Tíminn - 27.03.1986, Page 4

Tíminn - 27.03.1986, Page 4
4Tíminn Fimmtudagur 27. mars 1986 LÁUSÍILOKSINS FEKKST GJALDSVÆÐI OKKAR OTFÆRT Allir í rétta röö. Nýtt og fulikomið tölvustýrt símaborð tryggir snögga sím- svörun og afgreiðslu eftir réttri röð. Þegar þú hringir í Hreyfil og heyrir lagstúf, veistu aö þú hefur náð sambandi við skiptiborðið oc færð afgreiðslu von bráðar. Hafnarfjörður, Garöabær og Mosfellssveit. Höfum opnað nýjar biðstöðvar við Ásgarð í Garðabæ, Esso-stöðina við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði og við Þverholt í Mosfellssveit. Þetta tryggir enn betri þjónustu. Höfuðborgarsvæðið er nú eitt gjaldsvæði. Nú getur Hreyfill ekið þér frá Laxnesi að Bessastöðum eða frá Austurvelli í Straumsvík á innanbæjartaxta Reykjavíkur UREVFILL 68 55 22 Ávarp í dag er alþjóða leikhúsdagurinn. Hann er haldinn hátíðlegur í yfir 50 þjóðlöndum eða öllum þeim, sem aðild eiga að alþjóðasamtökum leik- húsmanna. Á alþjóða leikhúsdaginn hefur löngum verið minnst hinna ýmsu listgreina, sem á leiksviðinu búa og í ár ákvað Leiklistarsamband íslands að gefa fulltrúa dansins orðið. Því stend ég hér og ávarpa ykkur í nafni leikhúsfólks. Áður en maðurinn hafði orðið hafði hann dansinn. Sagan segir okkur að dansinn hafi átt ríkan þátt í menningarþróun mannsins. Þörfin til að tjá sorg og gleði, ást og athafnir í dansi hefur fylgt manninum frá örófi alda. Frummaðurinn dansaði á vorin til dýrðar nýju lífi, hann dansaði þakk- ardans á haustin fyrir góða upp- skeru. Frá fæðingu til dauða átti hver. merkisatburður í lífi frum- mannsins sér dans. Hvatinn að dansi mannsins voru hreyfingar náttúrunnar, sjávarföll, vindar og leikur dýranna sem hella- ristur frá steinöld hinni fornu bera vitni um. Hofdansar Forn-Grikkja og Eg- ypta að ógleymdum dönsum fornra menningarríkja Austurlanda, segja okkur að staða dansins hafi borið hátt í trúarmenningu þessara þjóða. Á miðöldum tíðkuðust dansar frá heiðinni tíð í helgisiðum kristinnar kirkju, og er víða hægt að finna leifar þessa nú á tímum, m.a. í Seville stíga kórdrengir dóm- kirkjunnar dans fyrir framan altarið við ýmsar trúarathafnir. En í aldanna rás breyttist viðhorf kirkjunnar til dansins og var hann lagður niður og litið á hann sem syndsamlegt athæfi. Þessi viðhorf kirkjunnar höfðu örlagarík áhrif á stöðu dansins. Hér á landi reyndi kirkjan þegar á 12. öld að banna dansinn, og með húsagaskipan um 1700 hverfur dansinn úr okkar menningarlífi í rúma öld. Með þeim samfélagsbreytingum sem urðu á endurreisnartímabilinu, komu fram ný viðhorf í Evrópu. Hirðdansinn hefst til vegs og virðing- ar og leikdansar eru samdir. Við hirð Lúðvíks 14. var saniið kerfi, sem dansararnir voru þjálfaðir eftir og getur listdans nútímanns rakið uppruna sinn til þess tíma. Eins og fyrr segir hefur dansinn verði ríkur þáttur í lífi mannsins og menningu þjóða. Sem tjáningarform og listgrein er dans alhliða andleg og líkamleg athöfn, sem uppfyllir þörf mannsins til að sameina hreyfingar og tilfinningar, sem leið til samskipta við umhverfi sitt. Á undanförnum árum hefur orðið mikil vakning á sviði dansins, diskó- og free-styledansinn fóru eins og eldur um sinu um allan heim, og gaf ungmennum tækifæri til að skapa og tjá sinn eigin dans. Break-dansinn stuðlaði að bylt- ingu í samskiptum unglinga í fá- tækrahverfum stórborga Bandaríkj- anna, í stað blóðugra átaka var tekist á í dansi. Er dansinn ekki jafn nauðsynlegur nútímamanninum scm skapandi afl og hann var í bernsku mannkyns? Hver á staða dansins að vera í okkar listmenningu, sem er forsenda framþróunar og fegurra mannlífs? Listdans er ung listgrein hér á landi. Atvinnuflokkur hefur verið starfandi síðan 1973. Á þessum þrettán árum hefur verið unnið mik- ið og óeigingjarnt starf og nrargir lagt hönd á plóginn. Nú eigum við fríðan hóp dansara sem við getum öll verið stolt af. Listdansinn er heillandi listgrein, með ótakmarkaða túlkunarmögu- leika í formi og myndum, hann á sér engin landamæri. og segir meira en orð fá lýst. íslenski dansflokkurinn hefur vax- ið úr grasi. en verður að fá mögu- leika til að efla starfsemi sína enn frekar, og verða leiðandi afl í dans- sköpun í landinu. A þessum degi vil ég að lokunr beina orðum mínurn til þeirra, scm að leikhúslistum starfa. Vinnum saman að listsköpun sem á rætur í uppruna okkar og stuðlum þannig að lifandi leikhúsi sem er í senn spegill og dómari á samtíð okkar. Nanna Ólafsdóttir, listdansstjóri Þjóðleikhússins.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.