrr á árum voru karl-
mennirnir aðeins í dökkum buxum,
hvítum skyrtum og með þverslaufu,
því það var enginn búningur til
handa þeim. Þetta olli einu sinni mis-
skilningi. Það átti að fara að sýna
í Noregi og þá átti að
banna herrunum að fara inn á dans-
gólfið, því þeir voru ekki í búning.
Þetta varð til þess að farið var að
leita að karlmannabúningi og þá
kom í Ijós að hann hafði ekki verið
notaður í hundrað ár. Loks tókst
samt að finna hann og sauma, en þá
varð ljóst að kvenbúningurinn pass-
aði ekki við hann, svo það varð að
finna kvenbúninga frá sama tíma.
Þessi leit öll hefur orðið til þess að
auka fjölbreytnina í búningunum."
Er ekki mikið til af búningasilfri í
landinu frá fyrri tíð?
„Jú, það er einmitt mjög mikið og
enginn veit hvað liggur niðri í skúff-
um og hirslum hjá fólki af þessu, sem
ekkert er notað. Það kemur stundum
til mín fólk og vill sýna mér ýmsa
hluti og fá mig til þess að verðleggja
þetta. Ég get oft ekki mikið fyrir fólk
gert. En ég segi því stundum að þótt
enginn í fjölskyldunni vilji nota sér
þetta núna, þá geti það gerst fyrr en