Tíminn - 11.05.1986, Side 6

Tíminn - 11.05.1986, Side 6
Sunnudagur 11. maí 1986 6 Tíminn LÁTUM EKKISVO LÁGTAÐDREKKA ÚR HÓFSPORINU Framhald slóðin sem verður fyrir þessu öllu saman, en málsverðurinn tilreiddur af lýðveldishátíðarkynslóð." Pílatusarþvottur „Stundum spyr maður sig hvort það sé með þetta eins og þar segir að menn sjái flísina í auga bróður síns en ekki bjálkann í eigin auga. Kannske ætti maður ekki að bregð- ast við þessu á annan hátt en þann að reyna að vanda betur eigið dagfar. Það hefur verið ráðinn málfars- ráðunautur við ríkisútvarpðið, en það er einungis Pílatusarþvottur. Eins þegar haldin er ráðstefna um tunguna í Þjóðleikhúsinu með fán- um og fyrirmönnum uppi á palli. Það gerist engin breyting í útvarpi og sjónvarpi. Við skrifuðum allmörg til sjónvarpsins í fyrra og óskuðum eftir að hlutur íslenskrar tónlistar væri aukinn milli táknmáls og frétta í sjónvarpi. Ég held það hafi haft þveröfug áhrif. íslensk lög heyrast naumast. Sjónvarpsstjórinn svaraði að vísu og lofaði bót og betrun. Kannske er von að heyra íslenskt lag fyrir sjón- varpsfréttirá peysufatadegi Verslun- arskólans. Sjónvarpið gæti sem best ausið af brunni þjóðlegrar menningar. Mér kemur t' hug hve margt hefir horfið sem vert hefði verið að festa á filmu sem heimild um þjóðlega menningu, söng, leik og listir. Eg nefni sem dæmi kunnar fjölskyldur. Markan- systkinin voru öll kunn fyrir söng. Systurnar María og Elísabet, bræð- urnir Einar og Sigurður, auk þess synir þeirra systra, tónlistarmennirn- ir Pétur Östlund, Einar B. Waage og frændi þeirra Einar Markússon. Þessi hópur hefði átt að koma fram, syngja og leika af hjartans lyst, svo sem siður var. Þá má nefna bræður Páls ísólfs- sonar og frændur hans Sigurð ísólfs- son og Pálmar. Bjarna Pálmarsson, ísólf, börn Páls, Þuríði og Einar. Allt var þetta fólk á góðum aldri meðan Páll lifði og unnt að taka heimildarmynd. Nefna má systurnar Guðrúnu og Áslaugu Ágústsdætur og mann Guðrúnar Hall Þorleifsosn og syni Kristin og Ásgeir og frænda þeirra Ágúst Bjarnason. Öll voru þau í hópi góðra söng- og tónlistarmanna. Svona mætti lengi telja og fylla heila dálka. Hvarvetna má finna efni er sýnir fjölskyldumenningu íslendinga og vináttubönd. En skrípalætin hafa forgangsrétt. Þó má ekki gleyma að þakka þætti eins og þann er Jón Stefánsson stóð fyrir er hann stýrði söngkór sínum í Gamla Bíói. Nýlega sagði ungur tónlistarmað- ur í viðtali í Morgunblaðinu: „Sem ungur maður sofnaði ég alltaf með Kanaútvarpið undir koddan- um“.Það virðast fleiri hafa farið að dæmi þessa unga manns. Hrafn Gunnlaugsson, ungur framsækinn og listfcngur maður, formaður Listahátíðar og skemmtistjóri sjón- varps sagði í viðtali við Helgarpóst- inn í fyrra: „Ég hlusta yfirleitt á útvarp þegar ég er í bílnum og þá bara á Kanaútvarpið.“ Nokkru síðar var hann skipaður formaður Lista- hátíðar. Ekki verður þó Listahátíðin hald- in á Keflavíkurflugvelli? Hrafn kann að hafa sagt þetta í hálfkæringi, til þess að vekja eftirtekt, en hann er í áhrifastöðu og á ekki að iiafa í flimtingum fjöregg þjóðarinnar, tunguna. Hrafn ætti að kappkosta að greiða íslensku efni braut, auk alþjóðlegrar listar. Hann kann vel til verka. Síðasta vetrardag, sem er gamall þjóðlegur merkisdagur var Alþingi slitið. Þá gat maður ímyndað sér að hljómaði milli tákmáls og frétta, Nú „Hafi menn ekki erindi sem erfiði við að koma sínum sjónarmiðum á framfæri, þá þýðir ekkert að halda áfram að kaldhamra það.“ (Tímamynd: Róbert) gátta“, eins og segir í þulunni að því er varðar tangarsókn bandarískra áhrifa. Keflavíkurútvarpið sem glumið hefir dag og nótt í nær hálfa öld hefir unnið svo gagngeran sigur á sviði söngva og tónlistar að jafna verður við útrýmingu íslenskra söngva. Nú er svo komið að sjálft Ríkisútvarpið er litlu betra en bandaríska. Það er sama hvert horft er, rás 1 og rás 2 feta samhliða Heljarslóð tungunnar, svo ekki sé minnst á sjónvarpið og Niflheim þess. Það er ægilegt að lesa tónlistar- skýrslur útvarpsins, einkum það sem borið er á borð í sérstökum þáttum sem ætlaðir eru börnum og ungling- um. Ég nefni dæmi: Barnaútvarpið leikur þessi lög í tíma sínum: Le femme accident, Relax, Lay your hands on me, I love rock an roll, It's my life, Alive and kicking, Psyco Killer. Lög unga fólksins: Eaten Alive, Psycho Killer, Gift offreedom o.s.frv. Helgarútvarp barnanna: Pass the Dutchie, Emotional swing, Turn me loose, Cant’ walk away, Hawaiian war Chant, Slave to the rythm, White wedding, Nikita, Skammastu þín svo. Skemmtileg tilviljun að helgarútvarpi barnanna lauk með þessu lagi. Það er sérmenntað fólk sem þarna er að verki, sem matreiðir þennan óhroða. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt eða séð kennara né upp- eldisfræðinga andæfa þessurn vísvitandi málskemmdum og heilaþvotti\|)águ heimsveldis. Ekki tekur -þetra við ef leitað er annarra þátta: ' Þegar vaknað er að morgni þá leit dagskráin svona út hjá umsjónar-__ mönnum morgunþáttar í fyrra. Rythm of the night, Reach out of touch, Season in the sun, If, There must be an angel, One more night, Goodbye yellow brick road, Little green apples og No more lonely nights. Er verið að ala upp nýja ung- mennafélagskynslóð með þessuni hætti? Það er gagnslítið að láta mynda sig í fánaborg á sviði Þjóð- leikhússins, það er eins og hver annar leikaraskapur. Það var táknrænt dæmi um stöðu íslenskrar tungu er Sinfóníuhljóm- sveit íslands fór í tónleikaför í fyrra, í fylgd forseta íslands. Þá gleymdist þjóðsöngurinn heima og varð írafár mikið af þeim sökum. Grímur Thomsen, skáld og böndi, alþingismaður og heimsborgari gerir glöggan greinarmun á þjóðlegri menningu og eftiröpun smáþjóða á háttum stórþjóða. „...stórþjóðirnar fyrirlíta þýlyndis- lega eftiröpun smærri þjóða? Sjálfur gat hann trútt um talað. Þegar hann dvelst í heimsborgum í síðdegisboðum aðals og diplómata og á óperusýningum í París fjarri ættjörð sinni er hugur hans heima á Álftanesi eða við fornar sagnir nor- rænar. Hann yrkir um Eirík formann, gamlan giktveikan Álft- nesing, sem hann minnist frá upp- vexti sínum. „/ Grindavík, og Selvogi undir Dröngum og annarsstaðar víða hef ég róið” Þegar hrammur örlaganna slær ætt hans þungum höggum, móður- bróðir hans, Grímur amtmaður er hrakyrtur í Norðurreið Skagfirð- inga, Ásmundur mágur hans afhróp- aður sem Dómkirkjuprestur, Þor- grímur gullsmiður faðir hans látinn, Finnur Magnússon verndari hans og velgerðarmaður fallinn, þá eflir það honum karlmennsku og íþrótt. Hann lætur ekki „málgull sitt í skiptum fyrir látún," eins og Stephan G. Stephansson kemst einhversstað- ar að orði um íslenska tungu. í kvæði sínu um Heimi og Áslaugu í hörpunni er rétt eins og hann sé að tala um sjálfan sig og örlög ættar sinnar. Hann verður sjálfur Heimir, Áslaug og harpan. „Örlaganornin af réð má allt hennar göfga kyn og svo er komið að hún á mig einan fyrir vin.“ Þannig færa skáldin lífsreynslu sína í listrænan búning og tala við þjóð sína á hennar eigin tungu. Takast á við tíma og efni, en lúta ekki svo lágt að drekka úr hófspor- inu. Á öldum Ijósvakans í íslenskri lofthelgi eiga Skip Heiðríkjunnar að sigla með söngva en ekki Rainbow Navigation, það þarf ekki að ræða við neinn Shultz um það. er velur úr bœ, / rann í sefgrœnan sæ, - eða: Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga, eða Ljósið loftin fyllir / og loftin verða blá. Nei, það hentaði ekki sjón- varpsmönnum. Bandarískt varð það að vera. Allt fram til þess er Þorvald- ur Garðar, forseti Álþingis gekk í salinn og birtist á skjánum, hljóm- aði: King of America. Þegar þingið var sett af forseta íslands á sl. hausti var svipaða sögu að segja. Þá völdu sjónvarpsmenn af mikilli smekkvísi: Burning down the house. Rétt eins og Ríkisþinghúsbruninn væri á dagskrá. Vandséð er hvort þeir eru að opinbera trúlofun sína með Bandaríkjamönnum með þessum hætti, og senda þeim ástarkveðju eða hvort þeir velja stef sem þeim finnst viðeigandi, einskonar „leit- rnotiv" líkt og í Wagneróperu, þegar boðuð er koma sögupersóna og stóratburða. Hvað segir „Varið land“ um svona tiltektir? Var þjóð- tungan undanskilin þegar skorin var upp herör? Útvarpið og menningin Já, þú spyrð um útvarpið og menninguna. Er útvarpið þá menn- ingarstofnun gæti ég spurt. Segja má að Ríkisútvarpið hafi með ýms- um hætti fjallað um menningarmál og lagt þar þungt lóð á vogarskál á mörgum sviðum. En fyrirvararnir verða margir. Verkalýðshreyfingin var t.d. um langt skeið útilokuð frá dagskrá útvarpsins á sínum eigin hátíðisdegi 1. maí. Hinsvegarskelltu hestamenn og átthagafélög á skeið og hneggjuðu árvíst við stall með öllum tygjum. Það er naumast fyrr en ASI er orðið trússhestur Vinnuveitendasambandsins sem því er hleypt að hljóðnemanum þennan dag. Forráðamenn Ríkisútvarpsins hafa um langt skeið staðið „utan-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.