Tíminn - 16.03.1986, Side 20
20 Tíminn Sunnudagur 16. mars 1986
listatlminn-listatxminn-listatímí
Bernsku-og unglingsár
Pablo Ruiz Picusso var fæddur í
Malaga 25. október 1881, sonur José
Ruiz Balsco listmálara og eiginkonu
hans, Maríu Picasso Lopez, Pau
voru bæði að miklu lcyti af andalús-
iskum stofni, þótt ættir þeirra
grcindust víðar, en um þær het'ur all-
margt verið til tínt. í beinan karllegg
rakti faðir hans ætt sína fram á miðja
16. öld, til riddara Juan dc Leon,
sem bjó í grennd við Valladolid, en
ættarnafnið Ruiz mun hafa verið tek-
ið úr kvenlegg á 17. öld. Langafi Pic-
asso, Jose Ruiz de Fuentes settis að í
Malaga . Sonur hans, Diego Ruiz de
Almoguera hanskagerðarmaður,
átti Maríu de la Paz Blasce y Eche-
varria, sem mun hafa verið af baskn-
eskum ættum. Áttu þau ellefu börn.
Elsti sonur þeirra, Diego, starfaði í
utanríkisþjónustunni, annar Pablo
varð doktor í guðfræði og prestur við
dómkirkjuna í Malaga, og enn
annar, Salvador, varð læknir. Sá
fjórði og yngsti, Jose, naut stuðnings
bróður síns dómkirkjuprestsins til
listmálaranáms.
Móðurfaðir Pablo hét Francisco
Picasso. Gekk hann um skeið á skóla
á Englandi, en gekk í þjónusfu ný-
lendustjórnarinnar á Kúbu, þar sem
hann mun hafa látist úr gulusótt
1883. Faðir Francisco þessa mun
hafa verið fæddur á Italíu, í þorpi við
ReccoígrenndviðGenúa. Þessertil
getið, að hann hafi verið í ætt við
málarann Matteo Picasso (f. 1794 í
Recco), sem gat sér orð fyrir andlits-
myndir, en sönnur hafa ekki verið á
það færðar.
Að frænda ráði stóð til, að Jose
t á ***.' 7 i **■* /" ■ *
á f!*<*tA7**.* ý
/4-
l* *• j' /ít**t«*.«*
> 4J{»*** i
I
6. „Myndabréf", Pablo (Ruiz Picasso).
Ruizgengi aðeigafrænku Maríu Pic-
asso, en hann felldi til hennar hug,
og eftir nokkurt þóf var fallist á þann
ráðahag. María var lítil og snör og
með hrafnsvart hár. en Jose var í
hærra lagi, rauðbirkinn og hægur í
fasi. íbúð fengu þau á leigu í hvít-
kölkuðu sambýlishúsi við Plaza de la
Mercea, sem var í eigu de lgnato
markgreifa, góðkunns listunnanda
en af Jose Ruiz tók hann stundum
málverk upp í leigu. Pablo var frum-
buröur þeirra hjóna. Yfirsetukonan,
sem á móti honum tók, sá ekki með
honum lífsmark og lagði á borð, en
gaf sig alla að móður hans. Föður-
bróðir hans, Salvador læknir, sem
viðstaddur var, greip hann á loft og
kom honum til að draga andann.
Margsinnis heyrði drengurinn frá
þessu sagt í bernsku. Hann var heit-
inn eftir dómkirkjuprestinum, föður-
bróður sínum, sem lést stuttu eftir
fæðingu hans. Varðveittar hafa verið
nokkrar frásagnir frá uppvexti hans.
I desember 1884 varð snarpur jarð-
skjálfti í Malaga. José hljóp heim til
konu sinnar, sem komin var langt á
leið með annað barn sitt, og fór með
hana og Pablo heim til vinar síns,
Antonio Munoz Degrain. sem í
í tilefni af sýn-
ingu á verkum
Picasso á kom-
andi Listahátíð
hefurHaraldur Jó-
hannesson sett
saman nokkrar
greinar um þenn-
an merka málara.
Hér birtist sú
fyrsta, en síðan
munu fleiri birtast
með reglulegu
millibili fram að
hátíð.
rammlegu húsi bjó. Þar ól María
meybarn, Lolu. Munoz var lands-
kunnur málari, og hanga sögulegar
myndir hans enn uppi á söfnum í
Andalúsíu. Hins vegar nutu málverk
Jóse Ruiz ekki vinsælda, þótt hann
hefði vald á spænskum raunsæisstíl.
Skömmu eftir að hann gekk í hjóna-
band varð hann þess vegna kennari
við SanTelmo handíðaskólann og
umsjónarmaður með borgarlista-
safninu, sem var í ráðhúsinu.
Bernskuár Pablo í Malaga urðu
honum hugstæð. Plaza de la Merced
stendur við gamla borgarhliðið á
veginum til Granada og allmiklu
hærra en höfnin. Á torginu var garð-
ur með trjám og blómum, og á því
miðju stóð minnisvarði um fallna í
tveimur uppreisnum fyrr á öldinni
gegn einræði krúnunnar. Þar í kring
átti fátækt fólk heima. Skelsúpa var
helsta viðurværi þess, og hlaut hverf-
ið af því viðurnefni, „að súpa og
sötra", (chupa y tira). Eftir að allur
fiskur hafði verið soginn úr skeljun-
um. var þeim fleygt út um gluggann
og lágu þær á víð og dreif fyrir fótum