Tíminn - 12.04.1986, Síða 4

Tíminn - 12.04.1986, Síða 4
4Tíminn SPEGILL llllllllll! þursabitið Svissneska skautadrottningin Denise Biellmann vann heims- meistaratitil 1982. Síðan hellti hún sér út í atvinnumennskuna og hefur þar af leiðandi verið bannað að taka þátt í heimsmeistarakeppni. Denise hefur svo sem ekki sett fyrir sig þetta bann. Hún hefur gert áhugamál sitt að atvinnu og er alls staðar eftirsótt og miklar summur í boði, því að allir vilja sjá Denise leika listir sínar, sem sumir vilja meina að aðrir leiki ekki eftir, heimsmeistarar eða ekki heims- meistarar. Það var þess vegna tekið vel eftir því þegar Denise hvarf af skautasviðinu á tímabili í vetur. En Denise er komin í leitirnar og hefur gefið skýringu á hvarfi sínu í vetur. Hún varð skyndilega altekin þursabiti, rétt eins og kem- ur fyrir hvern annan kyrrsetu- manninn og er það nógu slæmt, en fyrir skautadrottningu þýðir það Denise fékk þursabit og maður hennar gerði það sem hann gat til að lina þjáningamar. „Kóngatásveifla“ Denise Bielimenn er heimsfræg og hefur einu sinni fært henni heimsmeistaratitil. Kannski gerir hún það aftur eftir tvö ár. LÁNIÐ LÉK VIÐ ÞAU! -fundu „Halley-egg“ og fágætt frímerki Ef steikta eggið ykkar verður eins í laginu og Halley-halastjarnan gæti vel verið að eitthvert eggjafyrirtæki væri fúst til að borga ykkur vel fyrir, skv sögunni af ensku stúlkunni! Halley halastjarnan heimsækir okkur jarðarbúa á 76 ára fresti sem kunnugt er. Stundum og kannski í hvert skipti, hefur gosið upp sá kvittur að hænur hafi tekið upp á því að verpa eggjum sem apa eftir lögun Halley stjörnunnar. Fregnir af slíkum fyrirbærum má lesa í blöðum frá 1910 þegar stjarnan sást síðast frá jörðu. Nú hefur heyrst orðrómur frá Englandi þar sem segir að ung stúlka hafi einmitt fundið þannig egg í ár. Það var á bóndabæ í Studley sem Linda Franklin fann slíkt egg. Stórt eggjafyrirtæki laun- aði henni ríkulegu fyrir fundinn! Og þá var hann ekki síður hepp- inn frímerkjasafnarinn sænski sem keypti pakka af notuðum frímerkj- um, eitt kíló að þyngd, af eintómu bríaríi. Þegar hann fór að gramsa í frímerkjunum rakst hann á mikið fágæti, sem kallað er „Gscheidle" frímerki og er að verðmæti um 885 þús. krónur. Saga þessa frímerkis er sú að í tilefni Ólympíuleikanna í Moskvu hugðust þýsk póstyfirvöld gefa út sér frímerki. Síðan fór sem fór að Þjóðverjar létu ekki sjá sig í Moskvu í mótmælaskyni við innrás Rússa í Afganistan og ekkert varð að frímerkjaútgáfunni. Hins veg- ar varð konu póstmálastjórans, Kurts Gscheidle, það á óvart að taka örfá þessara frímerkja til handargagns og líma þau á póstkort, sem hún síðan sendi vinum og kunningjum. Þeir hafa síðan væntanlega ekki gert sér grein fyrir því hvílíkt dýrmæti þeir höfðu þar á milli handanna. Laugardagur 12. apríl 1986 ÚTLÖND FRETTAYFIRLIT MOSKVA — Stjórnvöld í Sovétríkjunum skýrðu form- lega frá því í gær að þau hefðu aflétt átta mánaða banni sínu á tilraunir með kjarnorkuvopn. Tilkynning Sovétstjórnarinnar fylgdi í kjölfarið á tilrauna- sprengingu Bandaríkjamanna í Nevadaeyðimðrkinni í fyrra- dag. BONN — Helmut Kohl kansl- ari Vestur-Þýskalands sagðist hafa vitneskju um að Líbýu- stjórn hefði verið viðriðin sprenginguna á skemmti- staðnum í Vestur-Berlín. Hann varaði þó Bandaríkjastjórn við að hefja hernaðaraðgerðir gegn Líbýu. BEIRÚT — Talsmaður bandaríska háskólans í Beirút (AUB) sagði í gær að yfirvöld skólans væru að rannsaka fréttir um að írski kennarinn Brian Keenan væri ( haldi hjá múhameðstrúarmönnum í Vestur-Beirút. LUNDUNIR — Verka- mannaflokkurinn breski vann sinn fyrsta sigur í 29 ár yfir Ihaldsflokknum í aukakosning- um í Lundúnum. Talsmenn flokksins sögðu sigurinn fyrsta merki þess að Ihaldsflokkur Margrétar Thatchers myndi tapa í næstu kosningum. JÓHANNESARBORG — Bardagar milli stríðandi fylk- inga Zulu-ættbálksins í Suður- Afríku ollu dauða sex manna í gær. Átökin milli fylkinganna áttu sér stað nálægt hafnar- borginni Durban. VIN — Stuðningsmenn for- setaframbjóðendanna Kurts Waldheim og Kurts Steyrer töldu báðir sinn mann hafa betur í rökræðum mannanna tveggja í fyrrakvöld. Þarneitaði Kurt Waldheim enn einu sinni að hafa verið nasisti í seinni heimsstyrjöldinni. LAHORE, Pakistan - Benazir Bhutto leiðtogi stjórn- arandstöðunnar í Pakistan sagði flokk sinn hafa getað tekið völdin í fyrradag, degi eftir komu hennar til landsins. Hún sagðist aftur á móti vera . hlynnt friðsamlegum stjórnar- skiptum. V IISÉ* PARIS — Stjórnvöld í Frakk- landi skýrðu frá því í aær að enn væri of snemmt að svara orðum Davids Lange forsætis- ráðherra Nýja-Sjálands. Lange lét að því liggja að stjórn sín væri reiðubúin til þess að sleppa úr haldi tveimur Frökk- um sem haldið er vegna spren- gingar þeirrar sem varð í Rain- bow Warrior, skipi Geen- peacesamtakanna. OSLÓ — Rúmlega 20 þús- und Norðmenn hafa misst vinnu sína, a.m.k. um stundar- sakir, vegna vinnudeilu þeirrar sem nú stendur yfir í Noregi. Rúmlega 100 þúsund aðrir launaþrælar eru í vinnubanni.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.