Tíminn - 27.03.1986, Page 17

Tíminn - 27.03.1986, Page 17
Fimmtudagur 27. mars 1986 Tíminn-17 áhrif á mcnn sem gætu stuðlað að sigursælum endalyktum. Hin tilgátan er ósennilegri. - að Nikulás II hafi verið að koma undan einhverju af auði sínum. til þess að geta átt hann vísan eftir yfirvofandi byltingu. En eitt er víst. Aldrei hafa önnur eins auðævi náðst af hafsbotni. Þegar síðast var vitað hafði verið bjargað 30 platínustöngum, 48 gullstöngum og 5500 kössum af enskum gullpeningunt. - Og ekki er allt búið enn. Forvígismaður björgunarinnar, Sasakawa, ein af gullstöngunum og loks nafnskilti skipsins. GULUBETRI Umsjón: Þórmundur Bergsson, Heimir Bergsson: Sjónvarpsrisarnir segja nú stopp - Bandarísku sjónvarpsstöðvarnar töpuðu í heildina á íþrótta- útsendingum sínum á síðasta ári og neita nú að verða við kröfum um svimandi háar fjárupphæðir fyrir sýningarrétt II .M. JLclstu íþróttir þeirra Banda- ríkjamanna, hornabolti, amerískur fótbolti, körfubolti ogfrjálsar íþrótt- ir gætu átt eftir að líða fyrir vanda- mál sem nú herjar. ellegar fer að herja á keppnir þeirra bestu í þessum greínum. Vandamálið er ekki þetta venju- lega þ.e. misnotkun á áfengi og öðrum eiturlyfjum meðal íþrótta- mannanna eða borganir undir borð- ið til þeirra. Nei, raunar er máiið alvarlegra því það snýst utn hvort keppnir á borð við NBA (körfu- boltakeppnina bandarísku) og NFL (helstu deildarkeppnina í ameríska fótboltanum) haldi áfram að vera til í svipuðum stíl og þeim hefur verið haldið uppi síðustu árin. Vandamálið er að sjálfsögðu í líki peninga og aðalpersónur þess eru sjónvarpsrisarnir þrír í Bandaríkj- unum ABC, CBS og NBA. Pessar stöðvar hafa undanfarin ár þurft að greiða svimandi háar fjárupphæðir til gráðugra mótshaldara og eigcnda keppnisliða. Hafa fjárupphæðirnar farið síhækkandi á síðustu árum. Nú eru hlutirnir hins vegar farnir að breytast nokkuð skyndilega. Sjón- varpsrisarnir þrír hafa nefnilega sagt þvert „nei" við meiri hækkunum. Ástæðan? Jú. sjónvarpsstöðvarn- ar eru farnar að tapa á íþróttaútsend- ingum sínum, nokkuð sem fæstum datt í hug fyrir aðeins tveimur árum síðan þegar ABC kom út með 70 milljón dollara gróða eftir Ólympíu- letkana í Los Angeles en þar réð ABC yfir sýningarréttinum. Reyndar kom vel í Ijós minnkandi fjárhagsgeta sjónvarpsstöðva í garð íþrótta þegar samið var um sýningar- réttinn frá Ólympíuleikjunum í Seo- ul 1988. Forráðamenn þeirra leikja höfðu vonast eftir að geta sclt sýn- ingarréttinn á allt uppí milljarð doll- ara. Þegar upp var staðiö urðu forráðamennirnir hins vegar að sætta sig við „litlar" 300 milljónir dollara frá bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC. Á síðasta ári töpuðu allir banda- rísku sjónvarpsrisarnir reyndar á íþróttaútsendingum sínum og sumir miklu. Stöðvarnir töpuðu t.d. sam- tals um 45 milljónum dollara á út- sendingunt frá NFL og í raun var það aðeins körfubollinn scm gaf stöðvunum eitthvað í sinn hlut. Já, veislan virðist vera á enda fvrir þá sem rekið hafa keppnisdeildirnar bandarísku scm og alþjóðaíþrótta- mót út um allan heim með snjöllu peningaviti. Nú verða sumar íþrótta- greinarnar að sætta sig við minna ellegar eiga á hættu að hverfa af skjánum. Ástæðan fyrir minnkandi gróða sjónvarpsstöðvanna af útsendingum sínum frá íþróttaviðburðum er sú að auglýsendur hafa í auknum mæli snúið sér annað með auglýsingar sínar. Áður fyrr gátu sjónvarps- stöðvarnar krafist mikilla peninga frá auglýsendum sem fylla vildu hléin í íþróttakappleikjunum. ABC gat t.d. krafist sem samsvarar rúm- um sjö milljónum króna fyrir 30 sekúndna auglýsingu á mánudags- kvöldum er stöðin sýnir beint l'rá einum leikja fótboltadeildarinnar bandarísku NFL. En af hverju hafa auglýsendurnir snúið sér að öðrum þáttum í sjón- varpi ntcð auglýsingar sínar: Ekki er um að kcnna fjölda þeim sem horfir á íþróttir í sjónvarpi því á síðasta ári jókst hann þó nokkuð hjá öllum bandarísku sjónvarpsrisunum. Þetta ár byrjaði einnig vel hjá st'öðvunum og t.d. horfðu alls um 120 milljónir mánna á úrslitaleik bandaríska fót- boltans (Super bowl) sem fram fór í New Orleans. Það ku vera mcsti áhorfcndafjöldi að einum sjónvarps- þátt í sögunni. Nei, það er ckki áhorfendafjöld- inn í sjálfu sér sem gcrt hefur auglýsendur afhuga íþróttunum. Hér er öllu frekar um að ræða breyttar sjónvarpsvenjur hjá banda- rísku þjóðinni. Auglýsendum finnst nú þeir ná bctur til þess fólks sem þeir eru að höfða til með því t.d. að auglýsa í hinu svokallaða MTV eða músíkvídeói. Ungir karlmenn hafa ávallt verið stærsti hluti þess hóps sem reglulega horíir á íþróttir og því hafa bjór- og bílaauglýsingar ávallt verið mjög fyrirferðamiklar á skján- um þegar kappleikjum er sjónvarp- að. Nú eru hinsvegar tímarnir breyttir og konur eru nærri eins líklegar til að festa kaup á bíl og karlmenn. Ergó, bílaframleiöendur auglýsa nú vöru sína víðar en í íþróttaþáttum. Það eru slíkar breyt- ingar á þjóðfélaginu ásamt öðru sem líklega eiga eftir að draga úr þeim miklu fjárupphæðum sem sjónvarp- ið hefur hingað til þurft að greiða fyrir sýningarrétt af íþróttaviðburð- um. (Byggt á Sports Illustrated). Minnki sjónvarps- stöðvarnar handa- rísku greiðslur sín- ar verulcga til þeirra sem stjórna deilduin á borð við NFL, bandarísku fótboltadeildina, mun það koma endanlega niður á buddu leikmanna sjálfra. Körfuboltinn stóð fyrir sínu á síðasta ári og gaf sjón- varpsrisunum bandarísku fullt af peningum enda með skeinmtilegri sjónvarpsíþróttum. \

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.