Tíminn - 12.04.1986, Síða 14
600-16-6
650-16/6
750-16/6
900-16/10
750-18/8
10,0/75-15/8
11,5/80-15/10
llL-16/lO
10,0/80-18/10
13,0/65-18/10
16/70-20/10
9,5/9-24/6
11,2/10-24/6
12,4/11-24/6
14,9/13-24/6
18,4/15-26/10
23,1/18-26/10
11,2/10-28/6
12,4/11-28/6
13,6/12-28/6
14,9/13-28/6
16,9/14-28/8
16,9/14-28/10
18,4/15-28/12
16,9/14-30/6
16,9/14-30/10
18,4/15-30/10
12,4/11-32/6
16,9/14-34/8
13,6/12-38/6
Laugavegi 170-172 Simar 21240-28080
GEFUR ^RÉTTA GRIPIÐ
Til átaka sem þessa þarí gott jarösamband
Paö nœst meö GOODYEAR hjólböröum.
Gott samband jarövegs og hjólbaröa
auöveldar alla jarövinnu.
I
l
l
I
I
I
I
i
l
l
l
F býður þér þjónustu sína við ný-
byggingar eða endurbætur eldra húsnæðis
Vi& sögum i steinsteypu fyrir dyrum, gluggum, stigaopum, lögnum
- bæði i vegg og gölf.
Ennfremur kjarnaborum við fyrir lögnum i veggi og gólf.
Þvermál boranna 28 mm til 500 mm.
Þá sögum við malbik og ef þú þarft að láta fjarlægja reykháfinn þá
tökum við það að okkur.
Hifir leitast við að leysa vanda þinn fljótt og vel, hvar sem þu ert
búsettur á landinu.
Greiðsluskilmálar við allra hæfi
Bílasími 002-2183
Fífuseli 12
109 Reykjavík
sími91-73747
KRANALEIGA • STEINSTEVPUSÖGUN • KJARNABORUN
14 Tíminn Laugardagur 12. apríl 1986
Björn Stefánsson
fyrrverandi skólastjóri
Pað var á köldum og muskulegum
haustdegi árið 1938, sem fundum
okkar Björns Stefánssonar, bar fyrst
saman. Báðir vorum við þá að þreyta
inntökupróf upp í eldri-deild Hér-
aðsskólans í Reykholti, til að stytta
okkur leið gegn um skólann. Ein-
hvern veginn slömpuðumst við gegn
um þessi próf og urðum herbergis-
félagar næsta vetur í skólanum.
Fijótt laðaðist ég að þessum unga og
geðþekka Ólafsfirðingi, þó ég væri
nær 8 árum yngri. Með okkur mynd-
aðist vinátta, sem hefur haldist öll
þessi ár. Mér fannst Björn á þessum
árum talsvert lífsreyndur maður.
Hafði m.a. verið á síld í Siglufirði og
kunni frá mörgu að segja. Næsta
haust fylgdumst við að og tókum
próf upp í Kennaraskóla íslands og
þrátt fyrir að margir sóttu um
skólavist þar, sluppum við enn gegn
um nálaraugað.
Við sátum næstu þrjá veturna við
sama borðið í þessum ágæta skóla og
bundumst enn tryggari vináttubönd-
um. Björn varð tíður gestur hjá
frændfólki mínu, þar sem ég hafði
athvarf um þessar mundir.
Björn gerðist strax fyrirliði okkar
bekkjarfélaganna, og var bekkjar-
formaður öll árin, enda var hann vel
til foringja fallinn. Hann var hörku
góður námsmaður, ljúfmenni í allri
umgengni, ósérhlífinn ogskylduræk-
inn til allra starfa. Ennfremur var
hann eldri og lífsreyndari en flest af
bekkjarsystkinunum.
Þessi árgangur lauk burtfararprófi
frá Kennaraskólanum við Laufásveg
vorið 1942. Úti í lieimi geisaði þá
stríð og válegar blikur voru á lofti í
heimsmálunum, enda fórum viðekki
varhluta af því. Gegn um suður-
glugga skólahússins mátti greina
miklar hernaðarframkvæmdir á flug-
vellinum og vélagnýr og annar hern-
aðarskarkali raskaði ró okkar við
Laufásveginn. En samt var þetta
vonglaður hópur ungmenna, sem
hélt út í lífsstarfið á þessu styrjaldar-
vori.
Leiðir skildu. Björn hélt að námi
loknu norður til æskustöðvanna í
Olafsfirði. Gerðist þar kennari og
síðar skólastjóri, og strax hlóðust
þar á hann margþætt ábyrgðar- og
trúnaðarstörf. Björn var mikill fé-
lagshyggju- og hugsjónamaður.
Hann var harðduglegur og skyldu-
rækinn til allra starfa. Unni sinni
heimabyggð og vildi láta gott af sér
leiða. Oft mun vinnudagur hans
hafa orðið all langur og hvíldar-
stundir fáar.
Atvikin höguðu því þannig að
leiðir okkar Björns skildu í all mörg
ár, en brátt kom að því að við
endurnýjuðum okkar fornu kynni.
Um 20 ára skeið ferðaðist ég á
vegum Þjóðleikhússins um landið
með leikflokkum þess, og var þá
leikið í flestum samkomuhúsum á
landinu. Oft kom ég ásamt sam-
starfsmönnum mínum til Ólafsfjarð-
ar og var þá leikið í hinu glæsta
félagsheimili þeirra, Tjarnarborg,
sem Björn átti sinn stóra þátt í að
koma upp. Jafnan gisti ég þá á
heimili Björns og hinnar geðþekku
konu hans, Júlíönu. Börn þeirra
fjögur voru þá að vaxa úr grasi. Á
heimili þeirra var gott að koma,
enda mun þar oft hafa verið
gestkvæmt. Snyrtimennska hjá þeim
hjónum átti vart sinn líka. Óllu var
þar vel fyrir komið. Hús þeirra á
Aðalgötu 20 var ekki háreist og
ekki var þar hátt til lofts né vítt til
veggja, en þar ríkti hjartahlýja hús-
bændanna og góður heimilisbragur.
Nú að leiðarlokum vil ég þakka
Birni langa samfylgd og trygga vin-
áttu. Megi moldin verða honum
mjúk og líknsöm. Hann var jarð-
sunginn frá sóknarkirkjunni í Ólafs-
firði laugardaginn 5. apríl s.l.
Ég leyfi mér fyrir hönd gamalla
skólasystkina úr Kennaraskólanum
að senda Júlíönu, börnum þeirra
hjóna og öðrum nánum aðstandend-
um hugheilar smúðarkveðjur.
Blessuð sé minning þessa mæta
manns.
Klemens Jónsson.
Hördur Ingvarsson
Fæddur 3. júní 1927.
Dáinn 20. mars 1986.
Hratt flýgur stund um ævi vina
okkar, og er þeir falla frá fær það
mikið á okkur. Svo var með mig er
ég heyrði dánarfregn um góðan vin
og gamlan vinnufélaga, Hörð
Ingvarsson frá Hvítárbakka í Bisk-
upstungum.
Hörður var fæddur 1927 því mað-
ur á besta aldri. Hann var fæddur og
alinn upp á miklu myndarheimili í
stórum systkinahóp. Foreldrar hans
voru sæmdarhjónin Jónína
Kristjánsdóttir og Ingvar Jóhanns-
son. Á þessu stóra heimili á Hvítár-
bakka hefur áreiðanlega oft þurft að
halda vel á öllu til að ná endum
saman. Mér er líka minnisstætt frá
þeim tíma er við Hörður áttum leiðir
saman hversu einstaklega hann gekk
vel að öllum mat. Þar komu fram
eins og í mörgu öðru hin góðu
uppeidisáhrif.
Ég átti því láni að fagna að vera
vinnufélagi Harðar í allmörg sumur
á skurðgröfu. Vorum við þá báðir
ungir menn. Þeirra tíma er mér
ávallt Ijúft að minnast. Ég held að
það hljóti að vera erfitt að finna
annan eins félaga og Hörður var.
Það má segja að aldrei komst hnífur
á milli okkar. Ég kom til Harðar
óvanur öllu mcð skurðgröfu, en
hversu mikla vitleysu sem ég gerði
var hann alltaf sama ljúfmennið og
gerði gott úr öllu. Þannig var öll
hans framkoma alla tíð. Enda mun
hann hafa eignast mikið að félögum
um ævina, sem allir hafa sömu sögu
að segja um góðan dreng.
Hörður var af góðu söngfólki
kominn, enda var hann mikill söng-
rnaður sjálfur og hafði unun af söng,
lærði lítilsháttar að syngja og starfaði
alla tíð í Karlakór Selfoss eftir að
hann iluttist þangað.
Þá má geta þess ekki hvað síst að
hann var nrikill hestamaður, hafði
gott vit á hestuni og stundaði tamn-
ingar á yngri árum. Hann átti alla tíð
góða hesta og naut þess að vera
samvista við hesta, enda var hann
mikill vinur dýra og kunni að um-
gangast þau.
Árið 1953 gerðumst við Hörður
svo djarfir að við pöntuðum okkur
far til útlanda. Ferðinni var heitið til
Frakklands og Spánar. Munum við
hafa verið einir af brautryðjendum í
hópferðum til sólarlanda. Við ferð-
uðumst saman í bíl um endilangan
Spán, alla leið frá Barselóna til
Madrid og til Gíbraltar. Þaðan má
sjá grilla í hina svörtu Afríku yfir
sundið með berum augum. Þessi
ferð var einn af þeim þáttum sem
tengdi okkur Hörð bræðraböndum,
og minntumst við oft síðar á þessa
ferð er við hittumst á góðri stundu.
Árið 1964 gekk Hörður með unn-
ustu sinni, Ölöfu Karlsdóttur frá
Gýgjarhólskoti, upp að altari Skál-
holtskirkju, þar sem þau játuðu
hvort öðru trúfestu. Það var upphaf
að hamingjusömu hjónabandi,
heimilið konan og börnin urðu Herði
allt. Ólöf er mikil myndar kona eins
og hún á ættir til. Hún bjó manni
sínum gott heimili, enda fór ekki á
milli mála hversu mjög hann dáði
konu sína.
Ólöf og Hörður eignuðust 3 börn
og hafa þau búið allan sinn búskap
á Selfossi.
Ég tel mig hafa verið gæfumann
að hafa fengið að njóta margra
stunda bæði fyrr og síðar með jafn
góðum dreng og Hörður var,
minningar um Itann geymi ég mcð
mér.
Harmur er kveðinn að eiginkonu
og börnum, sem erfitt er að græða,
en huggun er harmi gegn að öllum
þótti vænt urn þann góða dreng sem
fallinn er. Dauðinn er dyr sem
gengið er inn um til annars lífs.
Megi góður guð styrkja þig Ólöf
og börn á ókomnum árum.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
V.B.
Sigurður Þorsteinsson.
Afmælis- og
minningargreinar
Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eða
minningargreinum í biaðinu, er bent á, að þær
þurfá að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingar-
dag. Þær þurfa að vera vélritaðar.