Tíminn - 16.03.1986, Page 15

Tíminn - 16.03.1986, Page 15
14Tíminn Sunnudagur 16. mars 1986 Sandinistastjórnin berst fyrir lífi sínu, kurr er í almenningi og efnahagurinn verri en á dögum Somoza Hlið eru skreytt með nýjum pálmagreinum, fánar blakta og það heyrist kurteislegt klapp. Byltingarleiðtoginn fær sér sæti við gamalt borð. Hann er Daniel Ortega, klæddur hermannaskóm og í olívugrænum ein- kennisbúningi. Hjá honum er Sergio Ramirez, varaforseti, klæddur léttri sumartreyju og ýmsir ráðgjafar úr ráðuneytunum. Þeir eru komnir í heimsokn á sunnudagsmorgni til þorpsins Ticuantepe í samyrkjubúið „Borgonia.“ Fundi scm þennan kalla sandinist- ar að „ganga fram á gígbarm cld- fjallsins." Þcir hafa hundrað sinnum orðið að hlusta á söniu kvartanirnar hjá bændunum. „Enn höfum við ckkcrt rafmagn," scgircinn. „Hcfð- um við rafstraum mætti framlciða miklu mcira." Svar: „Já, það vitum við. Allir vilja rafmagn. En við gctum ckki gcrt öllum til hæfis í cinu.“ „Við höt'um grafið brunn," scgir annar." Nú þurfum við að fá dælu. Hví fáum viö hana ckki?" Svar: „Við cigum ckki nógu margar. Allt þarf að borgast. Við vonumst cftir hjálp frá vinvcittum þjóðum." „Við pöntuðum vörubíl fyrir sjö mánuðum," scgir talsmaður banana- ekruflokksins. „Ef viö fáum hann ckki má eins vcl loka geymslunum" Svar: „Góða fólk, bíllinn cr í toll- gcymslunni. En þctta er satt, þaö má ckki lengur svo til ganga." Að cnd- ingu segir Danicl Ortega: „Við ber- um ábyrgð á fátækum. En byltingin getur ekki rutt öllum vanda úr vcgi samtímis." Nú er þjóðsöngurinn sunginn. En sá scm stjórnar vígorð- unum, sem hrópuð eru i kvcðjuskyni við leiðtogana, fær dræmar undir- tektir. Þctta er sjöunda magra árið á ferli byltingarinnar. Þarsem enga sápu cr að fá. þvo konurnar úr sápulút, scm þær sjóða saman úr svínafeiti og ösku. í borgunum, þar scm flutn- ingatæki vantar, birtast æ tlciri asna- kerrur. í verksmiðjunum búa vcrka- mennirnir til varahluti úr járna- drasli. „Hungrið mun ekki knýja okkur til uppgjafar," segir varnar- málaráðherrann, Humberto Ortcga, scm er bróðir byltingarforingjans Daniels. Ekki vckja þessi orð von um sjö feit ár framundan. Byltingin í Nicaragua bcrst fyrir lífi sínu. Hægri sinnaðir skæruliðar, „Contras", scm njóta fjárstuðnings frá Bandaríkjamönnum, ylja bylt- ingarmönnum undir uggum. Þcir hafa að vísu litla von um sigur, aðeins tólf þúsund talsins á móti 120 þúsund manna hcr og sjálfboðalið- um stjórnarinnar, sem er stærsti hcr í Mið-Ameríku. En þeir gera sand- inistum marga skráveifu, vekja óör- yggi og trufla uppskerustörfin. Þeirra vcgna verða sandinistar líka seglunum. Hugmyndirnar um nýtt þjóðfélag eru svo ruglingslegar og þvcrsagnafullar að menn þora varla að ræða það efni innan sjálfrar stjórnarklíkunnar. Sósíalismi af kúbönsku gerðinni? “„Demokratur" í mexikanska stílnum? Eða eitthvað alveg nýtt? Árum saman hafa þessir „Com- mandantes" í níu manna júntunni rætt um „blandað hagkerfi." En hvað og hve mikið á að eftirláta einkarekstrinum koma menn sér ckki saman um. Meðan svo er þorir enginn að fjárfesta í landinu. Það ríkir of mikil tortryggni milli þeirra sem auðinum ráða erlendis og bylt- ingarsinna, til að þeir fyrrnefndu gangi fram fyrir skjöldu og láta Bandaríkin fella niður viðskipta- hömlurnar. Forseti verktakasam- bandsins, Enrique Bolanos, kreppir hnefann, þegar hann heyrir á aö verja helmingi þjóðartcknanna til landvarna. Viðskiptabann Bandaríkjanna, scm Rcagan lýsti yfir 1985, hcfur bakað stjórninni mikil vandræði. Það vantar lyf í sjúkrahúsin og varahluti í verksmiðjur. Kjöt og bananar scm áður var nær eingöngu flutt út til Bandaríkjanna cr nú crfitt aö losna viö, ncma hclst um langa vcgu, eins og til Kanada og Evrópu fyrir minna vcrð. Ríkisflugfélagið, „Acronica," hcfur nú misst hclstu tekjulind sína, scm var lciðin milli Managua og Miami. Austantjaldslöndin rcyna að vísu að hrcssa upp á ástandið en þau greiða ckki með peningum, hcldur mcð vélum, matvælum og vopnum. Varla nokkur maður rciknar í alvöru mcð innrás frá Bandaríkjun- um. Washington lcgði varla í að hrekja tugi þúsunda sandinista út í skæruliðabaráttu á ný og fá almcnn- ingsálit um heim allan á móti sér. En andófiö frá Bandaríkjunum bersinn ávöxt. Alþjóðabankinn og þróunar- banki S-Amcríkuríkjá hafa skrúfað fyrir lánveitingar vegna slíks þrýstings. Byltingin hcfur misst vindinn úr Sunnudagur 16. mars 1986 Tíminn 15 „blandað hagkerfi" minnst. „Viljið þið veðja á þann sckk, án þess að vita hvert innihaldið er?" Svipþungir verða sandinistar að fylgjast með hvernig byltingin stcfnir cfnahagslega í verstu ógöngur. Þeir hafa komið ólæsi niður fyrir 25%. Þeir hafa komið á almennri heilsu- gæslu. Þeir hafa fengið fjölda bænda eigið land. En tölurnar í áætlana- ráðuneytinu sýna skelfilegt hrap í efnahagslífinu frá því eftir daga Somoza einræðisherra í júlí 1979. Frá 1978 til þcssa dags hefur verð- mæti þjóðarframleiðslu á mann fall- ið úr jafnvirði 850 dollara í 430 á ári. Innflutningstekjur hafa fallið úr 646 milljónum dollara í 371. Kaupgeta þegnanna er komin niður í það sem hún var 1962. Erlendar skuldir hafa aukist úr 1.6 milljörðum dollara í fimm milljarða. Um miðjan október sl. höfðu sandinistar nærri því misst stjórnina á verkalýðsfélögunum. Þegar deilt var um 13. mánaðar launauppbót hleyptu maóistar af stað verkfalla- bylgju, sem ætlaði að breiðast út um allt. Nú þrengdi því ekki aðeins að stjórninni frá hægri, heldur líka frá vinstri. „Við getum ekki látið líðast að þjóðfjandsamleg öfl noti sér veika bletti til þess að koma höggi á byltinguna, sem á í vök að verjast utan frá," sagði innanríkisráðherr- ann, Tomas Borge. Þegar bann var lagt við verkfallinu og mannréttindi skert á ýmsa lund, kostaði það sandinista víða samúð. Heima fyrir gripu þeir til ráðstafana sem gengu í berhögg við lýðræði og meirihlutavilja. Erik Ramirez, formaður kristi- legra sósíaldemókrata, var sóttur á heimili sitt af mönnum með vélbyss- ur og fluttur í stöðvar öryggislögregl- unnar. Þar var hann rækilega yfir- heyrður, mæld þyngd hans og hæð og tekin fingraför. „Herforingi sat á bak við borð." sagði Ramirez," og ég varð að standa kviknakinn frammi fyrir honum. Ég var settur í fangabúning og læstur inni í klcfa, þar sem ég mátti ckkert hljóð gefa frá mér. Ég mátti ekki berja á dyrnar og hverri spurningu varð ég að svara, „Já, herforingi" eða „Nei, herforingi." Yfirmaður öryggismála, Lenin Cerna og staðgengill hans Oscar Loza, ásökuðu hann við yfirheyrsl- urnar fyrir leynimakk við Banda- ríkjastjórn og CIA, áður en hann 4ékk að fara hcim. Gagnrýni á byltinguna er höf- uðsynd í augum sandinista, stuðn- ingur við „Contras" og CIA. Því heyrist engin gagnrýni í útvarpi í landinu. né í blöðum. Þó má greina enn nokkra fjölbreytni þegar um erlendar fréttir er að ræða. En þegar að Nicaragua kemur er fréttaflutn- ingurinn jafn einhliða og í llokks- málgögnum A-Evrópuríkja. Ritstjórn stjórnarandstöðublaðs- ins „La Prensa" gefur út veggblað með öllum þeim fréttaskrifum sem í nóvemberlok reyndu „Contras" að hertaka borgina Santo Domingo, sem er 160 kílómetra frá höfuðborginni. 41 af skæruliðunum féll. Þótt manngrúinn hossi foringjum sandinista á áróðursfundum, hafa þeir við nóga mæðu að kljást. Helmingur þjóðarteknanna fer til varnarmála, vegna skæru- liðastarfsemi „Contras" og efna- hagslegt hrun blasir við eftir sex ára valdaferil. ritskoðunin hefur tekið út úr blað- inu. í garði sem er að húsabaki má lesa margt sem sandinistar kæra sig ekki um að almenningur viti. t.d. að Nicaragua tekst ekki að standa í skilum við erlenda lánardrottna og að blöð í Evrópu og stjórnmálaflokkar hafa gagnrýnt stjórnina fyrir mann- réttindabrot. Einnig að tveir ungir menn hafa horfið og ekkert hcfur til þeirra spurst. Ekki má birta fregnir af þingi frjálslyndra æskulýssamtaka í S-Ameríku né þá ákvörðun við- skiptaráðuneytisins að leyfa sölu á dýrafitu, vegna skorts á matarolíu. „Eftir að lýst var yfir neyðarástandi, hefur oft komið fyrir að áttatíu prósentum efnis blaðsins hafi verið kippt út,“ segir ritstjóri „La Prensa", Horacio Ruiz. Það er aðeins einn maður í Nicar- agua sem sandinistar óttast alvar- 'lega. Mynd hans má líta á veggjum og á hurðum og þegar hann ferðast um landið streyma að þúsundir manna til þess að sjá hann. Eftir því sem harðar er gengið fram gegn stjórnarandstöðunni, því meiri verð- ur hættan á að sandinistar geri Miguel Obando y Bravo að píslar- votti. „Kristur í gær, Kristur í dag, Kristur á morgun," er skrifað undir myndir af honum. „Þeir nota Krist sem verkfæri í andbyltingarstarfsem- inni," segir Borge innanríkisráð- herra. Sex ára byltingarstjórn í erki- kaþólsku landi hefur styrkt kirkjuna og embættismenn hennar. Obando y Bravo sem vill efna til þjóðarráð- stefnu með þátttöku „Contras" var gerður að kardinála 1985, sá eini í Mið-Ameríku. Hann er tignaður ekki aðeins af bændum, hcldur líka af jarðeigendum, verktökum og millistétt, - fólki sem áður gerði sér ekki títt um kirkjuleg málefni. Allir flykkjast um hann, eins og hann sé hinsta vörnin gegn kommúnisman- um, sem menn sjá mjakast yfir landið. „Marx-leninisminn crtegund af trúarbrögðum," segir forseti verktakasambandsins, Bolanos. „Það verður ekki barist gegn honum nema með cðrum trúarbrögðum." í Ocotal hafa bændur stráð sagi og laufguðum greinum á stiginn sem liggur að kirkjudyrunum. Þangað streyma menn með Ijómandi augu í hrukkóttu og dökku andliti, klæddir kagbættum lörfum og í botnlausum skófatnaði. Margir hafa farið margra klukkustunda veg yfir fjalllendi, til þess að sjá kardinálann. Prestarnir hafa gert samkomulag við embættis- menn sandinista um að engin hyll- ingarhróp né „Viva" köll eigi sér stað úti fyrir kirkjunum, en þau glymja þess hærra við altarið. Kardinálinn segir ekkert sem líta má á sem pólitísk ummæli. En Biblían inniheldur margar ritningar- greinarsem skilja mápólitískt. Pred- ikanir Obando y Bravo eru því víða mjög tvíræðar í orðalagi og allir vita hvað hann er að fara. „Það er skylda okkar að útbreiða trúna, “ og verja hana," hrópar hann í Ocotal. „Án ljóss Krists verður ekki hægt að búa til þjóðfélag sem er hóti réttlátara, manneskjulegra eða kærleiksrík- ara." Loks er sungið lag sem hálf- partinn er bannað að syngja: „Ég trúi að allt muni breytast..." Dagblaðið „La Prensa" hugðis daginn eftir segja frá samkomunni undir fyrirsögninni „Kardinálinn fordæmir valdbrcitingu." En rit- skoðunin strikar út allar vafasamar tilvitnanir í ræðuna og fyrirsögnin hljóðar á endanum: „Hjartans friður og ánægja í Ocotal." Útvarpsstöðin „Radio Catolica" verður að senda spóluna með upp- töku af samkomunni til „Stjórnar tjölmiðlunar" í innanríkisráðuneyt- inu. Það átti að scnda þetta út á töstudegi. En útsendingin er bönnuð. Daniel Ortega á tali við tvær smástelpur. Obando y Bravo er sá mótstöðumaður sandinista, sem þeim er einna mestur þyrnir í augum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.