Tíminn - 14.06.1986, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.06.1986, Blaðsíða 7
Laugardagur 14. júní 1986 Tíminn 7 VETTVANGUR lllllllll llllllllll Aldarafmæli á Akureyri: Kaupfélag Eyfirðinga 100 árahinn 19. júní 100 ára afmælismerki KEA. Yfirlitsmynd frá miðbænum á Akureyri þar sem KEA hefur aðalslöðvar sínar. Kaupfélag Eyfirðinga á Akur- eyri fyllir öldina nú á miðvikudag- inn 19. júní. Félagið var stofnað þann dag árið 1886 að Grund í Eyja- firði, og voru stofnendur þess nokkrir bændur. Líkt og önnur félög sömu teg- undar var KEA með hreinu pönt- unarfélagsfyrirkomulagi framan af. Félög þeirrar tegundar söfnuðu pöntunum frá félagsmönnum sín- um og afgreiddu eftir á, gegn greiðslu í afurðum þeirra. Hjá KEA var þetta fyrirkomulag haft fyrstu tuttugu árin, en þá gerðist félagið brautryðjandi nýrra versl- unarhátta hjá kaupfélögununum hér á landi. Einn mesti samvinnuleiðtogi landsins, Hallgrímur Kristinsson, réðist til félagsins sem kaupfélags- stjóri árið 1902. Fjórum árum síðar hafði hann um það forgöngu í félaginu að þar var lögtekið að stemma stigu við skuldasöfnun, skipta verslunarágóða eftir á og mynda stofnsjóð fyrir félagsmenn. Jafnframt því opnaði félagið fyrstu sölubúð sína, í litlu húsi við Hafn- arstræti 90 á Akureyri. Þetta var geysiþýðingarmikil bylting á kaupfélagarekstri hér á landi. Með þessu mátti heita að hinar alþjóðlegu reglur samvinnu- hreyfingarinnar, Rochdale-regl- urnar, hefðu haldið innreið sína hér á landi. Með þessu móti var lagður grundvöllur að því að ís- lenska samvinnuhreyfingin gæti fengið á sig hið alþjóðlega svipmót samvinnufélaga um víða veröld og færst af pöntunarfélagsstiginu yfir á verslunarstigið. Hallgrímur Kristinsson hvarf frá félaginu til starfa hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga árið 1918 og tók þá Sigurður bróðir hans við kaup- félagsstjórastarfinu. Aðrir kaup- félagsstjórar hafa verið þeir Vil- hjálmur Þór 1923-39, Jakob Frí- mannsson 1940-71 og Valur Arn- þórsson frá 1971. Framan af voru félagsmenn í KEA einkum bændur og búalið, en það breyttist siðan og nú er fólk úr öllum stéttum og starfshópum félagar. Starfsemi KEA hefur verið í stöðugum vexti allar götur frá byrjun, og félagið hefur átt mikinn þátt í öllum uppgangi byggðar og eflingu atvinnulífs á Akureyri og í Eyjafirði. Það er nú næstfjölmenn- asta kaupfélag landsins að því er tekur til félagsmannafjölda, og það veltuhæsta að því er viðskipti og umsvif varðar. Má segja það með fullum rétti að fá kaupfélög landsins, ef nokkur, hafi átt jafn ríkan þátt í þróun byggðar og sköpun atvinnu á félagssvæði sínu og KEA. Umsvifin í dag Arið 1985 var heildarvelta KEA, að samstarfsfyrirtækjum meðtöld- um, um 4,7 milljarðar króna. Um langt árabil hefur félagið verið stærsti launagreiðandi við Eyja- fjörð og meðal þeirra stærstu á landinu öllu. Á árinu 1985 er gert ráð fyrir að fjöldi ársstarfa hjá KEA og samstarfsfyrirtækjum þess hafi verið um 1.2^0. Aðalstöðvar KEA eru á Akur- eyri, en einnig rekur það verslun og aðra atvinnustarfsemi víða út með Eyjafirði beggja vegna. Það er í dag umsvifamesta og öflugasta samvinnufélag landsins. í árslok 1985 voru félagsmenn tæplega 7.700, og skiptast þeir í 25 deildir. Stjórnun þessa stóra rekstrar er þannig hagað að á deildafundum, sem haldnir eru snemma vors, eru kosnir um það bil 250 fulltrúar á aðalfund. Rétt til setu á deildafundum eiga allir fé- lagsmenn í viðkomandi deild, og þar er gerð grein fyrir starfsemi félagsins á liðnu ári og málefni þess rædd. Aðalfundur KEA fer síðan með öll æðstu völd í málefnum þess. Auk þess eru haldin félagsráðs- fundur í upphafi hvers árs, þar sem fjallað er um öll helstu atriði í rekstri félagsins. Þangað koma tveir fulltrúar frá hverri deild, auk stjórnar félagsins og ýmissa starfsmanna. f dag má segja að starfsemi KEA skiptist í fimm þætti. Þeir eru verslun, vinnsla og sala landbúnað- arafurða, vinnsla og sala sjávaraf- urða, iðnaður og þjónusta. Valur Arnþórsson kaupfélags- stjóri. Verslun Umsvifamesta verslunin fer fram á Akureyri, en þar rekur Matvöru- deild KEA nú tæpan tug kjörbúða. Stærst þeirra er Kjörmarkaður KEA við Hrísalund. Þá er sérverslun félagsins ekki síður umsvifamikil, en í þvíefni fer mest fyrir Vöruhúsi KEA sem er í aðalbyggingu þess við Hafnarstræti og skiptist m.a. í vefnaðarvöru- deild, skódeild, herradeild, hljómdeild, járn- og glervörudeild og sportvörudeild. í sama húsi er Stjörnu apótck sem kaupfélagið á og er elsta samvinnulyfjabúð á Norðurlöndum, fimmtíu ára á þessu ári. Þá eru Byggingavörudeild og Raflagnadeild við Glerárgötu, og á Óseyri er Véladeild. Þar er einnig timburvinnsla Byggingavörudeild ar. Utan Akureyrar annast KEA einnig margs konar starfsemi. Uti- bú eru á Dalvík, Ólafsfirði, Siglu- firði, Grímsey, Hrísey, Grenivík og Hauganesi. Á öllum þessum stöðum er rekin verslun, en t.d. á Dalvík og í Hrísey er einnig um- svifamikill atvinnurekstur á ýmsum öðrum sviðum. Þá rekur KEA matvöruverslun og fiskverkun á Hjalteyri. Landbúnaður og sjávarútvegur Eins og menn vita eru sveitir Eyjafjarðar eitt blómlegasta land- búnaðarhérað landsins. Af þeim sökum er ekki nema eðlilegt að vinnsla og sala landbúnaðarafurða sé einn mikilvægasti þátturinn í starfsemi KEA. Á því sviði er fyrst og fremst að nefna Mjólkursamlag KEA, en það er rekið í byggingu sem tekin var í notkun 1980 og er þar ein fullkomnasta mjólkurvinnslustöð landsins. Einnig rekur KEA stórt sláturhús, sem starfrækt er allt árið á Akureyri. Þá er Kjötiðnaðarstöð KEA á Oddeyri, skammt frá slát- urhúsinu, og annað sláturhús rekur félagið á Dalvík. Jafnframt þessu hafa sjávarút- vegur og fiskvinnsla stöðugt verið að verða þýðingarmeiri þættir í rekstri félagsins. Það á nú stórar fiskverkunarstöðvar og frystihús á Dalvík og í Hrísey, og einnig rekur það fiskverkun í Grímsey. KEA er einnig aðili að rekstri sex fiskveiðiskipa sem gerð eru út frá Dalvík og Hrísey, og það er hluthafi í rækjuvinnslu á Árskógs- sandi og á meirihluta í annarri á Dalvík. Auk þess rekur KEA fisk- móttöku á Oddeyri á Akureyri. Iðnaður og þjónusta f samvinnu við Samband ísl. samvinnufélaga rekur KEA þrjú öflug iðnfyrirtæki á Akureyri, Efnaverksmiðjuna Sjöfn, Kaffi- brennslu Akureyrar og Plastein- angrun hf. Það er einnig hluthafi í ýmsum öðrum stórum fyrirtækj- um, t.d. er það stærsti hluthafi í Vélsmiðjunni Odda hf. og á tals- verða hluti í Bifreiðaverkstæðinu Þórshamri, Slippstöðinni hf., Út- gerðarfélagi Akureyringa hf. og tveim nýjum fiskræktarfyrirtækj- um, öðru í Ólafsfirði en hinu í Kelduhverfi, svo nokkur hin helstu séu nefnd. Hjörtur E. Þórarinsson stjórnar- formaður. Af eigin iðnfyrirtækjum er að nefna Brauðgerð KEA, Smjörlík- isgerð KEA og Efnagerðina Flóru, auk þess iðnaðar sem tengist bú- vörusölunni. Þá rekur KEA fóður- verksmiðju og fóðurvöruverslun á Akureyri. Af þjónustusviðinu er fyrst og fremst að nefna Hótel KEA, lands- þekktan gisti- og veitingastað á Akureyri. Það getur hýst um eitt hundrað gesti, en nú um þessar mundir er unnið að gagngerum endurbótum á því. í þessu húsi opnaði félagið verslun sína 1906. Þá rekur KEA vátryggingadeild, innlánsdeild, búvélaverkstæði og skipa- og bifreiðaafgreiðslu, þar sem er m.a. afgreiðsla fyrir fólks- flutningabíla sem halda uppi ferð- um til Norðvestur-, Norðaustur- og Austurlands. Einnig er sérstök bifreiðadeild sem sér um vöruflutn- inga félagsins milli Akureyrar og Reykjavíkur, og bílaverkstæði er á Dalvík, sem einnig sér um viðhald á vélbúnaði skipa. Stjórn Stjórn KEA er nú þannig skipuð að formaður er Hjörtur E. Þórar- insson, en varaformaður en Jó- hannes Sigvaldason og ritari Arn- steinn Stefánsson. Meðstjórnend- ur eru Guðríður Eiríksdóttir, Sig- urður Jósefsson, Valgerður Sverr- isdóttir og Þorsteinn Jónatansson. Varamenn eru Jóhannes Geir Sig- urgeirsson, Magnús Stefánsson og Þóroddur Jóhannsson. Fulltrúar starfsmanna í stjórn eru Gunnar Hallsson og Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson. Kaupfélagsstjóri KEA er Valur Arnþórsson. Eins og fram hefur komið hér í blaðinu verður aldarafmælisins minnst á aðalfundi KEA sem hald- inn verður nk. miðvikudag á Akur- eyri. Daginn eftir, á afmælisdaginn þann 19. júní, verður sérstök há- tíðarsamkoma á Akureyri af þessu tilefni, auk þess sem sitthvað fleira verður gert til þess að minnast afmælisins og við höfum þegar skýrt frá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.