Tíminn - 27.03.1986, Side 9

Tíminn - 27.03.1986, Side 9
 Fimmtudagur 27. mars 1986 Tíminn 9 Eins og þruma úr heiðskíru lofti Borgarar í Dublin áttu sér einskis ills von á mánudagsem varalmennur frídagur. Klukkan tólf á hádegi sáust litlir flokkar úr sjálfboðasveitunum og Borgarahernum svonefnda ganga inn í miðborgina fylktu liði til ýmissa helstu bygginga. Fimm helstu bygg- ingar norðan við Liffey-fljót voru teknar og níu sunnan þess auk nokkurra járnbrautarstöðva. Höfuðstöðvar voru settar upp í stór- byggingu Aðalpóststöðvarinnar og írskir fánar dregnir að húni. Liðsaflinn var hvergi sá sem upp- haflega hafði staðið til. Til stórræð- anna var hér mættur þúsund manna hópur úr sveitum írskra sjálfboða- liða undir stjórn MacDonagh og sVeitin úr Borgarahernum taldi 250 manns. Þótt leiðtogarnir vissu í hjarta sínu að endalokin væru fyrir- fram ráðin. gerðu þeir sér samt vonir um að eftirfarandi yrði þeim til bjargar: Að allir írskirsjálfboðaliðar kæmu ótilkvaddir á vettvang og að óeirðir brytust út um allt landið. í öðru lagi að Bretar óttuðust að almenningsálit í Bandaríkjunum yrði þeim andsnúið, ef þeir beittu fullri hörku (en Bretar vonuðust nú ákaft eftir að Bandaríkin liðsinntu þeim með þátttöku í stríðinu), og í þriðja lagi að Þjóðverjar kæmu til skjalanna með einhvers konar aðstoð. Uppreisnarmenn höfðu ekk- ert stórskotalið og vonuðu þeir að Brctar beittu ekki sínu stórskotaliði, þar sem þeir mundu ekki tíma að valda skemmdum á breskum eignum í Dublin. Helstu staðir sem tcknir voru auk Aðalpósthússins, voru í South Dubl- in Union, þar sem stóð þyrping fátækraheimila, réttarbyggingin Four Courts. (þar sem menn gerðu sér vígi úr lagadoðröntum) og St. Stcphen's Green, þar sem menn bjuggust um í skotgröfum. Ætlunin hafði verið að taka Dubl- in-kastala, en þar sem foringi sá er það átti að framkvæma var svo fáliðaður, þorði liann ekki að gera áhlaup og settist um kastalann með því að raða kring um hann leyni- skyttum. Hins vegar voru Bretar mjög fáliðaðir í kastalanum og hefði djarfmannlegt áhlaup að líkindum tekist. Þá fór út um þúfur sú áætlun að taka vopnabúr Breta í Phoenix Park og var ástæðan ekki önnur en sú að breski foringinn hafði brugðið sér á veðreiðar með lykilinn í vasanum í stað þess að hengja hann upp á vanalegan stað! Bretar ráðvilltir Bretar vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið sem von var. Lið þeirra í Dublin hafði nefnilega ekki enn verið látið vita unt Casement og vopnasendinguna. Kom það til af því Bretar óttuðust að það kynni að leiða Þjóðverjum fyrir sjónir að dulmálslykill þeirra hefði verið ráðinn. ef fregnin bærist út svo skjótt. Frá Dublinarkastala var þeg- ar boðið út allt lið frá herbúðum í grennd Dublinar og símað til London eftir liðsauka. í London sat fyrir heimahemum Lord French. sem áður hafði verið yfirbjóðandi breska liðsins á megin- landinu, en hafði nú vikið sæti fyrir Haig. Viðbrögð hans urðu umsvifa- laus og öfgakennd. Hann skipaði svo fyrir að fjögur herfylki, alls um hundrað þúsund manns, sem brýn þörf var fyrir handan Ermarsunds, skyldu send til írlands. Þetta uppá- tæki hefur fengið harðan dóm í sögunni síðar og því er haldið fram að þennan mánudag á páskum hafi möguleikinn á að írar sættu sig við heimastjórn eina gufað upp fyrir fullt og allt. Hugmyndin um að grípa til vopna átti sér nefnilega sáralítinn hljóm- grunn meðal írsku þjóðarinnar. Hún lifði aðeins í hjörtum lítils minni- hluta. En foringjar þessa minnihluta vissu að með fórn þeirra yrði breyt- ing á og að ekki yrði við snúið Það gekk eftir. Vopnaviðskipti Þriðjudaginn var állt með tiltölu- lega kyrrum kjörum íborginni. Upp- reisnarmenn og Bretar vissu lítið um hvað hinir hugðust fyrir eða hver liðsaflinn var. En Bretar voru samt tiltölulega snöggir að átta sig á hvar uppreisnarmenn höfðust við og undirbjuggu nú aðgerðir. Þeir slógu hring um þau borgarhverfi þar sem uppreisnarmenn sátu og gcrðu nú reka að þvi að mynda fleyg á milli þeirra. Þar sem uppreisnarmenn höfðu skorið niður símalínur þær sem til náðist gátu þeir sjálfir ekki komið boðum í milli staða nehia meö sendimönnum, sem voru ungl- ingar úr írsku sjálfboðadeildunum. Varölínur Breta milli hverfanna skáru nú einnig á þessar boðleiðir. Bretar settu upp bækistöðvar í Trinity College, scm var helsti skóli samveldissinna og þar var ungum foringjaefnum kennt. Höföu upp- reisnarmenn upphaflega ætlað sér að taka skólann en trcystu sér ekki til þess vegna mannfæðar. Auk þess hefðu foringjaefnin án vafa veitt viðnám. Upplausn og gripdcildir breiddust út í borginni og þar sem aðdrættir stöðvuðust fór matvælaskortur strax að gera vart viö sig. Var nú lýst yfir hernaðarástandi. Þrír írskir blaða- menn voru handteknir og skotnir af breskum liðsforingja og sú gamal- kunna ástæða gefin síðar að þeir hefðu verið skotnir „á flótta". Nú höfðu Bretar dregið nokkrar fall- Breskt herlið sækir að Aðalpósthúsinu, þar sem uppreisnarmenn höfðu bækistöðvar sínar. byssur inn í borgina og hófu skothríð á Liberty Hall. byggingu sem upp- reisnarmenn höfðu látið afskipta- lausa og þar sem enginn var innan dyra nema húsvörðurinn. Sígur á ógæfuhlið Á miðvikudagsmorgun stóðu upp- reisnarmcnn gegn tuttuguföldu ofur- efli. Bretar sendu fallbyssubátinn Helgu upp cftir Liffeyfljóti og stór- skotahríð var hafin á Liberty Hall. Skothríðin var ónákvæm og kvikn- aði í fjölda bygginga. Þetta var nú orðið líkara stríði en upphlaupi. Sprengikúlu af stærstu gerð var beitt til að drepa eina leyniskyttu í grennd við Dublinkastala. Meðan þessu fór fram gerði ungur foringi, sem síðar átti eftir að verða þekktur maður í írsku stjórnmálalífi, bresku liði á leið inn í borgina fyrirsát og felldi fjöldann allan. Sá var de Valera, síðar forseti. Á fimmtudag kom á vettvang sá yfirforingi sem London hafði skipað að stjórna aðgerðum, Sir John Max- weel. Tók hann rösklega til hendinni og það af slíkum ofstopa að margir hafa sagt að enginn cinn maður hafi grafið jafn rækilega undan breskum yfirráðum á írlandi og hann. Bresku hermennirnir voru flestir lítt reyndir nýliðar og skutu þeir iðulega í fáti á allt kvikt. Vopnin sem írsku sjálfboðaliðarnir höfðu fengið við Howth 1914 voru hlaðin kúlum með sljóum oddi, sem skildu eftir sig hræðileg sár. Var þctta hinum belgísku vopnasölum að kenna en ekki írum, en að sjállsögðu notuðu Bretar þetta til að ^ýna fram á grimmdaræði uppreisnarmanna. Brátt höfðu uppreisnarmenn hörf- að úr St.Stephens Green og úr South Dublin Union og þrengdi nú að stöðvunum í Aðalpósthúsinu. Pear- se og næstráðandi hans, Connolly, særðust báðir og Connolly svo illa að hann hélt ekki rænu fyrir kvölum nema með morfíngjöfum, en annar fóturinn var sundraður. Eldarnir sem loguðu í borginni voru svo miklir að menn hafa líkt þeim við London 1940-1941. Margar hugdjarfar konur fylltu raðir uppreisnarmanna. Á fösludag bauð Pearse þeim að yfirgefa Aðal- pósthúsið. Sjálfur flúði hann úr byggingunni ásamt þeim er eftir lifðu síðar sama dag. Byggingin var þá alelda. Lokaorrustan stóð við Kings Street í grennd við dómshúsið, Four Courts. Tók það fimm þúsund breska hermenn 28 stundir að yfir- buga þá 200 hermenn sem þar vörð- ust og höfðu barist í fimm sólar- hringa án svefnS og matarlitlir. Þegar að endalokunum dró settu Bretar upp byssustingina,sóttu að húsunum og unnu á öllum sem þeir fundu fyrir innan, þar á meðal borgurum er földu sig í kjöllurum. Á laugardagsmorgun gáfust þeir Pearse og Connolly upp. Önnur virki uppreisnarmanna fylgdu á eftir. Endurgjöldin Nú var stund hefndarinnar upp runnin og samkvæmt skipunum frá London voru engin grið gefin. Fjöl- skyldur dauðadæmdra vissu ekki um dómsuppkvaðningar fyrr en eftir aftökuna. Fyrstur var Pearse leiddur fyrir aftökusveitina og þá Connolly sem var svo illa á sig kominn að hann var yfirhcyrður rúmliggjandi og skotinn sitjandi í stól. Annar frægur foringi uppreisnarmanna var Plunkett, hugsjónamaður sem var öryrki. en hafði riíið sig upp af sjúkrahúsi til þátttöku í aðgerðun- um. Bróðir Pearse, sem ekki tók þátt í uppreisninni var líka leiddur fram og drepinn. Andúðarbylgja fór um alla írsku þjóðina og hún jókst enn þcgar Casement var leiddur fyrir rétt og dæmdur til dauða samkvæmt bresk- urn lögum um landráð frá 1351. Bretum varð skjótt Ijóst að þeir höfðu farið offari. Sir John Maxweel var vikið frá embætti og flcira var rcynt að gera sem bragarbót. En það var um scinan. Páskaupp- reisnin var algjörlega misheppnuð. En hún tókst líka fullkomlega. Eftir páska 1916 var óhugsandi að Bretar fengju stjórnað írlandi til frambúð- ar. Uppreisnarmenn tala við ættingja sína í gegn um gaddavírsgirðingu, þar sem þeir sitja í haldi hjá Bretum. Pearse gefst upp fyrir breska foringjanum Lowe.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.