Tíminn - 14.06.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.06.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 14. júní 1986 Síðasta meiriháttar rigningargusan í bili - von á góðu þjóðhátíðarveðri um mest allt land Tíminn seinn fyrir í gær á Norðurlandi: Mistök hjá Flugleiðum -öll dagblöðin skilin eftir utan Morgunblaðið Tímanum brá í brún er veðurguðir helltu sér í orðsins fyllstu merkingu yfir landslýð nú síðustu daga og hafði því samband við veðurstofuna til að athuga hvort þetta veður er forsmekkurinn að því veðri sem verður í sumar og hvort 17. júní hátíðahöld fari fram undir regnhlíf- um í ár. Guðmundur Hafsteinsson veður- fræðingur sagðist eiga von á því að nú færi að þorna til, þetta væri síðasta meiriháttar rigningargusan í bili. Hann bjóst við suðvestlægri átt á landinu á næstunni. Á sunnudag og næstu daga á eftir yrði léttskýjað norðan og austanlands, en skýjað og smáskúrir sunnanlands. Hiti ætti að verða á bilinu 8-10 stig en hlýrra fyrir: norðan og austan. Engin loforð fengust um gott sumarveður þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir, Guðmundur sagði að veður- fræðingar kynnu ekki galdra, né sæju svo langt fram í tímann, að hann kynni frá slíku að skýra. Við verðum því aðeins að vona það besta. ABS í Mistök starfsmanna Flugleiða á Reykjavíkurflugvelli í gærmorgun, urðu þess valdandi að Tíminn barst seint og illa til áskrifenda á Norður- landi í gær. Morgunblaðið hefur nú sent mun stærra upplag norður en vana- legt er, vegna útbreiðsluherferðar. Fegar Flugleiðavél var hlaðinn í gærmorgun urðu þau mistök að dagblöðin öll voru skilin eftir, en aukaupplag Morgunblaðsins, sem áætlað var með vélinni klukkan 11 fór með morgunvélinni á kostnað hinna blaðanna. „Það var tekið hart á þessu máli, og þetta kemur ekki fyrir aftur“, sagði Andri Hrólfsson stöðvar- stjóri Flugleiða á Reykjavíkurflug- velli í samtali við Tímann í gær. Samkvæmt þessum orðum Andra ætti það að vera tryggt að lesendahópur Tímans á Norður- landi fær blaðið áfram hið fyrsta, með fyrstu vél að morgni. -ES Hreppsnefndakosningar: Kosiðí 163 hreppum í dag Fulltrúar í sýslunefndir einnig kosnir í dag er kosið í 163 hreppum landsins. Á kjörskrá eru 18.768 manns. Óhlutbundin kosning fer fram í 143 hreppum en listakosning- ar eru í 20 hreppum. í tveimur af þessum 143 hreppum er sjálfkjörið, en það eru. Akrahreppur og Rípu- hreppur í Skagafirði. Flestir listar eru í boði í Jökuldals- hreppi og í Kjalarneshrcppi eða fjórir talsins. Á Kjalarnesi eru það Sjálfstæðismenn, Óháðir borgarar, Samstaða og Nýji flokkurinn. Á Kristján áfrýjar Kristján Torfason bæjarfógcti í Vestmannaeyjum hefur áfrýjað dómi sakadóms Reykjavíkur til Hæstaréttar. Kristján var dæmdur til 5 mánaða fangelsisvistar, þar af 2 óskilorðsbundið, fyrir að misnota aðstöðu sína í opinberu starfi. Jökuldal eru það síðan T-listi, Hús- mæður, S-listi og Listi ungra manna. Þrír listar eru í boði í eftirtöldum hreppum: Barðastrandahreppur með H-lista, I-lista og J-lista, Laxár- dalshreppur (Búðardalur) með Framsóknarmenn, Sjálfstæðismenn og Alþýðubandalag, Áshreppur með H-lista, S-lista, og N-lista, Mýr- dalshreppur með sjálfstæðismenn, framsóknarmenn og umbótasinna, Biskupstungnahreppur mcð Óháða, Samstarfsmenn um sveitarstjórn- armál og Lýðræðislista, Grímsnes- hreppur með Framfarasinna, Frjáls- lynda kjósendur og Óháða kjósend- ur, Rangárvallahreppur með Sjálf- stæðismenn, Framsóknarmenn og Almenna borgara. Loks eru tveir listar í boði í Mýrahrcppi, Ytri-Torfustaða- hreppi, Sveinsstaðahreppi, Svína- vatnshreppi, Skarðshreppi, Norð- fjarðarhreppi, Breiðdalshreppi, Nesjahreppi, Rangárvallashreppi, Vestur-Landeyjahreppi, Hruna- mannahreppi eða alls 11 hreppum. Sýslunefndarmenn eru einnig kosnir í þessum sömu kosningum. í um 150 hreppum er kosin fimm manna hreppsnefnd en í hinum er ýmist þriggja manna eða sjö manna hreppsnefnd. ABS f dag hefst á Alviðru í Ölfusi náttúruverndardagar á vegum samtakanna Landverndar, en Alviðra er í eigu Landverndar í Ölfusi og þar hefur verið komið á fót náttúruverndarsetri.Náttúruverndardagarnir standa til þriðjudags og meðal þess sem þar verður boðið upp á er myndlistarsýning. Hér sjást tveir starfsmenn Landverndar, Steinunn Hafstað og Svanhildur Stefánsdóttir virða fyrir sér myndastaflann. Fyrir miðju er ný mynd, sem Jóhannes Geir listmálari málaði sérstaklega fyrir Landvernd og gaf til sýningarinnar. Timamynd Svernr UTANHÚS MÁLNING SEM DUGAR VEL KÓPAL-DÝRÓTEX hleyptir raka auöveldlega í gegnum sig. Mjög gott verörunar- og lútarþol og rakagegnstreymi. KÓPAL-DÝRÓTEX dugar vel. ÞETTA ER 10ND0N PEX fargjald, kr. 13.940 Flogið alla daga vikunnar FLUGLEIÐIR □ Skemmtanalifið er kyndill menningar London: leikhús, tónleikar, kvik- myndahús, pöbbar, diskótek og. . . þú. London frelsar þig frá áhyggjum og stressi. Kjaramál bænda rædd á aðalfundi: Afkoma verði sem jöfnust - og í samræmi við aðrar stéttir Kjaramál bænda voru rædd á aðalfundi Stéttarsambands bænda og var m.a. samþykkt að fela stjórn santbandsins að kanna þörf og hagkvæmni á að stofna sjúkrasjóð á vegum sambandsins, og að vinna að því að bændur geti tekið lífeyri við 65 ára aldur. Fundurinn lagði áherslu á að kjör bænda séu í samræmi við kjör annarra stétta og afkomumögu- leikar bænda séu sem jafnastir. Stjórn stéttarsambandsins var einnig falið að láta kanna trygg- ingamál bænda með það í huga að þau verði hagstæðari landbún- aðinum og í því sambandi verði einnig athugað framtíðarhlutverk Bjargráðasjóðs og Viðlagasjóðs og möguleikar á hagstæðri svæðisbundinni tryggingu á bú- stofni og uppskeru. Þriggja manna nefnd fulltrúa var kosin til þess að kanna tryggingamál bænda. SBS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.