Tíminn - 11.05.1986, Síða 19

Tíminn - 11.05.1986, Síða 19
Sunnudagur 11. maí 1986 Tíminn Rússakeisari mælti svo fyrir árið 1863 að finnska skyldi vera jafnrétthátt mál í Finnlandi og sænska og í kjölfar þess hófst mikið starf rithöfunda, vísinda- manna og blaðamanna við að skapa finnskt ritmál og finnskan orðaforða í samræmi við kröfur tímans. Árangurinn varð nú- tíma finnska sem á orð yfir „allt sem er hugsað á jörðu“. í nútíma finnsku finnast varla al- þjóðleg orð, sem eru oftast þau sömu í flestum Evrópumálum. Þannig er háskóli á finnsku ekki universitet, heldur yliopisto, sími ekki telefon heldur puhelin, veitingahús ekki restaurant, heldur ravintola. Hliðstæður við þessa málþróun finnast varla í öðrum málum en íslensku og hebresku. Eitt orð í 200 myndum Finnska hefur atkvæðasam- setningu, sem gerir það með öllu ómögulegt að aðhæfa fram- andi orð, sem ekki passa í bygg- ingu málsins. Þetta þýðir m.a. að samhljóðarnir, a,o og u geta ekki komið fyrir í orðum sem innihalda samhljóðana y,a og ö. Aðeins e og i geta komið fyrir í öllum orðum, burtséð frá því hvaða sérhljóða aðra þau inni- halda. Þetta þýðir m.a. að Finn- ar eiga mjög erfitt með að bera fram orð eins og olympisk og dínamýt. Finnar þekkja ekki hljóð eins og b,f og g í norrænum málum og þeir eiga erfitt með að bera fram hljóðið d. Finnsk nafnorð beygjast í 15 föllum og við hverja fallmynd má bæta 6 endingum, sem gefa til kynna eiganda. Þannig getur hvert finnsk nafnorð birst í yfir 200 myndum. Sagnorð geta haft mörg hundruð birtingarmyndir. Nýjar uppgötvanir um Finna Gátan um uppruna Finna hef- ur lengi verið torráðin, en menn hafa lengi hallast að því að þeir væru upprunnir í Asíu, en hefðu á aldalöngu flökkulífi blandað blóði við germanskar og norræn- ar þjóðir, jafnt í hvílum sínum, sem á vígvöllunum. En nýjar uppgötvanir erfðafræðinga hafa sýnt fram á að þeir eru dæmi- gerðir Evrópumenn. Fyrir 5 árum voru gerðar rannsóknir á blóðflokkum Finna, Eistlendinga og Letta. Niðurstöðurnar urðu þær að þessar þjóðir höfðu sérstaka eig- inleika sameiginlega, sem hrein- iega fundust ekki í öðrum Evr- ópuþjóðum. 25-50% hins „erfðafræðilega arfs“ Finna er af baltneskum uppruna. Rann- sóknunum er ekki lokið, en nú giska menn á að Finnar séu 25-50% baltneskir, 25% síber- ískir og 25-50% germanskir. Norðurlandabúar sem ferðast um Finnland, jafnvel hina mest finnsku hluta þess, þar sem þeir skilja ekki eitt einasta orð í tungumálinu, geta því eigi að síður verið vissir um það að þeir eru innan um frændur sína, að einum fjórða eða allt upp í 50%. Byggt á Illustreret videnskab. Grísk-orþódoxa kirkjan i Helsinki. Nýjar myndir frá myndböndum Stórgóð fjölskyldumynd með Mickey Rooney Kom út 9. maí. PHI7/TS HONOR SGnit,;:.>u:K KXfVUHS Vi ilM'.l', • MHföfólliiií] Mttv M.i.V .ViííTtí itt.vrr.,. ..rílt é'.^atth', VV'/,!.■})HÍÍ't'íM i\\ '<\K st t,«uj.v.y ív\i;t rhapíi Foui. !(.<• »t.,v.<t I.X !<i< .'MAtfiMKATv t.V l’.x..i.;< tsH.y joiix Httti'A?AN ffy !»«»-1..; in »HiS Ht »N - \\V Vti»ni>\ PþTÍ'UFS Tt.'.ví,!'-, V T *U\ HtfliÁiAN Hi<»»! VTJ*)X ,tt 't ÞtttN tltS'PtV i-'jt.M- Ný mynd, tilnefnd til 8 óskarsverðlauna. Kemur út 16. maí. Mini serían Stórkostleg mynd sem heldur uppi spennu frá upphafi til enda. Kemur út 15. maí. myndbönd, Bíldshöfða 18 Símar: 686545 - 687310

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.