Tíminn - 14.06.1986, Side 13

Tíminn - 14.06.1986, Side 13
Tíminn 13 Laugardagur 14. júní 1986 NEYTENDASÍÐAN „Islenskt fjallalamb“ - herferð til að auka neyslu lambakjöts Leiðrétting Á síðustu Neytendasíðu birtist viðtal við Harald Skarphéðins- son, garðyrkjustjóra Kirkjugarð- anna í Reykjavík. Smámiskiln- ingur varð milli hans og blaða- manns um plöntusölu, og vill garð- yrkjustjóri taka fram, að plöntur eru þar aðeins seldar eftir pöntunum til gróðursctningar á leiði af starfsfólki garðsins, en önnur plöntusala fer þar ekki fram. „íslenskt fjallalamb Þessi orð eiga eftir að heyrast og sjást oft næstu mánuði. Þeim er ætlað að minna okkur á að gleyma ekki að kaupa og neyta íslenska lambakjötsins, sem að undanförnu hefur orðið að láta í minni pokann í þeirri samkeppni á kjötmarkaðnum sem fylgt hefur aukinni fjölbreytni sem á boðstólum er. Islendingar eru nýjungagjarnir og hafa kunnað vel að meta fleiri tegundir kjöts, sem fáséðar voru áður í verslunum, en það er engin ástæða til að gleyma því að lambakjötið okkar er líka hreinustu kræsingar. Ómenguð villibráð Markaðsnefnd landbúnaðarins er nú að hefja markaðsátak til að efla og glæða lambakjötsneyslu í land- inu. Kjörorðið er „íslenskt fjalla- lamb“ og vísar það til þeirrar sérstöðu lambakjötsins að vera hrein og ómenguð villibráð, þar sem lambið nærist á villtum gróðri að stærstum hluta og er slátrað að hausti án þess að hafa nokkru sinni komið í hús. Áherslan er sem sagt lögð á að hér sé um hreina náttúruafurð að ræða Ljósari kantur á gallabuxunum Þegar verið er að spretta upp saum á gallabuxum kemur oft í ljós að brotið er Ijósara heldur en gallabuxurnar sjálfar. Oft er það líka slitnara. Þá er mjög gott að sauma yfir það með skrautspori úr saumavélinni. Það má líka sauma skáband yfir í lit sem passar við buxurnar. Sauðkindin gefur af sér fleira en kjöt. Ekki má gleyma ullinni sem hefur haldið hita á íslendingum um aldirnar. Á síðustu árum hefur hún verið notuð til alls kyns tískufatnað, sem eftirsóttur er bæði af Islendingum og útlendingum. A hverjum föstudegi í hádeginu bjóða Módelsamtökin upp á tískusýningu á HÓtel Loftleiðum. (Tímamyndir Sverrír) og fellur hún vel saman við þá tilhneigingu sem gætt hefur í heimin- um á undanförnumárum,- að leita aftur til náttúrunnar og segja skilið við þau aukaefni sem hefur verið stuðst við til að auka afurðirnar á sem skjótastan hátt. Hefðbundin matreiðsla ogný Lambakjöt hefur verið á borðum íslendinga alla tíð og lengst hefur matreiðsla þess verið með hefð- bundnum og fremur fábreyttum hætti. Síðustu árin hefur orðið þar breyting á, matreiðslan er orðin fjölbreyttari og menn orðnir fúsari til að reyna eitthvað nýtt. Það er ekki lengur sjálfsagt að halda sig bara við að sjóða súpukjötið og steikja lærið og hrygginn í ofni, ineð þeim frávikum að demba kótilettun- um og lærissneiðum í egg og rasp og steikja það síðan á pönnu! Það er einmitt hluti af núverandi kynningar- og markaðsátaki að hóp- ur sérfróðra manna í meðhöndlun og framleiðslu lambakjöts heimsæki verslanir um allt land og vinni þar með kaupmönnum og kjötiðnað- Karrílamb 500 gr. beinlaust lambakjöt í teningum 1 msk. matarolía 1/2 bolli saxaður laukur 1 hvítlauksbátur, fínsaxaður 1-3 msk. karrí 1/2 tsk. salt 1/4 tsk. pipar 1 1/2 bolli kjúklingasoð 1 zucchini í 1 cm sneiðum 1 1/2 bolli frosnar ertur 2 tsk. maizena 2 msk. kalt vatn Brúnið kjötið í olíunni á stórri ofnfastri pönnu. Takið það síðan af pönnunni og haldi því heitu. Stcikið síðan laukinn og hvítlaukinn í feitinni þangað til laukurinn er farinn að brúnast. Hrærið út í karrí eftir smekk, látið kjötið aftur út í, bætið við salti, pipar og soði. Látið suðuna koma hægt upp og látið lok yfir pönnuna. Bakið í 160°C heitum ofni í 1 klukkustund eða þangað til kjötið er orðið meyrt. Bætið Zucchini og ertum út í, látið lokið á aftur og bakið í 30 mínútur í viðbót eða þangað til zucchinið er orðið meyrt. Hrærið maizena út í kalda vatnið, bætið varlega út í og hrærið þangað til soðið þykknar. Matreiðslumeistararnir Sigríður Guðbrandsdóttir og Karl Davíðsson (fyrir miðju) fylgjast með nemuum Önnu Quinn og Ólafi Haraldssyni „flambera“ lambalundir. Kryddið hefur sitt að segja og getur gert gæfumuninn. Anna Quinn kryddar lambalundirnar „rétt“. armönnum. Þar verða vonandi góð ráð og hugmyndir gefnar á báða bóga, neytendum til hagsbóta og ánægju. Og þá gleymist áreiðanlega ekki að hásumarið er aðalgrilltím- inn, en lambakjöt er að sjálfsögðu vel til þeirrar matreiðslu fallið. „Settu bragðlaukana í viðbrags- stöðu...“, á þeim orðum hefst ein sjónvarpsauglýsingin sem gerð hefur verið í tilefni herferðarinnar og á eftir að sjást og heyrast oft á næstu mánuðum. Markaðsnefnd landbúnaðarins er skipuð fulltrúum frá Stéttarsam- bandi bænda, Framleiðsluráði land- búnaðarins, Búnaðarfélagi íslands, landbúnaðarráðuneytinu, Búvöru- deild SÍS og Sláturfélagi Suðurlands. Nefndina skipar landbúnaðarráðu- neytið skv. tilnefningu. - eftir Svanfríði Hagvaag Færri hitaeiningar Besta aðferðin til að fækka við sig hitaeiningum er að halda sig sem lengst frá eldhúsinu. Þar sem það er ómögulegt fyrir marga kemur hér ein hitaeiningasnauð uppskrift. Nokkur ráð eru til að fækka hitaeiningunum í matreiðslu. - Skerið af alla sýnilega fitu á kjöti. - Notið pönnu sem ekki festist við þegar verið er að brúna kjöt, þá þarf minni feiti. Eða notið feiti úr sprautubrúsum (Pam). - Notið stundum lag af soðnu spínati eða hvítkáli í staðinn fyrir núðlur eða hrísgrjón í ofnbökuðum réttum. - Notið undanrennu í staðinn fyrir mjólk í sósum eða súpum. - Búið til súpur eða pottrétti daginn áður. Geymið í ísskápnum yfir nótt. Feitin rís þá upp á yfirborðið og það er auðvelt að fjarlægja hana. Pottréttir og súpur eru líka oft betri daginn eftir. - Sjóðið fisk eða kjúkling í soði eða léttkrydduðum tómatsafa í staðinn fyrir að steikja í smjöri eða olíu. Þessi aðferð gefur gott bragð og fækkar hitaeiningum talsvert. HÚSRÁÐ Prjónaráð Það getur oft verið erfitt að taka upp vissan lykkjufjölda jafn yfir hálsmál eða handveg. En það er hægt að gera það auðveldara með þvf að skipta til dæmis hálsmálinu á þessa leið: Finnið miðjuna og merkið hana. Finnið síðan miðjuna á þeim tveim stykkjum og merkið þær. Síðan er fundin miðja á öllum fjórum stykkjunum og þær merktar líka. Nú er búið að skifta hálsmál- inu í 8 hluta og þá er auðvelt að deila í lykkufjöldann með 8 og finna út hvað á að taka upp margar lykkjur á hverjum hluta. Lambakjöt er hægt að framreiða á marga vegu. í „víkingaskipinu“ í Blómasal Hótels Loftleiða má finna það í mörgum útgáfum og bragðast allar vel. Hér eru Magnús Friðgeirsson frkv. stj. Búvörudeildar SÍS, Ingi Tryggvason formaður Stéttarsambands bænda og Ólöf Þorvaldsdóttir hjá GBB auglýs- ingaþjónustunni að safna sér á diskana.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.