Tíminn - 12.04.1986, Side 9

Tíminn - 12.04.1986, Side 9
Tíminn 9 lllllllllllllllllllllllllll TÆKNI OG FRAMFARIR llllllllllllllllllllllllllllllllllllll Laugardagur 12. apríl 1986 llilllllll jillllllll Hliðarsvið á FM útvarpssendingum Eitt af hörðustu samkeppnissvið- unum eru útvarpssendingar í Banda- ríkjunum eftir að FCC gaf vilyrði fyrir því að aukin notkun hliðarrása yrði leyfð. Hliðarrásir eða SCA (Subsidiary Communications Aut- horization) er notkun á sendisviði því sem venjulegri FM rás er úthlut- að en er almennt ekki í notkun. í Bandaríkjunum fær hver FM út- varpsrás úthlutað 0.2 MHz sviði til sendingar á og er þá miðað við að tvær FM sendingar séu það langt frá hvor annarri í tíðni að þær trufli ekki hvor aðra. En nú er ekki nema hluti sviðsins notaður í sendingum og er því sviðinu yfirleitt skift í þrennt. í fyrsta lagi er aðalsendibylgjulengd, í öðru lagi stereo bylgjusviðið og svo SCA sviðið. Útvarpssendingin á sér stað vegna þess að aðalsendibylgjan er látin bera upplýsingarnar (modul- eruð). Við það færist tíðni aðalsendi- bylgju út um 15 kHz bæði upp og niður, monosendingin tekur þannig yfir 30 kHz svið. Sama gildir um stereotíðnina sem er almennt í 38 kHz fjarlægð frá aðalbylgju og tekur líka 30 kHz svið. Stereo og mon- osviðið tekur þannig 53 kHz svið frá miðju (monosignalið) og þá eru ónotuð 47 kHz sem notuð eru undir SCA rásir. Venjuleg SCA rás er 12 kHz á breidd og var aðallega notuð til að veita sérstökum atvinnustétt- um upplýsingar, gefa út umferðar- tilkynningar og slíkt. í Evrópu hafa SCA rásir verið notaðar til að koma á framfæri upplýsingum um umferð til sérútbúinna útvarpstækja. Venju- leg FM útvörp geta nefnilega ekki numið SCA hliðarsviðssendingar. Almennt gátu svæðaútvörp fengið heimild til að reka eina hliðarrás sem þau leigðu út til aðila sem gátu nýtt sér rásina. En takmörk voru á notkun, einungis mátti senda út hljómlist eða talað mál á þessum rásum. Með nýrri reglugerð fengu stöðvarnar heimild til að hafa fleiri SCA rásir og nota þær til sendinga á stafrænum- gögnum en það sem skifti mestu máli var að reka mátti SCA rásirnar þó meginrás væri lok- uð og nota hvaða aðferð sem menn kusu til að modulera sendinguna. Þetta olli verðfalli á flutningi upp- lýsinga til notenda og vinnur mjög á hinar venjulegu aðferðir við gagna- sendingu, þ.e.a.s. notkun símalína og leiðsla. Því miður geta ekki allir notfært sér þetta þar sem að sérstak- an búnað þarf til að ná SCA rásunum og upplýsingarnar þurfa að vera af því tagi að það sé hagkvæmt að nota útvarp til sendingar á upplýsingun- um. Þar sem að fjárfestingin í SCA búnaði er í kringum $3000 til $5000 og móttökutækin á svipuðu verði og venjuleg útvörp hafa flestir þeir aðilar sem hafa upplýsingaveitur af þessarri gerð og nægir hið litla dreifisvið SCA rásarinnar sóst mjög eftir að komast að hjá þessum hliðar- rásum. Meðal hinna fyrstu voru verðbréfamarkaðir sem nota hliðar- rásimar til að koma upplýsingum um breytingar á stöðu verðbréfa, hlutabréfa og öðrum slíkum upplýs- ingum til fjármagnseigenda. Eitt slíkt móttökutæki er QueTrek og gefur það upp stöðuna í stærstu verðbréfahöllum í Bandaríkjunum. Boðin er send út á SCA staðbund- inna stöðva í stærstu borgum Banda- ríkjanna. Upplýsingarnar berast til lítils tækisins á öldum útvarps- bylgna. Tækið nemur þessi boð, geymir þau og sýnir þau á skjánum, eftir fyrirskipunum. Tæki þetta er boðberri nýrrar þróunar á sviði upp- lýsinga og þæginda, ein af öldunum sem eru nú í dag að breyta öllu daglegu atferli manna. Ásamt tölvu- símum og sjónvörpum er þetta tæki til þægindaauka og til að hraða upplýsingaflæði. Tækið nemur staf- ræn boð sem berast á „baki“ útvarps- bylgna og heyrast ekki í venjulegum útvörpum. Tækið nemur þessi boð Que Trek Upplýsingarnar berast tækinu á öld- um útvarpsbylgna, tæki þetta nemur stafræn boð sem berast á „baki" útvarpsbylgna og heyrast ekki í venjulegum útvörpum. Tækið nem- ur þessi boð en geymir einungis og sýnir þau sem um er beðið. Eins og er þá eru það upplýsingar um hlutabréfamarkaði og stöðu bréfanna sem um er að ræða og er upplýsingaflæðið einungis 7000 bréf og stöður þeirra, breytingar á stöðu bréfanna eru sendar út á 70 sek- úndna fresti. en geymir einungis og sýnir þau sem um er beðið. Hver útvarpsstöð í Bandaríkjum Norður-Ameríku sem fær úthlutað 200 kH bylgjusviði, en notar einungis 53 kH fyrir venjulegar sendingar getur nýtt sér hliðarsviðin til sendingar slíkra sem þessara. Hliðarsviðið hefur lengi verið notað til sendingar á t.d. tónlist sem sér- stök tæki nema, svo sem í lyftum og til takmarkaðra upplýsingasendinga. Fyrirtækið DATASPEED í Banda- ríkjunum sá sér leik á borði og leigir nú hliðarsviðið hjá nokkrum FM- stöðvum og sendir á þeim upplýsing- ar sem það tekur niður í gegnum gervihnött. Eins og er þá eru það upplýsingar um hlutabréfamarkaði og stöðu bréfanna sem um er að ræða og er upplýsingaflæðið einungis varðandi 7000 bréf og stöður þeirra, breytingar á stöðu bréfanna eru sendar út á 70 sekúndna fresti. Boð nást allstaðar þar sem FM-bylgjurn- ar nást og hægt er að vera í Los Angeles og fá á skerminn stöðu hlutabréfa á markaði í New York, 70 sekúndum eftir að staðan breytist. Verið er að markaðssetja samskonar tæki sem tengja má við tölvu og er þá hægt að senda ýmis boð og rafeindapóst beint frá útvarpsstöð- inni til notenda. Búist er við að á næstu árum verði notkun hliðarsvið- anna komin á fullt og upplýsingar um t.d. veður, verð á ýmsum vörum í hinum ýmsu verslunum o.s.f., ber- ist þannig beint til notenda án þess að hann þurfi að tengjast ákveðnum gagnabönkum. í framtíðinni má bú- ast við að tæki lík þessu teljist jafn sjálfsögð og vasatölva vegna hinna geysimiklu möguleika sem gagna- rýmd hliðarsviðanna býður upp á. Mörgum þykir nóg um upplýsinga- holskeflu dagsins í dag en hvað þá með morgundaginn þegar að upplýs- ingaflæðið verður ekki einungis gegnum símlínur heldur einnig á flestum hliðarsviðum útvarpssend- inga með eða án millitengsla fjar- skiptahnatta...? Gagnasendingar Fyrst um sinn munu SCA rásirnar taka verkefni frá hinum svokölluðu „modemum" á meðan markaðurinn er að finna út hvaða tölvugögn eiga við þessa ódýru dreifingarleið. Mod- em er eitt af því sem mestu máli skiftir fyrir framtíðarþjóðfélag. Modem er sími tölvunnar og notar hún það til að hringja gegnum síma- kerfið í aðrar tölvur og tala við þær. í flestum tilfellum þarf talvan að hafa samskiftaforrit sem snýr boðum hennar á það form sem sent er gegnum tölvusímann og viðtakandi talva skilur. Þ.e.a.s. að sætisnúmer t.d. „Þ“ hjá sendingartölvu sé hið sama og hjá móttökutölvu PC, ef svo er ekki þarf samskiptaforritið að umbreyta sætisnúmerinu hjá send- ingartölvu yfir í sætisnúmerið hjá þeirri tölvu sem sent er til og svo öfugt þegar að hún sendir aftur til baka. Einnigþarf að ganga úr skugga um að tölvurnar skilji hvor aðra þegar þær eru að undirbúa sendingu eða ljúka henni. Þannig að talvan sem sent er til viti að hún á von á sendingu og hvenær sendingu lauk, hvort fleiri sendingar eru á leiðinni o.s.f. Þetta virkar kannski flókið en í fæstum tilfellum verður notandi tölvunnar var við annað en skilaboð til hans um að talvan sé tilbúin; sé að senda; sé búin að senda. Modem- ið sér yfirleitt einungis um sending- una en til eru modem sem kanna hvaða talva sendir og hvaða talva tekur við, flest modem sjá sjálfvirkt um að stilla saman sendingarhraða, stilla af parity og setja stop bits og sum einnig hvort um 8 eða 7 bit sendingu er að ræða. Parity bit segir til um hvort sending er rétt og er það aukabit sem er búin til útfrá hinum bitunum í sendingunni og sér um að heildarútkoman sé slétt tala eða oddatala, eftir því sem ákveðið var. Sendihraðinn er yfirleitt 300bps/ 1200bps (bps stendur fyrir bitar á sekúndu) en á dýrari tölvusímunum má senda margfalt hraðar en þá eru það gæði símalínunnar sem koma inn í dæmið. Sé modemið „full duplex“ þá bæði sendir það og tekur við í einu, sé það aftur á móti „half duplex“ getur það einungis séð um að senda eða taka við en ekki bæði samtímis. Þegar tekið er tillit til þess að tölvusímarnir kosta ekki nema nokkur þúsund og yfirleitt þarf ekki að stilla þá nema einu sinni, þá er það stórfurðulegt að þeir skuli ekki vera meira notaðir en þeir eru. í flestum framtíðarspám er gert ráð fyrir að hvert heimili hafi sitt eigið tölvunet þar sem stjórn sé höfð á öllum rafbúnaði heimilisins og þetta net sé tengt við stærri net gegnum ...modem, þráðlausri tengingu og beint gegnum hliðarsvið útvarps og sjónvarpsbylgna. Modemið verður örugglega jafn sjálfsagt og að hafa síma. Á það má benda að Póstur og sími hefur sett upp X.25 tölvunet og þeir sem á annað borð hafa tölvu ættu að kynna sér þá möguleika sem hafa opnast með tilkomu X.25. Þegar um sendingar á SCA rásum er að ræða þá er engin hætta á því að móttökustöðin misskilji skila- boðin í sendingunni þar sem að lítil hætta er á að mikið vai verði á móttökutækjum. Kerfiþaðsem Am- erican Data Transmission í New York notar til gagnasendinga getur sent á 9600 baudum eða á 32 undir- rásum hverri á 240 bit á sek. Þannig má nýta SCA rásir til að koma gagnasendingum til viðtakenda þeg- ar þeir eru of margir til að innhring- ingar borgi sig eða gögnin eru of mikil eða þess eðlis að modemsend- ingar reynast dýrkeyptari. Modulat- ion Sciences í Brooklyn hefur t.d hannað búnað fyrir banka til gagna- samskifta á fjármálalegum upplýs- ingum. Þó það kerfi keyri á 4800 baud þá hefur það einungis eina skekkju per milljón gögn og er það margfalt lægra en skekkjumyndun yfir símalínur. Paging En SCA rásirnar koma einnig að góðum notum í þjónustu hins opin- bera, t.d. nota Evrópuþjóðirnar hliðarrásir til þess að koma upplýs- ingum um umferð og ýmsum tilkynn- ingum á framfæri við viðtakendur (ARI kerfið). Einnig nota stórmark- aðir í Bandaríkjunum SCA rásir til að koma tilkynningum til starfs- manna sinna til skila. Nýjasta hug- myndin er þó paging; orð notað yfir það að ná í aðila. Eins og allir vita ganga sjúkrahúslæknar með Bip tæki sem bípa þegar að skiftiborðið þarf að ná sambandi við lækninn, við það að heyra bípið fer læknirinn í næsta síma og hringir í ákveðið númer. Unnt er að nota SCA rásir sem sendirásir fyrir uppköllun og er til búnaður sem getur náð til milljón mismunandi biptækja og dregur allt að 25 til 30 mílur frá sendistöð. En SCA er ekki gallalaus en spurningin um gallann er hreint gæðaspursmál og í fæstum tilfellum eru gæði aðal- scndingar það mikil að gallarnir við SCA skifti máli. Ein af aðalástæðun- um fyrir tregðu FCC til að gefa SCA rásir alveg fríar er sú að þrátt fyrir að SCA rásirnar eigi ekki að trufla ■ meginsendingu hjá útvarpsstöðvum með lítinn sendingarstyrk þá kemur fyrir að SCA rás í nálægð við méginrás valdi heyranlegri truflun. Slík trufl- un er þó sjaldan heyranleg en þó var hættan á gæðamissi aðalsendingar talin það mikil að FCC var tregt á að heimila notkun SCA rása í námunda við meginrás. Fyrir flestar FM stöðv- ar sem senda úr afþreyingarefni skiftir þessi litla áhætta engu máli og einhverra hluta vegna hefur það sýnt sig að áhrif fleiri en einnar SCA rásar á sendingarstyrk er engu meiri en einnar. HMH precision hjöruliðskrossar Þekking Reynsla Þjónusta ^ FÁLKINN * ráVpf 5UOURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Bændur Til sölu heybindivél MF 128 súgþurrkunartæki h 22 blásari 18 hestafla rafmótor frá Jötni hf. Upplýsingar í síma 99-5564 V

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.