Tíminn - 14.06.1986, Síða 9
Laugardagur 14. júní 1986
Tíminn 9
Listmálararnir Hafsteinn Austmann
á milli sín.
og Valtýr Pétursson, með Guðna Þórðarson forstöðumann Gallerís fslensk List
(Tímamynd Sverrir)
Listmálarafélagið
á Vesturgötunni
Listmálarafélagið, seni hefur
innanborðs ýmsa af heldri listmálur-
um landsins, opnarárlega sumarsýn-
ingu sína í Gallerí íslensk List,
Vesturgötu 17. Sýningin verðuropn-
uðámorgun kl. 15.00. Sýndarverða
rúmlega 30 myndir eftir 15 félaga,
þeirra á meðal Guðmundu Andrés-
dóttur, Jóhannes Geir, Jóhannes
Jóhannesson og Einar G. Baldvins-
son.
Sýningin er sölusýning og verður
opin virka daga milli kl. 9.00 og 17
og kl. 14.00 til 18.00 um helgar.
phh
Lög um Húsnæðisstofnun
Fólk áttar sig illa á
skerðingarákvæðunum
Reglugerðin væntanleg í byrjun næsta mánaðar
Þessa dagana er verið að leggja
síðustu hönd á reglugerð með breyt-
ingum á lögum um Húsnæðisstofnun
ríkisins, en þau munu sem kunnugt
er öðlast gildi 1. september. Mun
reglugerðin væntanlega komast í
prentun í byrjun næsta mánaðar.
Margir óvissuþættir hafa fylgt þess-
um lögunt, hvernig beri að túlka
ákveðnar greinar laganna, sem og
hvort allir lífeyrissjóðirnir muni
greiða tiltekið lágmark ráðstöfun-
arfjár síns, þannig að félagar þeirra
öðlist full réttindi til lána.
Talsverðs misskilnings virðist hafa
gætt hjá almenningi um væntanleg
lánaréttindi skv. hinum nýju lögum
og að sögn kunnugra manna virðast
upplýsingar sumra fasteignasala ekki
orðið til að greiða fyrir mönnum í
þeim efnu. Tíminn hringdi í nokkrar
fasteignasölu í Reykjavík og var
kunnáttu sumra fasteignasala um
innihald hinna nýju laga greinilega
áfátt, þó svo hafi ekki verið alls
staðar.
Skv. áreiðanlegum heimildum
Tímans, er nú útlit fyrir að allir
lífeyrissjóðir muni greiða þau 55%
ráðstöfunarfjár síns sem skilyrði er
til að félagar þeirra fái notið há-
markslánaréttinda. t>ó er rétt að
taka fram að formlegar viðræður við
lífeyrissjóðina um þetta atriði eru
ekki hafnar.
Það sem að fólk virðist ekki hafa
áttað sig nægilega á, þó það standi
skýrum stöfum í lögunum, er að
ýmis skerðingarákvæði koma á þá
grunnlánaupphæð 2.1 millj. kr. sem
gengið er út frá. Ekki hjáipar til að
orðalag laganna er all loðið á
köflum. Þannig segir í 13. gr. a-lið:
„Eigi umsækjandi, sem er að byggja
eða kaupa í fyrsta sinn, hámarks-
lánsrétt skv. 1. mgr. 12. gr. nemur
lán til hverrar íbúðar kr.
2.100.000,...“, en í 14. gr. segir m.a.
„Umsækjandi sem er að kaupa íbúð
í fyrsta sinn á rétt á láni sem nemur
70% af lánum skv. a-lið I. mgr. 13.
gr.“ Hér virðist um mótsagnir að
ræða, en skýringin mun sú skv. heim-
ildum Tímans að í fyrra tilfellinu er
átt við íbúðir sem keyptar eru af
framkvæmdaraðila, þe. nýjar íbúðir,
en í hinu tilfellinu er um að ræða
kaup í eldri íbúðum.
Annars eru reglurnar ásamt skerð-
ingarákvæðum í stórum dráttum
þessar:
- Hafi lífeyrissjóður umsækjanda
greitt 55% af ráðstöfunarfé sínu til
Húsnæðisstjórnar og umsækjandi
hefur greitt fullt gjald í lífeyrissjóð-
inn sl. 2 ár, nýtur hann hámarksláns-
réttar.
- Sé umsækjandi, sem nýtur slíks
hámarkslánsréttar, að byggja eða
kaupa nýja íbúð, sem engin G-lán
hvíla þá á og leggi hann inn umsókn
sína eftir gildistöku laganna, 1. sept.
á hann rétt á 2.1 millj. kr. í lán.
- Sé umsækjandi að kaupa í annað
sinn á hann rétt á 70% af 2.1 millj.
kr. eða 1470 þús. kr.
- Leggi hann umsókn sína inn á
tímabilinu 1. sept. 1985 til 1. sept.
1986, dragast öll lífeyrissjóðslán sem
viðkomandi hefur áður tekið, frá.
- Ef eldri G-lán hvíla á íbúðinni,
dragast þau frá 1.470 þús. kr. sé
kaupandi að festa sér íbúð í annað
sinn.
- Ef íbúð er byggð stærri en 170
m2, dragast 2% veittrar lánsupphæð-
ar frá fyrir hvern m2 umfram þá
stærð.
- Lán má aldrei vera hærra en
nemur 70% af raunverulegu kaup-
verði íbúðarinnar. Kosti íbúð því
t.d. 2.1 millj. kr. fær aðili með full
lánaréttindi sem er að kaupa íbúð í
fyrsta sinn, ekki nema 70% af þeirri
upphæð, eða sem svarar 1.470 þús.
kr. Mætti velta því örlítið fyrir sér
hvort þetta ýti undir kaup á dýrari
íbúðum, þannig að fólk geti nýtt sér
lánaréttindi sín til fulls. Slíkur verð-
bólguhugsanagangur deyr sennilega
seint!
Nánari skýringar á lögunum eru
sem sagt væntanlegar í byrjun næsta
ntánaðar, og er sjálfsagt að hvetja
alla húsbyggjendur og íbúðakaup-
endur að lesa vel það sem það mun
verða skrifað.
phh
Atvinnuleysi
í maí svipað
og í fyrra
Atvinnuhorfur fyrir skólafólk voru skráðir 17 þúsund atvinnu
virðast með betra móti í ár, ef leysisdagar á landinu, en það jafn-
marka má tölur sem Vinnumála- gildir því að 790 manns hafi verið
skrifstofa Félagsmálastofnunar á atvinnuleysisskrá allan mánuð-
hefur sent frá sér, en þar kemur inn. Atvinnuleysisdögum hefur
fram að um helmingi færri umsækj- fækkað um 2000 frá því í apríl. Ef
endur eru nú á skrá úr þessu hópi tekið er tillit til aukningar nrann-
en var á sama tíma í fyrra. afla, sem orðið hefur á síðasta ári,
Atvinnuleysi á landinu öllu var í er atvinnuleysi nú mjög svipað því
maí um 0,6% af áætluðum mann- sem var í maí í fyrra.
afla á vinnumarkaði. í maí mánuði -BG
Útsölustaðir:
/TIGfk
Stiga popular
með 3.5 hp
Briggs og
Stratton mótor
— 2ja ára
ábyrgð — Betri
vél býðst varla á
þessu verði
Kaupfélögin um
land allt. Sambandið
byggin9avörur, Suðurlands-
braut 32.
Umboð:
Verslunardeild
Sambandsins
i^) Bæjarstjóri
Laus er til umsóknar staöa bæjarstjóra hjá Njarð-
víkurbæ. Umsóknir er greini frá aldri, menntun og
starfsreynslu, berist bæjarritara Njarðvíkur, skrif-
stofum Njarðvíkurbæjar, eigisíðaren25.júní nk.
Bæjarritarinn í Njarðvík
Vélaeigendur:
TAKIÐ EFTIR!!!
Eigum fyrirliggjandi eða útvegum
með stuttum fyrirvaraeftirfarandi:
x Alla helstu varahluti fyrir
Caterpillar og Komatsu
vinnuvélar.
x Beltakeðjur og aðra
undirvagnshluti'í allar gerðir
beltavéla.
x Slitstál, skerablöð og
tannarhorn fyrir jarðýtur og
veghefla.
x Riftannaodda fyrir jarðýtur.
x Spyrnubolta og skerabolta
allar stærðir.
x Stjórnventla og vökvadælur
fyrir 12/24 volta kerfi.
x Slitplötur og aðra varahluti í
mulningsvélar.
x Hörpunet allar stærðir fyrir
malarhörpur.
x Færibönd og varahluti í
færibönd.
x Drifkeðjur og færibandakeðjur
fyrir verksmiðjur og
landbúnaðarvélar. Einnig fyrir
lyftara, vökvakrana, rafstöðvar,
loftpressur, götusópa,
dráttarvélar og flutningatæki.
ALLT Á EINUM STAÐ:
Og við teljum niður
verðbólguna hraðar en margir
aðrir.
VÉLAKAUP H/í=
Sími641045
MDMUSMHF
Járnhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk.
Pósthólf 10180
Góða
skapið má
ekki gleymast
heima undir
nokkrum kring- ^éumferðar
umstæðum. Urád