Tíminn - 12.04.1986, Blaðsíða 7
Laugardagur 12. apríl 1986
Tíminn 7
VETTVANGUR
Halldór Þórðarson, Laugalandi:
Vont er þeirra réttlæti
Reglugerð hefur verið klambrað
saman og mjólkurbændur hafa séð
sinn skerf reiddan skv. henni.
Mér heyrist að allir séu mjög
óánægðir með sinn skammt. Mætti
því ætla að jafnt væri að öllum
búið. Svo er þó ekki. Óánægjan
virðist af tvennum toga. Annars-
vegar eru þeir sem framleiddu
skefjalaust tvö síðustu ár og eiga
mesta sök á þeim vanda sem við er
að etja. Þeir eru óánægðir með að
fá ekki þá framleiðsluaukningu
aila staðfesta sem fullvirðisrétt.
Þeir, sem af ýmsum ástæðum
framleiddu undir búmarki og
drógu í bili úr vandanum sem hinir
ollu, eru að vonum sárir yfir því að
ábyrg afstaða þeirra er notuð til að
valda þeim varanlegu tjóni.
Ég nefndi í smágrein um þessi
mál, að bændur hafi undanfarin ár
vitað að heildarframleiðsla mjólk-
ur og kjöts var meiri en hægt var
að selja innanlands, þeir vissu að
framleiðsla mátti ekki aukast s.l.
ár og enn síður á þessu verðlagsári.
En það var fleira sem þeir vissu í
þessum málum. Þeir vissu um sitt
búmark. Þeir vissu að búmarkið
var grunnur að fullvirðisrétti, og
þeir vissu að búmarkið fylgdi jörð-
inni. Allt þetta vissu þeir vegna
þess að þannig var þetta fram-
kvæmt af valdhöfum. Þeir höfðu
fulla ástæðu til að treysta því, að
það búmark sem jörð þeirra átti,
stæði áfram. Eldri menn drógu
saman í trausti þess að nýr ábúandi
fengi óskert búmark jarðarinnar.
Bændur fækkuðu búfé í erfiðu ári,
í trausti þess að þeir gætu fjölgað
Þeir sem af ýmsum
ástæöum framleiddu
undir búmarki og drógu
í bili úr vandanum
sem hinir ollu,
eru aö vonumsáriryfir
aö ábyrg afstaða
þeirra er notuð til
að valda þeim varan-
legu tjóni.
'VJ
þegar betur áraði. Þeir vissu að
með því að nota ekki rétt til fulls,
drægju þeir úr offramleiðslu, þó
ekki væri um endanlegt réttarafsal
að ræða. Þetta vissu þeir m.a. af
framkvæmd reglnanna. Enn eru
ótaldir þeir sem fóru að tilmælum
forráðamanna, sýndu þegnskap,
og minnkuðu framleiðsluna. Á öll-
um þessum mönnum er nú brotið
freklega. Strax eftir að leiðréttingu
búmarks lauk byrjuðu ráðamenn
okkar að veita stóraukið búmark
þeim er þess óskuðu. Með þeini
verknaði var hlaðið upp viðbótar
framleiðslurétti, langt um meiri en
áður hafði þekkst. Aukning bú-
marks var ekki miðuð við einhver
vísitölubú. Menn með tvö eða
þrefalda bústærð fengu hækkun
ekki sfður en aðrir, enda mun
hlutur stórbúanna hafa vegið
þyngst í aukningunni - og þá
einkum aukningu tveggja síðustu
ára. Segja má að aukningin frá
1980 sé sá vandi sem við stríðum
við í dag. Fáir munu álíta fært að
svipta menn búmarksaukningu
sem búið var að úthluta til þeirra
sem grunni að fullvirðisrétti. Bú-
mark hverrar jarðar var til síðustu
vikna grunnur framleiðsluréttar,
hvort sem sá réttur var notaður eða
ekki, og jörðin átti réttinn. Með
reglugerðinni er farin ný leið sem
hæpið er að standist lagalega, frek-
ar en kjarnfóðurskatturinn um
árið. Þeim sem framleiddu
skefjalaust síðustu árin er launað
Í
Ef vit á að vera í
stjórn kjötframleiðslu,
verður sú stjórn að
ná yfir alla fram-
leiðsluna, þannig að
hver kjötframleiðandi
fái búmark og skipti
þá ekki máli hvaða
tegund kjöts hann
framleiddi.
'%1J
með auknum fullvirðisrétti, sem
tekinn er af þeim sem drógu úr
framleiðslu. Rétturinn ertekinn af
þessum mönnum vegna þess að
þeir minnkuðu sína framleiðslu.
Ef svona „réttlæti" særir ekki
réttlætiskennd manna, þá skil ég
ekki málið. Það minnsta réttlæti
sem hægt er að fara fram á, er að
búmarkið verði virt sem eini grunn-
ur fullvirðisréttar, ekki síst hjá
þeim sem hafa framleitt undir bú-
marki, það er ekki rétt að sparka í
lappirnar á þcim sem ekki fullnýttu
sitt búmark, þó einhverjar nefndir
hafi ausið út meiri búmarksaukn-
ingu en þiggjendur komust yfir að
nota, það er bara eins og þegar
einhver stelur meiri mjólk og kjöti,
en hann og hans nánustu komast
yfir að éta. Það er réttlætismál að
undanþiggja vísitölubúið allri
skerðingu, hjá þeim sem ekki liufa
fastar aukatekjur, og sanngjarnt
að annað vísitölubúið taki á sig
smáskerðingu. sem aukist við hver
50 eða 100 ærgildi og ég sé fulla
ástæðu til að þau bú sem eru stærri
en tvö vísitölubú, taki alla skerð-
ingu sem þá er eftir og þá stighækk-
andi. Ef vit á að vera í stjórn
kjötframleiðslu, verður sú stjórn
að ná yfir alla framleiðsluna þannig
að hver kjötframleiðandi fái bú-
mark og skipti þá ekki máli hvaða
tegund kjöts hann framleiddi.
Skerðing framleiðslu á afurðum
grasbíta, en láta aðra framleiðslu
óhefta, þjónar vafasömum til-
gangi. Æskilegt væri að hafa með
svæðabúmarki, áhrif á byggðaþró-
un, hvernig eða hvort það er
framkvæmanlegt er annað mál.
Jaðarbyggðir eru og verða unt
fyrirsjáanlega framtíð fjarri fóður-
stöðvum loðdýra, og eiga ekki völ
á þeirri búgrein. Hitt er svo gamalt
mál og nýtt að grávöruframleiðsla
hefur hingað til verið valtari en
flest annað sem íslendingar hafa
íengist við. Nú heyri ég í útvarpi
og les í blöðum viðtöl við loðdýra-
bændur, sem ætla að lifa þetta árið
án launa fyrir sína vinnu. Sjálfsagt
fer eftir holdafari hvernig það
tekst en mín megrun yrði úr hófi ef
ég ætti að lifa heilt ár án launa,
hvað sem um aðra er.
10.03.
H.Þ.
1986.
FISKIRÆKT
Nýlega var haldin í Reykjavík á
vegum Landssambands fiskeldis- og
hafbeitarstöðva fræðslufundur um
einstaka þætti í rekstri fiskeldis-
stöðva og þjónustu opinberra stofn-
ana og fyrirtækja við fiskeldi í fram-
tíðinni. Einna athyglisverðast, sem
fram kom á fundinum, var hversu
skipti í tvö horn um stöðu þessar
mála. Annars vegar bjóða margar
stofnanir fram samskonar þjónustu.
Á hinn bóginn skortir ýmsar grund-
vallarrannsóknir í fiskeldinu sjálfu,
þó að sumir þættir þess hafi fengið
góða kjölfestu, eins og klak-seið-
aeldi og hafbeitarstarfsemimeð lax,
eins og Kollafjarðarstöðin er ljós
vottur um.
Haltu mér, slepptu mér
Þá kom fram í umræðunni að
menn töldu að „kerfið“ eins og
afskipti opinberra aðila eða afskipta-
leysi er kallað, hafi verið þrándur í
götu þessara mála. Þar ber fyrst að
nefna skilningsleysi á þörfum þessar-
ar nýju atvinnugreinar um fjármagn,
bæði til rannsókna og annarrar upp-
byggingar fiskeldis. Þá má nefna
afskipti, sem fyrst og fremst eru
vegna ákvæða laga um hina ýmsu
þætti, sem varða fiskeldisstarfsemi
beint eða óbeint. Á hinn bóginn
kom einnig fram, að menn töldu að
eftirlit þyrfti að koma til sögu með
fiskfóðri og gæðaeftirlit þ yrfti að
vera á seiðaframleiðslunni, sérstak-
lega varðandi gönguseiði og önnur
seiði, sem ættu að fara í sjókvíar.
Sem dæmi um aðila, sem bjóða
fram samskonar þjónustu og
ráðgjöf. má nefna Iðntæknistofnun,
Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins,
Rannsóknarstofnun landbúnaðar-
ins, Háskóli Islands, Hafrannsókn-
arstofnun og Orkustofnun. Hins
vegar eru þessir aðilar einnig með
þjónustu á sínu sérsviði, ef svo má
segja.
Þannig er Orkustofnun sterkasti
aðili hérlendis á sviði jarðhita- og
vatnsorkumála og hefur í því efni
mikla og víðtæka reynslu, eins og
kunnugt er. Hjá Iðntæknistofnun
eða forvera hennar hefur trúlega
lengst verið unnið að efnagreiningu
á vatni til klaks- og eldis. Auk þess
býður stofnunin fram þjónustu
vegna efnagreiningar á fóðri og
gæðaeftirlit með þeirri framleiðslu,
ráðgjöf í sambandi við eldisker,
smíði þeirra og gerð, stýribúnað
fyrir eldísstöðvar, reksturinn sjálfan
og fleira.
Rannsóknarstofnun fiskiðnaðar-
ins getur veitt þjónustu í sambandi
við fóður. Forstjóri stofnunarinnar
tók þó sérstaklega fram, að ekki yrði
látin í té ráðgjöf um fóðrun eða
samsetningu fóðurs. Heldur væri
þar um að ræða efnagreiningu á
fóðri og gæðaeftirlit á fiski. Hið
sama má reyndar segja um Rann-
sóknarstofnun landbúnaðarins í
Keldnaholti. Fram kom að þessir
aðilar hafa haft með sér samstarf á
vissum sviðum. Óhætt er að segja,
að mestur völlur hafi verið á seinast-
nefndu stofnuninni í sambandi við
þessi mál, ef marka má það, sem í
boði getur verið á sviði rannsókna
og þjónustu, ef stofnun fær til þess
fjárstuðning.
Háskóli íslands hefur í vaxandi
mæli haslað sér völl á sviði þjónustu-
starfsemi og reynir sífellt að tengjast
betur atvinnulífinu. Nýlega var
ákveðið í ráði Háskólans að stofna
sérstaka rannsóknarþjónustu í þágu
atvinnulífsins til að gera hann hæfari
til átaka á þessu sviði. Hingað til
hafa ýmsar stofnanir á vegum Há-
skólans unnið mikilvægt starf í ýms-
um greinum m.a. sem tengjast fisk-
eldi. Þar má nefna Tilraunastöðina
að Keldum, Líffræðideildina og
Raunvísindadeild. Líffræðideild
býður t.d. fram, að hún geti tekið að
sér gæðaeftirlit með seiðaframleiðsl-
unni.
Hafrannsóknarstofnun býr yfir
Fiskeldisstöð íslandslax h.L,
Grindavík. (Mynd Einar llunne.ssnn)
þekkingu á þeim sviðum, sem varða
hafið umhverfis landið, hitastig,
seltu, strauma og fleira. Þar er unnt
að fá efnarannsóknir, athugun á
þörungagróðri og fleira.
Veiðimálastofnun hefur það hlut-
verk lögum samkvæmt að veita ráð-
gjöf og leiðbeiningar á sviði fiskeld-
is. Auk þess er í lögum gert ráð fyrir
því, að hún veiti fiskeldisstöðvum
viðurkenningu, eftir að ákveðnum
skilyrðum sé fullnægt. Þessum verk-
efnum hefur verið sinnt eftir því,
sem frekast hefur verið kostur, og
hafa margir leitað til stofnunarinnar
eftir slíkri aðstoð, sem áður var
nefnd, Laxeldisstöð ríkisins í Kolla-
firði hefur verið það tæki, sem veitt
hefur þessu starfi aukið gildi.
Ljóst er eftir fræðslufund Lands-
sambands fiskeidis- og hafbeitar-
stöðva að fiskeldismenn hafa aðgang
að margvíslegri þjónustu á fyrrgreind-
um sviðum og tækniþekkingu í
sambandi við hönnun og byggingu
fiskeldisstöðva. Um það vitna marg-
ar verkfræðistofur, sem eru að sinna
þessum málum. Hins vegar er mörg-
um spurningum ósvarað um hvernig
haga skuli fiskeldisstarfsemi svo að í
flestu tilliti sé staðið rétt að málum.
Þar koma m.a. við sögu ýmsir líf-
fræðilegir þættir í sambandi við hina
fjölþættu starfsemi sem fiskeldið er
hér á landi.
Er sýnt, eins og málin eru að
þróast, að viss hluti af upnbyggingu
og framtíðaráætlunum fiskeldi
kemur til með að byggjast á beinum
framkvæmdum án undanfarandi til-
rauna og rannsókna. Þannig kemur
þekking og reynsla, sem unnt verður
að reisa atvinnugreinina á. Hins
vegar er ljóst, að íiskeldi þegar til
lengri tíma er litið verður að grund-
vallast á rannsóknunt. Sú leið, sem
nú er farin er tvímælalaust mun
dýrari heldur en að leggja fjármagn
í grundvallarrannsóknir. En menn
láta sig hafa það, að haga málum
með þessum hætti. Norðmenn hafa
að verulegu leyti hagað vinnubrögð-
um í fiskeldinu á þennan hátt, en sú
leið er ekki fær til frambúðar, eins
og áður greinir. eh