Tíminn - 14.06.1986, Blaðsíða 10

Tíminn - 14.06.1986, Blaðsíða 10
Laugardagur 14. júní 1986 er verslunarhús ásamt innréttingum við Stranda- veg á Tálknafirði. Húsið er stálgrindarhús, 452 fer- metrar að flatarmáli, 2124 rúmmetrar. Tilboð óskast í húsið og áskilja seljend- ur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboðin sendist: Samvinnubanka íslands hf. c/o Guðjón Guðjónsson, Pósthólf 130, 121 Reykjavík. R ^ Fóstrur Fóstrur og eða annað uppeldismenntað starfsfólk vantar í heilar og hálfar stöður á dagvistarheimili Hafnarfjarðar. Upplýsingar um störfin gefur dag- vistarfulltrúi í síma 53444 á félagsmálastofnun Hafnarfjarðar. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði Kjötiðnaðarmaður og lærlingur Kjctiðnaöarstöö K.B. Borgarnesi óskar aö ráöa vanan kjötiönaöar- mann og lærling til starfa sem fyrst, einnig viljum viö ráöa afgreiðslumann. Upplýsingar gefa Bergsveinn Símonarson og Georg Hermannsson í síma 93-7200. Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi t Eiginmaður minn Hannes Jónsson frá Seyðisfirði lést aö heimili sínu Glaðheimum 8, Reykjavík þann 12. júní. Fyrir hönd aðstandenda Sigríöur Jóhannesdóttir. 10 Tíminn Kálfaströnd við Mývatn. Anna Guðrún Þórhallsdóttir ráðunautur: Hver á að sjá um hvað? Ákvæði um skipulag umhverfis- og ferðamála er að finna í lögum um náttúruvernd frá 1971, lögum um skipulag ferðamála frá 1985 og sveit- arstjórnarlögum frá því í vor. Nátt- úruverndrráð er framkæmdaraðili náttúruverndarlaganna, Ferðamála- ráð framkvæmdaaðili laga um skipu- lag ferðamála og sveitarstjórnir starfa eftir sveitarstjórnarlögum, I 1. gr. náttúruverndarlaganna segir: „Tilgangur þessara laga er að stuðla að samskiptum manns og náttúru þannig að ekki spillist að óþörfu líf eða land, né mengist sjór, vatn eða andrúmsloft.“ Víða í náttúruvemdarlögunum eru ákvæði er varða meðferð og um- gengni á stöðum ásetnum af ferða- mönnum (sjá töflu). Fyrsta grein laga um skipulag ferðamála hijóðar svo: „Tilgangur laga þessara er að stuðla að þróun ferðamála sejn atvinnugreinar og skipulagningu fyrir fslenskt og erlent ferðafólk sem mikilvægs þáttar í íslensku atvinnu- og félagslífi, bæði með hliðsjón af þjóðhagslegri hag- kvæmni og umhverfisvernd." 7. gr. laganna kveður á um verkefni Ferða- málaráðs í 13 málsgreinum. Þar af eru tvær sem kveða á um umhverf- ismál og meðferð ásetinna ferða- mannastaða (sjá töflu). Loks tekur 6. gr. sveitarstjórnar- laganna til umhverfismála á ferða- mannastöðum þar sem talið er upp meðal verkefna sveitarfélaga „rekst- ur fólkvanga og annarra útivistar- svæða“ Samkvæmt þessum lagabálkum virðist Náttúruverndarráð hafa yfir- umsjón með þjóðgörðum og er það í verkahring þess að koma þar upp aðstöðu fyrir ferðamenn og verja þjóðagarðana spjöllum. Einnig virð- ist ljóst að það er í verkahring sveitarfélaganna að sjá um rekstur og hafa yfirumsjón með fólkvöngum. í þjóðgörðum og fólkvöngum er því ljóst hverjir eiga að annast umhirðu og eftirlit. Þegar svo kemur að friðlöndum og öðrum friðlýstum svæðum verður nokkuð óljósara hvers er hvað. Friðlönd eru margvís- leg og mjög er misjafnt hversu víðtæk friðunin er. Sum friðlönd eru í einkaeign en önnur í eigu opinberra aðila og lúta þau yfirstjórn Landgræðslunnar, Skógræktar ríkis- ins eða Náttúruverndarráðs. Mjög er misjafnt af hverju land er friðað, en flest eiga svæðin sameiginlegt að hafa upp á eitthvað sérstakt að bjóða sem ferðamenn sækjast eftir að sjá. Mörg þeira svæða sem valdið hafa umhverfisverndarmönnum hvað mestum áhyggjum á undan- förnum árum eru einmitt friðlönd, skógræktarsvæði eða náttúruvætti, s.s. Landmannalaugar, Þórsmörk og Geysir í Haukadal. í 24. gr. náttúruverndarlaganna um friðlönd segir: „Þá mega og fylgja friðlýsingu fyrirmæli um nauð- synlegar aðgerðir til þess að al- menningur njóti svæðisins, svo sem um lagningu göngustíga, girðinga og þess háttar." Hér er ákvæði um fyrirmæli en óljóst er hvort Náttúru- verndarráði er einnig ætlað að vera framkvæmdaaðili. Vert er að veita því athygli að rætt er um aðgerðir „til að almenningur njóti svæðisins," en ekki um fyrirbyggjandi aðgerðir vegna ágangs skipulagðra ferða- mannahópa. Sama gildir um 16. gr. um samkomustaði úti í náttúrunni og koma fyrir nauðsynlegum hrein- lætistækjum. Þar stendur „skal jafn- an komið fyrir “ - en ekki skilgreint nánar hver skuli vera framkvæmda- aðilinn. Einnig er hér, eins og í 24. gr. rætt um almenning en ekki ferðamenn. Eins og fyrr segir stendur í 1. gr. laga um skipulag ferðamála að til- gangur þeirra sé að stuðla að þróun ferðamála hæði með hliðsjón af þjóð- hagslegri hagkvæmni og umhverf- isvernd. í 7. gr. sem kveður á um verkefni Ferðamálaráðs eru mjög skýr ákvæði um hvað því beri að gera í umhverfismálum á viðkomu- og dvalarstöðum ferðafólks. í 9. mgr. er Ferðamálaráði uppálagt að hafa samstarf við Náttúruverndarráð og aðra hlutaðeigandi aðila um að umhverfi og náttúra spillist ekki af ferðamönnum, og 10. mgr. kveður skýrt á um að frumkvæðið að góðri umgengni á aðkomu- og dvalarstöð- um ferðafólks skuli vera hjá Ferða- málaráði. Ekki verður öðruvísi skil- ið en að með tilkomu þessara laga eigi Ferðamálaráð að vera fram- kvæmdaaðili og hafa frumkvæði að því að koma upp aðstöðu og aðbún- aði til þess að umhverfi spillist ekki af ágangi ferðamanna. Eins og áður var bent á er ekki alveg ljóst af náttúruverndarlögun- um að hversu miklu leyti Náttúru- verndaráði er ætlað að sjá um aðbún- að á friðlöndum. (sjá 24. gr.). Ef hins vegar, að friðlöndin verða við- komu- og dvalarstaðir ferðamanna, þá er það alveg Ijóst af lögum um skipulag ferðamála að Ferðamálaráð á að sjá um fegrun umhverfis og góða umgengni þar. Lagning göngustíga þar sem land er farið að sparkast út vegna ágangs fellur undir fegrun umhverfis og hreinlætisað- staða og sorptínsla undir góða um- gengni. Einnig virðist ljóst að Ferða- málaráð á að hafa samstarf við Náttúruverndarráð og sveitarfélög um að náttúra og umhverfi spillist ekki vegna ferðamanna. Náttúruverndarráð hefur yfirum- sjón með tveimur þjóðgörðum og aðbúnaði í þeim. þ.e. Skaftafelli og Jökulsárgljúfrum. Þingvellir, hinn þriðji, lýtur sérstakri stjórn. í þjóð- görðunum er aðstaða til móttöku ferðamanna að komast í viðunandi horf. Fólkvangar eru víða vel búnir og aðstaða góð, s.s. í Bláfjöllum. En í mörgum friðlöndum, þar sem fjöl- mennir skipulagðir ferðamannahóp- ar koma saman, er aðstaðan undan- tekningarlaust léleg eða engin, enda ástandi margra þeirra bágborið. Eins og bent hefur verið á ber Ferða- málaráði að hafa frumkvæði að fegr- un umhverfis og úrbótum á við- komu- og dvalarstöðum ferðafólks. Lög um skipulag ferðamála eru frá í dag hefst á jöröinni Alviðru í Ölfusi um- hverfisverndarkynning á vegum samtakanna Landvernd. Alviðra er eign Landverndar í Árnessýslu og þar hef- ur verið sett á stofn um- hverfisfræðslusetur. Dagskrá kynningarinn- ar er birt annars staðar í blaðinu. Efnið hér á síðunni er tengt þess- ari umhverfisverndar- kynningu Landvernd- ar. Þar er fjallað um ýmis atriði tengt fram- kvæmd laga sem snerta framkvæmd náttúruverndar og um- gengni fólks og lands. Þá lýsir Sigurður Þóris- son bóndi á Græna- vatni í Mývatnssveit baráttunni fyrir vernd- un umhverfis Mývatns, hinnar miklu perlu Norðurlands. árinu 1985 og það er því fyrst í ár sem á þau reynir. Árið 1986 er ráðstöfunarfé Ferða- málaráðs um 19 milljónir króna. Þar af hefur verið áætlað að eyða 400 þús. krónum til umhverfismála eða 2%. Meðan margirþéttsettnirferða- mannastaðir eru í jafn slæmu ástandi vegna skorts á aðbúnaði og raun ber vitni, er fjárveiting Ferðamálaráðs upp á 400 þúsund krónur ámælis- verð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.