Tíminn - 18.03.1986, Side 7

Tíminn - 18.03.1986, Side 7
Þriðjudagur 18. mars 1986 Tíminn 7 aðalfundar miðstjórnar Framsóknarflokksins 1986 3. Ákvæði um að verulegir fjár- Fundurinn fagnar nýgerðum kjarasamningum og þeirri miklu samstöðu sem náðist við gerð þeirra. Fyrir frumkvæði forsætis- ráðherra, Steingríms Fiermanns- sonar, hyllir nú undir það að verð- bólga hér á landi verði svipuð og í nágrannalöndum okkar. Slíkt hef- ur ekki gerst í áratugi, og mun hafa úrslitaáhrif á þróun efnahagslífs- ins. Framsóknarflokkurinn hefur lagt höfuðáherslu á hjöðnun verð- bólgu, enda er hún sú meinsemd, sem verst hefur leikið íslenskt efna- hagslíf undanfarna áratugi. Hér hefur því fyrir forystu Framsóknar- flokksins, verið lagður sá grund- völlur, sem efling atvinnuh'fs, framfara og hagsældar í landinu hlýtur að byggjast á. Standa verður vörð um nýgerða kjarasamninga. Sú skylda hvflir á stjórnvöldum að fylgjast nákvæm- lega með þróun framfærsluvísitölu og gera allt, sem af opinberri hálfu er unnt, til þess að koma í veg fyrir að verðlag fari úr skorðum. Launajafnrétti Draga þarf úr launamisrétti í landinu og bæta kjör kvenna. Stefna ber að því að hlutur dag- vinnutekna í heildartekjum fari vaxandi. Sérstakt tillit þarf að taka til mikilvægis starfa þeirra er vinna að uppeldismálum. Tryggja þarf enn frekari réttarstöðu fiskvinnslu- fólks. Atvinnumál í atvinnumálum treystir flokkur- inn bæði á mátt samvinnu og frum- kvæði einstaklinga. Ráðherrar flokksins sem fara með mál sjávar- útvegs og landbúnaðar hafa sýnt dugnað og þor við að koma á nauð- synlegri stjórn og þróun þessara at- vinnugreina. Það gat ekki orðið án sársauka enda var staðan orðin erfið. Nauðsynlegt er að létta undir með einstaklingum og fyrirtækjum sem vissulega eiga í miklum erfið- leikum þessu samfara. Mikilsvert er að ráðherrarnir hafa beitt sér fyrir nýsköpun í þessum atvinnu- greinum. Sjávarútvegsmál í sjávarútvegi hcfur stöðugt ver- ið unnið að uppbyggingu og tækni- væðingu. Fjárhagsstaða útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja hefur batnað nokkuð m.a. vegna skuld- breytinga og annarra aðgerða. Veiðar á vannýttum stofnum. svo sem rækju og skelfiski hafa stór- aukist. Stefna þarf að enn frekari fjölbreylni í sjávarútvegi og auka þarf hafrannsóknir. Með batnandi ástandi sjávar ogaukinnifiskgengd er því vænst að draga megi úr þeint tak- mörkunum sem verið ha/a á veið- um mikilvægra fisktegunda. Sjáv- arútvegurinn mun um ókomin ár verða meginundirstaða lífskjara í landinu og því þarf hagur hans ávallt að vera traustur. Landbúnaðarmál I landbúnaði hefur verið tekið á mörgum málum, m.a. með'setn- ingu nýrra búvörulaga. Þar er að finna nýmæli sem tryggja munu stöðu landbúnaðarins og örva framþróun nýrra búgreina. Merkustu nýmæli eru: 1. Ákvæði um samninga við ríkið um verðtryggingu ákveðins fram- leiðslumagns, samhliða því sem tryggt hefur verið stóraukið fé til staðgreiðslu afurðaverðs. 2. Ákvæði um að framleiðsla nauð- synlegrar búvöru handa þjóðinni skuli fyrst og fremst byggjast á inn- lendum aðföngum og því sem land- ið gefur. munir skuli renna í Framleiðnisjóð landbúnaðarins til stuðnings nýjum búgreinum og breyttum fram- leiðsluháttum og til að bæta fjár- hagsafkomu bændastéttarinnar. Vonir standa til um nýjar bú- greinar. fiskeldi, loðdýrarækt og ferðaþjónusta verði gildur þáttur í atvinnulífi þjóðarinnar í framtíð- inni. Að því ber að stuðla með myndarlegum hætti með rannsókn- um, kennslu og leiðbeiningum, Á næstu árum þarf að sjá 1200-1500 fjölskyldum fyrir atvinnu við ný- greinar víðs vegar um héruð landsins, með því er fyllt í skörð sem verða þegar færri geta haft at- vinnu af kjöt- og mjólkurfram- leiðslu og jafnframt skapað rými til framþróunar eldri búgreina. Iðnaðarmál Auk þess sem ötullega ber að vinna að þróun nýs iðnaðar þarf að treysta þær greinar sem fyrir eru. Auka þarf tækni, bæta stjórn og vinnubrögð og skapa þannig bætta samkeppnisaðstöðu iðnaðar. Eins og nú standa sakir þarf sér- staklega að treysta stöðu ullariðn- aðarins, sem er mikilvæg stoð at- vinnulífs í mörgum byggðum ogein mikilvægasta grein útflutningsiðn- aðar. Vinna þarf ötullega að vöruþró- un á öllum sviðum og lcggja stór- aukna áherslu á skipulega mark- aðsöflun og sölustarfsemi. Nýsköpun atvinnulífs Flokkurinn braut blað í afstöðu til atvinnuþróunar með samþykkt- inni um nýsköpun atvinnulífs á fundi miðstjórnar 1984. Þar var lögð áhersla á að þjóðin nýtti sér fjölmarga álitlega kosti til ný- sköpunar í atvinnulífinu og þá miklu hátæknibyltingu sem er að verða í heiminum. Þeirri stefnu- mörkun hefur verið fyjgt eftir. Ásl. ári var um 50 milljónum króna var- ið til rannsókna á þcssum sviðum og og 60 milljónum í ár. Sjóðuni er veita nýgreinum stofnlán hefur.ver- ið veitt stóraukið fé og þróunar- félag verði stofnað til að styðja nýj- ar atvinnugreinar. Áhugi á þessu er mikill og fjölmargar hugmyndir koma fram. Með hjaðnandi verð- bólgu skapast mögueikar til að hrinda þeim í framkvæmd. Afkoma ríkissjóðs Jafnframt því sem miðstjórnin lýsir ánægju með það er áunnist hefur með kjarasamningunum verður að minna á að bæta þarf af- kornu ríkissjóðs. Afla verður nauð- synlegra fjármuna til sameiginlegra þarfa, því hvergi má slaka á til að viðhalda því velferðarríki sem tek- ist hefur að skapa á íslandi. Margt er og óunnið í félagsmálum, m.a. er nauðsynlegt að tryggja öldruð- um og þeim sem við vanheilsu eða fötlun búa, betri kjör og aðstööu í þjóðfélaginu. Ekki verður heldur til lengdar unað við rýrnandi fjár- veitingar til margháttaðra fram- kvæmda í þágu atvinnulífs og sam- félags. Húsnæðis-ogfélagsmál Undir forystu núverandi félags- málaráðherra, hefur veriö veitt stórauknum fjármunum til hús- næðismála. Árið 1981 var framlag ríkissjóðs til Byggingarsjóðs ríkis- ins 17% af útlánum sjóðsins og var orðið 45% árið 1985 og mun enn aukast á þessu ári. Útlán Bygg- ingarsjóðs ríkisins og Byggingar- sjóðs vcrkamanna námu á árinu 1981, 1,9% af þjóðarframleiðslu. en voru á árinu 1985 3,6%. Gerðar hafa verið margvíslegar ráðstafanir til þess að leysa vanda þeirra sem hafa orðið að þola mis- gengi launa- og lánskjaravísitölu. Ráðgjafarþjónustu Húsnæðisstofn- unar ríkisins hefur nú verið komið í fast form sem ráðgjafarstofnun, sern veitir daglega ráðgjöf og fyrir- greiðslu í samvinnu við bankakerfi landsins. Árið 1986 hcíur ráðgjaf- arstofnunin til ráðstöfunar 500 millj. króna. Áfrarn þarf að halda á þeirri braut að gera ungu fólki kleyft að eignast eigið húsnæði af eðlilegri stærð með hagstæðari lánafyrir- greiðslu. í málum fatlaðra hafa verið unn- in stórvirki á undanförnum árum, undir forystu félagsmálaráðherra. Svæðisbundin þjónusta fyrir fatl- aða hefur gjörbreytt allri aðstöðu þeirra og fjölmargar þjónustumið- stöðvar og sambýli hafa verið tekin í notkun. Þá hafa atvinnumál fatl- aðra gjörbreyst þarsem komið hefur verið upp vernduðum vinnustöð- um og atvinnumiðlun fyrir þá auk- in. Uppeldis- og fræðslumál Fræðslu- og uppeldismál cru meðal veigamestu málefna þjóðfé- lagsins enda hefur Framsóknar- flokkurinn ætíð lagt megináherslu á þau. Mikilvægasta uppeldisstarfið fer fram á heimilunum, innan fjöl- skyldunnar. Því ber að efla fjöl- skylduna mcð öllum ráðum svo hún geti sinnt hlutverki sínu sem best. Menntun og fræðsla barna og ungmenna stuðlar að þroskavæn- legu uppeldi og manngildi hvers einstaklings. Miðstjórnin tclur að bæta verði kjör og starfsaðstöðu sem tengjast skólastarfi og uppeld- Frh. á bls 9. W Miöstjórnarfundur Framsóknarflokksins: Frá aðalfundi miðstjórnar. Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins í ræðustóli. Inngangur Starf Framsóknarflokksins hlýt- ur næsta árið að mótast mjög af tvennum kosningum. Sveitar- stjórnarkosningum nú í vor og al- þingiskosningum sem verða ekki síðar en á vormánuðum 1987. Með lækkun kosningaaldurs verður fjöldi þeirra sem kjósa í fyrsta skipti meiri en nokkru sinni fyrr. Mikill hluti nýrra kjósenda er enn óráðinn og er mikilvægt fyrir flokkinn að ná til þessa fólks. Skoðanakannanir hafa leitt í Ijós að konur og ungt fólk kjósa flokk- inn síður en karlar. Mikla áherslu verður því að leggja á það í flokksstarfinu að efla fylgi flokksins í þessum hópum. Sveitarstjórnar* kosningar Framboðsaðilar flokksins eru hvattir til skeleggrar kosningabar- áttu og vandaðs málefnaundirbún- ings. Meira er í húfi en nokkru sinni fyrr vegna þess að líkur má að því leiða, að þeir sem kjósa fyrsta sinni haldi sig við sama flokk áfram. Nefnd um sveitarstjórnarkosn- ingar vinnur nú á vegum flokksins og eru framboðsaðilar hvattir til að hafa samband við flokksskrifstofu og ekki síður að flokksskrifstofan sé í góðu sambandi við frambjóð- endur flokksins um land allt. Mið- stjórnarfundurmrr-telur það brýn- asta verkefnið í fræðslu og útgáfu- málum nú að gefið verði út að- gengilegt efni um stefnu flokksins sem höfðar til nýrra kjósenda. Sam- vinna við S.U.F. er æskileg í þessu efni, eða sú leið að fela S.U.F. að annast verkefnið. Þetta efni mætti vera í formi bæklings þar sem sett væru saman spurningar og svör um stefnu og störf Framsóknarflokks- ins, spurningar sem vakna hjá ungu fólki og miðar við áhugamál þess. Bæklingur þessi væri svo sendur frambjóðendum flokksins, sem dreifðu honum hver á sínu svæði, með persónulegu bréfi, þar sem fram kæmu stefnu og baráttumál viðkomandi framboðslista. Fund- urinn leggur sérstaka áherslu á að flokksskrifstofan nýti myndband og hverskonar fjölmiðlunartækni og styðji framboðin um land allt í að tileinka sér þessa nýju áróðurs- aðferð. Ráðstefna frambjóðenda, kosningastjóra og annarra áhuga- manna um sveitarstjórnarmál verður haldin eftir miðjan apríl. Alþingiskosningar Framkvæmdastjórn skipi hið fyrsta framkvæmdanefnd fyrir al- ’ þingiskosningar. Nefndin haldi fund með for- mönnum kjördæmissambanda strax að loknum sveitarstjórnar- kosningum og geri ásamt þeim samræmda framkvæmdaáætlun. Ungtfólk SUF hefur lagt fram tillögur í framkvæmdastjórn flokksins, um hvernig bæta má stöðu flokksins meðal yngra fólks og fengið þær samþykktar. Tryggja verður fjármuni til að hægt verði að framkvæma þessar hugmyndir. Áætlun SUF verði endurskoðuð og t ímasett þannig að myndarlegt átak verði gert í byrjun næsta árs. Verði þetta forgangs- vcrkefni í flokksstarfinu. Konur LFK hefur unnið mcrkt braut- ryðjendastarf með námskeiðahaldi sínu, en námskciðin hafa fremur öðru orðið til þess að auka þátttöku kvenna í flokksstarfi Framsóknar- flokksins. Leggja ber áherslu á að gera LFK kleift að halda áfram á sömu braut og fylgja þessum námskeið- um eftir með framhaldsþjálfun og fræðslu um þjóðmál. Flokksþing Samkvæmt lögum flokksins ber að halda flokksþing í haust, mcð sérstöku tilliti til 70 ára afmælis Framsóknarflokksins verði leitast við að flokksþingið verði sem lögum. Miðstjórnarfundur kýs sérstaka afmælisnefnd. Stefnuskrá Fyrir flokksþingið verði lokið við endurskoðun á stefnuskrá Fram- sóknarflokksins og hún lögð lyrir flokksþingið til samþykktar. Ennfremur verði fáni með merki flokksins dreginn að In'mi á afmæl- isári. Heimsóknir forystumanna Forystumenn flokksins hafa að undanförnu heimsótt mjög mörg Framsóknarfélög og haldið fundi með trúnaðarmönnum. Hefur verið gerður góður rómur að þessum heimsóknum. Stefnt verði að því aö heimsækja öll flokksfélög á landinu fyrir næstu al- þingiskosningar. Nefndarstörf Aukinn kraftur veröi settur í hinar ýmsu starfsnefndir flokksins. Álit nefndanna verði send kjördæmis- samböndum og flokksfélögum ef ástæða þykir til. Fréttabréf Framsoknar- flokksins Nefndin lýsti ánægju með frétta- bréf Framsóknarflokksins, efnis- lega þar sem fluttar eru fréttir af flokksstarfinu. Hins vegar leggur nefndin til að það verði betur og aðgengilegar uppsctt í stærra broti.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.