Tíminn - 14.06.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.06.1986, Blaðsíða 5
Laugardagur 14. júní 1986 Tíminn 5 Neyðarástandið í Suður-Afríku: Viðbrögðin yfir leitt miög hörð Lundúnir-Reuter Viðbrögð heimsins við því neyðar- ástandi sem stjórn Suður-Afríku hefur lýst yfir eru yfirleitt mjög hörð, allt frá fordæmingu til spá- dóma um blóðbað og að fall stjórnar hvíta minnihlutans sé á næsta leiti. Einingarsamtök Afríku (OAU) hvöttu aðildarþjóðir sínar til að Hvalveiðar Norðmanna í sviðsljósinu: Scott skilur ekki Norsara Malmö-Reuter Sir Peter Scott, heiðursformaður Alþjóða dýralífssjóðsins og frægur fjölmiðlamaður, gagnrýndi í gær stjórnvöld í Noregi harðlega fyrir þá ákvörðun sína að halda áfram hval- veiðum þrátt fyrir alþjóðabann. „Það hefði verið óhugsandi fyrir tíu árum síðan að Norðmenn stæðu við hlið Japana. Norðmenn voru vanir að vera umhugað um verndun villtra dýra“, sagði Scott í samtali við fréttamann Reuters í lok ráð- stefnu Alþjóða hvalveiðiráðsins. Hvalveiðiráðið hefur samþykkt bann á hvalveiðar í gróðraskyni og tók það bann gildi á þessu ári. Norðmenn, Japanir og Sovétmenn lögðu hinsvegar fram formleg mót- mæli sem gerði þeim kleift að halda veiðunum áfram. Sovétmenn og Japanir hafa síðan þá tilkynnt um áætlanir um að hætta þessum veiðum tímabundið en Norðmenn, sem veiddu 771 hrefnur á síðasta ári, hyggjast halda veiðun- um áfram og hafa reyndar þegar hafið þær þetta árið. „Ég er mjög hryggur Norðmanna vegna því ég held að almenningur þar í landi vilji alls ekki láta þetta gerast," sagði Scott. Á ráðstefnu Alþjóða hvalveiði- ráðsins sem fram fór í Malmö í Svíþjóð og lauk í gær var engin gagnrýni á veiðar Norðmanna samþykkt. Sumir fulltrúanna sögðu það stafa af því að Bandaríkjastjórn væri líkleg til að taka upp efnahags- legar refsiaðgerðir gegn Norðmönn- um vegna hvalveiða þeirra. Tékkóslóvakía: Ekkertferframhjá félaga Napóleon Vin-Reuter Tékkneskur andófsmaður sem dreifði pólitískum háðsádeiluverk- um hefur verið dæmdur í eins árs fangelsi fyrir undirróðursstarfsemi. Heimildarmenn sögðu að meðal sönnunargagna sem notuð voru gegn Eduard Vacek, 39 ára, hefði verið eintak af bók George Orwells, Dýra- bær (Animal Farm) eða Félagi Napóleon eins og fyrsta þýðingin nefndist hér á landi. Dýrabær er háðsádeila á kommúnisma. I réttarhöldunum, sem fram fóru í Teplice í Norður-Bóhemíu, var Vacek sakaður um að hafa skrifað og dreift út texta sem var „háðsleg skopstæling á þjóðfélagi í þversögn við sósíalískt siðgæði." Eintak af DýrabæOrwells fannst á heimili Vaceks og var notað sem sönnunargagn gegn honum. „Þetta er eyðileggjandi texti sem líkir þjóðfélaginu við dýr,“ sagði embættismaður í ríkisstofnun þeirri sem fylgist með hvað menn láta út úr sér í orði sem á prenti í landinu. Embættismaðurinn vitnaði í máli þessu. Heimildir hermdu að Vacek til- heyrði ekki mannréttindahópnum „Sáttmáli 77“ heldur væri í hópi listamanna sem lítið væri gefið um núverandi þjóðskipulag. Brasilíuforseti ræðir við páfa Ríó de Janeiró-Reuter Jose Sarney forseti Brasilíu mun innan skamms eiga viðræður við Jóhannes Pál páfa og munu þeir ræða vaxandi deilur brasilíska stjórnvalda og kirkjuyfirvalda þar í landi er sprottið hafa vegna nýrrar dreifingar ræktunarlands til handa fátækum. Talsmaður forsetans sagði fund Sarneys og páfans vera á dagskrá þann 10. júlí næstkomandi. Ekkert vildi hann þó gefa út um hvað þeir félagar myndu ræða. Heimildir herma þó að viðræðurn- ar muni að mestu snúast um aukna gagnrýni kirkjuleiðtoga í Brasilíu á þarlend stjórnvöld. Gagnrýnin kem- ur til vegna ákvörðunar stjómvalda að endurskipuleggja 43 milljónir hektara af bújörðum og dreifa því til 1,4 milljón af fátækum fjölskyldum. Kirkjuleiðtogar hafa deilt hart á hraða og skipulag þessa verkefnis. Að undanförnu hafa 300 manns látið lífið í átökum milli brasilíska landeigenda og fátækra bænda er sprottið hafa vegna þessa máls. Auk átakanna hafa orðsendingar milli landeigenda og kirkjunnar manna aukist að offorsi að undan- förnu. Báðir saka hver aðra um að kynda undir ofbeldinu. veita svörtum mönnum í Suður- Afríku hernaðaraðstoð í baráttu þeirra gegn st jórninni. Sameinuðu þjóðirnarog Evrópu- bandalagið áætla fundi til að ræða ástandið og þrýstingur hefur aukist í Bretlandi á að setja viðskiptabann á S-Afríku. Ástralíustjórn hefur tilkynnt að landið muni ganga í hóp þeirra 12 ríkja sem lokað hafa ræðismanns- skrifstofum sínum í Suður-Afríku. Talsmenn Evrópubandalagsins sögðu að utanríkisráðherrar ríkja þeirra sem í bandalaginu eru myndu ræða hugsanleg höft á Suður-Afríku næsta mánudag. Athyglin beinist nú mest að Bret- landsstjórn sem ein stjórna Sam- veldislandanna hefur verið mótfallið efnahagsþvingunum. Líklegt er talið að viðbrögðin í Bretlandi verði leið- andi fyrir lönd Samveldisins og ríki Evrópubandalagsins. Bandaríkjamenn: Streyma yf ir Atlantsála á nýjan leik Ferðamannaiðnaðurinn í Evrópu virðist vera á uppleið að nýju eftir að hafa nærri því koll- varpast í kjölfar hermdarverka, eða kannski frekar ótta um hermdarverk. Þessar góðu fréttir voru birtar í síðustu viku. Bandaríkjamenn eru byrjaðir að skipuleggja ferðalög til Evrópu á nýjan leik. Pantanir þeirra duttu nánast niður eftir árás Bandaríkjahers á Líbýu en hótel og ferðaskrifstofur í Evrópu hafa tekið eftir stöðugum breytingum til batnaðar í þessum málum að undanförnu. Flugtelögin Trans World Airlin- es og Pan American World Airlin- es hafa bæði skýrt frá því að bókanir til Evrópu hafi aukist veru- lega og síðustu vikuna í maí voru bókanir hjá British Airways aðeins dulítið færri en venjulega gerist. Bresk ferðamálayfirvöld hafa unnið hart að því að fá Bandaríkja- menn til að bregða sér yfir Atlants- ála og heimsækja bresku eyjarnar. Sú herferð hefur borið árangur en einnig mun tilkynning Nancyar Reagan um að hún myndi verða viðstödd brúkaup Andrews Breta- prins í sumar vega þungt á vogar- skálunum í þessu sambandi. Enginn skyldi þó halda að ekki væri um samdrátt að ræða. Enn vantar um 20-30% fleiri Banda- ríkjamenn til Evrópu til að bæta upp ferðamannasamdráttinn. Tals- menn ferðamála í Evrópu vonast þó til að um næstu áramót verði viðskiptin orðin með venjulegum hætti - þökk sé skammtímaminni bandarískra ferðalanga hvað varð- ar hryðjuverk. Þessi von ferðamannafrömuða byggist þó að sjálfsögðu á að ekki verði um nýja hryðjuverkaöldu í Evrópu að ræða á næstunni. (Byggt á Ncwsweek) VEITINGAR GISTING BILAWONUSTA Gisting í 1-2 manna herbergjum. Góð setustofa veríð velkomin til okkar Höfum góðan mat og kaffi á boðstólnum allan daginn, ásamt ýmsum öðrum varningi ESSO OLÍUR - BENSÍN - GAS og ýmsar smávörur fýrir ferðamanninn og bílinn OPIÐ ALLAN DAGINN - ALLA DAGA FERÐAÞJONUSTAN TALKNAFIRÐI Essonesti 94-2599.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.