Tíminn - 27.03.1986, Page 2

Tíminn - 27.03.1986, Page 2
2 Tíminn Fimmtudagur 27. mars 1986 Sigurbjörn Einarsson biskup MORGUNN UPPRISUNNAR Það er gott að vakna snemma á páskadag. Finnst þér það ekki? Morgnar eru misjafnir. Allir fæðast þeir af nótt, boða dag, sem deyr inn í nýja nótt. Sólir rísa og hníga, mennirnir koma og fara, barnið vappar út í morgunskin ævinnar, heilsar hækkandi degi, sem óðar en varir fer að halla og brátt skyggir af þcirri nótt, bíður allra. En einn morgunn stendur kyrr yfir öllum eyktamörkum, yfir ferli ein- staklinga og kynslóða. Hann vitjar hverrar vöggu, brosir við hverja banasæng og skt'n yfir hverja gröf, morgunn upprisunnar, páskanna. Sá morgunn lyftir brún yfir alla skugga, allar myrkar gátur. Því geislar hans boða það, að Drottinn lífsins og kærleikans, Jesús Kristur, hefursigr- að og að enginn kross, engin grimmd né gaddur, ekkert svartnætti stöðvar þá sól, sem með honum reis. Þetta er grunnur og gleði kristinn- ar trúar frá öndverðu. Hún fæddist þann morgunn, þegar Jesús kross- festur gekk út úr gröf sinni sem krýndur konungur í ríki Ijóssins. Hún fæðist mcð hverjum einstökum, þegar hugur opnast fyrir morgun- andvara þess eilífa dags, sem skín af honum. Það er gott að vakna móti þeirn degi. P’að er gróin og rótföst tilfinning með kristnum mönnum, að páska- dagsmorgunn sé þrunginn af sér- stæðum blæ, hljóðum en sterkum fögnuði. Mönnum fannst sólin dansa, þegar hún kom upp. Ég hef heyrt fólk tala um þetta í alvöru og menn hafa skrifað um það. Þeim þóttu geislarnir leiftra svo, að það var sem sólin dansaði af gleði. Ég man sjálfur sérstaklega einn fagran páskadagsmorgunn, þegar ég var barn. Sólin kom upp í tæru heiði og bláminn í austri var alskír. Allir á bænum voru komnir út á hlað fyrir sólarupprás. Við héldum hljóða páskaguðsþjónustu í varpanum og horfðum á, hvernig hvelið bjarta virtist iða af gleði, dansa af fögnuði litla stund í leiftrandi blæju síns eigin ljóss. Barnalegt? Það má vel vera. Fólk- ið hafði líka verið barnalegt á jól- unum, bæði stórir og smáir. Bamslegt réttara sagt. Við höfðum horft á kertaljós á jólanótt og vissum, að ljósið á lágum snúð bar boð frá birtunni í Betlehem og frá englun- um, sem sungu: „Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu“. Og við tókum undir og sungum: „í myrkrum Ijómar lífsins sól". Nú horfðum við á, þegar sól rann upp. Hvað var sólin annað en eitt af kertaljósunum í hendi Guðs, sem hann brá upp á hverjum morgni, en þennan helga morgun, á hátíð upp- risunnar, þótti okkur sannarlega eðlilegt, að hann gæfi vísbendingu aukreitis um fögnuðinn í heimi engl- anna, himni frelsarans. Ef skamm- degisnóttin varð bjartari en dagur vegna þess, að Jesús lá reifaður í jötu, þá var ekki nema von, að vorsólin yrði venju fremur hýr og glöð, þegar hann reis upp af gröf sinni, þegar hann, guðs barntð úrt himnadýrð, sem fæddist af skauti jarðneskrar móður til þess að verða bróðir allra barna, hafði stigið frarn úr skauti grafar, til þess að fátæku börnin á jörð ættu með honum eilíft ljós og eilíft líf. Hvað sem öðru líður, þá hljótum við að vera sammála um það, að ekki er sama, hvernig sólin speglast í skuggsjá hugans og hverju nóttin mætir þar. Mér ógriar einhver skuggi, þótt eg sé beint við sól, segir séra Matthías. En hann þekkir líka þá heilögu trú, þá birtu hjartans, sem „heljarkuldinn bráðnar" fyrir. Nýja testamentið einangrar ekki manninn frá náttúrunni. Það sér hana gleðjast, þegar Guð brosir, og daprast, þegar hann grætur. Það skein stjarna, þegar Jesús fæddist, ný vonarstjarna yfir jörð. En yfir krossinum á Golgata huldist himin- sólin sjálf, það var sem kvöl og blygðun og angist hefði gagntekið alla náttúru. Öll sköpunin stynur og hefur fæðingarhríðir, segir Páll, hún bíður öll eftir því að verða leyst úr ánauð. í gleði jólanna, harmi krossins, fögnuði páskanna, er al- heimur þátttakandi, því þetta eru úrslitastundir í sköpunarsögu Guðs, lífi Guðs. Einir sinni var nótt í alheimi. Þá sagði Guð: Verði ljós, og það varð Ijós. Einu sinni var jörðin auð og tóm. Og Guð sagði: Verði líf, og það varð lt'f. Og lífið á þessum morgni Guðs var hreint eins og ljósið, tært eins og döggin eða auga barnsins. En sagan, eins og við þekkjum hana, ber ekki þennan svip. Þar eru skuggar og gróm. Þar er skuggi Adams, sem fer að ljúga og rægja konu sína. Þar er skuggi Kains, sem fer að öfunda bróður sinn og myrðir hann. Þar er skuggi Jakobs, sem prettar bróður sinn og vélar föður sinn, skuggi Davíðs, sem tekur lamb fátæka mannsins og bruggar honum síðan banaráð. Þetta eru nokkur dæmi úr Biblí- unni um skuggana, sem hvíla yfir vegferð mannsins. Jesús dró dæmin saman, gerði eina hnitmiðaða mynd, brá leiftri yfir sögu og stöðu manns- ins í dæmisögu um glataðan son, sem faðir saknar og syrgir og fagnar í ósegjanlegri gleði, þegar hann kemur til sjálfs sín, snýr aftur heim. Þótt hann sé aðeins eins og skuggi af sjálfum sér, er hann tekinn t' þann faðm, sem beið hans heima. Hann fær að byrja nýtt líf. Aftur var talað það orð, sem í upphafi kveikti ljósið í tilverunni og lífið á jörð. Og orðið var maður, Guðs sonur varð maður og kom með lífið að nýju frá uppsprettuni, lífið hreint og tært, eins og það ljós, sem berst til þin í geislum morgunsólar. Jesús sagði sjálfur: Ég er Ijósið, ég er lífið, ég er upprisan, komið til mín, ég er söknuður, þrá og sársauki þess föðurhjarta, sem bíður ykkar allra heinta, ég er kominn til þess að bræður og systur finni hvert annað að nýju og haldist í hendur heim á leið með mér. Hvar sem Jesús fór var sem ný dögun væri komin. Bugaðir menn vöknuðu til vonar, þreyttir fengu þrótt, sjúkir bata, sekir frið. Það var gleði vors og lífs, sem hann stafaði frá sér. En myrkrið í mannheimi snerist gegn honum. Mennirnir elskuðu myrkrið meira en ljósið, segir í guðspjalli. Hann, sem var í senn mynd hins sanna manns og hins sanna Guðs, var krossfestur. Hann gekk þess ekki dulinn, hvað það hlaut að kosta hann að lifa lífi kærleikans í þessum heimi, að ganga í berhögg við þau lög dauðans, sem birtast í síngirni og sjálfselsku, tillits- lausri samkeppni, hefndarhug og vígamóði. Þau lög eru máttug í þessum heimi. En mitt ríki er ekki af þessum heimi, sagði Jesús. og fórnaði lífi sínu í hlýðni við lög þess ríkis og til þess að ryðja því farveg inn í þennan heim. Upprisa hans birti sigur þeirrar fórnar. Guð friðarins og kærleikans breytir myrkri í Ijós, dauða í Iíf. Þetta boða páskarnir. Upprisa Jesú er áhrifamesti atburður allrar mannkynssögu. Ekkert sem gerst hefur olli eins snöggum, ótvíræðum og máttugum umskiptum í lífi sam- tímamanna né dró lengra og dýpra um áhrif. Það er söguleg staðreynd. Kristin trú er páskatrú, aflgjafi nýrr- ar lífsafstöðu, endurfæðing til lifandi vonar um þennan heim og komandi veröld handan alls dauða, bæn og: vissa um, að „Guðs ríki drottni, dauðans vald þrotni". Kristur lifir áfram á jörð með hirninn sinn í kringum sig, leitar og kallar, vakir í hverjum fórnfúsum kærleikshuga. stýrir hverri hendi, sem líknar og græðir. Hann er sú samviska heims- ins, sem verður ekki þögguð, þótt harkan og hrokinn, hálfvelgjan og blekkingarnar séu voldugar eins og á dögurn Pílatusar og Kaifasar og blindaða múgsins á þeirra tíð. Hann hefur helgað sér þennan heim og sækir fram í hljóðlátu konungsvaldi sínu, þar til allt dauðans vald er að velli lagt. Hann kveður til vakandi fylgdar við sig og veitir kraft til að vitna í verki og orði um ríki pásk- anna, kærleikans. Sigurbjörn Einarsson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.