Tíminn - 16.03.1986, Side 21

Tíminn - 16.03.1986, Side 21
Sunnudagur 16. mars 1986 nn-lists mann.a. Síðar á ævinni minntist Pablo galsafenginnar gamansemi Malagabúa, dálætis þeirra á helgi- göngum í dymbilviku, eintyrndu dómkirkjunnar, „Manco", sem gnæfði við himin, (en við annan turn hennar hafði ekki verið lokið). Andstæður í umhverfinu urðu hon- um líka minnisstæðar, frjósöm slétta gegnt nökturn klettum, bjart sólskin- ið gegnt skuggsælu híbýla, höfgt loft í hverfinu gegnt sætum angan suð- rænna blóma, ryk og frjókorn af jörðu gegnt ferskum andvara af hafi. Og sjónminningar hans frá bænum voru glöggar. A efri árum lýsti hann vendilega fyrir ævisagnaritara sínum, Roland Penrose. Victoria- kirkjunni að innan. Á sumrin var nautaat í Malaga flesta sunnudaga, og óðar og Pablo gat farið ferða sinna, hafði faðir hans hann með sér á leikvanginn. En nautaat er Spánverjum meira en íþrótt. í því sjá þeir átökin í tilverunni. Annars vegar hug og leikni nauta- banans, hins vegar afl ogofsa bolans, hvort eð þeir í hita leiksins líta nautabanann í skarti stnu sem fórn- argoð langt aftan úr forneskju Mið- jarðarhafslanda. Og af nautaati er elsta varðveitta niynd P. Ruiz Pic- asso, máluð á tré 1899 eða 1890, er liann var 8 ára gamall. (Mynd 1). Pablo sagðist hafa fengið blýant í hendur, áður en liann lærði að tala. Sá faðir hans snemma, að honum hafði verið gefin auga og hönd lista- manns, og sagði honum til. Dúfur teiknuðu þeir efst, og minntist Pablo síðar stórs málverks föður síns „af milljónum dúfna," en Jose Ruiz mun hafa málað allnofckrar myndir af dúfuni. (Mynd 2). Stundum rissuðu þeir dúfur upp, klipptu út og báru við myndflötinn til að sjá, hvar þær nytu sín best. Og þegar Pablo stálpaðist lauk hann við smáatriði á málverk- um föðursíns, ogeitt sinn skarJose Ruiz fætur af dúfu, og festi á borð fyrir framan hann. Sumarið 1891 réðst Jose Ruiz myndlistarkennari til menntaskóla í Coruna, Instituto da Guarda. Þang- að fluttust þau hjónin um haustið með börn sín, en auk Pablo og Lolu áttu þau þá þriggja ára telpu, Conc- epcion, ljósa yfirlitum. En þessa yngri telpu sína misstu þau ári síðar, og munu af þeim sökum ekki hafa fest yndi í Coruna. íbúð leigðu þau í Calle Payo Gomez, örskot frá Instit- uto da Guarda. Þegar á öðru ári þeirra þar var Pablo leyft að fara í kennslustofu föður síns og að teikna þar ásamt nemendum skólans af- steypur frægra höggmynda og lík- amshluta, einsogsiðurvar. Sýna þær teikningar leikni hans og glögg- skyggni. (Mynd 3) Hann lærði líka að fara með vatnsliti og olíuliti og fór fljótt að mála fólk. (Oftsat Lolasyst- ir hans fyrir). Nokkrar þessara mannamynda hafa verið teknar upp í bækur með málverkum hans. Á þeim eru pensilför greinileg og and- stæður Ijóss og skugga sterkar. Ein þeirra, af berfættri stúlku (mynd 4), þykir bera svip af Zurbaran. En snemma beygist krókurinn og fætur stúlkunnar eru stórir, jafnvel þótt ekki styngi í augu. í ströngum raun- sæisstíl er „Maður með húfu,“ sem sagt er vera af betlara. (Mynd 5). Pablo lauk ekki við málverk sitt af einum vina föðursíns. Ramon Perez Costales, sem síðar varð ráðherra í fyrstu lýðveldisstjórn Spánar, en „af myndstriganum stafar persónuleiki gamla stjórnmálamannsins með hrokkna yfirvaraskeggið. greind hans og kímni.“ (Penrose, Picasso, bls 33). Jose Ruiz skipti vorið 1895 á stöðu við kennara við Listaskólann í Bar- celona, ættaðan frá Coruna. Um sumarið hugðist fjölskyldan dveljast í Malaga, en á leið þangað hafði hún stutta viðdvöl í Madrid. í fylgd með föður sínum skoðaði Pablo Prado- safnið og barði þá fyrsta sinni augum ýmis höfuðverka myndlistarinnar, þeirra á meðal mörg málverka Vel- azques, Zurbaran og Goya. Ætt- menn þeirra hjóna í Malaga voru samheldnir, og í Coruna höfðu þau skipst á bréfum við þá, en Pablo sent þcim eins konar myndasögur. (Mynd 6). Hjá þeim voru þau í góðu -lista yfirlæti unr sumarið. Til Barcelona fóru þau í október, í upphafi skóla- ársins. Reykjavík, 26. febrúar 1986 Uaraldur Jóhannsson. Á listaskólanum í Barcelona og Madrid Á áliðinni 19. öld gætti menning- arstrauma frá öðrum löndum Evr- ópu fyrr í Catalóníu en í öðrum hlutum Spánar, einkum frá Frakk- landi. En þótt myndlistin lifði storma aldarinnar, næddu þeir ekki, góðu eða illu heilli. um tilsagnarhefð á akademíum. og á Listaskólanum í Barcelona var henni vendilcga uppi haldið. Inntökupróf upp í efri deild hans þreytti Pablo Ruiz Picasso, þá réttra 14 ára. í október 1895. Um- sækjendur fengu ntánuð til að leysa verkefni sín á prófinu. Pablo leysti sín á einum degi. Eitt þeirra (eða annað) var að teikna ungan nakinn mann. Hefur sú teikning hans hlotið frægð að verðleikum. (Mynd 7) „Prófdómendurnir gátu ekki hikað. Þeir voru vissir um, að fyrir framan þá stæði undrabarn í fyrsta sinn ogef til vill í síðasta sinn." (Penrose, Pic- asso, bls.42). Næstu tvö ár stundaði Pablo nám sitt viö Listaskólann af kappi. Burtfararprófi lauk hann vor- ið 1897. Myndlistarskólinn var á efstu hæð í Casa Lonja, kauphöllinni. Fyrst í stað fékk José Ruiz íbúð í Calle Christina í gamla borgarhlutánum upp af höfninni. Þaðan lluttist hann með fjölskyldu sína 1896 í 3 Calle de la Merced. Og fékk Pablo þá vinnu- stofu á næsta leiti. Eins og títt cr um unga málara, seildist liann allvíða fanga, en „hann vissi fátt um hinar miklu hræringar í myndlist í Frakk- landi á undanförnum árum. Um þær vissi hann aðeins það, scm hann heyrði hjá kunningjum sínum, sem sögðu frá því, sem þeir höfðu séð í París eða lesið í tímaritum, sem prentuðu skurðmyndir eftir lista- menn sem Steinlen og Toulouse Lautrec. Málverk franska impress- ionista svo scm Degas og Seurat voru honum ókunnn nema af afspurn, þangað til hann koni til Parísar. í Barcelona höfðu for-Rafalítar hins vegar gengið all-mjög í augu, og ungi Andalúsíumaðurinn hafði einkum hrifust af hörundsbjörtum yngis- meyjunr Burne-Jones, sem liann hafði séð á cftirprentunum. í tímaritum kynntist hann líka teikn- ingum Beardesley, Walter Crane og William Morris.og áhrifuni þeirra bregður fyrir í teikningum hans á þessum árum.“ (Penrose, Picasso, bls.45-46). Veturinn 1895-1896 gerði Pablo nokkrar teikningar af landslagi í kringum Barcelona, (mynd 8) og málaði ýmis konar myndir, allnokkr- ar mannamyndir þeirra á mcðal, af foreldrum sínum.systur, sjálfum sér (mynd 9) og hclsta skólafélaga sínum. Manuel Pellares, pilti úr þorpi upp af Ebro-dal á mörkum Ar- agóníu og Catalóníu. Kunnast þess- ara málverka hans er „Fyrsta altaris- gangan." Á því er faðir hans (ung- legur) fyrirmynd að svartklæddum manni við hlið hvílklæddrar krjúp- andi stúlku viö altari. Málvcrkið var sýnt í Barcelona í apríl 1896. Þá um sumarið fór Pablo til Malaga og mál- aði þar á meðal annarra mynd; „Landslag í fjöllum." Sncmma árs 1897, skömmu eftir að hann fékk vinnustofu sína, málaði hann „Vís- indi og góðgerð," öðru nafni „Sjúkravitjun," stóra mynd, (um 2,0 x2,5 m) af lækni við beð sjúkrar konu, gegnt nunnu með barn í fangi. Var faðir hans nú fyrirmynd að lækninum. Sór málverk þetta sig í ætt við akademískar myndir þessa tíma, þott grannar, langar hendur sjúku konunnar væru af öðruin toga. Það var sýnt á tandssýningu spænskra málara í Madrid í júní 1897 og hlaut þar viðurkenningu. Þótt svo góðar undirtektir hlytu, leit hann síðar blendnum huga málverk sín frá námsárum sínum á Listaskólanum. Gagnrýnandinn D.H. Kahnweiler hefur ritað: „Hann hefur trúað mér fyrir því, að honum séu ekki að skapi myndir sínar frá þessu skeiði og þyki þær síðri þeim, sem hann gerði í Cor- una undir handleiðslu föður síns' 1. „Picador“, (P. Ruiz Picasso). 2. „Dúfur“, José Ruiz Balsco. 11. „Fiðluleikari á götu (í Madrid).“ 5. „Maður með húfu“, P. Ruiz Pic- asso. 8. „Landslag.“, (P. Ruiz Picasso) 4. „Berfætt stúlka“, P. Ruiz Picasso. 3. „Mannsbolur“, P. Ruiz Picasso. 71. „Inntökuprófsteikning. P. Ruiz Picasso. 9. „Sjálfsmynd 1897,“ P.R. Picasso 12. „Gamall maður og veik stúlka.“ Tíminn 21 •lista- eins." (D.H. Kahnweiler, Picasso, Dessins 1903-1927). Að nokkru leyti kvað við nýjan tón í fremur litlu mál- verki. „Úrvínstofu," sem hann mál- aði vorið 1897. Á því berst birta að- eins inn unr glugga í baksviði, en krá- in er allþétt setin. Snemma sumars 1897, í þann mund er hann lauk burtfararprófi, var í Barcelona haldin sýning á myndunr P. Ruiz Picasso þá hálfs 16., árs. Þótt hennar væri getið í blöðum, vakti hún ekki athygli. Urn sumarið var hann hjá ættingjum sínum í Mal- aga, og vann þá „Vísindi og góðgerð" gulipening á sýningu þar. Og samsæti héldu honum nokkrir velunnarar hans, Munoz Degrain og fleiri. Salvador föðurbróður hans hét að styrkja hann til frekara náms i Madrid. Á inntökuprófi í október 1897 vic Konunglega San Fernando-akadem ið í Madrid, leysti Pablo á nýjan leik verkefni sín á einum degi við rnikið lof. En þegar til kom, fannst honum tilsögn á akademíunni ekki áhuga- verð, og þar lét hann sig oft vanta. „Hvcrs vegna hefði ég átt að sækja það? Hvers vegna?" sagði hann síðar viö Jaime Sabartes. Ættingjar hans reyndu að tala um fyrir honum, en hann lét sér ekki segjast. Þvarr þáör- læti Salvador föðurbróður hans og varð hann alveg upp á föður sinn kominn. lítt aflögufæran crg sáróá- nægðan með háttalag hans. (Rubin, Retrospective, bls. 18). í bréfi til eins kunningja síns létti Pablo á sér: „Ef ég ætti son, sem vildi verða mál- ari, mundi ég ekki láta hann vera á Spáni... eða scnda hann til Parísar... heldur mundi ég senda hann til Múnchen, þarsem myndlist eriðkuð af alvöru og ekki sinnt um pointil- isma og aöra. Ég hncigist ekki til fylgis við neina skóla, því að þeir fclla aðcins áhangendur sína í áþekkt mót." (Ruben Retrospect- ive, bls.18). Á Prado-safnið kom hann oft þennan vetur. t áðurnefndu bréfi hélt hann áfram: „Safn málaranna er fallegt. Velazquez er fyrsta flokks. Sum höfuð El Greco eru stórkostleg. Murillo er ekki alltaf trúverðugur. „Dolorosa" Titians er góð. Urn Ru- bens fara nokkrir eldsnákar leiftr- andi gáfna hans. Teniers á nokkrar góðar litlar rnyndir af drykkjumönn- um, og alls staðar eru svo fagrar Madrid-stúlkur, að engar tyrkneskar konur jafnast á við þær." (Rubin, Retrospective bls 18) Kaffihús tók hann að sækja, eins og vandi hans varð um áratugi. Mannlíf borgarinn- ar kynnti hann sér líka. „Frá unga aldri bar Picasso samúðarkennd í brjósti, sem batt hann alþýðunni og kom honum til að leggja lag sitt við þá, sem undu illa skipan þjóðmála, sem einkennist af ágirnd og hégóma hinna ríku og vesöld hinna snauðu." (Penrose, Picasso, bls. 55). Og nú kynntist hann fyrst fátækt í sjón og raun. Allmargar skissur gerði hann af götulífi (mynd 11) og nokkrar teikningar. Frá þessunr vetri liggur ekki eftir hann þekkt málverk. (en í geymslu akademíunnar fannst eftir síðari heimsstyrjöldina stúlkumynd eftir hann, sem hlotið hafði 3. verð- laun „í kringum 1900," livort sem hún er frá þessum vetri eða yngri). Vorið 1898 fékk Pabloskarlatsótt, sem lék hann illa, og fór hann frá Madrid heim til foreldra sinna í júní, þar barst honum boð frá vini sínum Manucl Pallares um að koma heim í þorp hans, Horta de San Juan, en þessa fáu daga í Barcelona mun hann hafa gert blýantsteikninguna „Gam- all maður með veikri stúlku." (Mynd 12). Svo fór, að hann varð 8 mánuði í þorpi þessu upp af Ebro-dal. Fékk hann strax áhuga á bústörfum og var alltaf boðinn og búinn að taka til hendi. Sagði hann síðar: „Allt, sem ég kann (til verka), lærði ég í þorpi Pallares." I sumarhitanum fóru þeir upp í fjall og höfðust við í helli. í þorpinu málaði Pablo „Aragónska siði," sem 3. verðlaun hlaut á sýn- ingu í Madrid sumarið 1899. Mál- verkið er glatað, en skopmynd af því í dagblaði er ábending urn það. Til Barcelona liélt Pablo aftur í febrúar 1899. Reykjavík, 2. mars 1986. Haraldur Jóhannsson.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.