Tíminn - 12.04.1986, Síða 10

Tíminn - 12.04.1986, Síða 10
10 Tíminn Laugardagur 12. apríl 1986 Eftirlit með söluskattsskilum myndbandaleiga í molum? Frá því farið var að flytja inn myndbönd til landsins að einhverju ráði (upp úr 1980) hefur staðið styrr um hvernig fara skuli með höfundar- rétt og dreifingarrétt af þeim bönd- um sem myndbandaleigur hafa til leigu óg einnig þeim böndum sem sýnd eru t' kapalkerfum í fjölbýlis- húsum. Það leiðir einnig hugann að því hvort ekki fari umtalsverðar peningaupphæðir fram hjá ríkis- kassanum í formi ógreidds söluskatts af leigðum myndböndum. Enginn mannskapur til Að sögn Magnúsar Kjartanssonar framkvæmdastjóra samtaka rétthafa myndbanda, mú ætla að svo sé, og nefndi hann sem dæmi þegar rétthaf- ar fóru fram á rannsókn á tiltekinni myndbandaleigu sem hafði töluverð umsvif, en taldi einungis frani sult- arlaun eigenda til skatts og hlægilega lítinn söluskatt af leigðum mynd- böndum. Þá fengust þau svör hjá ríkisvaldinu, að enginn mannskapur væri til, til að rannsaka þetta mál. Samtök rétthafa myndbanda voru stofnuö 1982 og innan samtakanna cru aðilar sem hafa dreifingar- cða höfundarrétt á myndcfni. Um er að ræða bæði innlent og erlent mynd- efni sem framleitt er og drcift hér á landi. Þeir sem eiga aðild að samtök- um rétthafa myndbanda eru u.þ.b. 20 og eru það ýmist eintaklingar, sem reka fyrirtæki, kvikmyndahús eða fyrirtæki tengd þeim, enda segir í lögum samtakanna að sá einn geti krafist rannsóknar sem brotið beinist gegn. Engin vídeóleiga er aðili að þessum samtökum. Höfundarréttur féll áður undir einkamálalög en árið 1984 var því breytt og var hann settur undir lög um opinber mál og átti það að verða til þess að tryggja betur rétt höfunda. Um leið var hinu opinbera ákæruvaldi blandað í málið en það hefur ekki orðið til að auðvelda rétthöfum að ná fram sín- um málum í dómskerfinu, að sögn Magnúsar. Viðskiptahagsmunir og lagalegir hagsmunir fara ekki saman Höfuðvandamál rétthafa hér á landi scnt annars staðar er það viðskiptafyrirkomulag sem er við lýði. Ef rétthafi fer að þrýsta á viðskiptavini sína að greiða fyrir höfundar- og drefingarrétt, þá geta viskiptavinirnir sem oftast eru mynd- bandaleigur í þessu tilfelli, sent þriðja aðila fyrir sig sent kaupir afnotarétt af myndbandi hjá rétthaf- anum. Myndbandaleigan getur síð- an fjölfaldað myndbandið án þess að borga rétthafanum nokkuð. Af þessu leiðir að rétthafar geta ekki selt eins mikið af sínu efni og skaðar það hagsmuni þeirra gífurlega. Einstaklingar hafa rétt til að kaupa myndband af rétthöfum til eigin nota án þess að greiða höfund- ar eða dreifingarrétt og þarf ekki að borga söluskatt af framleigu. Einka- not miðast við að ekki fleiri en 10 manns horfi á myndbandið í einu. Á hverri kvikmynd er kvikmynda- húsaréttur, myndbandaréttur, hótel- ■ og kapalréttur og loks sjónvarpsréttur. Kvikmyndhús sem kaupa dýra mynd til sýningar geta t.d. keypt mynd- bandaréttinn í ákveðinn tíma sem þýðir það, að myndband er ekki framleitt til leigu í þann tíma, sem rétturinn hefur verið keyptur. Söluskattur af myndböndum fram hjá ríkiskassanum? Paö má ætla að framleidd hafi verið Islandi um það bil 700 myndbönd á árinu sem leið. Hvcrt myndband er fjölfaldað ca. 75 sinnum að meðaltali og hvert um sig selt á um 2.500,- kr. Pað er því um það bil kr. 131.250.000,- sem ætti að borga söluskatt af. Söluskattur af þessari upphæð er hvorki meira né minna en kr. 32.812.000,- Kapalkerfi í blokkum cru rekin í nafni einstaklinga en ekki húsfélaga og þannig komast þau hjá því að borga afnotarétt. Einstaklingar skiptast á um að leigja myndir af myndbandaleigum í sínu eigin nafni og sýna þær síðan í kapalkerfinu. Magnús hefur átt fund með dóms- málaráðherra um þessi mál og er nú að undirbúa fund með menntamála- ráðherra vegna þess að rétthafar reyna að vinna að því að sömu reglur gildi um myndbönd sem leigð eru af myndbandaleigum eða öðrum aðil- um eins og gilda um sjónvarpsefni, þ.e. að allar myndir skuli vera annað hvort með íslensku tali eða íslensk- um texta. Skilningsleysi stjórnvalda Magnús segir að til þurfi að koma hugarfarsbreyting varðandi myndbönd, því að það gæti ákveðins skilningsleysis á hagsmunum rétt- hafa myndbanda. - Tökum sem dæmi að maður tæki einhverja af bókum Laxness, Ijósritaði hana í 10.000 eintökum og seldi hana á götum úti fyrir 150 kr. stykkið. Vafalítið fengi maður á sig ákæru fyrir alvarlegt brot, en ef um mynd- bænd væri að ræða, efaðist hann um að það hlyti sömu meðferð. Sem dæmi um þetta, sagðist Magnús vita til að mál þriggja eða fjögurra mynd- bandaleiga væru nú í gangi hjá ríkissaksóknara og hvorki hefur heyrst stuna né hósti varðandi þau mál frá saksóknara. Pessi mál sem í gangi cru, varða bæði brot á höfund- arrétti og brot á sömu lögum varð- andi fjölföldun. ABS Frumvarp um opin- bert heilbrigð- isfræðsluráð Guðrún Agnarsdóttir og Kristín Halldórsdóttir hafa lagt fram frum- varp til laga um heilbrigðisfræðslu- ráð í neðri deild Alþingis. í frum- varpinu er gert ráð fyrir að ríkið starfræki stofnun með þessu nafni sem annist heilbrigðisfræðslu sem miðar að því að koma í veg fyrir sjúkdóma og slys. I frumvarpinu er ákvæði um skip- un heilbrigðisfræðsluráðs þar sem heilbrigðisráðherra er ætlað að skipa til fjögurra ára í senn einn fulltrúa frá hverjum eftirtalinna aðila: Félagi heilsugæsluhjúkrunarfræðinga, Fé- lagi heilsugæslulækna, Félagi ís- lenskra sjúkraþjálfara, Félagsmála- ráðuneytinu, Fóstrufélagi Islands, Geðverndarfélagi Islands, Hinu ís- lenska kennarafélagi, Hjartavernd, Kennarasambandi íslands, Krabba- meinsfélagi íslands, Landlækni, Læknadeild Háskólans, Manneldis- ráði, Menntamálaráðuneyti, Ríkis- útvarpi, Samtökum aldraðra, Sál- fræðideild skóla, Slysavarnafélagi íslands, Tannlæknafélagi Islands og Umferðarráði. f greinargerð með frumvarpinu segir m.a.: „Sú vitneskja er að verða almennari að orsakir margra þeirra sjúkdóma, sem okkur eru einna skæðastir, megi rekja til lifnaðar- hátta, umhverfis og næringar svo eitthvað sé nefnt. Meðal fátækari þjóða ríkja smit- og hörgulssjúk- dómar cn meðal ríkra þjóða er heilbrigðisvandinn oft afleiðing vel- megunar, eins og umhverfismengun, kyrrseta, ofnotkun tóbaks, áfengis og annarra vímuefna, ásamt slæmum matarvenjum. Þessir þættir ásamt öðrum leiða svo til ýmissa þeirra sjúkdóma sem heilbrigðisþjónustan þarf nú að kljást við. Hægt er að koma í veg fyrir þessa sjúkdóma og besta vörnin gegn þeim cr fræðsla sem virkjar einstaklinga til að finna til ábyrgðar gagnvart eigin heilbrigði og löngunar til að viðhalda henni -SS Steindór Sigurðsson, sérleyfishafi. Hrefna Kristjánsdóttir, húsmóðir. Ólafur Þórðarson, vélstjóri. Kristjana B. Gísladóttir, húsmóðir. Framsóknarflokkurinn: Listinn í Njarðvík Dala- og Öðalspylsurnar eru tilvalinn kostur í hversdagsmatinn .*• - ódýrar og matseldin er ^ barnaleikur! A - ■ •J‘u * giiwi i| ifr1 gæðannavegna! Framboðslisti framsóknarmanna í Njarðvík til sveitarstjórnarkosninga í vor, hefur verið lagður fram. Listann skipa eftirtaldir einstakling- ar: 1. Steindór Sigurðsson sérleyfis- hafi 2. Hrefna Kristjánsdóttir hús- móðir, 3. Ólafur Þórðarson vél- stjóri, 4. Kristjana B. Gísladóttir húsmóðir 5. Gunnar Örn Óskarsson skipasmiður 6. Gunnlaugur Óskars- son verkstjóri 7. Óskar S. Óskarsson tækjastjóri 8. Valur Guðmundsson húsasmiður 9. Bragi Guðjónsson múrari 10. Vilmundur Árnason bif- reiðastjóri 11. Bjöm Bjarnason lög- regluþjónn 12. Elva Björg Georgs- dóttir húsmóðir 13. Sigurjón Guð- björnsson framkvæmdastjóri 14. Sigurður Sigurðsson yfirlögreglu- þjónn. Skákmót á Blönduósi: 26 þátt- takendur Frá fréttarítara Tímans Ö.Þ. i Sklagafirði: Á skákmóti sem haldið var á Blönduósi fyrir skömmu urðu úrslit þau í opnum flokki að Jón Arnljótsson úr Skagafirði og Jón Hannesson Blönduósi báru sigur úr býtum. Hlutu fimm vinninga hvor, af sex mögulegum. Þriðji varð Sigurður Daníelsson með 3,5 vinninga. Fjölmargir kepp- endur höfðu þrjá vinninga en alls tóku tólf keppendur þátt í opnum flokki. I unglingaflokki voru keppend- ur 14. Þarsigraði Reynir Grétars- son frá Blönduósi. Þetta er sjö- unda mótið sem Húnvetningar halda til minningar um Ara Her- mannsson og Jónas Halldórsson, hann var um árabil sterkasti skák- maður Húnvetninga og varð meðal annars fimm sinnurn skák- meistari Norðurlands, á árunum 1960-1967. Húnvetningar hafa ávallt boðið skákmönnum úr ná- grannabyggðarlögum á mót þessi en færri aðkomumenn mættu nú en ella vegna óhagstæðs veðurs mótsdagana. Heimamenn bættu þetta upp með góðri þátttöku að þessu sinni, en skáklíf hefur verið með fjörugra móti hjá Húnvetn-. ingum í vetur. Alþýðuflokkurinn: Listinn í Reykjavík Fimm efstu: 1. Bjami P. Magnússon, iðnrekandi, Álftalandi 1. 2. Bryndís Schram, hús- móðir, Vesturgötu 38. 3. Ragnheiður B.jörk Guðmundsdóttir, skrifstofu- maður, Skúlagötu 52. 4. Kristín Amalds, aðstoðarskólameistari, Vest- urbergi 69. 5. Halldór Jónsson, læknir, Tómasarhaga 9. Framsóknarflokkurinn: Listinn á Dalvík Listi Framsóknarflokksins á Dal- vík til sveitarstjórnarkosninga hefui verið lagður fram. Eftirtaldir ein- staklingar eru á listanum: 1. Guð- ■ laug Björnsdóttir, bankastarfsmað- ur. 2. Valdimar Bragason, útgerðar- stjóri. 3. Óskar Pálmason, húsa- smiður. 4. Hulda Þórsdóttir, sjúkra- liði. 5. Jóhann Bjarnason, vélstjóri. 6. Björn Friðþjófsson, húsasmiður. 7. Guðrún Skarphéðinsdóttir, verkakona. 8. Guðmundur Jóna- tansson, framkvæmdastjóri. 9. Sæ- mundur Andersen, skrifstofumaður. 10. Anna Margrét Halldórsdóttir, húsmóðir. HÍA Framsóknarflokkurinn: Listinn í Flateyrar- hreppi Framboðslisti ffamsóknarmanna og frjálslyndra kjósenda í Flateyrarhreppi við sveitarstjómarkosningamar í vor hefur verið ákveðinn. Framboðslistinn er að hluta byggður á skoðanakönnun, sem fram fór í mars s.l. Listann skipa eftirtaldir einstaklingar. 1. Guðmundur Jónas Kristjánsson, skrifetofumaður. 2. Ámi Benediktsson, húsasmiður. 3. Áslaug Ármannsdóttir, kennari. 4. Rögnvaldur Guðmunds- son, rafveitustjóri. 5. Kristján Jóhann- esson, afgreiðslumaður. 6. Gróa G. Haraldsdóttir, verslunarstjóri. 7. Sig- urður Júlíus Leifsson, trésmiður. 8. Reynir Jónsson, skrifetofumaður. 9. Sigurður Bjömsson, sjómaður. 10. Guðni A. Guðnason, verksmiðjustjóri.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.