Tíminn - 18.03.1986, Side 1

Tíminn - 18.03.1986, Side 1
rJT\r 0 STOFNAÐUR1917 íiminn RAUSTIR MENN 25050 ssnDiBiLnsTöÐin Ekkert sjónvarp veröur í kvöld vegna uppsagna tæknimanna. Reynt veröur aö hafa útsendingu sjónvarps á morgun með eðlilegum hætti, nema hvaö þátturinn Á líð- andi stundu mun falla niöur. Bankarnir lækka gjaidskrá sina hver af öörum. í gær ákvaö lönaðarbankinn að lækka sína gjaldskrá frá og meö deginum í dag þannig aö hún veröi sú sama og hún var ákveöin 15. október s.l. Samvinnubankinn ákvaö einnig aö lækka sína gjaldskrá þannig aö hún veröi sú sama og fyrir 1. mars s.l. JEAN, stórhertogi af Luxembourg og kona hans, Josephine Charlotte stórhertoga- frú, eru væntanleg í opinbera heimsókn dag- ana 9.-12. júlí n.k. FÆRRI SLYS uröu í umferðinni s.l. febrúar en í sama mánuöi í fyrra eöa 462 á móti 551, á hinn bóginn voru fleiri banaslys í ár eöa 4 þar sem 5 létust en í fyrra létust 3 í jafnmörgum slysum. Slys meö meiöslum voru 32 s.l. febrúar en 42 í fyrra og umferðar- slys þar sem einungis varö eignatjón uröu 426 í ár en 506 í fyrra. Þaö sem af er árinu hafa 83 slasast í umferðinni samkvæmt skráningu lögreglu og 6 hafa látist en sam- svarandi tölur í fyrra voru 95 og 4. VERÐLAGSRÁÐ tók í gær ákvörð- un um aö lækka verö á svart- og gasolíu frá og með deginum í dag. Svartolían lækkar úr kr. 9.600 í kr. 8.700 hvert tonn, eða um 9,4% og hefur því samtals lækkað um 18% á þessu ári. Gasolían lækkar úr kr. 11,10 í kr. 10,70 hver lítri, eöa um 3,6% og hefur því samtals lækkaöum 10% áþessu ári.Bensín lækkar ekki í þetta skiptið, en meö tilliti til verðþróunar erlendis má gera ráö fyrir aö bensínverölækkunum næstu mánaðamót verði jafn mikil og samtals á þessu ári, eöa um 9%. PENINGABAUKUM var stoliö frá Strætisvögnum Reykjavíkurborgar, þegar brotist var inn í vagna sem stóöu á Kirkju- sandi þar sem þvottaaðstaða SVR er. Einnig var brotist inn hjá Strætisvögnum Kópavogs og höföu þjófarnir á brott meö sér peninga- bauk og annað lauslegt sem þeir komust yfir. Þá voru innbrotsmenn á ferö í Síðumúlan- um og litu þeir viö í Múlakjöri um helgina. Loks var tilkynnt um innbrot í versluninni Pilot sem staðsett er í Hafnarstræti. ENSKUDEILD H.l. fær í dag af- henta bókagjöf frá Britisþ Council og veröa þar á meðal verk eftir tvo breska rithöfunda sem nú eru staddir hér á landi, hjónin Marga- ret Drabble og Michael Holroyd. Þau halda fyrirlestra i Odda, hugvísindahúsi háskólans annaö kvöld og á laugardag í Lögbergi. ÓTTAST varum þrjú ungmenni áskíöa- svæöinu við Skálafell í gærkvöldi þar sem ekkert haföi heyrst til þeirra frá því um daginn, en talsverð snjókoma var á svæöinu. Áöur en alvarleg leit hófst fundu starfsmenn skíðasvæöisins ungmennin heil á húfi þar skammt frá. KRUMMI Sá gamaleyndi poppari og lagasmiður, Magnús Eiríksson, varð hlutskarpastur í Söngvakeppni sjónvarpsins á laugardagskvöldið og Iag hans Glcðibankinn verður framlag íslands í söngvakeppni sjónvarpsstöðva í Evrópu Eurovision. Hér sést Magnús taka við hamingjuóskum frá Hrafni Gunnlaugssyni, yfirmanni Lista og skemmtideildar sjónvarpsins. Sjá nánar bls. 3. rímamynd Árni Bjarna Nýjar upplýsingar um norska hrefnustofninn: Norskir vísinda menn gerðu mistök - segir sjávarútvegsráðherra Hvalfjörður: Hálka olli umferðarhnút Umfcrðarhnútur myndaðist í Brekkunni við Olísstöðina í Hval- firði á sunnudag. Mikil hálka var í brekkunni og slæmt skyggni sökum snjókomu gerði akstursaðstæður hinar erfiðustu. Tveir árekstrar urðu í brekkunni, en hvorugur olli meiðslum eða alvarlegu tjóni. Flutningabíll, fullhlaðinn, sem fór út af veginum með annað framhjól- ið stöðvaði umferð að miklum hluta. Lögregla úr Borgarnesi sendi einn mann á staðinn og sá hann um að beina umferðinni um brekkuna, áfallalaust, þar til flutn- ingabíllinn var fjarlægður. Um tíma var mikil biðröð við brekku- brúnina og eins fyrir neðan. Skál- inn við Olísstöðina var á tímabili þéttsetinn ökumönnum og farþeg- um sem biðu eftir grænu Ijósi á brekkuna. Ólafur Jóhannesson varðstjóri í lögreglunni í Borgarfirði fór á staðinn. Hann vildi sem minnst gera úr þessu í samtali viðTímann í gær, en ncfndi þó að margir hefðu bílarnir verið illa búnir til vetrar- aksturs. - ES Frjálsar grásleppuveiðar: Sjómenn óánægðir Netafjöldi þeirra báta sem stunda grásleppuveiðar hefur verið gefinn frjáls. Hafrannsóknarstofn- un lagði ekki til neinar hömlur á veiðarnar, og í Ijósi þeirra upplýs- inga hefur sjávarútvegsráðuneytið ákveöið að gefa veiðarnar frjálsar. En eru menn sáttir við það? Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra sagði í samtali við Tím- ann að talsverð vandamál hefðu komið upp þrátt fyrir að veiðarnar væru gefnar frjálsar, og meðal ann- ars hefðu aðilar á Barðaströnd lýst áhyggjum sínunr yfir þessari ákvörðun. „Þetta sýnir okkur að það er ekki nóg að gefa veiðar frjálsar, það fylgja því líka vanda- mál. Þannigheldégaðþeirsemeru að bcrjast fyrir frjálsum veiðum í dag gætu allt eins kornið úr annarri átt, cf það yrði gert" sagði Halldór. -ES „Ég tel að norskir vísindamenn hafi gert mistök í þessu máli í fyrra en þeir cru nú að rcyna að leiðrétta þau," sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra í samtali við Tímann vegna nýrra niðurstaðna um leyfilegar veiðar á norska hrefnustofninum. Nýjar niðurstöð- ur norskra vísindamanna heimila veiði á 1500 dýrum í stað 350 eins og fyrri skýrslan sagði til um. Skýrslan sem lögð var fyrir vís- indanefnd Alþjóða hvalveiðiráðsins í fyrra sagði til um að norski stofn- inn þyldi ekki meiri veiði en 350 dýr á ári. íslcnski fulltrúinn í sendi- nefndinni hafði fyrirvara á niður- stöðunum vcgna augljósra að- feröafræðilegra galla. Þessar niður- stöður urðu þó til þess að Alþjóöa hvalveiðiráðið samþykkti alfriðun hrefnunnar við strendur Noregs og V-Grænlands. ísland grciddi at- kvæði gegn þessum niðurstööum. „Okkar aðal vísindamaður í hvalarannsóknum, Jóhann Sigur- jónsson taldi að niðurstöðurnar sem lágu l'yrir í fyrra væru rangar. Á grundvelli hans skoðanna grcidd- um við atkvæði gegn niðurstöðu Alþjóða hvalveiðiráðsins, einir þjóða, vegna þess að við töldum rétt að bíða cítirþeim niðurstöðum sem nú liggja fyrir. Við töldunt hin- ar niðurstöðurnar ekki nægilega góöar. Nú kcmur í Ijós aö Jóhann hcfur rctt fyrir sér. Atkvæðið vakti athygli, en Norðmenn sátu hjá. Norðmenn hafa verið mjög gagn- rýndir heima fyrir, vegna þessara mistaka, en nú eru þeir að leiðrétta þcssi mál," sagði Halldór. Hann benti á það að þessar niöurstöður snertu okkur ekki beinlínis, og myndu í engu breyta okkar afstöðu á komandi hvalvciðiráðsþingi sem haldið verður í Svíþjóð. „Aðferðafræðilcga séð getur þetta haft áhrif á okkar hrefnu- stofn. Menn eru búnir að hafna þessari aðfcrð við útreikninga sem kont fram í fyrra, scm við teljurn að hefði haft áhrif á úttekt á okkar stofni síðar meir. Þessar nýju niðurstöður koma mér ekki á óvart. Þessi niðurstaða cr miklu meira í takt við það sem viö héldum fram í fyrra," sagði Jóhann Sigur- jónsson sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun. Hann tók þó fram að hann ætti eftir að kynna sér forsendur úttektarinnar. -ES

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.