Tíminn - 18.03.1986, Page 9

Tíminn - 18.03.1986, Page 9
Þriðjudagur 18. mars 1986 t Tíminn 9 Níræður Gísli Björnsson Höfn Hornafirði Stjórnmálaályktun Frh. al'bls 7. ismálum á hvaöa skólastigi sem er. Tryggja verður jafnrétti til náms og beita félagslegum ráðum í því skyni eins og Framsóknarflokkurinn hef- ur jafnan stuðlað að og haft for- göngu um. Miðstjórn skorar á aiþingis- mcnn Framsóknarflokksins að standa vörð um það jafnræði til náms sem núverandi lög um Lána- sjóð íslenskra námsmanna tryggja. Æskulýðsmál Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á mikilvægi æskulýðs- og íþróttastarfa, þeim ber að veita aukna athygli. Vinna þarf að viðhorfsbreytingu í þjóðfélaginu til hverskonar vímu- efnanotkunar sem ógnar æskunni. íþrótta- og tómstundastörf eru líklegust til að halda æskufólki frá þessari vá, jafnframt því sem þau bæta andlegt og líkamlcgt heil- brigði. Efling Háskóla íslands Fláskólastarf í landinu ber að efla með ýmsurn hætti vegna vax- andi gildis fjölþættrar háskóla- menntunar fyrir þjóðfélagið. Styrkja ber Háskóla íslands sem kennslu- og rannsóknarstofnun. bæði á sviði félags- og hugvísinda og raunvísinda enda miða öll vís- indi að hinu sama: að þjóðin þekki og ávaxti menningararfleifð sína og sæki fram til þjóðfélagsumbóta, og hagsældar á grundvelli vísindalegr- ar þekkingar, sem m.a. tengist at- vinnuvegunum. Efling háskóla- starfs í landinu á m.a. að vera fólg- in í því að halda uppi sem verða má kennslu í háskólagreinum víðar en í Reykjavík. Er þá ekki síst haft í huga að komið verði á fót háskóla- kennslu á Akureyri í samræmi við þá stefnu sem Ingvar Gíslason markaði sem menntamálaráð- herra. Eining þjóðarinnar og byggðaþróun Framsóknarflokkurinn er flokk- ur allra landsmanna. Flokkurinn vill framför landsins alls. íslending- ar eru ein þjóð í einu landi. Þj.óð- inni allri til heilla að byggð haldist og þróist sem jafnast um allt land. Framsóknarflokkurinn vill standa vörð um atvinnulíf, félagslega vel- ferð og þróun þjónustustarfa í öll- um landshlutum og héruðum. Með tilliti til þess er nauðsynlegt að endurmeta framkvæmt byggða- stefnunnar og hefjast handa um að- gerðir í framhaldi af því. Auka þarf sjálfstæði sveitarfélaga og lands- hluta eins og að er stefnt með frum- varpi til nýrra sveitarstjórnarlaga, sem Alþingi fjallar nú um. Þjóðmálastarf Framsóknarflokksins Framsóknarflokkurinn hefur forystu í núverandi stjórnarsam- starfi og hefur ekki vikist undan þeirri ábyrgð að taka á aðsteðjandi vandamálum. Ljóst er að í sam- steypustjórnum ná einstakir flokk- ar ekki öllum stefnumálum sínum fram. Framsóknarflokkurinn hefur nú sem áður kappkostað að treysta jafnræði, öryggi og velferð þegn- anna og gott mannlíf í landinu. í stjórnarsamstarfinu hefur Fram- sóknarflokurinn spornað gegn því að markaðshyggjan næði yfirhönd- inni og lagt áherslu á að stjórnar- ákvarðanir væru teknar með hlið- sjón af heildarhagsmunum. Þjóðmálastarf Framsóknarflokks- ins er reist á hugsjónum samvinnu og samhjálpar og með því vill hann tryggja jöfnuð, velferð, þjóðfrelsi og bjarta framtíð þjóðarinnar. iilllllllli ÁRNAÐ HEILLA Sú var tiðin til sveita og í sjávar- þorpum á íslandi, allt fram á sjöunda áratuginn, að hinir bestu menn, að mati almennings, völdust til setu í sveitarstjórnum og sýslunefndum, menn með reynslu í skóla lífsins og hugsjónir um bætt mannlíf í frjálsu landi. Það varáðuren flokkapólitík- in þrengdi sér inn í samfélagsmynd- ina, eins og raunin hafði orðið á millistríðsárunum í kaupstöðum íslands. Sem sagt til þessara trúnað- arstarfa völdust þá nær alfarið at- orku og hæfileikamenn. menn sem vildu vinna sínum hreppi og stnu sýslufélagi allt það besta er þeir máttu og gerðu aldrei kröfu til verk- launa. Já þetta var fyrir þá tíma er pólitísk samtrygging tengd aðstöðu og fjármagni, settu á stall smámenni og hentistefnu fúskara. Framanritað flaug mér í hug er ég settist niður í þeim tilgangi að rifja upp lífshlaup og kynni við Gísla Börnsson, fyrrum rafveitustjóra m.a., oftast kenndur við Grímsstaði á Höfn í Hornafirði, en kernpan fyll- ir níunda áratuginn nú í dag 18. mars 1986. Gísli er dærnigeröur brautryðj- andi og forystumaður. jafnt á verk- legu sviði, sem í félags og menning- armálum síns heimahéraðs Austur- Skaftafellssýslu. Það talar sínu máli, þegar upp er rifjað, að afmælisbarnið er fætt árinu áður en landnemi Halnar í Horna- firði, Ottó Tuliníus kaupmaður flyt- ur þangað frá Papós og setur á stofn verslun við Hafnarvík, að vori 1897. Vil ég nú í grófum dráttum víkja að uppruna og helstu æfiatriðum Gísla Björnssonar. Gísli Páll, svo sem hann heitir fullu nafni, fæddist að Austurhóli í Nesjum, Austur- Skaftafellssýslu 18. mars 1896,sonur hjónanna Björns Gíslasonar, bónda þar og síðar á Meðalfelli í sömu sveit, og konu hans Borghildar Páls- dóttur frá Krossbæ í Nesjum. Fram til 1918 sinnti Gísli ýmsum störfum, einkum til sveita, var við vegavinnu og hafði einnig sótt sjóinn. Þetta ár flyst hann á Höfn og verð- ur heimilismaður á Grímsstöðum (nú Hafnarbraut 2 B). Þar bjuggu þá hjónin Arngrímur Arason og Katrín Sigurðardóttir, er áður voru í Krossbæ, en brugðu búi 1907 og fluttu til Hafnar og reistu þar snoturt en lítið einnar hæðar íbúðarhús á Grímsstaðahæð. Þegar hér var kom- ið sögu er Gísli heitbundinn dóttur- inni á Grímsstöðum, Arnbjörgu f. 13. nóvember 1893 d. 15. mars 1935. Var þetta hús hið fimmta í röð bygginga frá 1897, er Tulintus kaup- maður reisti íbúðarhús sitt, svo og verslunarhúsið, en Guðmundur söðlasmiður Sigurðsson flutti á sama tíma og kaupmaður einnig frá Pap- óskaupstað á Höfn 1906. Grímsstað- ir eru eitt af þrem fyrstu íbúðarhús- unum sem þar rísa frá aldamótum og fram til 1915, er Garður Þórhalls kaupmanns og stórathafnamanns Daníelssonar reis. Gísli hafði er hér var komið sögu farið í félag um kaup og útgerð á 8 tonna vélbáti. Þeirri útgerðarsögu lauk sjö árum síðar, þar eð þeim fé- lögum þótti sem illa gengi. Þarna er Gísli í hópi brautryðjenda um vél- bátaútgerð, þekkir þá sögu frá upp- hafi og fram á þennan tíma. Væri nú ekki ráð að skrá sögu vélbátaútgerð- ar frá Hornafirði? Þess mun óvíða kostur með jafnmiklu öryggi, enda mikið til í fórum Gísla þessu viðvíkj- andi. Á þessum árum eða allt frá 1921 til 1951 starfaði Gísli mikið að viðgerð- um véla og járnsmíði, enda handlag- inn, útsjónarsamur og þrekið mikið. Mun oft hafa verið lögð nótt við dag til að koma bilaðri bátsvél í gang svo kappgjarnir austfirðingar kæmust á sjóinn. Um 1927 hefjast afskipti Gísla af rafmagnsmálum. Hann fæst við vélgæslu í rafstöð og vinnur að raflögnum. Enn ný framfaramál og glímt við líttþekkta tækni, en með góðum árangri. Á þessum vettvangi ersvodrýgsturhluti ævistarfsins, eða um 43 ára skeið, sem Gísli sinnir vélgæslu og rafveitustjórastarfi, lét af því 1970. Gísli var fróðleiksfús, jafnt um verkleg efni sem og varð- andi ýmiskonar fræðagrúsk og verð- ur að vikið síðar. Hann sótti m.a. námskeið í út- varpsvirkjun 1932. Iðnréttindi í járnsmíði 1937 og meistarabréf í þeirri iðn 1957. Með þessum störfum sinnti Gísli starfi bifreiðaeftirlits- manns frá 1934 til 1970. Mun hann hafa verið mjög reglusamur í þeirri embættisfærslu, og bílarnir skyldu vera í góðu lagi. Óvenjumikil voru þau störf á fél- agsmálasviðinu, sem Gísli gegndi. Hann situr í hreppsnefnd Nesja frá 1942-1946 (á meðan Höfn tilheyrir þeim hreppi) síðan á Höfn frá 1946- 1958. Var í forsvari fyrir nefnd þeirri er fjallaði um skiptingu Nesja- hrepps, við stofnun Hafnarkaup- túns. Hann hafði yfirumsjón með fjölmörgum stórframkvæmdum svo sem byggingu rafveitu á Höfn 1949- 50 og vatnsveitu kauptúnsins 1952- 53 og aftur 1956. Hann var í þeirri sveit manna er stofnaði verkalýðsfé- lag á Höfn 1928, og hafnarnefnd 1942-1970. Að endingu þó engan- veginn sé tæmandi talið, skal nefna setu Gísla Björnssonar í sýslunefnd 1962-1974, einnig endurskoðandi sýslu- og hreppareikninga frá 1974 og er enn. Sveitungar Gísla hafa sýnt honum ýmsan sóma og vottað þakklæti fyrir hin fjölmörgu störf. Árið 1976, þá er Gísli varð áttræður, var hann gerð- ur að fyrsta heiðurborgara á Höfn. Sjómenn veittu honum heiðurs- merki 1977 vegna starfa í þágu fiski- skipaflotans. Auðvitað hefði Gísli átt að fá Fálkaorðuna fyrir löngu en hún lendir nú oftar en hitt hjá upp- mygluðum embættismönnum og þeim öðrum sem nógu lengi er betlað fyrir. Svo sem lítillega er að vikið áður, hefur Gísli grúskað mikið sl. tuttugu ár og vel það. Hann er ágætlega ritfær og vandur að heimildum. Þegar Byggðasaga ArSkaftafellssýslu var rituð, samdi Gísli kaflann um Hafn- arkauptún frá upphafi byggðar 1897- 19.70. Þetta eru 260 síður og var þó miklu sleppt, til stórskaða fyrir verkið, en samræmis við markaðan ramma útgáfunnar. Gísli hefur ritað fjölda greina í blöð og tímarit m.a. fyrir sýsluritið Skaftfelling árg. II.-IV. og enn vinn- ur Gísli að fræðum, nú um félags- menn K.A.S.K., þá sem horfnireru. Þar nýtur hann samvinnu við konu sína. Þetta er merk heimildasöfnun. Gísli er ræktunarmaður, fyrsti og fegursti trjágarðurinn á Höfn er við steinhúsið á Grímsstöðum byggt 1924. Þar mun hans ágæta kona Reg- ína Stefánsdóttir hafa vel að unnið. Fallegur er lundurinn við sumarbú- staðinn inn með Jökulsá í Lóni. Snyrtimennska og myndarbragur á öllu sem nálægt var komið. Gísli Björnsson er kempa í sjón og raun. Hann var vel íþróttum búinn, kappsfullur og fylginn sér í öllum málum. Skapríkur er Gísli, en hrein- skiptinn. Það er ekki fyrir smámenni að etja kappi við Gísla í orðaræðum, eins rökfastur og vel máli farinn scm hann er. Fyrst og fremst er Gísli sannur ís- lendingur, sem þolir engan undir- lægjuhátt eða hálfvelgju. Hann mun standa vörð um tungu og þjóðerni, svo lengi sem líf endist. Sá er þessar línur párar, kvaddi á heimili Gísla Björnssonar og Regínu Stefánsdóttur að kveldi 10. jan. sl., eða á elleftu stundu, því á brott var haldið úr héraði morguninn næstan. Það var við hæfi að kveðja hina öldnu kempu sýsluendurskoðandann og þar með samverkamann minn í lok út- haldsins hjá Austur-Skaftfellingum. Gísli kom mér ánægjulega á óvart, var bráðhress, en lasleiki hafði herj- að á hann haustmánuðina og nokkuð á árinu 1984. Gísli heldurávallt reisn sinni og andlegir kraftar miklir, hugsunin og orðaræður skýrar, minn- ið óbrenglað það best ég fann. Af fundi þeirra hjóna fór ég ríkari, nú sem fyrr. Húsráðendur eru þeirrar gerðar, að ölium er ánægja og ávinn- ingur að samveru við þau. Það eru góðir straumar í þeirra húsi, þar sem gestrisni, hlýja og menningarbragur ríkja. Að skilnaði réttu þau mér for- kunnarfagran jaspisstein, er þau höfðu fundið í gönguför í Skógey, Nesjum. Steinn þessi er slípaður á einni hlið og þar gefur að líta slíka litadýrð að með ólíkindum er. Form steinsins góða minnir á skútu undir fullum seglum. „Þetta skal vera ykkar, þín og konu þinnar, ævintýra- fley og færa ykkur gæfu og gengi,“ mælti Regína að skilnaði. Ég minnist þess er ég sá Gísla í fyrsta sinn „undir fullum seglum", þaðárásýslufundi 1974. Þáum vorið var kosið til sýslunefndar á Höfn og í stað Gísla kom ungur maður. Gísli var þá orðinn 78 ára. í upphafi fund- ar var drepið á dyr og inn snaraðist vörpulegur maður. Hann ávarpaði sýslumann, sem þá var Einar Óddsson, svo og fyrrverandi með- nefndarmenn sína. Gísli þakkaði samveruna, sem mér er ekki grun- laust um að hann hefði viljað að yrði lengri. Mælti hann vel til fundar- manna, en af óvenjulegum myndug- leik og hvatti til dáða. Ekki hafði komumaður uppi langar orðaræður, en kvaddi og þakkaði fyrir sig. Ég varð þess var að koma hans hafði mikil áhrif á fundarmenn, en ég var á þessurn tíma nær með öllu ókunnug- ur um menn og málefni héraðsins. Það kom og á daginn að Gísli naut trausts allra og á hann hlóðust áfram trúnaðarstörf fyrir sýslufélagið, þó hann liyrfi úr sýslunefnd. Á þessum sýslufundi 1974 var Gísli kjörinn endurskoðandi sýslu- og hreppa- reikninga, skipaður í fyrstu stjórn Elli- og hjúkrunarheimilis er sýslan var að setja á stofn, svo og gegndi hann áfram starfi skjalavarðar og forsvarsmanns héraðsskjalasafnsins, en til ‘þeirrar stjórnar var kosið í sýslunefnd. Ég var ásamt Gísla og Margréti H. Gísladóttur kosinn í fvrstu stjórn Elliheimilisins, þar fann ég gjörla hversu mikill kjark- og framfaramaður Gísli Björnsson er. Aldrei hikaði hann við að ráðast í stórræði á þessum vett- vangi og lét sér vel líka allt er til vaxt- ar og viðgangs var gert, þó greiðslúget- an virtist á stundum undir öllu „raun- sæisplani“. Gísli var það framsýnn að hann skildi að ekkert gerðist á þcssum tímum, nenia með því að taka áhættu. Þetta var jú fyrir tíma verðtryggingar á lánum, og verð- bólgan vann með þcim sem fram- kvæmdu. Skjalasafn Austur-Skaftafells- sýslu er eins manns verk, Gísla Björnssonar. Hafa tjáð mér fagmenn, að skráning þess, uppsetn- ing og fyrirkomulag allt hafi verið með sérstökum ágætum. Því miður varð safnið að flytja úr góðu húsnæði 1978 og var á miklum hrakhólum um árabil. Þetta veit ég að Gísla sárnaði og var að vonum. Hann sleppti þó ekki hendinni af safninu fyrr en 1984. Nú er unnið að því að fá þess- ari stofnun samastað og ráðinn hefur verið háskólamenntaður safnvörð- ur. Honum og öðrum sem um safnið hafa fjallað er Ijóst að það mun alia tíð búa að brautryðjendastarfi Gísla, sem honum verður aldrei fullþakk- að. Allt þetta starf sem stóð á annan áratug vann Gísli af hugsjón og ein- stakri alúð. Má heita að verklaun hafi mestan tímann verið nær enginn. Mest voru samskipti okkar Gísla varðandi endurskoðun hreppa- og sýslureikninga. Gísli er glöggur talnamaður og kastar ekki höndum til verka. Þó stundum drægist fram undir sýslufund að einstaka hrepps- reikningur bærist, var allt endur- skoðað og tilbúið á fundinum. Mun vinnudagurinn oft hafa verið langur hjá endurskoðandanum í júníbyrj- un. Áritaðir reikningar frá Gísla Björnssyni voru réttir, um það þurfti ekki að véla. Síðustu tvö árin naut Gísli aðstoðar varaendurskoðenda vegna lasleika og fjarveru. Gísli er tvíkvæntur. Fyrri konu sína Arnbjörgu Arn^rímsdóttur missti hann 1935. Með henni átti hann tvo syni, Arngrím, vélstjóra og Björn rafvirkjameistara, búsettir á Höfn. Báðir traustleikamenn og fag- menn ágætir, svo sem þeir eiga kyn til. Síðari kona Gísla er Regfna Stef- 1 ánsdóttir frá Kálfafelli í Suðursveit f. 5. september 1912. Þau gengu í hjú- skap 19. apríl 1945. Börn þeirra eru Kristín kennari í Nesjum og Baldur kennari í Reykjavík. Mesta ágætis og myndarfólk í hvívetna. Þáð eru sérstök forréttindi og lærdómsríkt að kynnast manni eins og Gísla Björns- syni, fyrir það þakka ég, um leið og ég óska afmælisbarninu allra heilla og góðra ára framundan. Regínu, þeirri sómakonu, þakka ég kynnin, allt var það mannbæt- andi. Fríðjón Guðröðarson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.