Tíminn - 12.04.1986, Page 5
Laugardagur 12. apríl 1986
ÚTLÓND
Samskipti Bandaríkjanna og Líbýu:
Vaxandi ólga nú
við Líbýustrendur
Bandarísk sjónvarpsstöö segir þaö einungis vera spurningu um
tíma hvenær sjötti floti Bandaríkjahers gerir atlögu aö skotmörkum
í Líbýu
Washington-Keuter.
Að sögn bandarísku sjónvarps-
stöðvarinnar NBC hefur Banda-
ríkjastjórn í hyggju að gera „skamm-
tímaárásir" á líbýsk skotmörk. Re-
agan Bandaríkjaforseti var sagður
bíða komu tveggja sinna helstu sam-
starfsmanna áður en lokaákvörðun
verður tekin um árásina, sem gera á
í hefndarskyni vegna grunaðrar þátt-
töku Líbýustjórnar í sprengingunum
tveimur í Evrópu er ollu dauða fimm
Bandaríkjamanna
Samstarfsmennirnir tveir, þeir
George Bush varaforseti og Caspar
Weinberger varnarmálaráðherra,
eru báðir væntanlegir til Washington
nú um helgina.
Stuðningur við hefndaraðgerðir
Bandaríkjahers hefur aukist mjög
meðal stjórnmálamanna í Banda-
ríkjunum nú síðustu daga þó deilur
séu uppi hvernig best verði staðið að
þeim.
Sjötti floti Bandaríkjahers siglir
nú að venju um Miðjarðarhaf og eru
í þeim hópi tvö flugmóðurskip sem
samtals flytja um 170 herflugvélar.
Þetta eru skipin „Ameríka" og
„Kóralhafið“ og í fylgd þeirra eru
ein 30 bandarísk herskip.
Sjónvarpsstöðin bandaríska sagði
að helstu skotmörkin yrðu fjórir eld-
flaugaskotpallar sem eru á Miðjarð-
arhafsströnd Líbýu. Einnig áætluðu
Reagan og sljórn hans að gera árás
á þrjá herflugvelli í Líbýu.
Nú er saumað að Gaddafi úr öllum áttum en Líbýuleiðtoginn neitar öllum
tenglsum við sprengjutilræði þau semvaldið hafa dauða fimm Bandaríkjamanna
í Evrópu. Gaddafi er meinilla við starfsemi sjötta flota Bandaríkjahers
(innfellda myndin) á Miðjarðarhafi og lái honum það enginn.
Bretland:
HEATHROW TIL SÖLU
Helstu flugvellir landsins verða seldir einkaaöilum
Lundúnir-Reuter
Breska þingið samþykkti nú í
vikunni tillögu sem heimilar ríkis-
stjórninni að selja sjö helstu flugvelli
Bretlands til einkaaðila.
ÓÞÆGUR
ÞUMALL
Hong Kong-Reuter
Maður einn frá Hong Kong
hefur kennt þumalfingri hægri
handar sinnar um endurteknar
og ósæmandi árásir sínar á bak-
hluta kvenfólks. Að sögn manns-
ins hefur hann ekki getað stjórn-
að þumalfingri sínum síðan hann
var barn að aldri.
Hinn 33 ára gamli Cheung
Yun-Fuk sagði fyrirrétti í vikunni
að hann hefði aldrei náð stjórn
yfir hægri þumalfingri sínum ag
því hefði það ekki verið hans sök
er hann kleip í afturenda konu
einnar á degi heilags Valentínus-
ar. Cheung kleip konuna eftir að
hafa hjálpað henni út úr leigubíl.
Útskýring Cheungs kom hon-
um þó að litlu gagni í réttarsaln-
um og reyndar þótti Michael Hill
dómara lítið til sögu hans koma.
Hill dæmdi Cheung í níu mánaða
fangelsi eftir að hafa heyrt að
hann hefði áður klipið þessa
sömu konu í bakhlutann og
reyndar komið sex sinnum fyrir
dómstól vegna svipaðs athæfis.
Stjórnvöld vonast eftir að fá sem
samsvarar um 290 milljörðum ís-
lenskra króna í sinn hlut með því að
selja bresku flugvallarstofnunina
(BAA) til einkaaðila.
Þingsályktunartillagan sem sam-
þykkt var gerði ráð fyrir að BAA
yrði selt sem eitt fyrirtæki og væru
eigendurnir ábyrgir fyrir rekstri flug-
vallanna. Meðal þessara flugvalla
eru Heathrow og Gatwick sem báðir
þjóna Lundúnum.
Pravda, daglað sovéska kommún-
istaflokksins, kom út í fyrsta skipti í
gær á þýsku. Blaðið kom út vafið í
pappír með auglýsingu frá banda-
rískum sígarettuframleiðanda.
Blaðið kostar sem samsvarar sex-
tíu krónum og er því fjórum sinnum
dýrara en vestur-þýsk dagblöð.
Áður hefur blaðið komið út á
frönsku og ítölsku í löndum Vestur-
Evrópu.
„Seljist blaðið jafnvel og í Frakk-
landi og á Ítalíu getum við grætt á
útgáfunni,“ sagði Manfred Klutm-
ann sem ábyrgur er fyrir þýsku
útgáfunni.
Nicholas Ridely samgöngumála-
ráðherra sagði neðri deild þingsins
að reglur um verðlag kæmu í veg
fyrir að minni flugvellir yrðu undir í
samkeppninni en það hefur verið
áhyggjuefni margra eftir að fréttist
af væntanlegum einkarekstri.
Margrét Thatcher og ríkisstjórn
hennar hafa haft það að einu helsta
markmiði sínu að koma þjóðreknum
fyrirtækjum í einkaeign og er flug-
vallasalan þáttur í þeirri viðleitni.
Klutmann sagði fyrirtækið Societe
Mega Medias í París, sem gefur út
allar vestur-evrópsku útgáfurnar,
hafa átt viðræður við yfirvöld í
A-Þýskalandi um að fá að selja
þýsku útgáfuna á þarlendum blað-
sölustöðum.
Hið þýska Pravda í gær var í
rauninni þýðing á sovéska eintakinu
frá 18. mars síðastliðnum og var þar
meðal annars grein um fimm ára
áætlunina á forsíðunni, gagnrýni á
afvopnunartillögur Bandaríkja-
stjórnar og veðurspáin fyrir
Moskvuborg 18. til 20. mars-skýjað
en þurrrt.
Pravda vinsælt
í Vestur-Evrópu
Kom út á þýsku í fyrsta skipti í gær
Bonn-Reuter
Tíminn 5
Fargjaldastyrkur
Bæjarsjóöur Hafnarfjaröar tekur þátt í fargjaldakostnaðir
nemenda úr Hafnarfirði, sem stunda nám í framhalds- og
sérskólum á höfuðborgarsvæöinu, utan Hafnarfjarðar og
Garðabæjar.
Rétt á fargjaldastyrk eiga þeir sem stunda nám í framhalds-
og sérskólum, þar sem námiö stendur yfir a.m.k. eitt skólaár
og lýkur með prófi. Miðað er við fullt nám.
Nemendum er bent á að snúa sér til bæjarskrifstofunnar,
Strandgötu 6 og fá þar umsóknareyðublöð, sem fylla þarf út
og fá staðfest hjá viðkomandi skóla.
Umsóknum um fargjaldastyrk fyrir vorönn skal skila eigi síðar
en 5. maí 1986.
Sérstök athygli er vakin á breyttum úthlutunarreglum.
Nýjar reglur liggja fram á bæjarskrifstofunni, Strandgötu 6, 2.
hæð.
Bæjarritarinn í Hafnarfirði
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
Droplaugarstaðir
heimili aldraðra, Snorrabraut 58
Starfsfólk óskast til sumarafleysinga:
Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar
á hjúkrunardeild heimilisins
Starfsfólk í eldhús, ræstingu, þvottahús o.fl.
Sjúkraþjálfara í 2-3 mánuði
Lausar stöður frá og með 1. maí 1986:
Hjúkrunarfræðings á vistdeild, dagvinna virka
daga.
Skrifstofumanns, 75% starf
Upplýsingar gefur forstöðumaður á staðnum eða
í síma 25811 á skrifstofutíma, virka daga.
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
Á AKUREYRI
Staða yfirljósmóður á Fæðingadeild er laus til
umsóknar
Staðan er laus frá 1. júlí nk. Umsóknarfrestur er til
15. maí 1986.
Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma
96-22100.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
Reykjavík
í myndlist
sýning á Kjarvalsstöðum á
Listahátíð 1986
Stjórn Kjarvalsstaða býður starfandi myndlistar-
mönnum að taka þátt í sýningunni, sem haldin er
í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar. Óskað
er eftir listaverkum þar sem Reykjavík er yrkisefnið
eða fyrirmyndin.
Móttaka listaverka verður á Kjarvaisstöðum
mánudaginn 21. apríl n.k. kl. 10:00 til 18:00.
Æskilegt er að hver listamaður afhendi dómnefnd
þrjú til fimm verk.
Sýningin verður í vesturhelming Kjarvalsstaða í
júní og júlí í sumar, samtímis sýningu á verkum
Picasso, sem verður í Kjarvalssal.
Kjarvalsstöðum, 11. apríl 1986
Til sölu
Ford 3600 dráttarvél árg. 79, Nalli 62 hö„ rúllubindivél, sturtuvagn.
Sekurasnjóblásari, heytætlaog ýmsaraðrarheyvinnuvélar. Ennfrem-
urkelfdarkvígur. Óskasttil kaups: K.R. baggatína.færiband, þrískera
plógur og þriggja fasa rafmótor 13-18 hö.
Upplýsingar í síma 96-43607 og 96-43635